Spurningakeppnin

Nú er komið að spurningakeppni innan FEBH sem verður næstu miðvikudaga og hefst kl. 13.00 Kaffi og meðlæti. Fyrsta keppnin verður miðvikudaginn 25. október. Þá keppa “Göngugarpar og Sniglar”.
Um að gera að koma og fylgjast með sínu liði.

Súpufundur 18. okt.

Næsti súpufundur verður miðvikudaginn 18. okt. 2017 kl. 12.00 á hádegi í Þorlákssetri Gísli Páll Pálsson mætir og segir frá Landsmóti UMFÍ 60+ sem haldið var s.l. sumar.
Mætum í grjónagraut og slátur.

Frá leikhúsnefnd

Leikfélag Hveragerðis frumsýnir söngdagskrána “Söngur og leikur í 70 ár” föstudaginn 13. okt. 2017 kl. 20.00 í Leikhúsinu Austurmörk 23 Hveragerði. Flutt verða lög úr leikritum sem leikfélagið hefur sýnt á undanförnum árum t.d. Saumastofunni, Þið munið hann Jörund, Þrek og tár, Línu langsokk, Dýrunum o.fl. Þriggja manna hljómsveit undir stjórn Guðmundar Eiríkssonar sér um undirleik.
Miðaverð er kr. 2.500.- til FEBH félagsmanna ef næst í 10 manna hóp eða fleiri annars er miðaverð kr. 3.000.-
Miðapantanir eru hjá
Kristín Egilsdóttir í síma 896 3436
Steinunn Þórarinsdóttir í síma 868 6543
Sigurður Magnusson í síma 822 4211

Jólahlaðborð á Hótel Örk.

Eins og undanfarin ár býður Hótel Örk upp á jólahlaðborð með dagskrá og dansleik 4. desember 2017. Stjórnandi er Gunnar Þorláksson.
Verð er kr. 8.000.- pr. mann Einnig er boðið upp á gistingu í 2ja manna herbergi fyrir þá sem það vilja og er verðið kr. 14.000.- með morgunmat og öllu pr. mann aukagjald í einbýli kr. 3.500.-

Þeir sem hafa áhuga vinsamlega skrifi sig á lista í Þorlákssetri fyrir 1. nóvember n.k.

Frá leikhúsnefnd

Í boði er önnur leikhúsferð nú í Borgarleikhúsið að sjá “Guð blessi Ísland” þetta er forsýning (generalprufa) sem verður fimmtudaginn 19. október 2017 kl. 20.00. Ekkert kostar inn á leiksýninguna aðeins kr. 1.500.- á mann með rútu sem fer frá Þorlákssetri kl. 18.30. Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við Kristínu Egilsdóttur í síma 896 3436, Steinunni Þórarinsdóttur í síma 868 6543 eða Sigurð Magnússon í síma822 4211

Fræðsla og spjall 4. okt.

Minnum á fræðslu- og skemmtidagskrána miðvikudaginn 4. okt. kl. 12.00 í Þorlákssetri Valgerður Guðmundsdóttir útbýr “Gulrótarsúpu” af sinni alkunnu snilld.  Sigurður Blöndal dregur saman lið í spurningakeppninni og Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri mætir og fræðir okkur um flutninga bæjarskrifstofunnar og hvað er á döfinni í bæjarmálum.