Entries by annajorunn

Púttið fellur niður

Félagar vinsamlegast athugið: Púttið felur niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar.

Starfsemi í Þorlákssetri fellur niður um óákveðinn tíma.

Tilkynning frá stjórn FEBH COVID-19 Í samráði við yfirlækni Heilsugæslunnar í Hveragerði og tilmæli yfirvalda um takmarkaða hópastarfsemi hefur stjórn FEBH ákveðið að fella niður alla starfsemi í Þorlákssetri um óákveðinn tíma á meðan COVID-19 geysar. Kveðja stjórnin.

Frá Heilsustofnun vegna Covid-19 veirunnar

Orðsending frá Heilsustofnun Takmarkað aðgengi að Heilsustofnun meðan Covid-19 veiran geisar. Sundleikfimi FEBH á miðvikudögum fellur niður um óákveðin tíma. Látið þetta berast. Stjórnin

Leikhúsferð

Nú er á döfinni að fara í leikhúsferð til Aratungu 28. febrúar n.k. að sjá gamanleikritið “ALLIR Á SVIД eftir Michael Frayn í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar. Miðaverð er kr. 2.000.- og rútuferð kr. 2.000.- samtals kr. 4.000.- sem má greiða í Arion banka merkt leikhús eða greiða í heimabanka inn á reikning 0314-26-52 kt. […]

Söngstund í Þorlákssetri

Söngstund í Þorlákssetri, hjá Félagi eldriborgara í Hveragerði. Miðvikudaginn 26. febr. kl. 13:00, munu Bassi, Björn Þórarinsson og Sæunn Freydís Grímsdóttir stjórna söngstund í Þorlákssetri. Bassi leikur undir á pianó og grípur einnig í harmonikkuna. Syngjum saman í 50-60 mínútur, gömlu lögin sem flestir kunna. Textabækur verða á staðnum. Fjölmennum og syngjum saman, söngur gleður […]

Aðalfundur FEBH 2020

  Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar 2020 kl. 14: 00  í Þorlákssetri. * *Fundarefni:* *Skýrsla stjórnar* *Skýrsla gjaldkera* *Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga * *Lagabreyting* *Önnur mál* *Kaffihlaðborð kr. 1.500.-* *Stjórn FEBH*

Leikhúsferðir

Þá er komið að næstu leikhúsferð sem verður hér í Hveragerði 15. febrúar n.k. til að sjá “ÞJÓÐSAGA TIL NÆSTA BÆJAR” leikrit fyrir alla fjölskylduna og hefst kl. 14.00 miðaverð er kr. 3.000.- en ef við verðum fleiri en 10 er miðaverð kr. 2.500.- pr. mann sem greiðist við innganginn  Listi liggur frammi í Þorlákssetri […]

Heilsuefling 60+

Heilsuefling 60 plús 2020 Samstarfsverkefni Hveragerðisbæjar og Félags eldri borgara Hveragerði. 8 vikna heilsueflandi námskeið hefst mánud.10. febrúar kl. 11:00 í Hamarshöll. Æfingar og ganga mánud., miðvikud. og föstud. kl. 11:00. Þjálfari er Bryndís Elíasdóttir Ms Íþrótta og heilsufræðingur. Gjaldfrjálst, bara mæta og skrá sig.  

Frá uppstillingarnefnd

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 2020.   Stjórn FEBH hefur tilkynnt að aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 20. febrúar kl. 14.00 í Þorlákssetri húsi félagsins. Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með niðurstöður.   Kjörtímabili í aðalstjórn hafa lokið Gísli Garðarsson formaður og Jónína Haraldsdóttir ritari og gefa þau ekki kost á endurkjöri.   Sem formaður […]

Frá Hverafuglum.

Ágætu Hvergerðingar. Hverafuglar (kór eldri borgara)  blása til sóknar og hyggjast efla sinn ágæta kór. Mörg spennandi verkefni framundan, m.a. fyrirhuguð utanlandsferð á næsta söngári. Nýir félagar sérstaklega boðnir velkomnir og kórinn er opinn öllum 60 ára og eldri. Æfingatímar alla þriðjudaga kl. 18-20 í Þorlákssetri. Nýir meðlimir þurfa ekki að kunna að lesa nótur […]