Vorsöngur og bingó

Miðvikudaginn 15. maí halda Hverafuglar kór eldri borgara vor söngskemmtun og bingó
hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.

Sjá auglýsingu

Fréttabréf 3. apríl 2024

Í apríl – maí 2024
Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Hér sendum við ykkur vikudagskrá yfir það sem er í boði núna eftir páska. Námskeiðin eru næstum full, örfá pláss laus í síðustu tíma vatnsleikfimi og yoga í vatni og enn hægt að skrá sig. Sigrún Arndal, tengiliður stjórnar við hópstjóra, hefur talað við alla og það er í heildina gott hljóð í fólki og yfirleitt pláss fyrir fleiri. Það eru miklar hugmyndir komnar fram um hvað má betur fara og er stefnt að fundi með stjórn og hópstjórum til að ákveða hvað við viljum bæta og laga.
Nú er farið að huga að vorferð í maí og er helst rætt um skemmtilega menningar og safnaferð um Suðurland, en þetta verður auglýst sérstaklega. Ákveðið hefur verið að vorfundurinn verði 10. maí en það verður líka auglýst betur síðar.
Eins og fram kemur á vikudagskránni er sú nýjung að á fimmtudögum kl. 13.30 – 15 verður kaffispjall og kannski meðlæti í boði fyrir þá sem vilja kíkja við í Þorlákssetri.
Stjórnarmenn munu kappkosta að mæta til að hitta ykkur og ræða málin. Landsambandið býður upp á stutt fræðsluerindi sem við getum fengið á skjáin hjá okkur ef við viljum. Það tekur í mesta lagi hálftíma og yrði þá kynnt sérstaklega.
Svo dettur okkur kannski í hug eitthvað annað þegar fram líða stundir. En eftir sem áður er aðal málið að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur
Sigurlín, formaður

Aðalfundarboð

Aðalfundarboð í Félagi eldri borgara Hveragerði

16. febrúar 2024 kl. 15 í Þorlákssetri

Dagskrá:
Skipan fundarstjóra og fundarritara
Skýrsla stjórnar um starfsárið 2023
Ársreikningur 2023
Félagsgjöld 2024
Lagabreytingar
Kosningar:
Kosning eins stjórnarmanns til eins árs
Kosning þriggja stjórnarmanna til tveggja ára
Kosning eins varamanns í stjórn til tveggja ára
Kosning tveggja skoðunarmanna til eins árs og eins til vara
Kosning fulltrúa á ársfund Landssambands eldri borgara.
Fimm stjórnarmenn ganga úr stjórn; Daði Ingimundarson, varaformaður, Sigrún Anna Stefánsdóttir, ritari, Steinunn Aldís Helgadóttir, gjaldkeri, Marta Hauksdóttir, meðstjórnandi og Björn Guðjónsson, varamaður. Því þarf að kjósa, fjóra menn í aðalstjórn og einn í varastjórn. Tillaga uppstillingarnefndar hefur síðan 1.2.24 legið fyrir á heimasíðu félagsins, www.hvera.net og á töflu í Þorlákssetri. Einnig er ársreikning félagsins 2023 þar að finna. Vinsamlegast kynnið ykkur þetta vel fyrir aðalfundinn.
Önnur mál: Kolbrún Tanja Eggertsdóttir og Eygló Huld Jóhannesdóttir kynna verkefni sín hjá Hveragerðisbæ og tengingu við Félag eldri borgara.
Kolbrún Ósk Guðmundsdóttir, starfsmaður Félagsins kynnir sig.
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður segir frá nokkrum verkefnum framundan.
Að fundi loknum er öllum boðið í kaffiveitingar í Þorlákssetri.

Stjórn Félags eldri borgara í Hveragerði.

Frá uppstillinganefnd

Samkvæmt lögum félagsins, 6. kafla, kemur fram að „tillögur félagsmanna um einstaka menn til stjórnarkjörs skulu berast uppstillingarnefnd eða skrifstofu félagsins minnst fjórum vikum fyrir aðalfund“. Þann 5.12. 23 var auglýsing um þetta send til allra og félagsmenn beðnir að skila tillögum fyrir 19. 1. 24. Ítrekun var send þann 16. 1. 24 en aðalfundur verður þann 16. 2. 24

Stjórn FEBHveragerði/Sigurlín Sveinbjarnardóttir formaður

Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með nöfn þeirra sem hafa boðið sig fram til stjórnarsetu og starfa fyrir Félag eldri borgara í Hveragerði.

Í aðalstjórn:

Til eins árs: Daði Ingimundarson

Til tveggja ára:  Anna Elísabet Ólafsdóttir, Birgir Þórðarson og Kristinn Kristjánsson

Í varastjórn: Ingibjörg Sigrún Guðjónsdóttir

Skoðunarmenn ársreikninga: Hólmfríður Skaftadóttir og Þórdís Magnúsdóttir

Til vara:   Jakob Árnason

Fulltrúar á þing LSEB Tilefndir af stjórn eru formaður, ritari og gjaldkeri

Með kveðju frá uppstillingarnefnd, Eyvindur Bjarnason, Jóna  Einarsdóttir, Sesselja Guðmundsdóttir