Bókmenntir eru alltaf kl. 10.00 á mánudögum í Þorlákssetri og eru allir félagsmenn velkomnir. Þeir sem koma þurfa ekkert endilega að lesa, en geta bara komið til að hlusta. Efni þáttanna er yfirleitt mjög fjölbreytt. Menn velja einhvern bókarkafla sem þeir vilja lesa. Það getur verið t.d. skáldsaga, smásaga, söguleg frásögn, ljóð, lausavísur eða eitthvað annað og lesið er í 20 mínútur. – Stundum lesum við öll saman heilu bækurnar eins og þegar við lásum Aðventu og Manntafl og fleiri bækur. Frávikin geta verið þau að einn les heila skáldsögu en les samt aðeins 20 mínútur í hvert skipti sem kemur að honum. Lesið er eftir stafrófsröð og yfirleitt 5 í hverjum þætti. Haldin er skrá yfir það sem lesið er og er hún birt hér að neðan í Skoða nýjustu upplestrarskrána. Gott er að hafa það fyrir reglu að gá að því hvort efnið sem maður velur hefur verið lesið áður. Þá er líka hægt að sjá hér að neðan hverjir eiga að lesa næst.  Neðst á síðunni er nafnaskrá yfir alla sem taka þátt, heimili, sími og netfang.