Nefndir 2017 – 2018

Ferðanefnd:
Nefndin skipuleggur og sér um allar lengri og styttri ferðir á vegum félagsins í samráði við stjórn. Nefndin getur kallað til sín aðstoðarfólk ef þurfa þykir.   Kristín Dagbjartsdóttir, Egill Gústafsson, Fjóla Ragnarsdóttir og Bjarni Björnsson.    

Spilanefnd:
Nefndin skipuleggur og stjórnar félagsvist í samráði við stjórn. Nefndin getur kallað til sín aðstoðarfólk ef þurfa þykir.  Örn Sigurðsson og Fjóla Ragnarsdóttir.

Fræðslu- og skemmtinefnd:
Nefndin sér um að útvega skemmti- og fræðsluefni á miðvikudögum og aðrar uppákomur innan félagsins, t.d. árshátíð og þorrablót. Tekur á móti fundargestum. Nefndin vinnur í samráði við stjórn. Nefndin getur kallað til sín fólk til aðstoðar ef þurfa þykir.  Sigurður Blöndal og Gísli Garðarsson.

Brids nefnd:                     
Nefndin skipuleggur og stjórnar Brids á vegum félagsins í samráði við stjórn. Nefndin getur kallað til sín aðstoðarfólk ef þurfa þykir.     Sigurjón Guðbjörnsson, Guðlaug Birgisdóttir.

Leikhúsnefnd: Skipuleggur leikhúsferðir á vegum félagsins í samráði við stjórn. Nefndin getur kallað til sín fólk til aðstoðar, ef þurfa þykir. Kristín Egilsdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir og Sigurður Valur Magnússon.

Uppstillingarnefnd: Vinnur samkvæmt 6. kafla í lögum félagsins um Uppstillingarnefnd. Ingibjörg S. Guðjónsdóttir, Jóna Sigurðardóttir. Jóna Einarsdóttir sem ráðgjafi.

Stjórn félagsins skipar í nefndir, skv. lögum félagsins 4. kafla: Skipan stjórnar og verkefni.

Það þarf að tala við alla við lok starfsárs og athuga hvort fólk gefi kost á sér áfram, ef ekki, þá þarf að finna nýtt fólk.

 

Haustferðin 2014

Haustlitaferð félagsins var farin þann 27. september, 2014.

Lagt var upp frá Þorlákssetri kl. 9 árdegis og ekið um Þingvelli og Uxahryggi að Reykholti. Þar  snædd súpa og salat í hádeginu. Þaðan  haldið að Háafelli í Hvítársíðu og geitabúið skoðað. Þaðan svo haldið að Húsafelli.
Að því loknu var haldið heim á leið með viðkomu á Hvanneyri. Þar meðal annars skoðað Landbúnaðarsafnið og Ullarsetrið. Einnig boðið upp á kaffi í mötuneyti staðarins

Sumarferð 2013

Sumarferðin 2013 var farin dagana 8. til 11. júlí. Fyrsti viðkomustaður var Akranes, en þar tók Félag eldri borgara á móti okkur. Svavar Sigurðsson sýndi okkur bæinn og svo var boðið upp á kaffi og með því í félagsheimili þeirra Akurnesinga.
Gist var 3 nætur á Laugum í Sælingsdal (Edduhótel), farið í dagsferðir um Dali, fyrir Klofning, á Strandir (Hólmavík, Drangsnes) og heim um Borgarfjörð, Hvalfjörð, Kjós og Grafning. Veður var nægilega hagstætt þótt menn hafi einkum fyrsta daginn átt bágt með sig að bölva ekki þokunni.
Morgun- og kvöldmatur var á hótelinu en súpur snæddar í hádegi á ýmsum stöðum.