Sá sem hreyfir sig reglulega fær þetta í kaupbæti:

  • Sjálfstæði – möguleikan á að búa heima sem lengst.
  • Vellíðan – umframorku til þess að takast á við gráan hversdagsleikann.
  • Félagsskap – utandyra eða innan.
  • Tengsl við æskuna – aukinn þrótt til þess að njóta samveru við börn og barnabörn.
  • Ferðagleði – er nægilega hraustur til þess að fara í langferðir.
  • Nýtur náttúrunnar – getur ferðast um fjöll og firnindi.
  • Sefur vel – fær hraustlegt og gott útlit.

(Úr bókinni: Árin eftir sextugt)

Það sem er í boði hjá F.E.B.H:

Boccia á miðvikudögum og föstudögum kl. 10.00 í Þorlákssetri.

Göngutúrar á þriðjudögum kl. 10 frá Þorlákssetri.

Vatnsleikfimi á miðvikudögum kl. 14.45-15.30 í sundlaug N.L.F.Í.

Línudans á þriðjudögum kl. 17.30 í Þorlákssetri og frjáls æfing á sama stað á laugardögum kl. 13.15.

Pútt á föstudögum kl. 10.00 í Hamarshöll.

Stólaleikfimi á mánudögum kl. 16.15-16.55 í Þorlákssetri.