Ný upplestrarskrá Bókmenntahópsins


Nú er upplestrarskráin orðin veflægur gagnagrunnur á hvera.net sem hægt er að leita í. Hér er hægt að slá inn leitarorð, t.d. nafn upplesara eða höfundar og fá þannig frekari upplýsingar úr skránni. Sem dæmi ef slegið er inn nafnið Kristbjörg fást öll þau skipti sem Kristbjörg hefur lesið upp og einnig ef einhver höfundur efnis ber sama nafn. Þetta auðveldar líka að finna út hvort að tiltekið efni hafi verið lesið upp áður með því að slá inn nafn höfundar. Neðst er síðan birtur fjöldi skipta sem leitarorðið eða nafnið kemur fyrir í heildarskránni.
Þegar skráin er sett inn núna hafa meðlimir Bókmenntahópsins lesið upp í 2.127 skipti frá því byrjað var að skrá upplestrana.

Skoða síðuna hér!

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *