Upplýsingar

Félagsfundir eru fjórir á ári, haustfundur, þar sem línur eru lagðar fyrir vetrarstarfið, jólagleði, aðalfundur og vorfundur, en með honum lýkur vetrarstarfinu.

Stjórnarfundur 25. nóvember 2015 kl. 13:00

Mætt: Egill Gústafsson gjaldkeri, Guðlaug Birgisdóttir, meðstjórnandi, Helgi Kristmundsson varamaður og Kristín Dagbjartsdóttir form. Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, fjarverandi, Helga Baldursdóttir, varamaður fjarverandi. Kristín tekur að sér að vera ritari þessa fundar.

          1. Jólahlaðborð 3. desember kl 19:00 á Hótel Örk, verð kr 6900 pr mann, ca 50 manns.
          1. Jólafundur FEBH verður haldinn 14. desember kl 14:00 á Hótel Örk. Dagskrá: Hverafuglar syngja, stjórnandi Örlygur Atli Guðmundsson. Hugvekja, séra Jón Ragnarsson, jólasaga, Anna Jórunn Stefánsd les.  Guðbrandur með gamanmál. Tónlist og söngur stjórnandi Margrét Stefánsdóttir. Kaffihlaðborð kr 1800 greitt við innganginn. Samþykkt.
          1. Rætt um kaup á nýrri kaffivél frá Innes, verður látið bíða betri tíma.
          1. Fyrirhugað Aðventukvöld verður ekki ekki þetta árið. Súkkulaðiterta frá haustfundi og jólaköku fær formaður kórsins til að gleðja kórfélaga með kaffinu á síðustu æfingu fyrir jól. Samþ.
          1. Svarta boli merkta FEB Hveragerði til að nota í keppnisferðum, aðallega í Boccía. Ákveðið að kaupa 10 stk (til viðbótar )hjá Brosbolum eins og áður. Félagar greiði 50 % af verði bolanna.
          1. Senda auglýsingu um jólafundinn í Dagskrána, birta fimmtud. 3. des og 10 des. Sent föstud. 30.nóv.
          1. Núverandi Uppstillingarnefnd er skipuð: Jóna Einarsdóttir form, Laufey Valdimarsdóttir og Sigurjón Guðbjörnsson. Mun starfa áfram óbreytt. Nefndin fær sendar upplýsingar um hverjir hætta og hverjir gefa kost á sér áfram í stjórn félagsins.
          1. Aðalfundur FEBH verður haldinn fimmtudaginn. 11.febrúar kl 14:00 í Þorlákssetri. Rætt um að kjósa nefndir á Aðalfundi. Skemmtinefnd, ferðanefnd og fræðslunefnd. Nefndarskipan hefur verið svolítið í lausu lofti, kannski fæst meiri festa í nefndarskipan ef nefndir eru kosnar á Aðalfundi. Samþykkt að ræða þetta við uppstillinganefnd.
          1. Neyðarútgangur: Stiginn er kominn, liggur fyrir utan hulinn snjó og býður þess að verða reistur upp.
          1. Skýrsla frá Brunavörnum Árnessýslu. Niðurstöður úr eldvarnaskoðun, sem framkvæmd var 30. nóvember 2015. 9 athugasemndir voru gerðar og yfirskriftin er UMTALSVERT sem þarf að laga. Frestur til að lagfæra er gefinn til 4. janúar 2016.
          1. Bréf frá Rósu Hjartardóttur Forstöðumanns reikningshalds, húsfélagsins Breiðumörk 25 Hveragerði. Þar er farið þess á leit að heimiluð sé hækkun á rekstargjöldum kr 300.000. Upphæðin skiptist þannig á eigendur. Hveragerðisbær kr. 96.037, Lyf og heilsa kr. 52.134,       Heilbrigðisstofnun Suðurlands kr. 151.829. Egill gjaldkeri svarar bréfinu, með tillögu okkar um úrbætur sem snúa að sameigninni.
          1. Svarbréfið er eftirfarandi:

Efni: Varðar Breiðumörk 25 b Hveragerði. Til: Rósa Hjartardóttir rosa@eik.is

       Frá félagi eldri borgara í Hveragerði.                                  

          1. Við lítum svo á að hækkun húsgjalda sbr. Fundargerð frá 14.04 2014 hafi verið samþykkt.
          1. Athugasemndir brunavarna Árnessýslu, sem nýlega kom í okkar hendur um ástand eldvarna í húsinu. Ég ætla að áframsenda hana til ykkar. Hún varðar alla húseigendur að hluta til. Haft hefur verið samband við Öryggismiðstöðina og Árvirkjan um vöktun og eftirlit á eldvarnarkerfinu. Neyðarútgangur úr sal eldri borgara, neyðarstigi er kominn að vegg hússins og verður settur upp næstu daga. Félagið hefur fengið frest hjá Brunavörnum til lagfæringa til 4. janúar 2016.
          1. Varðandi snyrtingu og biðstofu lækna á ganginum inn á Heilsugæsluna á efri hæð hússins. Tillaga okkar er að biðstofunni verði lokað með þili og hurð og tækjavagn til ræstinga verði færður í það rými, enda er þar opinn skolvaskur og lúga upp á loft. Einnig hurð inn á lokað tengirými. Leiðinlegt er að geyma tæki og vörur inn á sameiginlegri snyrtingu hússins. (Snyrting fyrir fatlaða). Biðstofa fyrir læknana gæti verið í enda gangsins framan við biðstofuna eða inni í rými Heilsugæslunnar.
          1. Sameignin er orðin sjúskuð og kominn tími á málningu á veggi.           F.h. Félags eldri borgara í Hveragerði. Egill Gústafsson.

13. Það vantar að merkja bílastæði fyrir fatlaða bak við húsið. Egill mun sjá um það.

14. Ennfremur rætt um hvað skal gera í janúar. Heimsækja Listasafnið? Keramikhúsið Þorlákshöfn, huga að námskeiði þar? Fá Spilavini í heimsókn?

Fleira ekki rætt, fundi slitið kl 14:15. Kristín Dagbjartsdóttir, ritari fundar.

Stjórnarfundur 3. nóvember 2015 kl. 10:00

Mættir : Kristín Dagbjartsdóttir, Egill Gústafsson, Helga Baldursdóttir og Guðlaug Birgisdóttir. Fjarverandi er Hrafnhildur Jóhannsdóttir, ritari og Helgi Kristmundsson varam.

          1. Kristín formaður setti fund og bað Helgu Baldurs að rita fundargerð í fjarveru ritara, samþ.
          1. Formaður las bréf frá bæjarráði Hveragerðis þar sem fjallað er um verkefnið „Þjóðarsátt um læsi“ sem félagið er þátttakandi í. Bæjarráð samþykkir að vinna að skipulagi verkefnisins í samvinnu við Grunnskólann, FEBH og Rauða krossinn í Hveragerði. Aðstoða börn með lestur.
          1. Neyðarútgangur í Þorlákssetri, vinna við uppsetningu er komin á fullt, búið að steypa undirstöður fyrir stiga utan við húsið, klárast vonandi bráðlega.
          1. Formaður sagði frá undirbúningsfundi sem hún sótti um fyrirhugað málþing um farsæla öldrun á Suðurlandi, sem verður haldið 16. nóvember 2015 á Selfossi. Öll félög eldri borgara á Suðurlandi eru aðilar að þessu verkefni.
          1. Ákveðið að fresta þátttöku í FÁÍA, félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra.
          1. Jólafundur verður haldinn mánudaginn 14. desember kl. 14:00. Settur verður upp listi til að kanna þátttöku, kanna með prest, t.d. séra Ninnu Sif og fleira verður athugað.
          1. Námskeið: Örn Guðmundsson er tilbúinn að byrja með námskeið í silkiblómagerð, miðvikudagar eru taldir henta vel til þess. Violette Meyssommier býður upp á tilsögn í skartgripagerð og fl. Kristín form. mun fylgja þessum málum eftir.

Ekki fleira gert og fundi slitið kl 11:10.

Helga Baldurs fundarritari.

Stjórnarfundur 17. september 2015 kl. 18.00.

Mættir eru: Formaður Kristín Dagbjartsdóttir, Egill Gústafsson gjaldkeri, Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, Guðlaug Birgisdóttir meðstjórnandi, Helga Baldursdóttir varamaður og Helgi Kristmundsson varamaður.

          1. Formaður biður gjaldkera að láta laga hátalara í viðbótarsal, það heyrist svo illa þar.
          1. Helgi nefndi að allir hafi ekki borgar fyrir veitingar þegar slíkar uppákomur eru. Þarf að breyta því.
          1. Formaður lagði til að fólk skrái sig fljótt á jólafundinn, svo megi gera ráð fyrir nógum sætum og meðlæti.
          1. Samþykkt að taka þátt í Ljóðasetri Hveragerðis.
          1. Helga Bald og Guðlaug sjái um fimmtudagsmorgna í nóvember. Einnig var rætt um dagskrá í október.
          1. Formaður mætti á formannafund um framtíðarþing um farsæla öldrun á Suðurlandi.
          1. Spurt um félagsgjald þegar nýtt fólk gengur inn á miðju tímabili. Stjórnin samþykkti að allir nýir félagar borgi fullt árgjald við inngöngu hvenær sem er á árinu.
          1. Neyðarútgangur: Undirvinnan er ekki hafin, en stigin er komin á Selfoss.
          1. Á mánudag verður sett upp á veggi salarins í Þorlákssetri. Listafólkið í Egilshúsi sér um það.
          1. Talað var um samstarf FEB, Rauða krossins, bókasafns og skóla til að efla læsi barna t.d. með að lesa fyrir börnin, og fá börn til að lesa fyrir þá eldri.
          1. Fleira ekki tekið fyrir. Fundi slitið kl. 19.15.
          1. Hrafnhildur Jóhannsdóttir, ritari.

Haustfundur 3.  september 2015 kl. 14:00.

          1. Formaður Kristín Dagbjartsdóttir setti fund og bauð gesti velkomna og minntist tveggja félaga sem látist höfðu á árinu, þeirra Eiríks Hlöðverssonar og Láru Haraldsdóttur.  Formaður kynnti stjórnina.
          1. Formaður þakkaði fráfarandi formanni félagsins Hrafnhildi Björnsdóttur fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Hrafnhildur var ekki mætt á fundinn vegna veikinda, en Guðmundur eiginmaður hennar tók við blómum til hennar.
          1. Formaður sagði frá sýningu félagsins á Blómstrandi dögum, þar sem þemað var „Konur í Hveragerði“. Anna Jórunn Stefánsdóttir og Helga Baldursdóttir sáu um þessa sýningu í nafni Bókmenntaklúbbsins. Helga sagði frá sýningunni og afhenti formanni möppu með myndum og texta sýningarinnar. Mappan mun liggja frammi og vera aðgengileg til skoðunnar. Sýningin var opin tvær helgar í röð og skráðu 216 sig í gestabók.
          1. Formaður sagði frá dagskrá vetrarstarfsins og kynnti þá sem munu sjá um framkvæmd dagskrárinnar. Ákveðið er að halda Aðventukvöld í desember, auglýst nánar síðar.
          1. Jóhann Gunnarsson kynnti púttið sem hann mun hafa umsjón með í Hamarshöll.
          1. Sigurjón Guðbjörnsson form. ferðanefndar sagði frá ferðum sem farnar voru á síðasta ári. Sigurjón kynnti starf kórsins Hverafugla sem hefst fimmtudaginn 17. sept. Þátttökugjald til kórsins verður kr 5000.- á önn (kr 10.000 á ári). Örlygur Atli Guðmundsson mun stjórna kórnum eins og undanfarin ár.
          1. Formaður tók til máls og hvatti til gleði og jákvæðni í samskiptum fólks og mikilvægi þess að hlægja
          1. Næst bauð formaður Sigurði Blöndal að taka til máls. Sigurður er kennari hér við Grunnskólann í Hveragerði. Sigurður var kominn til að kynna hugmynd sína um að stofna Ljóðasetur Hveragerðis og bauð félaginu að gerast þátttakandi í því verkefni. Hann sagði síðan nánar frá hugmyndum sínum og lýsti eftir spurningum og athugasemdum. Í lok ræðu Sigurðar kváðust þeir Bjarni Sæberg á, að gömlum sið. Formaður þakkaði Sigurði og sagði stjórnina hafa hug á að taka þátt í verkefninu.
          1. Formaður kallaði nú til þær Sæunni Freydísi Grímsdóttur og Hólmfríði Kristjánsdóttur og bað þær að stjórna fjöldasöng. Þær völdu “Fyrr var oft í koti kátt“, undirtektir voru góðar.
          1. Önnur mál: Helga Haraldsdóttir tók til máls og sagði frá opnun málverkasýningar sinnar á Bókasafninu laugardaginn 5. sept. kl. 14:00 og bauð alla velkomna þangað.
          1. Formaður sagði frá verkefni sem Örn Guðmundsson hefur unnið, þ.e. gerð blóma og fl. Hann er tilbúinn að halda námskeið í listinni fyrir félagsmenn.
          1. Næst flaug fyrir ein skemmtisaga af iðnarmönnum og fleirum og Sæunn og Hólmfríður sungu ásamt fundarmönnum „Við göngum svo léttir í lundu“. Hraustlega tekið undir.
          1. Fundi slitið kl. 15.30.   Gestum boðið upp á kaffi og meðlæti (kr. 1000).                   92 gestir skráðu sig í gestabók.

Helga Baldursdóttir fundarritari.

Stjórnarfundur 24. ágúst kl. 13.oo

Fundarefni: Haustfundur, vetrardagskrá, húsnæðið o. fl.

Mættir eru: Kristín Dagbjartsdóttir formaður, Egill Gústafsson gjaldkeri, Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, Guðlaug Birgisdóttir meðstjórnandi, Helgi Kristmundsson og Helga Baldursdóttir varamenn.

          1. Frágengið með hjálp í eldhúsi. Einnig frágengið allt meðlæti, fundarboðin komin í hús.
          1. Vetrardagskrá. Hún rædd og frágengið það sem hægt var að staðfesta. Ræddar voru ýmsar tillögur um fimmtudagsmorgna í vetur, reyna að hafa gaman og fróðleik til skiptis. Kórgjald Hverafugla miðast við helmingsgreiðslu frá félaginu.
          1. Athuga með hvort Margrét Lárusdóttir, sem þrífur húsnæði Þorláksseturs, sé tilbúin í aðeins aukaþrif.
          1. Fyrir lá bréf frá Sigurði Blöndal þar sem hann kynnir stofnun Ljóðaseturs Hveragerðis. Samþykkt að bjóða honum að kynna málið á fundinum 3. september.

Til gamans má geta þess að á sýninguna Konur í Hveragerði, sem var haldin helgina á Blómstrandi dögum og helgina á eftir, komu 213 gestir.

Formaður verður frá allan október 2015.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 14.10.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari.

Stjórnarfundur 5. ágúst kl. 13.00.

Mættir eru Kristín Dagbjartsdóttir formaður, Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, Guðlaug Birgisdóttir meðstjórnandi, Helga Baldursdóttir og Helgi Kristmundsson varamenn, Egill Gústafsson gjaldkeri boðaði forföll.

          1. Sigurjón Guðbjörnsson var boðaur á fundinn og sagði frá fyrirhugaðri ferð um Landsveit þann 25. og 26. ágúst. Hann lét okkur hafa fyrirhugaða ferðaáætlun.
          1. Haustfundur FEBH verður fimmtudaginn 3 september kl. 14.00. Kynnt verður dagskrá vetrarins. Formaður athugar með áætlað verð meðlætis.
          1. Dagskrá vetrarins rædd og frágengin til prentunar.
          1. Blómstrandi dagar. FEBH ætlar að fjalla um merkar konur fyrr á árum ásamt sýningu á munum og fatnaði. Þetta er okkar framlag til bæjarhátíðarinnar Blómstrandi daga. Bókmenntahópurinn er með umsjón með Önnu Jórunni og Helgu Baldursdóttur i farabroddi.
          1. Egill Gústafsson gjaldkeri hafði sagt formanni að neyðarstiginn sé ekki tilbúinn.

Fleira ekki tekið fyrir fundi slitið kl. 14.20.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari

Félag eldri borgara í Hvergerði efndi til ferðar um neðanverðu Flóa þann 14. júlí 2015. Lagt var af stað kl. 13.00. Heimsótt var hagleiksfólk að Forsæti, Rjómabúið á Baugstöðum og sjávarþorpin við ströndina skoðuð undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar. Verð var 3000 kr. á mann.

Stjórnarfundur 8. júlí 2015 kl. 13.00.

Mættir eru: Hrafnhildur Björnsóttir formaður, Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður, Egill Gústafsson gjaldkeri, Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, Helga Baldursdóttir og Helgi Kristmundsson varamenn.

1 Hrafnhildur Björnsdóttir segir af sér formennsku og úr stjórninni sökum veikinda. Kristín Dagbjartsdóttir tekur við formennsku.

2 Þarf að skipa niður í nefndir fyrir vetradagskrá 2015. Skipt niður á stjórnarmenn.

3 Kristín Dagbjartsdóttir þarf samþykki stjórnarinnar um tilnefningu varastjórnar Öldungaráðs Hveragerðis: Helgi Kristmundsson, Björk Pétursdóttir og Guðmundur Karl Þorbjarnarson. Þau voru samþykkt.

4 Framkvæmdir standa yfir vegna neyðarútgangs.

5 Hveragerðisbær tók að sér að greiða okkar hlut í lagfæringu á skyggnum á Breiðamörk 25 b, kostnaður var ca 250 þúsund kr. Skyggni báðum megin á húsinu voru lagfærð og gengið frá því.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl: 14.30.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir

Fráfarandi formaður vil bæta þessu við:

Bæjarferð, Ísl. erfðagreining 30. mars.

Vorfagnaður á Hótel Örk 30. apríl. 100 manns.

Unaðsdagar í Stykkishólmi 5. – 8. maí.

Félagar úr félagi eldri borgara í Grindavík komu í kaffi í Þorlákssetri, ca. 60 manns.

Stjórnarfundur 7. apríl 2015 kl. 15.00.

Mætt eru: Hrafnhildur Björnsdóttir formaður, Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður, Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, Egill Gústafsson gjaldkeri, Guðlaug Birgisdóttir meðstjórnandi, Helga Baldursdóttir varamaður og Helgi Kristmundsson varamaður.

Aðalefnið er vorfundurinn þann 30 apríl, sem á að hefjast kl. 14.00.

Ákveðið var að stjórnin sjái um fundinn eins og 3 síðustu ár. Hrafnhildur Jóhanns bauðst til að hafa samband við Dagnýju Höllu og fá stúlknakórinn hennar til skemmtunar.

Athuga með Þórð Garðarsson til að fara með Heilsufars grínkvæðið, ath. með Pétur Nóa og fá hann til að spila á píanó og kór eldriborgara Hverafugla að skemmta með söng. Formaður sendir aftur auglýsingu í Dagskrána.

Næst var tekin fyrir hugmynd að Blómstrandi dögum.Talað um að fjalla um tvær merkar konur og sögu þeirra í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Íslandi. Tillaga um Elínu Guðjónsdóttur og Árnýju Filippusdóttur.

          1. mars var farið í leikhús Hvergerðinga og í Erfðagreiningu hjá Kára Stefánssyni þann 30. mars.

Ákveðið var að þátttökugjaldið fyrir línudanskennslu Harðar Stefánssonar fari óskert til hans.

Tilboð komu í neyðarútgang Þorláksseturs frá Vörðufelli og Arnveri. Annað var upp á 2.452.000, hitt upp á 900.000. Lægra tilboðinu var tekið og Agli falið að sjá um þetta.

Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 16.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir

Stjórnarfundur 10. mars 2015 kl. 10.00.

Mættir eru: Hrafnhildur Björnsdóttir formaður, Kristín Dagbjartsóttir varaformaður, Egill Gústafsson gjaldkeri, Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, Guðlaug Birgisdóttir meðstjórnadi og Helga Baldursdóttir varamaður. Helgi Kristmundsson mætti ekki.

1 Heimasíða FEBH: Biðja Önnu Jórunni Stefánsdóttur að taka hana að sér. Það var samþykkt.

2 Vorfundur félagsins: Uppástunga með 30 apríl. Ýmislegt rætt hvað væri hægt að gera og hafa til skemmtunar, t.d. að fá Þórð til að lesa heilsufarskvæði, Hverafuglar syngja, sýna línudans, svo eitthvað sé nefnt.

3 Blómstrandi dagar: Tala við Auði Guðbrandsdóttur um að sýna málverk eftir mann hennar, athuga með Svan Jóhannesson og konu hans Ragnheiði Ragnarsdóttur með eitthvert efni, Kristín Dagbjarts talar við þau.

Önnur mál:

Egill Gústafsson sagði okkur frá styrknum frá kirkjunni í orgelsjóðinn að upphæð 25.000 kr.

Einnig sagði hann að brunaútgangurinn væri í athugun.

Anna Jórunn Stefánsdóttur kom kl. 11.00 og var hún boðin velkomin.

Hún samþykkti að taka að sér heimasíðu FEBH, uppfæra hana í gott lag og setja inn nýtt efni.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 11.15.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir

Stjórnarfundur 24. febrúar 2015

Mætt eru: Hrafnhildur Björnsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir, Helgi Kristmundsson, Guðlaug Birgisdóttir, Egill Gústafsson, Helga Baldursdóttir og Hrafnhildur Jóhannsdóttir.

          1. Aðalfundur.
          1. Stjórn skiptir með sér verkum og raðast þannig. Hrafnhildur Björnsdóttir verður áfram formaður og Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður.

Egill Gústafsson gjaldkeri, Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari, Guðlaug Birgisdóttir meðstjórnandi, varamenn Helga Baldursdóttir og Helgi Kristmundsson.

          1. Tölvan. Hver á að nota hana ?
          1. Hveragerðisbær er búin að fá skýrslu FEBH.
          1. Sparidagar. Rætt um að fá Kjartan Kjartansson að fara með hópana sem koma í heimsókn í Listasafnið. Það komu ýmsar uppástungur um hvað hægt væri að gera þeim til skemmtunar.

Kristín Dagbjartsdóttir sagðist geta séð um kaffið fengi hún fólk með sér í það.

Sparidagar byrja næsta þriðjudag eða 3 mars og eru næstu 7 þriðjudaga.

          1. Hljóðkerfið í Þorlákssetri, það hljómar á milli sala og getur truflað.
          1. Bílastæði fatlaðra er húsfélagsins að sjá um.

Sæunn Freydís Grímsdóttir fráfarandi ritari FEBH ritaði alla fundagerðir síðan 1982 úr stóru fundagerðarbókinni í tölvu, þannið að þær eru allar á rafrænu formi. Stjórnin þakkar Sæunni frábært starf. Kristín Dagbjartsdóttir las þær allar yfir og lagfærði það sem betur mátti fara. Páll Svansson hönnuður heimasíðu FEBH mun setja þær inn á síðuna ásamt þeim sem Sæunn ritaði. Þar verður saga félagsins aðgengileg öllum þeim sem hafa áhuga og vel varðveitt. Þetta er svo frábær vinna, að hún má ekki detta niður, það verður að halda henni áfram.

Allar fundagerðir fara inná heimasíðuna með eldri fundagerðum í aldursröð.

Önnur mál: 19. mars kemur Ingibjörg Guðjónsdóttir útibústjóri Arionbanka

og vill fá umræðu hvað sé hægt að gera betur fyrir fólk í félaginu..

Taka tilboði um uppfærslu á heimasíðu félagsins upp á 70.000 þús. og 5.000 á mánuði. Páll Svansson hefur umsjón með heimasíðunni. þetta var samþykkt.

Fleira ekki tekið fyrir.

Hrafnhildur Jóhannsdóttir

Aðalfundur 21. feb. 2015 kl. 14:00

Á fundinn mættu 42 félagar.

Hrafnhildur Björnsdóttir form setti fund og bauð fólk velkomið og minntist látinna félaga. Fundarstjóri er Jóhann Gunnarsson, fundarritari Sæunn Freydís Grímsdóttir bæði samþykkt af fundarmönnum. Fundarstjóri segir fundinn löglega boðaðan.

          1. Skýrsla formanns.

Formaður fer yfir starfið sem er fjölbreytt að venju, nýtt á dagskránni er bíó, skemmtikvöld, línudans og námskeið í leikrænni tjáningu. Fjölmargir eldri borgarar heimsóttu okkur á Sparidögum samtals 428 gestir. Dagskrá Blómstrandi daga var vel heppnuð, 120 skráðu sig í gestabókina. Stjórnin vill nýta húsnæði okkar sem mest fyrir allskonar móttökur og uppákomur félagsins.

          1. Reikningar lagðir fram af Agli gjaldkera félagsins. Endurskoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar fundarins. Endurskoðendur reikninganna voru Sigurjón Guðbjörnsson og Garðar Hannesson.       Rekstrartekjur 2014                                                                                                                            Frá Hveragerðisbæ samtals  kr  2.340.779                                                                                Orgelstyrkur (orgel Þorláks) kr       82.000                                                                                 Félagsgjöld greidd                       kr     570.000                                                                               Tap af reglulegri starfsemi       kr 1.684.556 — 2014                                                              Tap af reglulegri starfsemi       kr     621.110 — 2013                                                               Kostnaður v/ orgels Þorláks     kr     430.000                                                                              Rekstrargjöld alls                         kr 4.734.444                                                                              Efnahagsreikningur:    Fasteignir samtals         kr 19.242.872                                                                                          Eigið fé og skuldir:        kr 22.112.398                                              Gjaldkera þakkað fyrir utanumhald reikninganna, þeir eru samþykktir samhljóða                enginn á móti.
          1. Árgjald.                Tillaga gjaldkera fyrir 2016. Árgjald hefur verið óbreytt í 2 ár og leggur stjórnin fram þá tillögu að árgjald 2016 verði kr 3.500. Samþykkt samhljóða.
          1. Öldungaráð. Kristín Dagbjartsdóttir formaður ráðsins kynnir hið nýstofnaða öldungaráð, sem stofnað var í samvinnu með Hveragerðisbæ. Í Öldungaráði f.h. FEBH Kristín Dagbjartsdóttir, Hrafbhildur Björnsdóttir og Guðlaug Birgisdóttir, frá meirihluta Hveragerðisbæjar Örn Guðmundsson og Gísli Garðarsson frá minnihluta. Stofnað 16. des. 2014, tók til starfa 1. jan 2015.
          1. Ferðanefnd. Sigurjón Guðbjörnsson kynnir ferðir sumarsins. Ferðanefndin fór á kynningarfund v/ferða til Færeyja og Grænlands, fundurinn var hjá Flugfélagi Íslands, fundinn sótti einnig formaður félagsins. Kannaður verður þátttökuáhugi á næstunni. Leikhúsferð er fyrirhuguð í mars í Borgarleikhúsið. Hugmynd að dagsferð til Rvk í lok mars að heimsækja Ísl. erfðagreiningu og fl. Í byrjun maí verður farið á Unaðsdaga í Stykkishólmi 4.-8. maí, verð 40-50 þúsund. Síðla sumars verður farið í 1-2 ja daga ferð á Njáluslóðir og fl.
          1. Neyðarútgangur: Egill kynnir stöðu mála vegna neyðarútgangs hér úr sal. Bæjarstjórn leggur fram 5 milljónir króna í að smíða stigann, sem sennilega á að duga í smíðina, þó ófrágengið í dag.
          1. Stjórnarkjör: Jóna Einarsdóttir kynnir stjórnarkjör fyrir hönd uppstillinganefndar.                Uppstillinganefndina skipa auk Jónu, Laufey S. Valdimarsdóttir og Sigurjón Guðbjörnsson. Í aðalstjórn eru í kjöri í dag Egill Gústafsson, Kristín Dagbjartsdóttir og Hrafnhildur Jóhannsdóttir, í varastjórn er Helga Baldursdóttir og er hún ein í framboði og er því sjálfkjörin. Sigurjón Skúlason gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Sæunn Freydís Grímsdóttir gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn. Fulltrúar á Landsfund eru Laufey S Valdimarsdóttir og Guðborg Aðalsteinsdóttir. Skoðunarmenn er þeir sömu Garðar og Sigurjón.
          1. 2 fulltrúar í aðalstjórn til 2ja ára eru :                                                                                           Egill Gústafsson 37 atkvæði.                                                                                              Kristín Dagbjartsdóttir 29 atkvæði.                                                                                               Hrafnhildur Jóhannsdóttir kosin til 1 árs með 26 atkvæði.                                     Formaður á eftir 1 ár í stjórn.
          1. Kaffi var drukkið á meðan atkvæði voru talin.
          1. Önnur mál:
          1. Guðbrandur minnir á leikhúsferð að fólk skrái sig á miða á töflu.
          1. Jón Helgi þakkar þeim sem fyrir félagið hafa starfað.
          1. 3.  Egill segir orgelviðgerð kosti kr 430.000, innkomnir styrkir kr 177.000. Kvenfélag Hveragerðis styrkti verkið um kr 50.000. Tilboð í ljós og frágang við inngang kr 250.00. Egill þakkar traust sem honum hefur verið sýnt í störfum fyrir félagið.
          1. 4.  Hrafnhildur formaður talar um að Ingibjörg Guðjónsdóttir hjá Aron banka komi í heimsókn og m.a. svari fyrirspurnum frá félagsmönnum, hún verður gestur okkar seinni partinn í mars í fimmtudagsspjalli. Óskað var eftir skemmtikvöldi í hugmyndabankanum en aðsókn hefur verið mjög dræm, eins er með bíóið þangað mæta of fáir. Gestir af Sparidögum koma í byrjun mars í Þorlássetur á þriðjudagsmorgnum þetta verður í 7 vikur samtals.
          1. 5. Jóna Einarsd. biður fundarstjóra afsökunar á að hafa gengið inn í störf fundarstjóra. Afsökun fúslega veitt.
          1. 6. Guðbrandur bendir á að gott sé að hjálpa til við að raða borðum og ganga frá.
          1. 7. Kristín Jóhannesdóttir: er hægt að skrúfa niður í hátalaranum í innri sal til að hægt sé að halda fund þar þegar verið er að nota mikrafón í aðalsal. Fyrirspurn vísað til stjórnar.
          1. 8. Fjóla Ragnarsdóttir: Bílastæði fyrir fatlaða og moka snjó af bílastæði. Stjórn skoðar.
          1. 9. Guðmundur Einarsson. Gestir Arkarinnar taka vel á móti okkur.
          1. 10. Hrafnhildur formaður færir Sæunni blóm og þakkar henni og býður nýja stjórn velkomna til starfa.
          1. 11. Sæunn þakkar blóm og les fundargerð sem er samþykkt.
          1. 12. Formaður þakkar fundarstjóra góða fundarstjórn og slítur fundi kl. 16:00

Fundarritari Sæunn Freydís Grímsdóttir

Aðalfundur 2014

Aðalfundur FEBH haldinn í Þorlákssetri 13. febrúar 2014 kl. 14:00.
Um 60 manns mættu á fundinn.
Formaður félagsins Pálína Snorradóttir setti fundinn og tilnefndi Jóhann Gunnarsson fundarstjóra og Sæunni Freydísi Grímsdóttur fundarritara.

Skýrsla formanns
Flutt af varaformanni Önnu Jórunni Stefánsdóttur og formanni Pálínu Snorradóttur. Félagar í FEBH eru nú um 200 manns. Formennirnir fóru yfir starfsemi félagsins á nýliðnu ári. Skýrsla er samin um starfsemi félagsins sem afhent er til Hveragerðisbæjar þar sem tíundað er allt það helsta sem félagsmenn gera í fjölbreyttri dagskrá sem fram fer yfir veturinn. Þær ræddu um hugmyndabanka og hvöttu félaga til að koma með hugmyndir sínar í þar til gerðan kassa. Rope yoga hefur verið starfrækt í vetur en það er nýtt í starfseminni. Heimsóknir hafa verið frá 4. Bekk Grunnskólans í Hveragerði og félagar í FEBH hafa farið og spilað við nemendur Grunnskólans en það er liður til að auka samvinnu unga fólksins og eldri borgara.
Sýning var á Bómstrandi dögum eins og undanfarin ár. Þessu sinni var sýningin tileinkuð 30 ára afmæli félagsins og sýnd veggspjöld sem segja sögu félagsins. Veggspjöldin eru uppsett í sal félagsins. Einnig var sýnt heimasmíðað pípuorgel og handverk margra félagsmanna.

Gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga félagsins. Halli var á rekstri félagsins 621.110,- krónur sem er nánast það sama og nemur afskriftum ársins.

Árgjald ársins 2015 verður kr. 3.000,- það sama og ársins 2014.

Stjórnarkjör
Úr stjórn áttu að ganga formaður Pálína Snorradóttir, varaformaður Anna Jórunn Snorradóttir og ritari Jóhann Gunnarsson, ekkert þeirra gaf kost á sér til endurkjörs. Hrafhildur S. Björnsdóttir gaf ein kost á sér til formanns og var því sjálfkjörin. Fjórir voru í kjöri til aðalstjórnar en það voru Guðlaug Birgisdóttir, Helga Haraldsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir og Sigurjón Skúlason. Kjörnir voru Sigurjón Skúlason með 50 atkvæðum og Guðlaug Birgisdóttir með 34 atkvæðum, hinir hlutu færri atkvæði. Þeir sem ekki náðu kjöri í aðalstjórn voru sjálfkrafa í kjöri til varastjórnar og voru það Helga Haraldsdóttir og Helgi Kristmundsson, Kristín Dagbjartsdóttir var varastjórn frá í fyrra og því er hún að byrja sitt síðara kjörár í varastjórn. Kostið var á milli Helga Kristmundssonar og Helgu Haraldsdóttur. Helgi Kristmundsson hlaut 39 atkvæði eða 8 atkvæðum fleiri en Helga. Helgi Kristmundsson og Kristín Dagbjartsdóttir skipa varastjórn.
Guðlaug og Sigurjón eru kjörin í aðalstjórn til 2ja ára og Helgi Kristmundsson kjörinn til 2ja ára í varastjórn. Skoðunarmenn reikninga eru Sigurjón Guðbjörnsson og Garðar Hannesson.

Önnur mál
Anna Jórunn talar um létta leikfimi til prufu sem Helga Haraldsdóttir stjórnar.

Hallur Hróarsson kennari útideildar Grunnskólans kom og kynnti svokallaða Grenndargarða sem hann ásamt skólanum og Ara Eggertssyni menningar- og fræðslufulltrúa eru að koma á fót. Hallur ávarpar félaga og fundarstj. hafði hug á samvinnu við Félag eldri borgara um hvað sem rækta mætti á staðnum.

Nýkjörinn formaður hrafnhildur S. Björnsdóttir þakkar traustið og hlakkar til samstarfsins og þakkar fráfarandi stjórn starfið.

Garðar Hannesson kynnir sjálfan sig sem skoðunarmann reikninga. Hann gat ekki skorast undan þegar Laufey leitaði til hans. Hann lýsti ánægju með nýjan formann og óskar nýrri stjórn velfarnaðar og þakkar þeim sem frá stjórninni hverfa.

Steina Aðalsteinsd. Hvetur fólk til að skrá sig á árshátíðina. Einu sinni vorum við 90 eða kannski 60 manns en nú eru um 30 á listanum.

Guðmundur Einarsson þakkaði Jóhanni hans mikla starf í þágu félagsins.

Auður Guðbrandsdóttir ávarpar félaga og fundarstjóra. Lýsir ánægju sinni með starfsemi félagsins. Í dag og framtíð félagsins verði lífleg eins og hingað til.

Anna Jórunn segir frá árshátíðinni og hvernig megi greiða í bankanum fyrir 20. febrúar.

Jóhann segir frá nýjum hljóðnemum.

Fundi slitið kl. 16:10. Eftir afhendingu blóma til þeirra sem frá stjórn hverfa.
Fundargerð upplesin og samþykkt með lófaklappi.

Ný stjórn Félags eldri borgara hefur skipt með sér verkum en hana skipa:
Hrafnhildur S. Björnsdóttir formaður, 557-1081 / 849-3312
Egill Gústafsson gjaldkeri, 892-7790
Guðlaug Birgisdóttir varaformaður, 483-4875 / 898-7651
Sæunn Freydís Grímsdóttir ritari, 568-6589 /862-6589
Sigurjón Skúlason meðstjórnandi, 483-4264 / 893-0036

Varastjórn félagsins skipa:
Kristín Dagbjartsdóttir, 557-4884 / 860-3884
Helgi Kristmundsson, 694-7293

Stjórnarfundur 10. febrúar 2014

Mættir. Pálína, Egill, Kristín, Sæunn, Anna Jórunn og Jóhann.

30. janúar komu Ingi Þór Jónsson og Haraldur Erlendsson á fimmtudgasfund, sögðu frá starfsemi heilsustofnunar og gáfu félaginu tímaritið heilsuvernd innbundið í 11 bindum.

Borist hefur bráðabirgða álit Garðars Gíslasonar lögmanns um stöðu málsins með neyðarútgang og deilu okkar við Eik fasteignafélag. Hann telur ekki grundvöll fyrir kröfu okkar á Eik vegna vanefnda en að framkvæmdin utanhúss fari væntanlega að lögum um fjöleignahús.

Skýrsla stjórnar rædd svo og reikningar fyrir síðasta starfsár. Engar athugasemdir gerðar af stjórnarmönnum.

Árgjald. Samþykkt að árgjald 2015 verði óbreytt kr. 3.000, það er tillaga til aðalfundar.

Árshátíð. Tilkynning verður sett í Dagskrána næst um árshátíðina og skráningarfrest til 20. febr.

Upplýst var að nýir stjórnendur Sparidaga óska efitr að tekið verði á móti gestum þeirra á þriðjudögum eins og verið hefur.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson.

Stjórnarfundur 29. janúar 2014

Mættir. Pálína, Egill, Kristín, Sæunn, Anna Jórunn og Jóhann.

Hljóðnemar hafa verið keyptir samkvæmt tölvuföstsamþykktar stjórnar, c.a. 100.000 ,-

Aðalfundarkaffi hefur verið auglýst á 700 kr.

Auglýsing frá uppstillinganefnd liggur frammi.

Árshátíð. Tilboð á mat kr. 6.300 á Örkinni. Hljóðfæraleikari Páll Sigurðsson kostar 30.000,- Ákveðið að selja aðgang á 6.000,-. Auglýsa aðalatriði núna. Húsið opnað kl. 18:00 samkvæmi hefst kl. 19:00.

Hverafuglar verða með æfingardag 22. febr. í Þorlákssetri.

Sumarferð hefur verið auglýst, 3 nætur að Húnavöllum. Farið 7. júlí.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson.

Stjórnarfundur 20. janúar 2014

Mættir eru: Pálína, Egill, Kristín, Sæunn, Anna Jórunn og Jóhann.

Greint frá auglýsingu í Dagskrána í s.l. viku sem sett var að frumkvæði formanns og varaformanns um starfið á vorönn og samband við stjórnarmenn.

Hugmyndabankinn. 4 tillögur hafa komið í kassann.
1 Opið hús á kvöldin 1 x mánuði – kósý kaffihorn – línudans.
2 Tillögur um efni á fimmtudagsfundi – efni í námskeið.
3 Opið hús á kvöldin – félagsnefnd – hópar – dansiball – línudans – létt leikfimi
– framsögn og leikræn tjáning – ýmislegt um skemmtanir og samkomur.
4 Dans einu sinni í mánuði.

Hljóðnemi. Jóhann kannar hvað fæst.

Námskeið fyrir handavinnuhóp kostaði c.a. 4.000, félagið greiði helming.

Áklæði á stóla. Keypt hefur verið áklæði á alla stóla, búið að klæða 20. Haldið verði áfram eftir þörfum.

Þorrablót – góugleði – árshátíð. Áhugi er fyrir árshátíð og þá á Hótel Örk. Á aðalfundi verði tilbreyting með meðlæti ódýrara t.d. 500 kr.
Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson.

Stjórnarfundur 12. des. 2013

Viðstödd: Egill, Anna Jórunn, Jóhann, Sæunn, Kristín og Jóhann.

Hvenær á að byrja eftir áramót. Dagskrá byrjar 6. janúar 2014.

Þátttaka í hópum. Allir greiði uppsett gjald fyrir önnina.

Dagskrá jólafundar. Ef formaður kemur býður hún fólkið allt velkomið svo tekur Anna Jórunn við. Síðan koma Egill og Jóhann, þá jólasaga, leiklestur, Pétur Nói og Magga á píanóið, Anna Jórunn á selló með Pétri Nóa og síðan Hverafuglar.
Kaffið kostar 1.000,- kr. mann.

Þorrablót / góugleði. Umræðum verður áfram haldið á næsta fundi.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson.

Stjórnarfundur 4. nóv. 2013

Allir stjórnarmenn mættir og varamaður.

Blómstrandi dagar
Reynslan sýnir að vel er ómaksins vert að hafa sýningu félagsins opna helgina eftir sýningardagana.

Styrkur frá Menningarráði
Rifjað upp á í nefnd um styrkinn vegna sýningar Hans Christiansen voru skipuð Jóhann, Sæunn og Helga Haraldsdóttir og þau kvött til að vinna í málinu.

Nýir félagar
Jóhann greindi frá því að 15 nýir félagar hafa gengið í félagið síðan í ágúst og ein afskráning gerð. Í félaginu eru nú 214 virkir.

Rætt um félagsaðild þeirra sem eiga lögheimili annarsstaðar en í Hveragerði. Samþykkt að ekki skuli skipta máli hvar fólk á heima en haldið skuli nokkuð stranglega við aldurstakmarkið.

Um námskeið í handavinnu
Kristín athugar hvort hægt sé að fá kennara. Kostnaðarþátttaka frá félaginu verður ákveðinn þegar kostnaður liggur fyrir.

Félagsgjöld
Greiðsla félagsgjalda fyrir þá sem ganga í félagið síðari hluta árs. Ekki hefur tíðkast að taka gjald fyrr en á nýju ári. Að þessu sinni greiða þeir sem stunda Rope Yoga félagsgjald fyrir 2013.
Samþykkt að taka framvegis hálft gjald af þeim sem ganga í félagið eftir 1. ágúst ár hvert.

Stólar
8 stólar hafa verið klæddir með nýju efni sem kemur vel út að mati stjórnar. Lagt til að kaupa efni á alla 70 stóla félagsins strax en klæða þá eftir þörfum og fjárhag. Ólöfu verði falið að setja filt á alla stóla.

Vefsíða
Nýtt form á vefsíðu. Samþykkt að fela Páli Svanssyni að halda áfram á þeirri braut sem mörkuð heufr verið. Merki félagsins skal vera sýnilegt á forsíðu. Ekki er hljómgrunnur fyrir að breyta því.

Jólafundur og aðalfundur
Jólafundur verði 12. desember. aðalfundur verði 13. febrúar, hvorttveggja kl. 14:00 eins og vant er. Skipan uppstillingarnefndar. Gagnrýni heur borist á því að of margir úr stjórn hafi verið í Uppstillinganefnd hingað til. Stefnt að því að skipa nefndina á næsta fundi stjórnar.

Kóramót á vegum Hverafugla verður 24. nóvember. Sjálfsagt að kórunum verði boðið í kaffi hér í Þorlákssetri ef þess er óskað frekar en að vera á Hótel Örk.

Sýningarspjöld
Kostnaður við ramma utan um sýningarspjöld verður um 5.500 krónur fyrir einfalda ramma. Samþykkt að fela Guðmundi Karli að ganga frá þeim 5 spjöldum sem rara eiga í slíka ramma. Hann óskar eftir að einhver velji þá 2 ramma sem eiga að vera vandaðri.

Eldvarnamál
Ekki hefur tekist að fá álit lögfræðings, spurning er hversu lengi skal bíða og til hverra ráða skuli grípa ef áliti fæst ekki.

Sumarferð næsta árs
Hugmynd um að fara í Húnavatnssýslu til athugunar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Anna Jórunn Stefánsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir og Sæunn Freydís Grímsdóttir.

Stjórnarfundur 3. sept. 2013

Aðalstjórn öll mætt.

Vetrarstarfið. Búið að fá fólk í skemmtinefnd, þau Helgu Baldursd. Jónu Einarsd. og Gísla Garðarsson.

Pálína les tillögu að texta til útsendingar , Jóhann gengur frá og leitar einnig eftir tilboði frá póstinum í dreifingu á öll heimili.

Félagsvist: Kjartan, Sigurjón og Hlöðver hafa séð um það og halda því áfram.

Brids: Sigurjón og Guðlaug sjá um það.

Bingó: Bjarney og Ragnheiður Þorgilsd. sjá um bingóið.

Rætt að flýta fundinum um viku en hafnað. Má skoða fyrir næsta ár.

Gengið frá viðburðaskrá.

Verð fyrir félaga: 3.500 nema á útskruðinum 5.000 fyrir önninga.

Rope yoga – 8 skipti kosta 4.000.

Félagsgjaldið er 3.000.

Hverafuglar kosta 4.000 til jóla.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Anna Jórunn Stefánsdóttir og Sæunn Freydís Grímsdóttir.

Stjórnarfundur 28. ágúst 2013

Allir aðalmenn mættir, Kristín boðar forföll. Jóna María Eiríksdóttir féll frá í sumar, hún sat í varastjórn í 6 ár.

Pálína þakkaði öllum þátttöku í sýningunni á Blómstrandi dögum. Um 500 manns sóttu sýninguna, sem var opin samtals í 5 daga.
Fyrir langa stjórnarsetu voru Egill Gústafsson og Auður Guðbrandsdóttir heiðruð við opnun. Alda Andrésdóttir sem var formaður í 18 ár kom sunnudaginn 25. en gat ekki sótt opnunina. Alda Adnrésdóttir lagði áherslu á það við Jóhann í heimsókninnni á sýninguna að félagið hugsi vel um leiði Þorláks frá Þurá, því hafi verið lofað þegar tekið var við arfinum. Koma ætti á þeirri skipan að fara 1 sinni ár hvert að hirða leiði þeirra hjáona.
Pálína tók það fram að af öllum öðrum ólöstuðum hefðu Anna Jórunn og Jóhann átt stærstan þátt. Einnig má nefna Pétur Nóa Stefánsson 10 ára sem lék á orgel Jóhanns fyrir gesti. Á opnunarhátíðinni afhenti Hjörtur Þórarinsson 3 tölublöð af blaði sínu, Umhverfið, þar sem fjallað er um Hveragerði.

Vetrarstarfið rætt
Haustfundur verði fimmtudag 19. sept., búa til þátttökulista fyrir útskurð, jóga, Zumba, Jóhann ræði við Valdimar um útskurð, Pálína við Ragnheiði.
Ákveðið að senda út fjölpóst á öll heimili í Hveragerði með dagskrá og nokkrum orðum frá félaginu hinum megin á blaðinu.
Óskað hefur verið eftir að fá leiðbeinendur í handavinnu. Hópurinn þarf að segja til um hvað þurfi að leiðbeina um, Lára Haraldsd. verði til ráðgjafar.
Sæunn tali við Sigurjón Guðbjörnsson um brids-spilatímana.
Skemmtinefnd – spurning um endurnýjun.

Næsti stjórnarfundur ákveðinn 3. sept. kl. 16:16. Fundarritari Jóhann Gunnarsson.

Fundur stjórnar og sýningarnefndar 22. júlí 2013

Mætt eru Pálína, Jóhann, Kristín, Gústaf, Anna Jórunn, Sæunn og Laufey.

Styrkur
Pálína kynnti skjalið fyrir styrk Menningarráðs vegna framhaldsvinnu við sýningu Hans Christiansen. Ljóst er að það verður mikil vinna en ef ekki verður úr meira fellur styrkurinn niður.

Þurá
Formaður og varaformaður fóru á fund Unnar Benekiktsdóttur og fengju hjá henni ýmis gögn og fróðleik um Þurármálið.

Sýning á Blómstrandi dögum
Rætt um sýninguna. Rifjað upp að rætt var um útnefningu heiðursfélaga. Ákveðið að veita frekar viðurkenningar fyrir vel unnin störf, formanni og varaformanni falið að vinna að málinu. Rætt um að hafa opið frá fimmtudegi til mánudags. Opna rétt eftir opinbera hluta hátíðarinnnar. Fá myndir frá 4 listamönnum til að hengja upp frammi, Sæunn sér um það. Kristín safnar efni úr handavinnunni. Jóhann heldur áfram með plaggöt. Sæunn ræðir við Jónu Einarsd. um að skrifa pistil um gönguhópinn.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson.

Stjórnarfundur 15. maí 2013

Mætt eru Pálína, Egill, Anna Jórunn, Sæunn og Jóhann.

Farið yfir fundargerð síðasta fundar til að tékka hvað hafi verið gert af þ´vi sem til stóð. Flest stenst. Námskeiðið var haldið, gekk vel og er eftirspurn eftir meiru.

Styrkur
Fengist hefur styrkur frá Menningarráði fyrir sýningarská eftirá um Hans Christiansen, hinni umsókninni vegna sýningar í tilefni afmælis félagsins var hafnað. Skipuð sýningarnefnd: Sæunn, Jóhann og Helga Haraldsd.

Frá þingi Landssambands eldri borgara
Pálína og Anna Jórunn fóru á fundinn í Hafnarfirði 7. og 8. maí. Meðal annars kom fram að sum félög fara á fund sveitarstjórna og gera grein fyrir starfi og þörfum eldir borgara. Til athugunar fyrir okkur að fylgja ársskýrslu eftir með þeim hætti. Rætt var um aðgerðir til að vekja athygli t.d. þingmanna. Nefnt að nota tölvupóst og sms. Hvernig á að fjölga félugum? Ýmslar hugmyndir nefndar. Væntanlega er enn eftir að skila ársskýslu okkar fyrir 2012 og nota mætti það tækifæri.

Fasteignin
Ekkert hefur miðað í samskiptum við meðeigendur nema til stendur að tala við Garðar Gíslason lögfræðing um að hann líti á málið.

Vorfundurinn
Skemmtikraftar hafa forfallast þannig að dagskráin styttist á vorfundinum. Stjórnin er sammála um að láta þar við sitja.

Afmælisnefnd
Staðfest er að afmælisnefnd eigi að sjá um sýninguna á Blómstradni dögum. Nefndina skipa: Anna Jórunn, Sæunn, Laufey og Gústaf. Ráðgjafi er Jóhann.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson,

Stjórnarfundur 27. feb. 2013

Pálína setti fundinn eftir að fundarmenn höfðu gert nokkur skil tertuafgangi frá aðalfundi. Stjórn og varastjórn mætt.
Formaður þakkaði stjórnarmönnum samvinnu á liðnu ári og kvaðst hafa ætlað að gera þetta á aðalfundinum en gleymt því, þá bauð hún Kristínu Dagbjartsdóttur velkomna í hópinn.

Myndlistakonan Rúna hefur boðist til að halda námskeið í sérstakri aðferð sem hún notar. Tiltekið verð er gefið upp fyrir 2 klst. námskeið. Samþykkt að auglýsa námskeiðið miðvikudag 6. mars kl. 16:30 og annan tíma til vara á föstudag kl. 15:00.

Tölvunámskeið verður í Grunnskólanum n.k. mánudag kl. 16:00, þar mæta þeir sem hafa skráð sig.

Hugmyndir sem safnað var á aðalfundi, hugmynd um glerlistanámskeið haldið af Dagnýju í Þorlákshöfn. Kvikmyndasýningar – IntoneAables ( ekki víst að rétt sé skráð) var vel sótt – Leiðsögn um bæinn með kynningu – kirkjuferð árlega á uppstigningadag – bókmenntahópurinn, efni til samlesturs á þekktum leikritum – færa rabbið til kl. 13:00 – góugleði í stað þorrablóts – skoða Hörpu undir leiðsögn – fyrirlestur hjá séra Sigfinni Þorleifssyni – Maritsa Poulsen námskeið að leggja á borð – samstarf við Kvenfélagið um t.d. námskeið.

Þorlákssetur
Notkun á Þorláksseturs t.d. á námskeiðum fyrir aðra en félagsmenn. Málið rætt. Komi til þess að utanfélagsmenn sæki námskeið eru greidd af fullu af þátttakendum er það heimilt ef félagsmenn hafa forgang, fyrir niðurgreitt námskeið greiði utanfélagsmenn fullt gjald.

Fjárhagur félagsins
Rýrnun eigin fjár – öllu heldur lausafjárstaða. Meirihluti þeirra c.a. milljónar sem um er að ræða fór í endurbætur á brunavarnakerfi. Skýringar gjaldkera teknar til greina.

Dagsetning vorfundar
Stefna á 16. maí fimmtudag og 17. til vara.

Eykt
Ritari hefur hringt vikulega s.l. 3 vikur í Sæmund hjá Eykt en ennþá hefur erindi okkar ekki verði svarað.

Sumarferð
42 bókaðir.

Fleira ekki gert. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Anna Jórunn Stefánsdóttir, Sæunn Freydís Grímsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir

Aðalfundur 21. febrúar 2013

Fundinn sóttu um 60 manns.
Formaður Pálína Snorradóttir setti fundinn og stakk upp á Jónu Einarsdóttur sem fundarstjóra og Jóhanni Gunnarssyni fundarrita og var hvorttveggja samþykkt.

Sæunn Freydís Grímsdóttir las upp erlendan pistil um heilsubótargildi söngs að því loknu stóðu fundarmenn upp og sungu, „Við göngum svo léttir í lundu“ við undirleik Önnu Jórunnar Stefánsdóttur.
Þá var gengið til dagskrár undir stjórn Jónu.

Skýrsla stjórnar flutt af formanni og varaformanni. Skýrslan er ýtarlegri en oft áður meðal annars vegna ákvæðis í nýjum þjónustusamningi við Hveragerðisbæ, þar sem kveðið er á um skýrslugjöf til bæjarstjórnar. Skýrslan verður varðveitt í tölvu félagsins á rafrænu formi. Einnig las formaður upp nýjan en óundirskrifaðan þjónustusamning til fjögurra ára. Enginn kvaddi sér hljóðs um skýrsluna sem var samþykkt samhljóða með handauppréttingu.

Egill las og skýrði reikninga félagsins fyrir árið 2012. Rekstrartap nemur um 1,6. milljónum króna á móti 1 milljón árið 2011. Reikningarnir samþykktir samhljóða.

Stjórnarkjör
Jóhann Gunnarsson formaður uppstillingarnefndar gerði grein fyrir starfi nefndarinnar en tillaga hennar var sú eina sem fram kom. Í laus sæti í stjórn voru kosin Egill Gústafsson og Sæunn Freydís Grímsdóttir. Í varastjórn var kosin Kristín Dagbjartsdóttir. Öll eru þau kosin til 2ja ára. Skoðunarmenn ársreikninga voru endurkjörnir þau Helga Baldursdóttir og Svanur Jóhannesson til eins árs.
Fulltrúar á Landsfund LEB eru Pálína Snorradóttir og Anna Jórunn Stefánsdóttir.

Félagsgjald
Egill gjaldkeri lagði til að árgjald ársins 2014 yrði kr. 3.000,-. Tillagan var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum gegn 4. Þá rifjað gjaldkeri upp að þeir sem greiða félagsgjaldið í banka í janúar eða febrúar sleppa við seðilgjöld.

Önnur mál
Varaformaður tók til máls og minntist á nokkur nýmæli í félagsstarfinu sem rædd hafa verið og þarf að ræða áður en ákvarðanir eru teknar um breytingar.

Orðið auglýst laust
Til máls tóku Sunna Guðmundsdóttir og ræddi um félagið okkar.

Hrafnhildur Björnsdóttir tók til máls og ræddi um Lífsskrá, eyðublað sem fá má hjá landlækni og skrá formlega hvernig fara skuli með ýmis persónuleg mál við veikindi og lífslok. Hún flutti kveðju frá Unni Þormóðsdóttur sem ávallt væri tilbúin að fræða félagsmenn. Hrafnhildur spurði hvort húsnæðið væri leigt út eða lánað og hvers vegna viðurkenningar frá Menningarráði og Hljómlistafélagi væru ekki lengur sýnilegar.

Sigurjón Guðbjörnsson tók til máls og greindi frá að haldin væru bridsmót á vegum HSK á Selfossi, hann hvatti til þáttöku af hálfu félagsmanna allra.
Sigurjón lýsti áhyggjum af því að eigið fé félagsins hefði rýrnað verulega.

Tómas Antonsson lýsti stuðningi við framkomna tillögu um breytt fyrirkomulag á fimmtudögum en hvatti til varfærni við útleigu á húsinu.

Auður Guðbrandsdóttir tók til máls og þakkaði stjórninni gott starf og Sunnu fyrir sitt innlegg.

Egill Gústafsson tók til máls og skýrði kostnaðaráætlun vegna sumarferðar. 2ja manna herbergi með baði kr. 70.000,- en án baðs kr. 65.000,- og þakkaði heiður auðsýndan með endurkjöri.

Guðbrandur Valdimarsson tók til máls, ýmislegt sem þar kom fram.

Fjóla Ólafsdóttir tók til máls um lán á húsnæði sunnudag sem var á vegum dóttur hennar.

Pálína formaður tók til máls, þakkaði góða þátttöku í fundinum og óskaði félagsmönnum farsældar og bað þá að taka virkan þátt í starfinu. Bauð svo til kaffihlaðborðs sem kostaði kr. 1.000,- á mann og sleit þvi næst fundi kl. 15:30.

Stjórnarfundur 10. janúar 2013

Jólafundur var haldinn í Þorlákssetri 13. desember 2012. 75 manns greiddu kr. 1.000,- fyrir kaffi og kökur. Hverafuglar sungu. Pétur Nói og Margréf Hu, léku á píanó. Verðlaun voru veitt fyrir pútt. Anna Jórunn Stefánsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir lásu kvæðið um Lorelei.

Frést hefur frá Eik fasteignafélagi að mál okkar séu til skoðunar og verði svarað bráðlega.

Þorrrablótið
Salurinn í Gamla Hótelinu fæst fyrir kr. 50.000,- og maturinn í Kjöt og Kúnst kostar kr. 3.600,- á mann. Hótel Örk tekur svipað að sögn Jakobs hótelstjóra. Þorrablótið verður haldið 15. febrúar á Örkinni ef samningar nást.

Uppstillinganefnd er að hefja störf. Gústaf gefur ekki kost á sér til lengri stjórnarsetu. Auglýst verður eftir framboðum í Dagskránni.

Afmælisnefnd hefur fundað nýlega og stungið upp á að hafa afmælisdagskrá á vorfundi. Hugmynd er um að fá teknar videomyndir af starfinu í vetur með það fyrir augum að gera einhverskonar heimildarmynd. Rætt hefur verið við Laufeyju um að skrifa endurminningar um sögu félagsins. Spurning um að kaupa skemmtikrafta fyrir afmælið og nefndir hafa verið Margrét Stefánsdóttir, Davíð Ólafsson og Ester Ólafsdóttir. Tillaga hefur borist frá Eddu Þorkelsdóttur um að tilnefna heiðursfélaga.

Tölvupóstföng
Rætt hefur verið um að gera átak í því að ná saman tölvupóstföngum þeirra sem eru virkir í félagsstarfinu.

Auglýst hefur verið eftir umsókn til Menningarfélags Suðurlands. Nefnt hefur verið hvort setja megi upp sýningu um 30 ára sögu félagsins.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 6. desember 2012

Húsnæðismál
Bréf hefur verið ritað meðeigendum að Breiðumörk 25B, vegna húsnæðis okkar þar sem lýst er þeirri skoðun Guðmundar Baldurssonar að brunastiginn hljóti að vera sameigenda. Bréfið lesið upp og sagt frá því að viðtakendur hjá Eik hafi lesið tölvupóstinn.
Pálína og Egill fóru á fund bæjarstjóra til að ræða samstarfssamning sem reyndar er genginn úr gildi. Rætt um að gera nýjan samning til c.a. 4ra ára með stig hækkandi framlögum með tilliti til verðlags, einnig um stofnun framkvæmdasjóðs til að mæta viðhaldskostnaði og fl.

Ferðanefnd hefur skipulagt sumarferð að Laugum í Sælingsdal. 3ja nátta dvöl 8. til 10. júlí. Ferðin verður kynnt á jólafundi.

Styrkur frá Menningarráði Suðurlands vegna sýningar sl. sumar hefur verið greiddur út kr. 150.000,-.

Afmælishátíð Hverafugla var haldin samkvæmt áætlun og tókst vel að allra mati. Allir fyrrverandi og núverandi stjórnendur mættu með sína kóra.

Ritari minntist á að árið 2013 verður félagið 30 ára og er afmælisdagurinn 27. febrúar.

Afmælisnefnd hefur verið skipuð: Formaður Anna Jórunn og með henni eru Sæunn Freydís Grímsd., Laufey Valdimarsd. og Gústaf Óskarsson.

Aðalfundur 2013 verði 21. febrúar og uppstillinganefnd skipa Egill Gústafsson, Jóhann Gunnarsson og Laufey S. Valdimarsdóttir.

Kanna á hvort hægt sé að fá einhvern til að heimsækja verslanir og þjónustuaðila í bænum til að endurskoða afsláttarbókina og þátttöku í henni, frestur er til 10. janúar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Jóna María Eiríksdóttir, Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 25. október 2012

Haustfundurinn var haldinn 13. sept. það var breyting frá ákvörðun á fundi 23. ágúst.
Fundinn sóttu um 80 manns. Farið var yfir dagskrá vetrarins, kaffi og kökur seldar á kr. 1.000,-. Nýir félagar hafa bæst í hópinn og eru þeir 9 eða 10.

Rætt var um húseignina en aðalfundur húsfélagsins fyrir tvö ár var haldinn í júní og er Pálína formaður húsfélagsins. Farið var yfir samskipti við aðra húseigendur.

Fundargerðir frá því í júní.

Tölvupóstur frá Eik 5. júní.
Bréf FEBH til Guðmundar Baldurssonar 13. ágúst, með beiðni um umsögn.
Svar Guðmunar sem tekur undir kröfu FEBH um að að sameignin beri ábyrgð á breytingum utanhúss, þar með talinn brunastigi. Rökstuðningurinn er fólgin í því að breytingar á skipulagi úr skrifstofum yfir í samkomusal hafi verið gerð áður en FEBH eignaðist húsið.
Formaður hefur leitað álits Loga Guðbrandssonar lögfræðings á stöðu málsins. Hann tekur undir rök Guðmundar Baldurssonar.
Jóhanni falið að reka málið áfram í samvinnu við formann. Næsta skref væri að skrifa öðrum eigendum og gera grein fyrir niðurstöðum Guðmundar. Bréfið verði borið undir Loga Guðbrandsson.

Félagsstarfið hefur farið vel af stað. Aðsókn í sundleikfimi er það mikil að við liggur að skipta þurfi hópnum í tvennt.

Hverafuglar halda upp á 10 ára afmæli með tónleikum í Hveragerðiskirkju. Samþykkt að FEB leggi til kaffi í kirkjunni fyrir tónleikana ásamt piparkökum. Eftir tónleikana verður kaffi á Hótel Örk, kaffið kostar kr. 1.500,- á mann og hver greiðir fyrir sig.

Aðstaða til pútts er ekki lengur tyrir hendi í Íþróttahúsinu. Búinn verður til púttvöllur í Hamarshöllinni en verður tæplega tilbúinn fyrr en um áramót. Hægt er að fá aðstöðu til bráðabirgða í Gamla Hótelinu sem er með lítinn púttvöll hjá Steingrími Ingasyni ef næg þáttaka næst. Hvert skipti þar kostar 400-500,- krónur verði boð hans þegið

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Jóna María Eiríksdóttir og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 23. ágúst 2012

Sýningin á verkum Hans Christiansen tókst vel, þótti falleg og vel sótt. 318 nöfn voru rituð í gestabókina en víst er að gestir voru nokkuð fleiri. Sýningarstjórum þakkað sérstaklega. Sumir gestir tóku einnig fram að þeim þótti salurinn fallegur. Heyrst hefur að fólki þótti tími sýningarinnar of stuttur. Hugmynd um að hafa opið helgina eftir ef framhald verður á sýningahaldi.

Bréf frá stjórn kórsins varðandi samning við nýjan kórstjóra sem er Örlygur Atli Guðmundsson kennari. Samningsupphæð kr. 70.000,- á mánuði í 8 mánuði og æfingartími 2 klst., að auki er innifalið í laununum öll aukaverk sem söngstjórinn vinnur með kórnum en að meðaltali eru það 8 til 10 skipti á vetri. Reiknað er með að félagar greiði kr. 10.000,- hver yfir tímabilið og félagið greiði afganginn. Samningurinn samþykktur en settur er varnagli um að ef kórfélagar fara niður fyrir 25 manns muni samningurinn vera endurskoðaður.

Vetrarstarfið byrjar með haustfagnaði 20. september. Fréttabréf verður sent út til allra 60 ára og eldri. Stundaskrá rædd en verður tæplega tilbúin fyrr en á fundinum.
Nokkur ný atriði rædd svo sem annan tíma í viku hverri í handavinnu, almennan söng, flytja útskurð á þriðjudaga og fl. Ræða þarf og semja við leiðbeinendur.

Eldvarnir og kröfur vegna þeirra
Formaður og varaformaður fóru á fund Guðmundar Baldurssonar til að fá aðstoð við að rökstyðja skoðun félagsins að kostnaður við brunastiga sé á ábyrgð sameignarinnar. Hann hefur fengið kaupsamning til umfjöllunar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Jóna María Eiríksdóttir, Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 8. ágúst 2012

Formaður og varaformaður voru uppteknir við áhorf Ólympíuleikanna en komu um 40 mín. eftir áður boðaðan tíma.

Fundarefni var sýning félagsins á Blómstrandi dögum og var Helga Haraldsdóttir stjórnandi sýningarinnar boðuð á fundinn ásamt Sæunni sem aðstoðar Helgu við uppsetningu, öflun mynda og skipulag sýningarinnar. Sýndar verða um 50 myndir eftir Hans Christiansen. Skipuleggja þarf vaktir yfir sýningardagana. Keyptar verða piparkökur og smá snakk svo sem hnetur og rúsínur til að hafa með kaffi og gosi á sýningunni.
Opið verður í 4 daga frá kl. 14:00 til kl. 18:00. Við opnunina er gert ráð fyrir að Þóra dóttir Hans og Pétur Hafstein Lárusson og flytji ávörp og einnig Jóhann sem er skólabróðir Hans frá Laugarvatni. Reynt verður að fá einhverja úr Tónlistarfélaginu til að flytja tónlist. Farið yfir boðskortalista og bæjarstjórn allri bætt við. Plakat í stærð A4 verður sett í allar búðirnar og sent hefur verið á héraðsfréttablöðin til birtingar, einnig sent á MBL og fá á Magnús Hlyn til að setja í sjónvarpið. Ljóst er að sýningarstjórar hafa unnið mikið og gott verk.

Ritari gerir grein fyrir breytingum á félagatali. 8 hafa bætst við á árinu en 18 verið afskráðir af ýmsum ástæðum. Á skrá eru því 211 manns.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Helga Haraldsd., Sæunn Freydís Grímsd., Jóna María Eiríksdóttir, Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 9. júlí 2012

Sumarferðin var farin 27. júní til 1. júlí. Gist var á Stóru-Tjörnum, Raufarhöfn, Vopnafirði og á Akureyri. Fararstjórar voru Egill Gústafsson og Helga Haraldsdóttir, almenn ánægja var með þeirra stjórn. Halli á ferðinni var kr. 1.900,-. Eiginkona Ásmundar bílstjóra hefur hælt fólkinu sem skemmtilegum ferðafélögum á síðu sinni á Facebook.

Lesin var upp fundargerð húsfélagsins frá 4. júní. s.l. Þetta var aðalfundur fyrir tvö síðustu ár og Pálína kosin formaður húsfélagsins. Rifjuð var upp umfjöllun frá 2010 og ítrekun fasteingafélagsins Eikar á því að neita þáttöku í kostnaði við flóttastiga úr sal. Pálína hefur rætt málið við Guðmund Kr. Guðmundsson og Örnólf Hall arkitekta sem telja að stiginn sé mál sameignar en til að sækja málið gegn neitun Eikar þarf trúlega greinargerð lögfræðings. Pálína tekur að sér að finna lögfræðing en óskar eftir að Egill og Jóhann taki að sér framkvæmd verksins.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Jóna María Eiríksdóttir og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 21. maí 2012

Vorfundurinn var haldinn að Hótel Örk mánudaginn 14. maí kl. 15:00. Um 100 manns sóttu fundinn, þar af um 20 frá FEB Selfossi.
Til skemmtunar var eftirfarandi: Hverafuglar sungu undir stjórn Gróu Hreinsdóttur. Flutt var leikrit eftir Karl Jónatansson sem kallað var Hóstasaft. Guðmundur Einarsson, Gústaf Óskarsson og Guðbrandur Valdimarsson léku.
Tveir 8-9 ára píanóleikarar léku 2 lög hvort þau Pétur Nói og Margrét Hu.
Anna Jórunn Stefánsdóttir og Kristín Jóhannesdóttir fóru með gamanmál. Kaffihlaðborðið mæltist vel fyrir nema hvað ekki fengu allir rjómapönnukökur.

Vinnu við hurðir og pumpur vegna eldvarna í Þorlákssetri er að mestu lokið.

Borist hefur bréf frá 10 konum í handavinnuhópnum á mánudögum þar sem fram kemur að þeim finnst þær afskiptar og óska eftir að fá námskeið greitt eða stutt af félaginu. Einnig að fá salnum lokað alla daga vikunnar. Formaður og varaformaður hitta hópinn og bjóða þeim að vel mætti nota lausa skilrúmið þegar þess væri óskað. Varðandi leiðbeinendur væri best ef þær útveguðu það fólk sem þær óskuðu eftir en félagið myndi ráða viðkomandi og semja um kjör. Stjórnin tekur undir þetta.
Þá óskaði hópurinn eftir að halda litla handavinnusýningu í tenglsum við sýnngu sem fyrirhuguð er á næstu sýningu á Blómstrandi dögum. Það er sjálfsagt af hálfu stjórnarinnar.

Bridge hópurinn ætlar að halda áfam að spila einu sinni í viku, stjórnin telur sjálfsagt að því gefnu að tekið verði til eftir kaffi og annað.

Ólöf ætlar að koma og þrífa gólfið í Þorlákssetri fyrir sýninguna í sumar og síðan á að fá gólfin bónuð áður en vetrarstarfið hefst. Formaður hefur fregnað að Gunnar Berg dúklagningamaður sé mjög flinkur við að bóna gólf. Samþykkt að ræða við hann. Í fyrra kostaði verkið kr. 106.000,- hjá Hreingerningaþjónustu Suðurlands..

Í lokakaffi Bókmenntahópsins afhenti formaður Svani og Ragnheiði blóm í þakklætisskyni fyrir ósérhlífið framlag þeirra við stjórn hópsins.

Kórinn hefur verið beðinn að fresta auglýsingu eftir söngstjóra.

Stofna þarf sýningarnefnd fyrir myndlistarsýningu á Blómstrandi dögum. Rétt að hafa einn fulltrúa úr handavinnuhópnum með enda verði sýningin sem heild á ábyrgð nefndarinnar. Formanni og varaformanni falið að ræða við Helgu Haraldsdóttur og Sæunni Freydísi Grímsdóttur um að taka að sér formennsku. Menningaráð Suðurlands hefur tekið til greina umsókn okkar um styrk og heitir okkur kr. 150.000,-.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Jóna María Eiríksdóttir, Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 17. apríl 2012

Bréf frá LEB vegna afsláttarbókar. Afar lítil eftirspurn hefur verið eftir bókum hér. Samþykkt að útvega nokkur eintök fyrir félagsmenn.

Tilboð liggur fyrir frá Vörðufelli um uppsetningu á pumpum á hurðir vegna brunavarna, alls 6 pumpur og útskipting á einni hurð sem ekki uppfyllti brunavarnakröfur, alls kr. 656.000,- af því fæst um kr. 60.000,- vsk endurgreiddur. Samþykkt að taka þessu tilboði.

Samþykkt að kanna hvað uppsetning á brunastiga mundi kosta, hvort styrkir fáist frá bæjarfélaginu, Framkvæmdasjóði aldraðra eða annars staðar frá. Einnig að komast að því hvort sameignin eigi kannski að bera kostnaðinn.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Jóna María Eiríksdóttir, Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 12. apríl 2012

Samþykkt að greiða stjórnanda Hverafugla út starfsárið miðað við að æfingatími til 25. apríl verði fullnýttur og að í maí verði sungið á vorfundi og á uppstignignardag í Þorlákshöfn og í því sambandi verði 3 æfingar í maí.

Valdimar Bjarnason frá fyrirtækinu Vörðufelli kom í heimsókn og ræddi fyrirhugaðar aðgerðir í brunavörnum hússins að Breiðumörk 25. B.  Settar verði pumpur á hurðir og gengið frá útgönguljósum.  Samþykkt að óska eftir tilboði í pumpur á 3 hurðir, færslu á eldvarnarhurð af gangi inná skriftofu og lokun á viðkomandi hurðargati.  Beðið um kostnaðaráætlun við brunastiga utan á húsið.

Rætt um hvort styrkja skuli kaup Lionsklúbbsins á blöðruskanna sem talið er æskilegt að til sé í bænum.  Samþykkt að leggja fram kr. 25.000,- og hvertja félagmenn til að leggja í púkkið.

Samþykkt að sækja um styrk frá Dvalarheimilinu Ási og Eflingu vegna sumarferðar, áður fyrr styrkti verkalýðsfélgið Boðinn þessar ferðir.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 29. mars 2012

Komið hefur í ljós að Hótel Örk er ekki laus 10. maí fyrir vorfundinn, ákveða þarf annan dag og stefnt er að mánudeginum 14. maí og hefja fundinn kl. 15:00.  Rætt um að bjóða félögum eldriborgara úr nágreninu að taka þátt í fundinum þar sem nægt rými er í salnum.  Dagskráin verði þannig að Hverafuglar syngja, Gamanþáttur eftir Karl Jónatansson sem  Anna Jórunn og Kristín Jóhannesdóttir flytja með fleirum.  Hugsanlega atriði frá gestum.

Samið hefur verið við Ólöfu Jónsdóttur um regluleg þrif meðan gestir Sparidaga eru væntanlegir.

Farið yfir dagskrá fimmtudaga fram til 10. maí.

Sagt frá bókun í gistingu í sumarferð og rætt um að auglýsa þurfi til að örva þáttöku.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Stjórnarfundur 29. febrúar 2012

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar.  Pálína formaður setti fundinn og bauð nýliða stjórnarinnar velkomna.  Stjórnin skiptir þannig með sér verkum,  Anna Jórunn Stefánsdóttir varaformaður,   Egill Gústafsson gjaldkeri og Jóhann Gunnarsson ritari.  Gústaf Ókarsson er meðstjórnandi og varamenn eru Jóna María Eiríksdóttir og Sæunn Freydís Grímsdóttir.

Farið yfir lista þeirra sem eru með lykla að Þorlákssetri.

Rætt um eftirköst flóðsins í kjallaranum þegar lyftan stövaðist.  Dælur hafa verið lagaðar og viðvörunarkerfi sett upp.  Óvíst er hvort Eik meðeigandi vill taka þátt í kostnaði við þetta en í versta tilviki tekur félagið á sig kostnaðinn.

8. mars verður fundur á Selfossi með Jónu Valgerði Kristjánsdóttur formanni LEB., sama dag er fundur formanna FEB  á Suðurlandi, Pálína og Gústaf mæta. 13. mars verður formannafundur LEB í Reykjavík og munu Pálína og Jóhann mæta þar.

Rætt hefur verið við skrifstofustjóra bæjarins um hvort unnt sé að hækka (framreikna) framlag bæjarins til FEBH.  Halda þarf málinu heitu gagnvart bæjaryfirvöldum.  Hækkun gæti fengist næsta ár ef ekki núna.

Vorfundur verður 10. maí.

Minnt á að nefna þurfi við Sparidagagesti að von sé á innrás frá Hveragerði seinnipart júnímánaðar á Norðausturland.

Samskipti við LEB og aðra utanfélags. LEB getur gefið upp tölvupóstfang varaformann og félagsins.  Jóhann sendir LEB tilkynningu um nýja stjórn. Varaformaður sendir innkominn tölvupóst á stjórnarmenn sem hafa póstfang.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Sæunn Freydís Grímsd., Jóna María Eiríksdóttir, Gústaf Óskarsson og Anna Jórunn Stefánsd.

Aðalfundur 16. febrúar 2012

Formaður setti fund kl. 14:05 og stakk upp á Jónu Einarsdóttur sem fundarstjóra og Jóhanni Gunnarssyni sem fundarritara.  Samþykkt með lófataki.

Jóna tók við fundarstjórn og  gengið var til dagskrár.

Skýrsla stjórnar
Hrafnhildur formaður flutti yfirlit yfir starfið á árinu sem var fjölþætt að vanda.

Reikningar félagsins.  Egill Gústafsson lýsti afkomu félagsins og las upp og skýrði helstu tölur.  185 félagar greiddu félagsgjöld.  Rekstrartekjur eru kr. 2.631.947,- og gjöld eru kr. 3.759.729,-.  Rekstrartap er kr. 1.061.889 og er bróðurparturinn af því fyrning.  Umræður urðu engar og reikningar og skýrsla stjórnar samþykkt samhljóða.

Árgjald 2013
Egill bar upp tillögu stjórnar um að árgjald verði óbreytt kr. 2.500,-.  Samþykkt samhljóða með lófaklappi.

Stjórnarkjör.  Jóhann gerði grein fyrir störfum  og skýrslu uppstillingarnefndar. Í kjöri var til formann Pálína Snorradóttir og til stjórnarsetu Anna Jórunn Stefánsdóttir og Jóhann Gunnarsson til setu í varastjórn Sæunn Freydís Grímsdóttir.  Voru þau kosin samhljóða og án mótatkvæða.  Í framboði til skoðunarmanna voru Helga Baldursdóttir og Svanur Jóhannesson og voru þau einnig kosin samhljóða.

Önnur mál
Pálína nýkjörinn formaður,  tók til máls og gerði grein fyrir því að félagið lét skjávarpa sinn af hendi  við Grunnskólann og bað Margréti dóttur sína að segja frá því hvernig hann er notaður.

Margrét tók til máls og endaði á því að færa móður sinni gjöf í tilefni af því að hún sé orðin formaður í félagi enn einu sinni.

Pálína tók aftur til máls og afhenti Hrafnhildi og Kristbjörgu blómvendi í kveðjuskyni um leið og hún þakkað þeim vel unnin störf.

Kristín Dagbjartsdóttir tók til máls og flutti skilaboð frá Guðmundi Þór Guðjónssyni þess efnis að séra Ólafur Guðmundsson stæði fyrir kennslu í Snóker á Selfossi og væri til í að gera svo einnig hér.  Beindi hún þessu erindi til stjórnarinnar.

Örn Guðmundsson einn af ferðanefndar formönnum tók til máls og kynnti hugmyndir um sumarferð á Norðausturland.

Jóhann tók til máls í tilefni af orðum Kristínar sem hafði látið í ljós óskir um að sjá fundargerðirnar á netinu.

Sunna Guðmundsdóttir tók til máls um námskeið og fjölbreyttara framboð af frístundaiðju.

Egill gerði grein fyrir kostnaði við fyrirhugaða sumarferð sem verður um 75.000,- krónur.

Pálína tók undir með Sunnu og kvað stjórnina mundu taka orð hennar til athugunar.

Egill Gústafsson sagði þau Helgu Haraldsdóttur hafa athugað með leirnámskeið sem verður auglýst á næstunni.

Auður Guðbrandsdóttir kvað félagið hafa haft aðstöðu fyrir Billiard hjá Dvalarheimilinu.

Svanur Jóhannesson þakkaði félaginu fyrir að standa fyrir sýningunni „Hveragerði vin skáldanna“ sem myndi líklega verða til þess að þessi menningararfur verði varðveittur.  Svanur þakkaði einnig þeim nefndarmönnum sem ekki voru í FEB þeim Hlíf og Heiðdísi og þakkaði einnig Jóhanni.

Hrafnhildur tók til máls síðust manna.  Minnti á að stjórnarstarfið er skemmtilegt.  Sleit síðan fundi og bauð í kaffi sem kostar að þessu sinni kr. 500,-.  Funargerðin upplesin og samþykkt.

Stjórnarfundur 13. febrúar 2012

Þorrablótið var vel heppnað, haldið 10. febrúar og voru þáttakendur 68 manns.

Flutt var leikrit eftir Gústaf Óskarsson, Hverafuglar sungu undir stjórn Gróu Hreinsdóttur.  Spurningaþáttur Jóhanns og happdrætti var með góðum vinningum frá fyrirtækjum og stofnunum í bænum.  Dansað var við diskótek undir stjórn Jóhanns  í um klst.  Maturinn var frá Kjöt og kúnst og var góður að venju.  Júlíus og Ólöf sáu um framreiðslu.  Þorrablótið var haldið á Gamla Hótelinu.

Samkomulag við Listvinafélagið um sýninguna „Hveragerði vin skáldanna“.

Borist hefur tillaga að samkomulagi frá Listvinafélaginu, byggða á viðræðum sem formaður, varaformaður og ritari hafa átt við fulltrúa þess.  Ritari lagði fram tillögu þess efnis að samkomulagið rétt samþykkt af hálfu félagsins með orðalagsbreytingu þess efnis að leyfi FEBH til að nýta sýningarspjöldin miðist við eigið húsnæði, félagsins án tillits til þess hvert þar er í Þorlákssetri eða annars staðar ef breyting verður á eignahaldi.  Ritara falið að greina Listvinafélagi frá þessari niðurstöðu.

Rætt um aðalfundinn,  hafa á jólakökur frá Gógó, lagkökur og kleinur frá Bónus. Biðja á Jónu Einarsd. að vera fundarstjóra.  Formaður greinir frá starfi nefnda í skýrslu sinni.  Félagsgjöld fyrir árið 2013 verði óbreytt kr. 2.500,-.  Ritari gerir grein fyrir stjórnarkjöri.  Gjaldkeri gerir  grein fyrir ársreikningi.  Stjórnin samþykkir að leggja reikninginn fyrir fundinn án breytinga.  Vegna forfalla Helgu Baldursdóttur skoðunarmanns hefur stjórnin tilnefnt Bjarna Sæberg Þórarinsson ásamt Svan Jóhannessyni skoðunarmenn.

Stjórnin hefur sótt um styrk til Menningarráðs Suðurlands vegna fyrirhugaðrar sýningar á verkum Hans Christiansen á næstu Blómstrandi dögum.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 18. janúar 2012

Bridgeáhugi hefur aukist stórlega eftir bridgenámskeið sem Páll Vilhjálmsson og Lilja Halldórsdóttir héldu í haust.  Spurt hefur verið hvort félagið vilji kaupa sagnabox t.d. á 4 borð sem kosta mundu um 40.000,- krónur.  Kaupin samþykkt.

Lyftan bilaði um síðustu helgi vegna vatns í kjallara, í ljós kom að númerin sem gefin eru upp við lyftuna svöruðu ekki fyrr en eftir nokkurn tíma.  Formaður hefur kvartað við Vinnueftirlitið.  Eins tók nokkurn tíma að fá í gang aðgerðir til að losna við vatnið.  Setja þarf upp viðbragðáætlun sem allar stofnanir í húsinu þekkja.  Egill tekur það að sér fyrir húsfélagið.

Afdrif sýningarspjalda frá sýningunni um Hveragerðsisskáldin.  Vegna væntanlegrar stofnunar Listvinafélags Hveragerðis hefur Svanur Jóhannesson spurt um afstöðu FEB til eignar- og höfundarréttar spjaldanna.  Ályktun:  Stjórn FEB óskar eftir viðræðum við stjórn Listvinafélagsins þegar það er komið á laggirnar. Jóhann segir Svani frá þessari niðurstöðu.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur með skemmtinefnd 11. janúar 2012

Stjórnin ásamt skemmtinefndarkonum þeim Helgu Baldursdóttur og Önnu Jórunni Stefánsdóttur funda um dagskrá Þorrablóts. 

Hverafuglar syngja,  minni karla og kvenna eru í vinnslu,  Anna Jórunn og Gústaf sjá um leikrit. 

Jóhann og Edda sjá um spurningaþátt.  Jóhann sér um aðgöngumiða, happdrætti og að safna vinningum hjá fyrirtækjum. 

Miðaverð verður kr. 5.000,- á mann (3.600,-kr. mann ásamt  kr. 80.000,- vegna leigu á húsi og þjónusta)  Veislustjóri Anna Jórunn. 

Stjórn og skemmtinefnd undirbýr salinn kl. 14:00 sama dag og leggur á borð.  Fá á rósir í gróðurhúsi á borðin.  Jóhann Gunnarsson sér um diskótek í c.a. ½ klst. Stjórn og skemmtinefnd gengur frá salnum í lok samkomunnar.

Stjórnarfundur 5. janúar 2012

Aðalfundur verður 16. febrúar.  Uppstillinganefnd hefur auglýst eftir framboðum og tekur fyrir þau framboð sem berast.  Auglýst verða í næstu Dagskrá þessi og fleiri atriði sem þarf að vekja athygli á, þar með talið Þorrablótið.

Dagskrá Þorrablóts verður ákveðin af stjórn og skemmtinefnd á fundi 11. janúar.

Auglýsing hefur borist um Landsmót UMFÍ, 50 ára og eldri í Mosfellsbæ, 8. til 10. júní.

Samþykkt að hvertja til þátttöku og æskilegt að tilnefna tengilið.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 6. desember 2011

Í uppstillinganefnd eru:  Jóhann Gunnarsson formaður, Egill Gústafsson og Laufey S. Valdimarsdóttir.  Í stjórn hafa setið 2 ár,  Hrafnhildur S. Björnsd., Pálína Snorradóttiri, Jóhann Gunnarsson og Kristbjörg Markúsdóttir.

Skoðunarmenn reikninga eru kostnir  hvert ár.

Sýningarspjöldum hefur verið komið í geymslu, því er tímabært að hengja myndir félagsins og félagsmanna aftur upp.

Að minningu Þorláks og Sigríðar á Þurá þarf að hlúa betur,  Pálínu og Auði er falið að ganga frá texta sem settur verði upp.

Leitað verði aðstoðar Júlíusar við að hengja myndir aftur á veggina.

Svör hafa ekki borist frá HNLFÍ um tíma í vatnsleikfimina né verð á næsta ári.  Nína Dóra vill gjarna vera áfram með leiðsögninga en tíminn þarf að passa.

Kaupa á jólaljós í c.a. 5 glugga, Egill annast það.

Yfirfarinn jólakortalisti frá í fyrra og  tillaga Jóhanns að nýju korti ákveðin.

Undirbúningur fyrir jólafund:  Formaður minnist Hlífar Sigurðardóttur.  Hverafuglar syngja.  Rætt verður við séra Jón um hugvekju. Afhent verða verðlaun fyrir pútt.  Stjórnin mæti kl. 11:00 til að leggja á borð fyrir fundinn.

Hrafnhildur fór á málþing um hjúkrunarheimili framtíðarinnar.  Lagt til að láta prenta glærurnar og láta liggja frammi í Þorlákssetri.

Hverafuglar.  Stjórn kórsins Edda Þorkelsdóttir, Bjarni Sæberg, Auður Guðbrandsd. og Ragnheiður Þorgilsdóttir mættu á fundinn.  Nokkrir kórfélagar kvarta yfir að lagt sé mikið fram af lögum sem svo sé ekki tími til að æfa og fleira í aðferðum stjórnandans sé ómarkvisst.  Hætta talin á að nokkrir muni hætta í kórnum ef ekki verður breyting á.  Ekki hefur verið rætt sérstaklega við stjórnandann um stöðu mála.  Fyrir liggur að framlag félagsins til kórsins verður kr. 300.000,- í vetur á móti því sem kemur frá kórfélögum.  Samþykkt að stjórn kórsins boði Gróu Hreinsdóttur á fund fljótlega eftir áramót og reyna að ná samkomulagi um störf kórsins fram á vor.  Kórinn hefur keypt efni í slæður og slaufur fyrir kórinn, heldur meira en þarf í bili.  Kostnaður við þetta er um kr. 50.000,-.  Lagt er til að hvort tveggja verði í eigu félagsins.  Kostnaðurinn verður gjaldfærður á kórinn.  Miðað er við að kostnaður við kórinn verði ekki hærri en sem nemur áðurnefndu þaki, það er kr. 300.000,-.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 26. október 2011

Athugasemdir hafa verið bornar upp við formann vegna nýrrar staðsetningar skáps Þorláks heitins á Þurá.  Samþykkt að færa skápinn í norðvesturhorn salarins.  Myndir af hjónunum komi einnig þar á vegg.  Þetta verði gert þegar skiltum frá sýningunni hefur verið komið fyrir annarsstaðar.  Skápurinn er meistarastykki Þorláks í húsasmíði og verðskuldar athygli vegna vandaðrar vinnu.

Innbú er trygg hjá VÍS fyrir 7,7 milljónir og er samþykkt að fá það endurmetið.

Kór eldri borgara í Þorlákshöfn kemur í heimsókn n.k. föstudag og verður tekið á móti þeim í Þorlákssetri.  Hverafuglar taka málið að sér.

Samþykkt að bjóða Grunnskólanum skjávarpann til varanlegara afnota en hjá okkur er ekki lengur þörf fyrir hann.

Bréf frá LEB þar sem vakin er athygli  á því að þeir sem ekki hafa aðgang að tölvum eða kunna ekki á þær kunni að vera afskiptir í þjónustu hins opinbera.  Þeim tilmælum  er beint til félagsins að athuga möguleika á því að efla kunnáttu eldri borgara á þessu sviði.  Með fylgdi upplýsingablað um evrófskt verkefni sem Reykjavíkurborg tekur þátt í og nefnist „Tölvufærni,  samstarf kynslóðanna“.  Stjórnin hefur áður rætt þetta verkefni og vinnur í því áfram..

Jólafundur ákveðinn 15. desember og starfið á nýju ári  mánudaginn 9. janúar.  Þorrablót verður föstudaginn10. febrúar og skoða á leigu á Hótel Hveragerði.

Aðaldundur verði 16. febrúar.

Rætt um ýmis atriði sem komið hafa upp hjá skemmtinefnd eða sem hægt væri að beina til hennar.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 6. september 2011

Dagskrá haustfundar rædd.  Ákveðið hvað skuli auglýst af tómstundastarfi, einnig um verð og lágmarks þáttöku.  Jóga lágmark 8 manns kostar kr. 3.000,- til áramóta.  Útskurður lágmark 8, verð til áramóta kr. 4.000,-.  Vatnsleikfimi kostar kr. 2.500,- á mann.  Annað svo sem Pútt og Bingó standi undir kostnaði með samskotum og sölu spjalda.

Endað á að raða upp í salnum fyrir Haustfundinn.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 24. ágúst 2011

Skipulag vetarstarfsins, tekist hefur að fá leiðbeinendur í allt nema jóga en eftir er að ræða við Ragnheiði.  Skemmtinefnd er enn óskipuð.  Enginn ennþá til að stjórna bingóinu.

Stefnt er að haustfundi 8. sept.

Fréttabréf verði svipað og í fyrra og dagskráin send með.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 17. ágúst 2011

Sýningin Hveragerði vin skáldanna var opin föstudag til mánudags kl. 13 til 18.  Það skráðu sig um 445 gestir í gestabókina en alltaf fara nokkrir án þess að skrá sig.  Í sambandi við varðveislu sýningarinnar er fyrirhugaður fundur með stjórn, sýningarnefnd,  Aldís bæjarstjóri og Eyþór Ólafsson mæta fyrir hönd bæjarins.

Haustfundur ræddur.  Rætt um  vetrarstarfið og haustferðina.  Rætt um skipan í nefndir og dagskrá haustfundar.  Gefa þarf út fréttabréf með dagskrá og verðlegga námskeið og ákveða lágmarksþáttöku ef þörf er á.

Óskað var eftir að minningargjöf Þórðar Snæbjörnssonar  fari til Golfklúbbsins.  Millifæraðar hafa verið kr. 10.000,- og bréf þarf að fylgja.

Breytingar á húsnæði vegna nýs sjónvarps.  Færa þarf hátalaraleiðslur og taka niður skjávarpa.  Kaupa hentuga kommóðu undir sjónvarpið og fá hjól undir hana.  Samþykkt að gefa eða lána Grunnskólanum skjávarpan með skilyrðum.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 20. júlí.

Pálína og Jóhann segja frá gangi mála varðandi sýningunna Hveragerðisskáldin.  Rætt var um opnunartíma sýningarinnar.  Talið æskilegt að hafa opið lengur en verið hefur á fyrri sýningum.  T.d. opið föstudag til mánudags kl. 13 til kl. 16.  Rætt um kostnað en vinnuframlag Guðrúnar er orðið meira en hún fær greitt fyrir.  Svanur hefur skrifað formanni um málið sem  lesið var upp.  Samþykkt að leita eftir styrkjum hjá fyrirtækjum í bænum.

Lagður fram listi sem Svanur Jóhannesson hefur gert með myndbandsefni frá Hveragerði í Skjalasafni Árnesinga.  Margt af þessu efni er upplagt til flutnings á fimmtudagsrabbfundum í vetur.

Ólöf hefur þrifið húsnæði okkar eftir ósk stjórnar en það þyrfti að vera oftar.  Þá þarf að bóna gólf eftir sýninguna og fara um leið yfir fylt-púða á borðum og stólum.

Sumarferðin var farin 20. til 24. júní á Vestfirði.  Ferðin tókst vel utan að matur sem var hjá Hótel Ísafirði en ekki hjá Hótel Eddu var ekki nógu góður og þar að auki illa útilátinn.  Kvörtun hefur verið komið á framfæri vegna þessa.

Flatskjárinn sem um var rætt er ekki kominn í hús en heildarverð með 3ja ára ábyrgð er um kr. 180.000,-

Hrafnhildur og Egill fóru ásamt mökum á Hótel Hamar í boði hótelhaldara.  Viðurgjörningur og móttökur voru afbragsgóðar.

Sagt frá Íþróttamóti 50 + á Hvammstanga í júní s.l.

Minnt á 5 daga ferð til Stykkishólms í október sem allmargir hafa lýst huga á að fara.

Í tilefni af fráfalli Þórðar Snæbjörnssonar var rætt um minningargjafir.  Minnt á að kirkjunni voru gefnar kr. 25.000,- í minningu Ólafs Steinssonar.  Hrafnhildur ræðir við ekkju Þórðar um hverjum skuli gefið.

Eins dags ferð rædd og verður meira rædd eftir sýningu.

Púttmót FÁÍA verður 2. sept. í Gullsmára.  Sveitir 4ra manna og einstklinga munu keppa.  Félagið mun greiða fyrir eina sveit.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 14.  júní 2011

Rætt um kaup á sjónvarpsflatskjá.  Tillaga hefur komið frá sýningarnefnd Blómstrandi daga að hafa þar uppi sýnngu á myndum af Hveragerðisskáldunum.

Stjórnin telur að því fylgi töluverður kostnaður að skipta út skjávarpa og tjaldi fyrir 42ja tommu flatskjá. Við það fæst bjartari mynd, meiri upplausn og sveigjanlegra fyrirkomulag.  Samþykkt að kaupa tæki samkvæmt tilboði sem Svanur Jóhannesson hefur útvegað um kr. 140.000,-.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 12. maí 2011

Viðstaddir undirritaðir.

Jóhann Gunnarsson greindi frá helstu málum sem fram komu á Landsfundi LEB í Stykkishólmi en hann sóttu Edda Þorkelsdóttir og Jóhann fyrir hönd félagsins

Meðal mála sem kynnt voru var Íþróttamót 50 ára og eldri sem halda á á Hvammstanga dagana 24. til 26. júní.  Félagið  mun kynna mótið  í Dagskránni en félagið mun  ekki kosta  för manna á mótið.

Hverafuglar munu syngja við messu á degi aldraðra 2. júní í Hveragerðiskirkju.  Gestir koma frá Þorlákshöfn.  Ráðgert að hafa kaffi í Þorlákssetri fyrir viðstadda, Pálína, Jóna og Hrafnhildur standa fyrir því.

Bréf hefur borist um Sparidaga á Hótel Örk en þeir hefjast 26. febrúar og kosta

kr. 42.000,-

Hótel Hamar hefur sent boð til tveggja stjórnarmanna á kynnigarfund.  Hrafnhildur og Egill athuga með að fara ásamt sínum mökum.

Blómstrafndi dagar, á fundinn mætti Guðrún Tryggvadóttir.  Hún kynnti  hugmyndir sínar að sýningu um Hveragerðisskáldin.  Kostnaður við gerð spjalda nemur um kr. 80.000,- til viðbótar sem vinna hennar kostar samkvæmt samningi.  Samþykkt að fara eftir þessum tillögum.

Fleira ekki tekið fyrir.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksdóttir, Pálína Snorradóttir og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 6. maí 2011

Mættir undirritaðir.

Landsfundur LEB er í næstu viku, í ljós hefur komið að aðeins 2 fulltrúar eiga rétt á setu og því fara aðeins Edda og Jóhann.

Vorfagnaður verður fjölmennur en ef nóg er að borða veldur það ekki vandræðum.  FEBH. mun sjá um að rukka kr. 1.000,- fyrir kaffi pr.mann.

Tilboð frá Guðrúnu Tryggvadóttur vegna Blómstrandi daga var tekið fyrir og samþykkt.  Sýningin verði miðuð við þetta tækifæri en ekki miðað við víðtækari notkun.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Egill Gústafsson og Pálína Snorradóttir.

Stjórnarfundur 19. apríl 2011

Mætt:  Hrafnhildur, Egill, Jóhann, Gústaf, Kristbjörg, Pálína og kórstjórn Hverafugla einnig boðuð, Edda Bjarni og Hólmfríður.

Stjórn og varastjórn ásamt kórstjórn mætt á fundinn.

Félagið gerir upp við Gróu fram til vors.

Heimsókn í Bústaðakirkju hefur verið slegin af af hálfu Gróu stjónanda Hverafugla.  Talið að gjald í kórnum megi ekki nema meira en um 7.000,- á vetri.  Stilla þarf kostnaði við stjórnanda eftir því.  Stjórn kórsins falið að halda fund og ræða málefni kórsins innan hópsins.

Á degi aldraðra 2. júní mun  kórinn syngja við messu, rætt hefur verið um sameiginlegt kaffi með gestum úr Þorlákshöfn.

Tilkynning hefur borist frá Dvalarheimilinu Ási um að eldri borgarar geti nú fengið keyptan mat í Ási.  Auglýsing hefur verið hengd upp í Þorlákssetri og einnig sett inn á vef félagsins.

Óvissuferðin var farin fimmtudaginn 14. apríl.  Ferðin hófst á Listasafninu og síðan haldið í Gerðuberg, Kjarvalsstaði, Baðstofu iðnaðarmanna við Lækjargötu og síðan ekið með höfninni og litið á þýsk herskip og dáta.

Vorfagnaður verður  föstudaginn 6. maí eins og ákveðið var.  Eldriborgarar frá Gerðubergi koma í heimsókn sem þýðir að samkoman verður fjölmenn.  Tilboð liggur fyrir um kaffihlaðborð á Hótel Örk fyrir kr.1.000,- á mann.  Ef Gerðubergsfólk ákveður að koma þá förum við á Örkina en annars verðum við í Eden.

Tilboð í sumarferðina, rútu og hótel með kvöld- og morgunverði sem gerir kleift að selja ferðina á kr. 65.000,- fyrir herbergi með baði og kr. 55.000,- fyrir herbergi með handlaug.  Ákveðið að biðja Örn Guðmundsson að sitja í ferðanefnd með Jóhanni Gunnarssyni.

Boðað hefur verið til Landsfunar LEB í Stykkishólmi 10. og 11. maí.

Á aðalfundi voru Edda og Jóhann kosin landssambandsfulltrúar og fara ásamt Hrafnhildi.

Bréf hefur borist frá LEB með hvatningu til félaganna að greiða félagsgjöldin sem fyrst.

Blómstrandi dagar.  Í farmhaldi af umsókn um styrk hefur undirbúningsnefnd verið sett á laggirnar.  Þar sitja Pálína Snorrad., Svanur Jóhannesson, Ragnheiður Ragnarsdóttir, Björg Einarsdóttir  og Hlíf Arndal. Nefndin hefur fundað nokkrum sinnum og  gengur undirbúningur eftir áætlun.  Óskað er eftir sjónvarpsskjá til að

sýna þætti í sjónvarpi um Hveragerðisskáldin.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Egill Gústafsson, Páína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 29. mars 2011

Mættir undirritaðir.

Ákveðið að Hrafnhildur og Örn ákveði dagskrá óvissuferðar.

Hrafnhildur kynnti afmælisrit Félags eldri borgara á Selfossi.

Formannafundur eldri borgara á Selfossi frestaði vorfagnaði fram á haust.  Egill las skýrslu Hrafnhildar sem hún flutti þar.

Kórinn fór á Vesturgötu 7, 12. apríl og Bústaðakirkju 5. maí, átti að ljúka vetrarstarfinu 6. maí í Eden, þar er hægt að kaupa kaffi og tertu fyrir kr. 600,-.  Harmonikkuleikarar munu leika fyrir dansi.  Samþykkt að greiða 1 rútuferð fyrir kórinn í vor.

Rætt um framtíðarstarfsemi.  Oft hefur komið til tals tölvunámskeið.  Áhugi er til staðar hjá Rauða krossinum og huga á að samstarfi næsta haust.  Danskennari í Þorlákshöfn vill taka að sér danskennslu hér,  skoða á málið í haust.

Sótt hefur verið um styrk til Menningarráðs Suðurlands vegna sýningar á Blómstrandi dögum í sumar.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Páína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna María Eiríksd., Helga Har. og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 28. febrúar.

Stjórn og varastjórn ásamt gesti fundarins Svani Jóhannessyni á heimili formanns.

Tillaga um að efna til samvinnu við bókasafn og skóla um sýningu eða atburðaröð á Blómstrandi dögum 2011 og síðar.  Hugmynd er að sækja um styrk til sýningarinnar til Menningarráðs Suðurlands.  Þema sýningarinnar væri Hveragerðisskáldin, mætti útvíkka til að ná yfir aðra listamenn eftir atvikum.  Heiti viðburðar:  „Hveragerðisskáldin“   Svanur og Pálína tóku að sér að tala við væntanlega samstarfsaðila og koma umsókn til skila.  Svanur vék af fundi eftir þessa umræðu.

Hverafuglar og málefni þeirra.  Málin rædd og finnst stjórn akkur í að hafa góðan kór innan sinna vébanda.  Til að svo megi verða getur þurft að leggja kórnum til fjármagn.  Agli falið að semja við Gróu Hreinsdóttur fram á vor þannig að hún verði ekki óánægð.  Tíminn verði svo notaður til að ræða framtíðina.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Egill Gústafsson, Páína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna María Eiríksd. og Gústaf Óskarsson.

Aðalfundur 17. febrúar 2011

Hrafnhildur formaður bauð funargesti velkomna og bað þá að standa upp og minnast tveggja látinna félaga þeirra Guðmundar Marínós Þórðarsonar og Jóns Arnalds.

Hrafnhildur kom með tillögu að Jóna Einarsdóttir yrði funarstjóri sem var samþykkt.

Jóna þakkaði traustið og stakk upp á Pálínu Snorradóttur sem fundarritara. Funarstjóri lýsti því yfir að löglega hefði verið boðar til fundarins  og væri hann því lögmætur.

Skýrsla formanns Hrafnhildar Björnsdóttur.  Hrafnhildur sagði m.e. að haldnir voru 14 stjórnarfundir og 3 almennir fundir á liðnu starfsári en stjórnin sótti ýmsa aðra fundi.  Á síðustu mánuðum hafa 30 nýir félagar gengið í félagið.  Mennigarráð Suðurlands styrkti félagið vegna sýningarinnar Handverk og listir í Hveragerði sem haldin var á Blómstrandi dögum í Þorlákssetri.  Gestir Sparidaga Hótels Arkar koma á þriðjudögum og bjóðum við þeim kaffi og jólaköku, þeir eru ánægðir með móttökurnar.  Helga Haraldsdóttir og Hrönn Waltersdóttir sáu um skreytingu á jólaglugga í krikjunni fyrir hönd félagsins.  Hrafnhildur þakkaði þeim og öllum nefndum, þeirra frábæra starf auk stjórnarinnar sem hún sagði að hefði verið einstaklega gott að vinna með.  Skýrslunni tekið með dynjandi lófaklappi, athugasemdalaust.

Nefndarstörf.

Skemmtinefnd Edda Þorkelsdóttir sagði frá en auk hennar sátu í nefndinni HelgaHaraldsdóttir og Hólmfríður Kristjánsdóttir.  Á vordögum var farið að sjá Íslandsklukkuna en síðari ferðin í Borgarleikhúsið að sjá Hænuungann.  Framundan er þriðja leikhúsferðin 19. mars að sjá  „Afann“.  Athugað verður með að fara á sýningu Leikfélags Hveragerðis sem æfir nú „Blessað barnalán“.  Farið var á Vínartónkeika í byjun árs.  Gestir á fimmtudagsrabbfundum hafa verið t.d. Vilborg Davíðsdóttir, Hildur Hákonardóttir, Þór Vigfússon, Hákon Sigurgrímsson og fleiri, þá hafa ýmsir félagar okkar lagt til áhugaverð efni.

Ferðanefnd:  Jóhann Gunnarsson sagðist eiginlega vera einn í ferðanefnd, sumarferðin var farin til Akureyrar.  Haustferðin var um uppsveitir Árnessýslu og komið við í Forsæti, Slakka og  Úthlíð í Biskupstungum.  Ferð var farin til Reykjavíkur að skoða Sjóminjasafnið með viðkomu í Kringlunni á heimleið.  Næsta sumarferð verður til Ísafjarðar 20. – 24. júní og búið er að panta herbergi.

Pútthópur:  Frá síðasta aðalfundi fram á vor til 14. maí var púttað alls 12 föstudaga sem skipt var í 2 mótaraðir.  Þáttakendur voru 24.  Tímabilinu lauk með kaffisamsæti á Kjöt og Kúnst.  Farið var á árlegt Púttmót Félags áhugamanna um íþróttir fyrir aldraða sem fram fór 3. sept. á púttvelli í Gullsmára í Kópavogi.   Þáttakendur frá okkar félagi voru 4.

Bókaklúbbur:  Svanur Jóhannesson sagði frá  að starfið hófst árið 2007.  Þau hjón Ragnheiður Ragnarsdóttir og Svanur hafa annast umsjón klúbbsins.  Síðasta ár hafa um 30 manns mætt á bókmenntafundi en um 20 félagar lesa upp.  Klúbbfélagar lásu saman Íslandsklukkuna áður en farið var að sjá leikritið í Þjóðleikhúsinu.  Þáttakendur ráða sjálfir hvað þeir lesa og lesendur eru um 5 á hverjum fundi.

Boccia:  Jón Helgi segir frá  að æft er 2svar í viku á miðvikudögum og föstudögum.  Skemmtileg íþrótt og góð hreyfing.  Árlega er farið til Reykjavíkur og keppt við bocciaiðkendur víðsvegar af landinu.

Gönguhópurinn:  Jóna Einarsdóttir sagði frá að Gönguhópurinn „Út um allt“ gengur um klukkustund á hverjum þriðjudagsmorgni kl. 10:00.

Ársreikningar: 2010.

Egill Gústafsson les reikninga félagsins:

Halli á reglulegri starfsemi félagsins er kr.    565.486,-

Handbært fé kr. 4.624.936,-

Ýmsar skammtímaskuldir kr.    277.093,-

Egill úitskýrði reikningana.  Hann gat þess m.a. að ekki væri búið að gera við sameign eftir jarðskjálftann.  Bæta þarf brunavarnir og setja stiga utan á húsið.  Reikningarnir bornir upp og samþykktir samhljóða.

Lagabreytingar, útskýrðar af Jóhanni Gunnarssyni.

Á síðasta aðalfundi var skipuð laganefnd sem skyldi yfirfara lög félagsins og gera breytingar er þrufa þætti.  Nefndina skipuðu:  Jóna Einarsdóttir, Jón Arnalds og Jóhann Gunnarsson.  Stjórn félagsins hafði yfirfarið breytingarnar og breytt nokkrum atriðum.  Jóna Einarsdóttir lagði fram tillögur nefndarinnar.  Breytingar voru gerðar við 1., 4. og 6. grein auk tillögu um uppstillinganefnd.  Allar breytingar samþykktar samhljóða.

Árgjald.  Tillaga frá Agli gjaldkera um að hækka árgjald félagsins í kr. 2.500,- árið 2012.  Samþykkt með meirihluta atkvæða.

Svanur skoraði á stjórn FEBH að koma því á framfæri við stjórn LEB að styrkja starf sitt t.d. með því að gefa blað sitt oftar út ár hvert.  Gjald til LEB var lækkað á síðasta aðalfundi Landsambandsins vegna hótana frá FEB í Reykjavík.

Stjórnarkjör.  Egill og Gústaf gáfu kost á sér í stjórn næstu 2 árin sem var samþykkt og Jóna María einnig endurkjörin til 2ja ára.

Skoðunarmenn:  Uppástunga um Helgu Baldursdóttur og Svan Jóhannesson

sem skoðunarmenn.  Samþykkt samhljóða.

Kosninga á Landsfund LEB.  Tillaga um Jóhann og Eddu samþykkt samhljóða, formaður er sjálfkjörinn.

Kaffihlé.

Önnur mál.

Egill gjaldkeri vakti athygli á fyrirkomulagi við greiðslu árgjalds, að þeir sem greiða fyrir 10. mars fá ekki senda greiðsluseðla, eftir þann tíma bætist við seðilgjald.

Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs undir liðnum önnur mál.

Jóna fundarstjóri þakkaði funarmönnum góða fundarsetu

og sleit fundi.  (ekki getið um tíma)

Funarritari var Pálína Snorradóttir.

Stjórnarfundur 16. febrúar 2011

Stjórn og varastjórn mætt.

Undirbúningur undir aðalfundinn.  Jóna Einarsdóttir verði fundarstjóri og Pálína Snorradóttir ritari.  Egill, Jóna María og Gústaf hafa lokið kjörtímabili sínu en gefa kost á sér áfram.

Lagt til að félagsgjaldið fyrir árið 2012 verði kr. 2.500,-.

Fulltrúar á Landssambandsþing 10. maí, stungið er upp á Eddu Þorkelsdóttur og Jóhanni Gunnarssyni ásamt formanni.

Reikningar eru tilbúnir.

Hugmyndir um viðburð á Blómstrandi dögum.  Pálína stakk upp á að gerð yrði dagskrá um Hveragerðisskáldin.

3 nýir félagar hafa verið skráðir síðan síðast.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Egill Gústafsson, Páína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna María Eiríksd. og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 17. janúar 2011

Stjórn, varastjórn og laganefnd eru mætt á fundinn.

Farið yfir tillögur laganefndar til breytingar á lögum félagsins.  Nokkrar breytingar samþykktar.

Ritari gerði grein fyrir hverjir fengu jólakort frá félaginu og sýndi eintak af korti sem hann bjó til.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Egill Gústafsson, Páína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna María Eiríksd. og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 10. janúar 2011

Stjórn og varastjórn mætt.

Rútufyrirtæki Guðmundar Tyrfingssonar hefur óskað eftir fundi.  Formaður og ritari munu hitta þá á fundi 19. janúar.

Ritari fór yfir tillögur laganefndar til breytinga á félagslögum.  Ákveðið að boða.  Jón og Jónu til að gera grein fyrir störfum nefndarinnar og hugmyndum.  Fundur ákveðinn 17. jan. hjá formanni.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Egill Gústafsson, Páína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna María Eiríksd. og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 15. desember 2010

Mættir undirritaðir stjórn og varastjórn.

Dagskrá jólafundarins rædd.  Í forföllum Kristínar Dagbjartsdóttur sem ráðin hafði verið fundarstjóri og til að lesa jólasögu tekur Jóhann að sér fundarstjórn og Kristín Jóhannesdóttir les sögu.  Kaffihlaðborð verður selt á kr. 1.000,-  Júlíus sér um kaffið.

Ninna Sif Svavarsdóttir guðfræðingur flytur ávarp.  Söng og píanónemendur úr Tónlisarskóla Árnesinga koma í heimsókn. Veitt verða verðlaun fyrir pútt og Hverafuglar syngja.

Ingibjörg Sigmundsdóttir hefur haft samband við formann og vill ekki vera lengur í afsláttarbókinni vegna víðtækrar misnotkunar.  Málið hefur verið rætt við LEB.

Rætt um námskeiðshald, ýmsir möguleikar skoðaðir.

Fimmtudagsdagskráin rædd, ákveðið að hafa stundum bíó.  Dagskráin byrjar 10. janúar.

Þorrablótið verður á Gamla Hótelinu þann 11. febrúar.  Maturinn frá Kjöt og Kúnst kostar 3.400,- á mann og húsið kr. 50.000,-.

Húsnæðismál.  Stjórnin sat fund með Magnúsi Skúlasyni frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands og skoðaði þann hluta hússins að Breiðumörk 25 B sem til greina kemur að kaupa eða leigja.  Stjórnin telur að sú viðbót sem fengist, leysi ekki vanda félagsins og ályktar því að sinna þessu ekki frekar.

Varðandi kröfuna um brunaútgang var ákveðið að senda bæjarstjórn erindi og óska eftir  fjárhagslegum stuðningi við gerð brunastigans úr samkomusal.

Erindi hefur borist frá Golfklúbbnum þess efnis hvort FEB myndi standa straum af lítilsháttar lagfæringu á filti á púttgólfi.  Stjórnin telur sanngjarnt að félagið geri þetta.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur Björnsd., Egill Gústafsson, Páína Snorradóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna María Eiríksd. og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 17. nóvember 2010

Mættir undirritaðir, Gústaf veikur.

4 nýir félagar skráðir í félagið.

Jólafundur ákveðinn 16. desember.

Jólagluggi við kirkjuna, ákveðið að óska eftir við Helgu Haraldsdóttur að hún stjórni skreytingu gluggans og fái aðstoðarmenn eftir þörfum.

Húsnæðsimál:  Heyrst hefur að  Heilbrigðisst. Suðurlands hafi í hyggju að segja upp leigu á 2. hæð að Breiðumörk 25 B.  Spurning hvort FEB. gæti keypt það eða leigt.  Hrafnhildur ræðir við Unni Þormóðsdóttur um að komið verði á fundi með núverndi leigjendum.

Greint frá þjónustukönnun LEB.,  niðurstöður eru á netinu.  Vakin er athygli á undirskriftasöfnun til stuðnings við kröfu LEB í kjaramálum, skilun á lista er 1. des.

Fundarritari  Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Egill Gústafsson, Jóna María Eiríksdóttir og Kristbjörg Markúsdóttir.

Stjórnarfundur 21. september 2010

Mættir undirritaðir.

Nýir félagar skráðir í félagið alls 15 manns.

Rætt um hljómflutnigstækin.  Athuga þarf með stativ fyrir hljóðnema við ræðupúlt og hugsanlega hljóðnema sem nældur væri í barm. Egill ræðir við Kristinn Harðarson.

Hákon Sigurgrímsson óskar að kynna bók sína sem hann hvefur skrifað.  Málinu vísað til skemmtinefndar.

Rætt hvort styrkja á þá sem sækja vilja glernámskeið í Þorlákshöfn, námskeiðið kostar kr. 24.000,- á mann.  Stjórnin taldi að svo lítið mundi muna um þann styrk sem félagið gæti veitt að það skipti ekki máli.  Samþykkt að styrkja ekki námskeiðið.

Rætt er um að halda tölvunámskeið, t.d. í samstarfi við skólann.  Hrafnhildur ræðir við skólastjórann.

Kynnt bréf frá Fasteignafélaginu Eik um brunahólf, flótta- eða rýmingarleiðir.  Teikningar fylgja en ekki kostnaðaráætlun.  Rætt er um brunastiga.  Húsnefnd fer með málið.

Erindi Umferðarstofu um tengilið  vegna átaks um öruggari ökumenn 65 ára og eldri.  Samþykkt að tilnefna Egil sem tengilið.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Hrafnhildur S. Björnsd., Gústaf Óskarsson, Egill Gústafsson og Kristbjörg Markúsd.

Stjórnarfundur 6. september 2010

Mættir undirritaðir.

Fréttabréf og viðburðaskrá brotin saman til útburðar.

Gjöld fyrir tómstundir ákveðin.  Vatnsleikfimi og Jóga óbreytt kr. 2.500,- á haustönn.  Útskurður verði kr. 4.000,- fyrir haustönnina.

Fyrirkomulag haustfundar ákveðið.

Fleira ekki tekið fyrir. Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Júlíus Kolbeins, Pálína Snorradóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Hrafnhildur S. Björnsdóttir og Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 26. ágúst 2010

Egill sat hluta fundarins auk undirritaðra.

Sýningin handverk og listir í Hveragerði er talin hafa tekist mjög vel.  Kostnaður nemur um 93.000,- krónum.  Um 200 manns skráðu sig í gestabók en aldrei skrifa allir í gestabókina svo gestir hafa verið nokkru fleiri.  Vistmenn á Bæjarási komu á sýninguna og í ljós kom að illa er fært fyrir hjólastóla við húsið.

Ekki hefur verið kjörið í hússtjórn í núverandi stjórn eftir að Auður fór, stefnt er að því á næsta fundi.

Gólfið verður bónað. Taka þarf til á skrifstofu og geymslu og fá þarf einhvern úr fyrri stjórn til að tryggja að söguleg verðmæti glatist ekki.

Prentari félagsins reyndist ónýtur fyrir sýninguna. Notast var við prentara Jóhanns fyrir sýningarskrá og nafnspjöld.

Jóhanni falið að kaupa prentara með  ljósritun.

Rætt verður við Ólöfu Jónsdóttur um þrif eftir þörfum í vetur.

Júlíus Kolbeins hefur verið beðin að sjá um húsið og kaffið þegar opið er.

Samþykkt tillaga Egils að bjóða jólaköku með kaffinu á Sparidögum.

Breyting á pöntunum hljóðbóka frá bókasafninu.  Samþykkt að fá kynningu á því á haustfundi.

Vetrardagskrá:

Mánudagar:  Bókmenntir eins og áður, umsjón Svanur Jóhannesson.

Föndur, bridge og önnur spil eins og áður .

Þriðjudagar:  Gönguhópur eins og áður,  umsjón Jóna Einarsdóttir.

Félagsvist og eða bingó kl. 13:00, umsjón Gústaf, Birgir og Kjartan Kjartansson.

Miðvikudagar:  Boccia kl. 10:00 og vatnsleikfimi kl. 14:45 umsjón Nína Dóra.

Fimmtudagar:  Rabbfundir kl. 10:00.  Dans og leikfimi, ekki ákveðið með kennara.  Kóræfing kl. 16:45 til 18:15.

Föstudagar:  Boccia umsjón Elínbjörg,   Pútt umsjón Jóhann, útskurður leiðbeinandi Valdimar,  skólinn lánar félaginu aðstöðuna.

Jóhann gerir drög að fréttabréfi sem borið verður til allra 60 ára og eldri, einnig dagskrá.

Formaður ræðir við nefndir félagsins.

Haustfundur verður 16. september kl. 14:00.

2 nýir félagar gengu í félagið.

Lesið skeyti frá LEB um næsta tölublað af  „Listina að lifa“ og endurgreiðslu sendingarkostnaðar.

Fundi slitið kl. 15:20.

Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Jóna María Eiríksdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson og Hrafnhildur S. Björnsd.

Stjórnarfundur 9. ágúst 2010

Munir fyrir handverkssýninguna eru komnir í hús.  Drög af sýningarskrá er tilbúin.

Athuga á með sérfræðiþjónustu við uppsetningu og bent á Guðrúnu Tryggvadóttur í því sambandi.  Pálína Snorradóttur mun setja sýninguna.  Boðsgestir verða bæjarstjórn, framkvæmdastjóri menningarráðs, menningarfulltrúi Hveragerðis og Kristín Sigfúsdóttir.  Rætt hefur verið við Vís um tryggingar muna á sýningunni.

Gera þarf lista yfir alla munina.

Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson, Egill Gústafsson og   Hrafnhildur S. Björnsd.

Stjórnarfundur 21. júlí 2010

Bréf hefur borist frá Hótel Stykkishólmi um 5 daga dvöl er nefnist Unaðsdagar.  Verð er kr. 35.000,-, margt er innifalið.

Dagsferð fyrirhuguð um Suðurland miðvikudaginn 11. ágúst eftir hádegi. Farið að Forsæti og e.t.v. að Vallarhjáleigu, Slakka, Úthlíð og Laugarvatni.

Álit laganefndar hefur borist, ekki unnist tími til að líta á það.

Blómstrandi dagar 21. og 22. ágúst.  Kaffiveitingar á milli c.a. 12 og 18 báða dagana. Safna á saman sýningarmunum upp úr mánaðamótum.  Elínbjörg þarf að taka niður myndir.  Kaffiveitingar verða eins og vant er.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson, Egill Gústafsson og  Hrafnhildur S. Björnsd.

Vinnufundur stjórnarinnar 28. júní 2010

Unnið að dreifingu „Listarinnar að lifa“,  Hrafnhildur, Gústaf, Pálína, Egill og Jóhann unnu að dreifingunni.

Stjórnarfundur 25. maí 2010

Sumarferðin, fyrirkomulag hennar rætt.  Undirbúningur vel á veg kominn og uppsett gjald mun nægja fyrir útgjöldum.

Fánar.   Tilboð liggur fyrir  frá EX merkt.  C.a. 1.600 krónur stykkið  Hrafnhildur ræðir við fyrirtækið.  Samþykkt að kaupa 50 fána séu þeir í lagi að mati formanns.

Kór frá Förde í Noregi er kominn og syngur tónleika í kirkjunni 8. júní,  frítt inn.  Daginn eftir verða þau í kaffi í Þorlákssetri í umsjá Hverafugla.

Æskilegt er að mála stigaganginn fyrir Blómstrandi daga,  gólf verði ekki komið fyrrr en eftir Blómstrandi daga.

Sýningin.  18 hafa skráð sig á lista.  Þeim verða send bréf í júlí til áminningar.

Samþykkt að greiða ritara og kórformanni reikning upp á kr. 4.049,- fyrir blekhylki.

Rannveig Hjálmarsdóttir er látin og sungu Hverafuglar við útför hennar Byggðin mín, texta eftir Rannveigu og þótti það vel við hæfi.

Kórinn.  Umræða um kostnað við söngstjóra og undirleik.  Allmikill kostnaður fylgir því að hafa 2 starfsmenn en talið nauðsynlegt.  Til greina kemur að taka upp félagsgjald í kórinn eins og önnur tómstundastörf.  Fundarritari Jóhann Gunnarsson, Pálína Snorradóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Gústaf Óskarsson, Egill Gústafsson,  Hrafnhildur S. Björnsd. og Júlíus Kolbeins.

Stjórnarfundur 28. apríl 2010

Pálína er forfölluð en gestir á fundinum eru Auður Guðbrandsdóttir og Laufey Valdimarsdóttir.

Auður les bréf sem hún hefur ritað félaginu þess efnis að grafir þeirra Þorláks og Sigríðar á Þurá hafi nú verið sameinaðar og spurt sé hvort félagið vilji láta gera legstein yfir þau bæði.  Við hana hafi talað Snæbjörn Björnsson á Úlfljótsvatni.

Samþykkt að Hrafnhildur og Jóhann fari og ræði við Snæbjörn og fái Auði Guðbrandsdóttur með sér vegna kunnugleika hennar á málinu.

Borist hefur svar frá Menningarráði Suðurlands við umsókn félagsins um styrk vegna sýningar á Blómstrandi dögum.  Tölvupóstur hefur einnig borist með upplýsingum um dagskrá.  Pálína og Jóhann fara með Hrafnhildi og taka við styrknum.

Hrafnhildur ræddi um hugsanleg myndavélakaup til að halda betur utanum heimildir úr félagsstarfinu.  Samþykkt að þiggja boð Jóhanns um lán á myndavél.

Félagsskírteini.  Samþykkt að Jóhann kanni til fullnustu búnað til að plasthúða og kaupi það sem þarf til að geta plasthúðað skírteini.

Undirbúningi undir vorfundinn miðar vel og skipað hefur verið í öll störf.  Rætt um efni og ávarp formanns.

Tilboð liggur fyrir frá Ex-merkt í fána og miðað er við 100 stk. á kr. 1.290 stk. og útifána kr. 10.900,- allt án vsk.  Biðja á um  tilboð í 50 fána án stangar.

Greint frá námskeiðum Tryggingastofnunar í notkun Tryggs.  Athuga ef það verður haldið í nágreni við okkur.

6 nýir félagar gengu  í félagið í mars og april.

4 skráðir úr félaginu í mars og apríl, ýmist andlát, veikindi eða úrsögn.

Fundarritari Jóhann Gunnarsson,  Hrafnhildur S.Björnsd., Egill Gústafsson, Gústaf Óskarsson  og Kristbjörg Markúsdóttir.

Stjórnarfundur 29. mars  2010

Gústaf og Jóna forfölluð.

Sýnd var ný HP-tölva félagsins.  Hún var keypt í Elco og kostaði kr. 99.995,-. Auk músar og lengingarsnúru fyrir prentara.

Fundargerð frá formannafundi eldri borgara í Árnessýslu lögð fram.

Vorfagnaðurinn verður haldinn á Stað á Eyrarbakka sunnudaginn 9. maí kl. 14-17.

Þetta þarf að auglýsa og bjóða ókeypis rútuferð.  Jóhann Gunnarsson sér um auglýsingu.

Frá eldri borgara félaginu á Selfossi, fundurinn lýsti yfir stuðningi við áskorun til Félags- og Tryggingamálaráðherra um kjör eldri borgara.

Borist hefur svar frá Gísla Páli Pálssyni við ósk félagsins um styrk í ferðasjóð.  Dvalarheimilið Ás veitir okkur 40.000 króna ferðastyrk.

Pöntuð hafa verið 20 eintök af afsláttabók LEB.  Verða þau látin af hendi án endurgjalds.

Lagðir fram 2 tölvupóstar frá formanni LEB.  Hrafnhildur hefur samband við FEB á Selfossi varðandi að koma málefnum eldri borgara í fjölmiðla.

Formaður hélt fund með stjórn Hverafugla um heimsóknir tveggja kóra sem þarf að sjá fyrir veitingum.  Kórinn sér um málið.

Hrafnhildur sótti fund vegna nágrannavörslu fyrir hönd húsfélagsins að Breiðumörk 25 B.

Samþykkt að taka upp þann sið að bóka nýja félaga og úrsagnir á stjórnarfundum.

Vorfundur FEB, 6. maí.  Sigríður og Ingibjörg Hannesdætur hafa verið fengnar til að skemmta.  Kaffi og kökur verða seldar á kr. 1.000,-.  Panta á bakkelsi fyrir 75 manns og Egill ræðir við Gógó en bakaríin til vara.

Ólafur Steinsson fyrrverandi  gjaldkeri félagsins er látinn.  Samþykkt að gefa Hveragerðiskirkju minningargjöf að upphæð 25.000 krónur.  Egill sér um það.

Hrafnhildur og Jóhann fóru 25. mars á fund hjá Hveragerðisbæ með þjónustuhópi aldraðra.  Ýmis hagsmunamál aldraðra rædd.

Námskeið.  Dagný frá Þorlákshöfn heldur námskeið í skartgripagerð.  Samþykkt að styrkja námskeiðið sem nemur því sem það kostar umfram 1.000 krónur á mann.

Fundurinn var haldinn að Réttarheiði 31.  Húsmóður er þakkað fyrir kaffið.

Fundarritari Jóhann Gunnarsson,  Hrafnhildur S.Björnsd., Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson og Kristbjörg Markúsdóttir.

Stjórnarfundur nýrrar stjórnar, 24. febrúar 2010

Fyrsti fundur nýrrar stjórnar.  Formaður Hrafnhildur Björnsdóttir, Pálína Snorradóttir, Gústaf Óskarsson, Egill Gústafsson, Jóhann Gunnarsson, Kristbjörg Markúsdóttir og Jóna María Eiríksdóttir.

Formaður stakk upp á að Pálína Snorradóttir yrði varaformaður og Jóhann Gunnarsson ritari sem samþykkt var.

Bréf frá Bæjarskrifstofu, fundarboð vegna endurskoðun á forvarnarstefnu bæjarins.  Stungið var upp á að Auður Guðbrandsdóttir verði áfram okkar fulltrúi í því samstarfi og var það samþykkt..

Borist hefur auglýsing frá Menningarráði Suðurlands eftir umsóknum um styrki.  Samþykkt að setja inn styrk vegna sýningar á verkum Árnýjar Filippusdóttur sem haldin var á Blómstrandi dögum árið 2009.

Dans með Rakel Magnúsdóttur,  hún er hætt vegna barnsburðar.  Samþykkt að endurgreiða þeim sem hafa greitt fyrir tíma fram á vor kr. 1.500,-.

Erindi frá Vinnumálastofnun þar sem boðin er þjónusta vegna atvinnuleysingja á aldrinum 18-26 ára.  Stjórnin sér ekki að hún geti notfært sér þetta tilboð.

Ferðanefnd:  Júlíus Kolbeins hefur sagt sig úr ferðanefnd.   Jóhann greinir frá því að  Guðrún Jóna Kristjánsdóttir sem eftir er í nefndinni hafi ámálgað við Guðjón Pálsson að koma í nefndina og hann hafi ekki aftekið það.  Stjórnin styður þá skipan.

Umræður um stefnu varðandi sölu á kaffi eða samskot upp í kostnað við kaffi þegar félagar neyta þess í Þorlákssetri.  Samþykkt að mælast til þess að greitt sé kr. 200,- þegar hellt er uppá fyrir félagsfólk, gestir og heimafólk verði ekki rukkað á þriðjudagsmorgnum..

Rætt um gjöf sem þakklætisvott til fyrrverandi formanns, samþykkt að færa henni vandaða bók.  Egill sér um bókakaup.  Gjöfin verði afhent henni í matarboði sem stjórnin haldi henni á góðum veitingastað.  Öðrum sem hurfu úr stjórn, Júlíusi og Laufeyju verði einnig boðið.  Makar taki þátt, Hrafnhildur skipuleggur og ákveður dag og stað.

Fartölvukaup:  Talið er eðlilegt að félagið eigi fartölvu, Jóhanni falið að velja heppilega tölvu og nauðsynlegan hugbúnað.  Viðmiðunarverð c.a. 150.000 krónur.

Tölvunámskeið fyrir félagsfólk: Rætt verði við Grunnskólann  um möguleika á kennara og aðstöðu í skólanum.

Egill hefur haft samband við Árvirkjann á Selfossi varðandi uppsetningu á reykskynjurum sem lengi hefur staðið til, bráðlega verður gengið í verkið.

Fundarritari Jóhann Gunnarsson,  Hrafnhildur S.Björnsd., Pálína Snorradóttir, Egill Gústafsson, Gústaf Óskarsson, Jóna María Eiríksdóttir og Kristbjörg Markúsdóttir.

Aðalfundur félagsins,  kl. 14:00,   18. febrúar 2010

Auður Guðbrandsdóttir setti fund og skipaði Jóhann Gunnarsson fundarstjóra og Laufeyju Valdimarsdóttur fundarritara.

Jóhann þakkaði traustið og byrjaði fundinn á að auglýsa eftir kápu sem tapaðist á þorrablótinu 12. febrúar.  Síðan bauð hann Auði að flytja skýrslu stjórnar.  Auður lýsti félagsstarfinu og hinum ýmsu uppákomum, ferðalögum og starfinu í gegnum árin.  Auður þakkaði félagsmönnum og stjórninni samstarfið.  Engar athugasemdir komu við skýrslu stjórnar.

Egill Gústafsson gjaldkeri las og útskýrði reikninga félagsins.

Eigið fé í árslok kr. 27.460.000,- og handbært fé í árslok kr. 4.602.854,-.

Jóhann þakkaði  Agli greinargóðar skýringar á reikningunum og bar þá upp til samþykktar.  Reikningarnir voru samþykktir samhljóða.  Spurt var um árgjald félagsins og var samþykkt að það yrði óbreitt kr. 2.000,- á mann.

Júlíus Kolbeins sagði frá ferðalögum síðasta árs sem tókust vel, sérstök ánægja var með 5 daga ferð um Austurland.  Júlíus þakkaði góða þáttöku í ferðalögunum og fundarstjóri þakkaði Júlíusi starfið og ferðanefndinni.

Edda Þorkelsdóttir sagði frá ýmsum uppákomum í leikhúsferðunum.

Jóhann Gunnarsson sagði frá starfinu með pútthópnum og mót sem farið var á.

Jóna Einarsd. lýsti gönguferðum sem farnar eru alla þriðjudaga, allt árið um kring.

Minnt var á vatnsleikfimina sem er vel sótt.

Jón Helgi þakkaði Auði mikið og gott starf sem formaður.

Jón Helgi lýsti einnig starfinu með Boccia sem er boltaleikur.

Jóhann sagði frá bókmenntaklúbbnum, Svanur Jóhannesson stjórnar honum.

Kosningar:  Auður Guðbradnsdóttir gefur ekki kost á sér áfram sem formaður svo kjósa þarf nýjan formann.  Stungið var upp á Júlíusi Kolbeins og Hrfnhildi Björnsdóttur.  Kosning var eftirfarandi:  68 seðlar, 2 ógildir og 3 seðlar auðir.  Hrafnhildur Björnsd.  fékk 45 atkvæði og Júlíus Kolbeins 18 atkvæði.  Hrafnhildur er því réttkjörin formaður.

Hrafnhildur þakkaði traustið.

Úr stjórn eiga að ganga Laufey Valdimarsdóttir og Júlíus Kolbeins, þau gefa ekki kost á sér áfram en stungið var upp á Pálínu Snorradóttur og Jóhanni Gunnarssyni og voru þau einróma kosin til tveggja ára.  Gústaf Óskarsson var kjörin í aðalstjórn til 1 árs en í stað Gústafs var Kristbjörg Markúsdóttir kosin til tveggja ára.  Guðjón Loftsson lætur af störfum sem skoðunarmaður, í hans stað var Svanur Jóhannesson kosinn og Helga Baldursdóttir var kosin áfram skoðunarmaður.

Eftir kosningar var gert kaffihlé.

Önnur mál:  Fundarstjóri bar upp tillögu um að kjósa laganefnd, það var samþykkt og stungið upp á Herði Sigurðssyni, Jónu Einarsdóttur og Jóni Arnalds og voru þau einróma kosin Laganefnd.

Jóna Einarsdóttir þakkaði fráfarandi stjórnarmönnum og bauð nýja velkomna.

Jóhann þakkaði fundarritar og kvað það orðið sjaldgæft að skrifa fundargerð strax í bókhaldi, það væri arfleifð frá Ungmennafélagshreyfingunni.  Laufey og Auður þökkuð samstarfið í gegnum árin.

Jóna Jónsdóttir minnti á sundlaugina og þá góðu aðstöðu sem þar er.

Fundarritari las fundargerðina og komu engar athugasemdir fram við hana.  Fundarstjóri þakkaði fundargestum komuna og sagði fundi slitið kl. 16:00.

Fundarritari var Laufey Valdimarsdóttir.

Stjórnarfundur 17. febrúar 2010

Auður las upp bréf sem er fundarboð varðandi forvarnarstarf Hveragerðisbæjar.  Auður Guðbrandsdóttir er boðuð á þennan fund en mun ekki geta mætt vegna þess að þá á aðalfundur Félags eldri borgara að vera en fundinn á að halda 18. febrúar.

Egill Gústafsson las upp bréf sem er úttekt  frá byggingafulltrúa Hveragerðisbæjar og Snorra Baldurssyni slökkvistjóra. Þar er ýmislegt tínt til sem er ábótavant í húseigninni Breiðumörk 25 B.  Stjórn félagsins heimilar Húsfélaginu að leita bóta úr tryggingu byggingarstjóra vegna vanefnda við frágang á byggingu hússins.  Fundurinn fól Agli Gústafssyni að koma í lag reykskynjurum í fastein félagsins „Þorlákssetri“.

Egill lagði fram reikninga félagsins til undirskriftar.  Hann útskýrði ýmsa þætti félagsstarfsins.  Stjórnin lýsti yfir ánægju með útkomu reikninganna og störf gjaldkera.

Auður lýsti yfir að hún gæfi ekki kost á sér áfram sem formaður  og þakkaði stjónendum samvinnuna.

Fundi slitið kl. 19:00.Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 13. janúar 2010

Egill upplýsti að búið er að greiða lagfæringar á loftræstikerfi hússins.  Kostnaður við það var kr. 1.469.000,-.  Bærinn hefur lofað að greiða helming þessarar upphæðar.

Nýtt merki hefur verið sett upp á framhlið hússins og kostnaður við það rúmar 30.000 krónur.

Þorrrablót félagsins er ákveðið 12. febrúar og helst á að halda það á Gamla Hótel Hveragerði.

Bréf frá Ferðaskrifstofu Vesturheimur þar sem kynntar voru  ferðir til Kanada.

Bréf frá Landsambandi eldri borgara sem er þjónustukönnun á aðstæðum aldraðra og hvaða þjónustu er boðið uppá  á hverjum stað.

Aðalfundur félagsins verður haldinn 18. febrúar.

Samþykkt að taka á móti gestum Sparidaga á Hótel Örk eins og undanfarin ár á tímabilinu febrúar til loka apríl.   

Fundi slitið kl. 17:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson, Júlíus Kolbeins og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 25. nóvember 2009

Auður las bréf sem borist hafa.

Bréf frá Ferðaþjónustu Húnavatnssýslu þar sem boðið er sérstakt tilboð á Húnavöllum fyrir eldri borgara..

Auður og Egill mættu á fund 10. nóvember hjá Fasteingafélaginu Eik vegna húseignarinnar að Breiðumörk 25 B, þar sem kjörin var stjórn Húsfélagsins og er Auður Guðbrandsdóttir fulltrúi okkar Félags eldri borgara.

Auður Guðbrandsdóttir og Egill Gústafsson héldu fund með bæjarstjóra Aldísi Hafsteinsdóttur og skrifstofustjóra bæjarins Helgu Kristjánsdóttur þann 9. nóvember..  Þar kom fram að við munum halda þeim styrk sem við höfum núna óbreyttum í krónutölu árið 2010 ásamt því að bærinn greiðir alveg okkar hlut í rekstri sameignar.

Eftir er að ganga frá greiðslum vegna lagfæringa á loftræstikerfi í kjallara hússins.  Fundurinn fól Agli Gústafssyni að ganga frá greiðslum vegna þessarar vinnu.

Í október var keyptur spilari fyrir mynddiska DVD og kostaði hann kr. 39.000,-.

Fundi slitið kl. 17:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 28. október 2009

Bréf sem borist hafa:

Frá Flugfélagi Íslands með boði um afsláttarkjör næsta ár fyrir eldri borgara.

Bréf frá Úrval Útsýn þar sem boðið er upp á sérmeðferðir fyrir aldraða, bæklingur fylgdi með.

Bréf frá nýrri Þjónustu- og þekkingarmiðstöð sem segir frá þeirri þjónustu sem í boði er fyrir blinda og sjónskerta. Miðstöðin er í Hamrahlíð 17, Reykjavík.

Auður kom með tillögu um að láta gera borðfána fyrir félagið, samþykkt var að fá tillögu að fána.  Þeir munu vera gerðir á Þórshöfn.

Vel gengur í öllu vetrarstarfinu og yfirleitt góð þáttaka í öllu.  Engin óánægja þó ekki sé meðlæti með kaffinu í félagsvistinni.  Í útskurðinum eru 10-11 manns en þar greiðir fólk kr. 3.000,- fyrir hvert tímabil en tímabilin eru 3, svo þeir sem eru allan veturinn greiða kr. 9.000,- en ekki kr. 10.000,- eins og ákveðið var á síðasta fundi.

Jólafundurinn verður 17. desember.

26. október var farið á bíó á Selfossi á íslensku myndina „Jóhannes“.

Keyptar voru nýjar kúlur í Boccia, 1 sett sem kostaði kr. 31.000,-.

Kristín Sigfúsdóttir hefur látið af störfum hjá Hverafuglum í hennar stað hefur komið Heiða Guðmundsdóttir.  Hverafuglar heimsóttu Kristínu að Rauðalæk og þökkuðu henni samstarfið með söng og gjöfum, á eftir var borðað á Árhúsum við Hellu með Kristínu og fjölskyldu. Fundi slitið kl. 17:00.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson og Gústaf Óskarsson.

Fyrsti stjórnarfundur eftir sumarfrí  2. september 2009

Bréf sem borist hafa:

Frá Hótel Hvolsvelli tilboð til eldri borgara.

Bréf frá Áhugafólki um íþróttir fyrir aldraða, námskeið á vegum þess var haldið 23. ágúst.  Rakel Magnúsdóttir fór á námskeiðið en hún sér um íþróttir og dans fyrir okkar fólk.

Bréf frá Landsambandi eldri borgara sem er til Félags- og Tryggingamálaráðherra, ályktun vegna skerðingar á tekjum aldraðra.

Bréf frá eldri borgurum í Kópavogi sem sent var til allra félaga eldri borgara um sama málefni.

Fyrsti haustfundurinn verður fimmtudaginn 17. sept. kl. 14:00. Fréttabréf þar sem kynnt verður starf Félags eldri borgara verður borið í öll hús til allra 60 ára og eldri hér í Hveragerði.

Rætt var starf félagsins, ýmsir þættir þess eins og félagsvistin.  Fundurinn ákvað að allir sem kæmu að spilunum greiddu kr. 200,- og aðeins væri boðið upp á molakaffi en peningarnir gengju upp í verðlaun.  Hækka á gjaldið fyrir útskurðinn í 10.000,- fyrir allan veturinn.

Ferðin til Austurlands í 5 daga tókst vel.

Hannyrðasýning á Blómstrandi dögum á verkum Árnýjar Filippusdóttur  var fjölsótt og yfir 400 manns skoðuðu sýninguna.

Búið er að mála og gera við skemmdir eftir jarðskjálftann.

Fara á dagsferð til Borgarness 3. sept. skoða Landnámssetrið og komið við á Akranesi og félag eldri borgara þar heimsótt.  35 bókuðu sig í þessa ferð.

Fundi slitið kl. 18:40.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson, Júlíus Kolbeins  og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 18. maí 2009

Hrafnhildur Björnsdóttir sagði frá Landsambandsþingi aldraðra á Hótel Örk dagana 13. og 14. maí.  Fjallað var um endurskipulagningu Tryggingastofnunar.  Ákveðið var að lækka félagsgjaldið til Landsambandsins úr kr. 700,- í kr. 350,- fyrir einstaklinga.

Mörg önnur málefni aldraðra voru rædd.

Framkvæmdir í Þorlákssetri.  Ýmsilegt skemmdist hér í húsnæði félagsins við jarðskjálftann 29. maí 2008 sem þarf að lagfæra og einnig þarf að mála.  Fundurinn fól  Agli Gústafssyni að sjá um framkvæmdirnar.

Farið var til Kópavogs í boði eldri borgara í Kópavogi. Þar var rausnarlega tekið á móti hópnum.

Vorfagnaður eldri borgara var haldinn á Flúðum 3. maí.

Hópur 25 Færeyinga heimsótti okkur hér í Þorlákssetri  9. maí.  Kór Rangæinga heimsótti okkur 11. maí.  Báðir þessir hópar sungu með Hverafuglum og þáðu veitngar sem kórinn okkar sá um.

Vorfundurinn var haldinn 7. maí og þar mættu um 70 manns.  Veitingar voru keyptar af Gógó nema rjómapönnukökur sem nokkrar konur bökuðu.  Sigríður Hannesdóttir leikkona skemmti og Hverafuglar sungu.

Hverafuglar fara í Grensáskirkju föstudaginn 22. maí og syngja þar tónleika ásamt kór eldri borgara í Reykjavík.

Ákveðið var að hafa opið hús á Blómstrandi dögum.  Fundi slitið kl. 21:10.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Egill Gústafsson og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 7. apríl 2009

Auður las bréf þar sem sagt var frá formannafundi  Félags eldri borgara í Árnessýslu sem haldinn var 11. mars. s.l.

Vorfagnaður fyrir eldri borgara í Árnessýslu verður haldinn  3. mars á Flúðum.

Félag eldri borgara í Kópavogi býður eldri borgurum í Hveragerði á handavinnusýningu sína laugardaginn 2. maí, á eftir yrði farið á harmonikkukonsert hjá Harmonikkufélagi Reykjavíkur.

Ferðanefnd hefur ákveðið stóru ferð sumarsins austur á land í 5 daga.

Ákveðið er að ljúka starfi vetrarins með vorkaffi fimmtudaginn  7. maí.

Farið verður í Borgarleikh. 17. apríl að sjá „Milljónamæringarnir  snúa aftur“. 27 manns fóru.  Fundi slitið kl 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson, Júlíus Kolbeins  og Gústaf Óskarsson.

Stjórnar- og nefndafundur 2. mars. 2009

Auður setti fund og spurði stjórnarfólk hvort það vildi skipta með sér verkum en sama fólk situr í stjórn eins og fyrir síðasta aðalfund, allir voru samþykkir að hafa stjórnarsetuna óbreytta.

Nýskipaðar nefndir mættu á fundinn. Auður bað fólk að kynna sig, segja deili á sér og hvað þau væru að gera.

Nefndirnar skipa:

Skemmtinefnd:  Hólmfríður Kristjánsdóttir, Helga Haraldsdóttir og Edda Þorkelsdóttir.

Föndurnefnd:   Ásdís Dagbjartsdóttir, Elín Ellertsdóttir og Bjarney Össurardóttir.

Boccia og leikjanefnd:  Elínbjörg Kristjánsdóttir, Björn Guðmundsson og Guðmundur Daníelsson.

Ferðanefnd:  Jóhann Gunnarsson, Júlíus Kolbeins og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir.

Spilanefnd:  Birgir Kristjánsson, Guðjón Loftsson og Gústaf Óskarsson.

Stjórn Hverafugla:  Edda Þorkelsdóttir, Ásdís Dagbjartsdóttir og Bjarni Sæberg.

Bókmenntum stjórnar,  Svanur Jóhannesson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og til vara Björg Einarsdóttir.

Gönguhópnum stjórnar, Jóna Einarsdóttir eða einhver annar úr hópnum ef hún er ekki.

Púttinu stjórnar:  Jóhann Gunnarsson.

Leiðbeinandi í leir er Hrönn Waltersdóttir

Yoga þar er leiðbeinandi Ragnheiður Eiríksdóttir.

Leikfimi og dans Rakel Magnúsdóttir.

Leiðbeinandi í vatnsleikfimi er Nína Óskarsdóttir.

Rætt var um störf nefndarmanna og nýtt fólk boðið velkomið og þeim sem eru hætt eru þökkuð þeirra störf. Fundi slitið kl. 21:00.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Egill Gústafsson.

Aðalfundur 20. febrúar 2009

Auður formaður setti fund og skipaði Jóhann Gunnarsson fundarstjóra og Laufeyju Valdimarsdóttur fundarritara.

Jóhann þakkaði traustið og bauð Auði formanni að flytja skýrslu stjórnar.  Auður minntist Sigurðar Magnússonar sem lést á síðasta ári en hann starfaði í stjórn félagsins í nokkur ár.  Auður sagði frá starfi félagsins sem hefur verið fjölbreytt að venju og vel sótt af félagsmönnum.  Auður þakkaði nefndarmönnum og öllum sem starfað hafa fyrir félagið.

Egill Gústafsson gjaldkeri las reikninga félagsins.  Eigið fé í árslok kr. 28.832.734 og handbært fé í árslok kr. 4.949.464,-. Í bankanum hríðféllu hlutabréf félagsins á síðasta ári og óvíst hvað verður eftir.  Fundarstjóri bar upp reikningana og voru þeir samþykktir samhljóða.

Borið var upp að hækka félagsgjaldið úr kr. 1.800,- í kr. 2.000,-

Leifur Eyjólfsson bar upp spurningu um að fá að greiða félagsgjaldið beint en ekki í banka og tóku fleiri undir það.  Egill upplýsti að ef greitt væri hér í bankanum væri ekki tekið seðilgjald.

Breytingartillaga kom um að hækka félagsgjaldið upp í kr. 2.500,-, sú tillaga var tekin til baka en fyrri tillaga samþykkt, um árgjald kr. 2.000,- til 2ja ára eða til ársins 2010.

Júlús Kolbeins sagði frá ferðalögum á síðasta ári sem voru vel sótt, þakkaði Júlíus samstarfsfólki í ferðanefnd samvinnuna.

Hrafnhildur lýsti ferð í leikhús.

Kosningar:  Auður Guðbrandsdóttir átti að ganga út sem formaður en gaf kost á sér áfram og var einróma kjörin til 2ja ára.  Eins aðrir sem áttu að ganga úr stjórn þau Egill Gústafsson og Hrafnhildur Björnsdóttir gáfu kost á sér áfram og voru einnig kjörin til 2ja ára.  Skoðunarmenn voru kosnir þeir sömu þau Helga Baldursdóttir og Guðjón Loftsson.  Fulltrúar á Landsþing Landsambands aldraðra voru kosin Hrafnhildur Björnsdóttir og Guðmundur Einarsson ásamt  Auði formanni sem er sjálfkjörin sem formaður félagsins.

Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri lækningasviðs á Suðurlandi flutti erindi um konur og hjartasjúkdóma, mismun á konum og körlum í sambandi við þann sjúkdóm.  Óskar svaraði fyrirspurnum í lokin.  Fundarstjóri þakkaði Óskari Reykdalssyni komuna og fræðandi erindi.

Hlíf Arndal bókasafnsfræðingur sagði frá tímabundnum breytingum á opnun bókasafnsins og nýjungum sem teknar verða upp.

Kaffihlé – vegna kreppunnar í þjóðfélaginu er kaffið selt á kr. 500,-.  Fundarstjóri þakkaði góðar veitingar og klappað var fyrir þeim.

Önnur mál:  Fundarstjóri upplýsti að varamenn á þing Landsambandsins væru Jóhann Gunnarsson og Edda Þorkelsdóttir.

Ottó Guðlaugs. sagði frá æfingasalnum í Laugaskarði, gott væri að fara þar í tækin og hvatti fólk til að mæta þar.

Fundarstjóri þakkaði Agli Gústafssyni fyrir að passa svona vel upp á peningana okkar.  Egill þakkaði fyrir sig.

Auður þakkaði það traust sem henni var sýnt með því að kjósa hana aftur sem formann, hún þakkaði stjórn og samstarfsfólki öllu góða samvinnu og fundarstjóra fyrir að stýra þessum fundi.

Funarstjóri bað fundarritara að lesa fundargerðina sem hún gerði og var hún samþykkt einróma.  Á fundinn mættu um 70 manns.  Fundi slitið kl. 16:40.

Stjórnarfundur 9. febrúar 2009

Auður las bréf frá Steinsmiðju S. Helgasonar um tilboð á legsteinum.

Einnig bréf frá Húnavöllum með tilboði til eldri borgara.

Búið var að ákveða aðalfund félagsins 19. febr. en heppilegra er að halda hann á föstudegi og verður fundurinn þann 20. febr.  Kaffið verður selt á kr. 500,-.

Þorrablótið var haldið 6. febr. á föstudegi en ekki á laugardegi eins og ákveðið var, maturinn kom frá Kjöt og Kúnst.  Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40. Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 5.  janúar 2009

Auður las bréf frá Landssambandi aldraðra skrifað 17. des. 2008 með upplýsingum um málefni Landsambandsins og ályktun framkvæmdastjóra L.E.B.

Bréf 12. des. 2008., þar sem skorað er á stjórnvöld að hlutur ellilífeyrirsþega verði í engu skertur frá því sem nú er.  Í bréfi Landsambandsins er minnt á að senda félagatöluna  31. des. 2008.

Þorrablót verður haldið 7. febr. ef næg þátttaka fæst og aðalfundur verði 19. febr.

Rætt var um námskeiðin, útskurðinn sem eru 6-7 manns og leirnámskeiðið þar sem svipaður fjöldi er.  Hækka á gjaldið úr kr. 2.500,- í kr. 3.500,-.  Aðrar námskeiðsgreiðslur óbeyttar.

Farið var 17. okt. í Borgarleikhúsið á „Fólkið í blokkinni“

Jólagleði félagsins var 11. des., 97 manns mættu.

Kórinn okkar Hverafuglar fór í söngferðalag til Reykjavíkur í Stangarhyl þar sem kór Félags eldri borgara í Reykjavík tók á móti hópnum.  Seint í nóvember söng kórinn okkar í Þorlákshöfn.  Fundi slitið kl. 18:40. Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 21. október 2008

Auður lagði fram bréf til félagsins:

Bréf frá Tryggingastofnun ríkisins um rafræna þjónustu sem er ráðgjöf og bætt þjónusta fyrir aldraða.

Bréf frá Landssambandi aldraðra.

Farin var rútuferð til Reykjavíkur 7. okt. í forvarnarhúsið hjá Sjóvá, í Kringluna og að lokum í Hellisheiðarvirkjun, þar var boðið upp á kaffi og veitingar.

Stjórn Félags eldriborgara á Selfossi heimsótti stjórnir annarra félaga hér í Árnessýslu og kom hingað í Þorlákssetur 23. sept.  Markmið þessara funda var að kynnast félagsstarfi og vinnuaðstöðu annarra félaga.  Frá Selfossi komu 7 manns og 5 mættu frá stjórninni hér í Hveragerði.

Auður upplýsti að eldri félagar úr Karlakórnum Þröstum kæmi á föstudagskvöldið og mundu syngja með Hverafuglum í Hveragerðiskirkju.  Kaffi og kökur verða veittar í Þorlákssetri og seldar á sama verði og fyrir okkar fólk kr. 500,-.

Félagið hefur fengið aðstöðu fyrir útskurð og leirnámskeið í Handverkshúsi Grunnskólans.  Útskurðurinn byrjar 10. okt., leiðbeinandi er Valdimar Ingvarsson en með leirinn verður Hrönn Waltersdóttir og mun hún byrja 31. okt.

Fundi slitið kl. 17:20. Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Almennur haustfundur 11. september 2008

Auður setti fund og bauð gesti velkomna,  þær Aldísi Hafsteinsdóttur og Söndru Guðmundsdóttur.

Vetrarstarfið verður með svipuðu sniði og verið hefur.

Aldís Hafsteinsdóttir sagði frá að verið væri að vinna að öldrunarstarfi Hveragerðisbæjar sem mun verða kynnt síðar.

Verið er að vinna að bættum samgöngum á milli Hveragerðis og Reykjavíkur, mun þá ferðum fjölga og ódýrara fargjald mun fást.  Aldsís flutti kveðju frá nýjum menningarfulltrúa Hveragerðisbæjar sem er Jóhanna Hjartardóttir og er hún tilbúin til samstarfs við eldri borgara.

Sandra Guðmundsdóttir félagsráðgjafi og forstöðumaður heimaþjónustu Hveragerðisbæjar lýsti þeirri þjónustu sem bærinn býður uppá fyrir aldraða og öryrkja sem er orðin mjög góð.

Aldís og Sandra svöruðu fyrirspurnum.  Spurt var um heimsendan mat sem hægt er að fá og kostar hann kr.600,-.  Spurt var um hvort hægt væri að fá meiri aðstoð við garðvinnu.

Ýmsar spurningar komu um heimaþjónustuna en vöntun hefur verið á konum í sumar í heimaþjónustuna en það stendur til bóta með haustinu.

Auður þakkaði Aldísi og Söndru góðar upplýsingar.

Ferðin á Snæfellsnes endaði ekki vel.  Komið var heim 10. sept.  Helmingur fólksins veiktist illa síðasta kvöldið, trúlega af matareitrun.

Júlíus lýsti ferðalaginu sem var hið ánægjulegasta fyrstu 2 dagana.

Trúlega verður farið í dagsferð seinna til að bæta sér upp hvernig ferðin endaði.

Fundi slitið kl. 15:45.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir,  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins.

Stjórnarfundur  2. september 2008

Mikil aðsókn var að sýningunni í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum á verkum Sigurðar Sólmundarsonar.

Á námskeið fyrir íþróttir aldraðra fór Rakel Magnúsdóttir en hún þjálfar í Laugasporti.

Vetrarstarfið rætt og halda  á 1. kaffifundinn 11. sept. kl. 14:00.

Félagsvistin verður á þriðjudögum eins og áður og var ákveðið að verðlaun yrðu  peningar en ekki hlutir eins og verið hefur.  Allt annað óbreytt.

Ræstingakona okkar hefur sagt upp störfum og hefur Ólöf Jónsdóttir tekið að sér að þrífa hér einu sinni í mánuði.

Skipt var um lista í salnum til að hengja málverk upp.  Kostnaður við það var um 170 þúsund með vinnunni og var þetta gert fyrir Blómstrandi daga.Fundi slitið kl. 18:30.

Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 15. júlí 2008.

Auður og Laufey mættu á fund hjá Óskari Reykdalssyni  í lok maí (fyrir skjálfta).  Rætt var um óánægju okkar Hvergerðinga vegna læknisþjónustunnar hér í Hveragerði.  Óskar sagði að til stæði að ráða bót á þessum vanda með haustinu.

Verkalýðs- og sjómannafélagið Boðinn hefur sent Félagi eldri borgara í Hveragerði bréf þar sem okkur er tjáð að samningur um styrk sé að renna út og verði ekki endurnýjaður.  Fundurinn samþykkti að Auður ræði við Þórð Ólafsson formann Boðans um þetta mál.

Bréf hefur borist frá Áhugafólki um íþróttir aldraðra um námskeið 22. til 23. ágúst.

Blómstrandi dagar verða helgina 15. til 17. ágúst.  Opið hús verður í Þorlákssetri þessa daga og  sýning á verkum Sigurðar Sólmundarsonar, heitt verður á könnunni.

Fimmtudaginn 15. maí var haldinn fundur um framlag eldri borgara til samfélagsins.  Á fundinn mættu 70 manns og buðu Sparisjóðirnir upp á kaffi.  Fyrir fundinum stóðu þær Bryndís Víglundsdóttir og Ingibjörg Harðardóttir  og Hverafuglar sungu

Mikill jarðskjálfti reið hér yfir um kl. 15:45  þann 29. maí.  Það brotnaði töluvert af glermunum, aðallega úr eldhúsinu.  VÍS hefur greitt fyrir tjón á innbúi og hreingerningu.  Eftir er að meta skemmdir á húsinu sem eru einhverjar.  Tjónið sem búið er að greiða var um 160 þúsund krónur.

8. til 10. sept. hefur verið ákveðin ferð á Snæfellsnes, til að ná niður verðinu mun félagið  greiða fyrir rútuna.  Gist verður báðar næturnar að Langholti í Staðarsveit.

Fundi slitið kl. 18:25.  Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 19. maí 2008

Bréf til félagsins:

Auður las bréf frá bæjarstjórn, þar sem tekið er vel í beiðni um aðstöðu  í nýju verkmenntahúsi skólans, í samvinnu við skólastjóra og skólastjórnendur.

Bréf frá Heilbrigðisstofnun Suðurlands þar sem Óskar Reykdalsson framkvæmdastjóri lækninga óskar eftir fundi með stjórn eldri borgara hér í Hveragerði.  Auði er falið að koma á fundi.

Rætt var um innheimtu og aðra þjónstu við eldri borgara og ákveðið að skoða það með haustinu.

Auður sat fund Landssambands aldraðra hér á Hótel Örk dagana 12.-14. maí.

Boðinn hefur greitt til félagsins, ferðastyrk að upphæð kr. 255.323,-.

Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir  og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 29. apríl 2008

Auður sagði frá heimsókn þeirra Júlíusar á fjörutíu ára afmæli eldri borgara í Hafnarfirði í apríl.

Bæjarráð Hveragerðis hefur samþykkt að greiða fyrir aðgang eldri borgara að tækjasal Heilsurækarinnar í Laugaskarði.

Formannafundur Árnessýslu var haldinn 12. mars í Grænumörk á Selfossi, þar var samþykkt að Vorfagnaðurinn  yrði haldinn á Hótel Örk föstudaginn 2. maí kr. 14-17.

Bréf var sent til bæjarstjórnar Hveragerðis þar sem farið var fram á að fá aðstöðu í nýrri handmenntastofu skólans fyrir útskurð og grófari námskeið.  Ráðinn hefur verið leiðbeinandi í útskurði og er það Valdimar Ingvarsson.

Sent hefur verið bréf til framkvæmdastjóra Heilsugæslunnar á Suðurlandi vegna mikillar óánægju með Heilsugæslu-þjónustu hér í Hveragerði.

Ákveðin kirkjuferð í Fella- og Hólakirkju 1. maí.

Á fundinum var ákveðið að sleppa Vorfundinum og fara heldur 22. maí  í dagsferð á Njáluslóðir.

Farin var 3ja daga ferð til Vestmannaeyja 21. til 23. apríl.

Sparidagar á Hótel Örk hófust 17. febrúar og stóðu til 26. apríl.  Eins og undanfarin ár hafa hópar komið í Þorlákssetur á þriðjudagsmorgnum, stærsti hópurinn taldi 89 manns.  Í þakklætisskyni var stjórn og starfsfólk sem tók á móti þessum hópum boðið í mat á Örkinni á sumardaginn fyrsta 24. apríl.

Fundi slitið kl. 11:45.  Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir  og Gústaf Óskarsson.

Aðalfundur 28. febrúar 2008

Auður formaður setti fund og skipaði Jónu Einarsdóttur fundarstjóra og Laufeyju Valdimarsdóttur fundarritara.

Jóna byrjað með að fá kórinn okkar Hverafugla til að koma upp og syngja, stjórnandi er Kristín Sigfúsdóttir,  í kórnum eru um 30 manns.

Fundarritari las fundargerð síðasta aðalfundar, engar athugasemdir við hana.

Formaður las skýrslu stjórnar.  Minntist þeirra sem látist hafa á árinu.  Skýrði frá því helsta sem gerst hefur á árinu.  Það fjölgar í félaginu og eru félagar nú 310.  Starfið hefur verið fjölbreytt og góð þáttaka í því sem boðið hefur verið upp á.  Auður þakkaði öllum þeim sem starfað hafa fyrir félagið, nefndum, leiðbeinendum og öðrum.

Gjaldkeri Egill Gústafsson las reikninga félagsins.  Eignir í árslok kr. 31.682.410,- og handbært fé í árslok var kr. 4.310.081,-.  Fundarstjóri þakkað Agli góðar skýringar á reikningum félagsins.

Garðar Hannesson bað um orðið og lýsti ánægju sinni með störf stjórnarinnar og hve vel væri haldið utan um fjármálin.

Kristín Sigfúsdóttir lýsti ánægju sinni með starfið með kórnum.

Funarstjóri þakkaði Garðari og Kristínu góð orð og bar undir fundinn reikninga félagsins sem voru samþykktir einróma.

Kosningar:  Laufey og Júlíus hafa setið í stjórn í 2 ár og eru þau einu sem ættu að ganga úr stjórninni en þau gefa bæði kost á sér áfram.  Engin mótframboð komu og voru þau einróma kosin áfram til 2ja ára.

Júlíus sagði frá ferðalögum félagsins á síðasta ári.  Aðalferðin var farin Færeyja en nú stendur til að fara til Vestmannaeyja 21. til 24. apríl og lýsti Júlíus tilhögun ferðarinnar.  Júlíus þakkaði ferðafélögum og ferðanefnd ánægjulega samveru.

Hrafnhildur Björnsdóttir sagði frá leikhúsferðum síðasta árs og því sem framundan er í leikhúsmálum.

Funarstjóri þakkaði Júlíusi og Hrafnhildi og bauð fólki að fá sér kaffi áður en farið væri í önnur mál.

Önnur mál:  Fyrispurn kom um greiðslu félagsgjalda og upplýsti Egill  um að ódýrast væri að greiða  í Kaupþingbanka  hér í Hveragerði, án milliliða og helst fyrir lok mars.

Steina H. Aðalsteinsdóttir  minnti á Góugleði á Eyrarbakka 8. mars.Fundarstjóri þakkaði góða áheyrn og gott kaffi með vöfflum sem Júlíus og Borga sáu um.  Auður formaður þakkaði fundarstjóra og fundarritara þeirra störf og sleit fundi kl. 15:45.

Stjórnarfundur 27. febrúar 2008

Farið var yfir reikninga félagsins, gjaldkeri Egill Gústafsson útskýrði alla helstu þætti reikninganna.  Stjórnin hafði ekkert við þá að athuga og staðfesti þá með undirskriftum stjórnar.

Eigendafundur í Húseignafélaginu Eik var haldinn vegna hússins Breiðumerkur 25 B. þann 21. febrúar 2008.  Fyrir hönd félagsins okkar mætti Auður  Guðbrandsdóttir, einnig mættu Magnús Ingi Erlingsson og Villum P. Bernhöft.

Vegna vinnu við lagfæringu á kjallara hússins og loftræstingarkerfi varð umtalsverður kostnaður eða kr. 7.193.804,-.  Húsfélagið hefur fengið greitt kr. 3.972.070,- sem dæmt var í dómsmáli.  Á þessum fundi var samþykkt að Húsfélagið sjái um áframhaldandi framkvæmdir.

Árgjald félagsins rætt en ákveðið að hafa það óbreytt þetta árið kr. 1.800,- á mann.

Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 21:40. Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 12. febrúar 2008

Auður lýsti ánægju sinni með þorrablótið sem haldið var hér í Þorlákssetri 8. febrúar.  Maturinn var mjög góður og kom frá Kjöt og Kúnst.

Bréf til félagsins hefur borist frá Ferðaþjónustu á Húnavöllum með kynningu á gistingu og ferðum.

Einnig bréf frá Flugfélagi Íslands um ferð eldri borgara til Suður Grænlands í sumar, eins bréf um ferð til Færeyja.

Bréf kom frá bæjarstjórn Hveragerðis um akstursþjónustu fyrir eldri borgara í Hveragerði sem við erum mjög ánægð með og þakklát.

Stjórnin ákvað að senda bréf til bæjarstjórnar Hveragerðis þar sem við förum fram á að eldri borgarar fái aðgang að tækjasal sundlaugarinnar í Laugaskarði þegar lítil aðsókn er, fyrir lítinn eða engan pening.

Ákveðið var að halda aðalfund félagsins 28. febrúar kl. 14:00.

Nú eru að byrja „Sparidagar“ á Hótel Örk.  Eins og undanfarna vetur mun verða tekið á móti hópum frá Örkinni hér í Þorlákssetri á þriðjudagsmorgnum.

5. febrúar var farið á „Perlur úr gömlum revíum“ í Iðnó.

Ferðanefnd er að skipuleggja ferð til Vestmannaeyja í 3 daga 21. til 24. apríl.

Fundi slitið kl. 11:15.  Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 8. janúar 2008

Auður las jólakort sem bárust félaginu og bréf.

Bréf frá Félagi eldri borgara í Reykjavík um rannsókn á framlagi eldri borgara til samfélagsins.

Bréf frá Þórshamri í Vestmannaeyjum með tilboði um ferð og gistingu til Eyja í vor.

Bréf frá H. Blöndal um tilboð vegna slökkvitækja á heimilum.

Auður bar upp tillögu um að hækka gjaldið fyrir kaffið hér í Þorlákssetri úr kr. 300,- í kr. 500,-, það var samþykkt.

Einnig að hækka gjald fyrir vatnsleikfimi úr kr.  2.500 í  kr. 3.000 og fyrir jógatímana einnig kr. 3.000,-,  Þetta var samþykkt.

Rætt um verðlaun til félagsvistarinnar, hvort ætti að breyta til og hafa peningaverðlaun, fundurinn hafnaði því og verða verðlaunin óbreytt til vors.

Þorrablótið verður bráðlega og ákveðið að kanna  verð á skemmtistöðum hér og einnig verð hjá Kjöt og Kúnst áður en nokkuð er ákveðið.

Jólagleðin var haldin 13. desember, um 90 manns.

Farið var á Vínartónleikana 4. janúar, 22 manns fóru á tónleikana.

Fundi slitið kl. 11:40.  Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 30. nóvember 2007

Bréf frá Hótel Loftleiðum um tilboð á „Dekur sæludaga“  (sparidaga)

Bréf frá Hótel Örk um tilboð á Sparidaga.  Fyrsta vikan eftir jól, verður 18. til 25. febrúar.

Fréttaannáll kom frá Landssambandi aldraðra.

Bráf kom frá „Listin að lifa“ sem er blað eldri borgara um að fá skrá yfir félaga í tölvutæku formi.

Auður bar upp tillögu um að keypt yrði fartölva í stað gömlu tölvunnar, samþykkt að fela Auði og Agli að kynna sér verð og gæði.

Samþykkt að kaupa nýjan þráðlausan síma í stað þess sem er ónýtur.

Farin var bíóferð á Selfoss 25. sept. á myndina Veðramót.

7. okt. var farin leikhúsferð að sjá afmælissýningu Ladda.

Rætt um greiðslu launa til formanns félagsins og gjaldkera, fundurinn samþykkti að greiða kr. 15.000,- á mánuði til þessara aðila, sömu upphæði til beggja fyrir störf þeirra. Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Jóna María Eiríksdóttir.

Stjórnarfundur 4. október 2007

Auður bar upp tillögu um að keypt yrðu fleiri borð í salinn, fundurinn samþykkti að keypt yrðu 3, sexmanna borð, fellanleg með stálfótum.

Samþykkt var að senda heilbrigðisráðherra bréf þar sem skorað er á hann að beita sér fyrir fjármagni til stækkunar á hjúkrunarheimilinu Ási sem fyrst.  Brýn þörf er á fleiri hjúkrunarrýmum.

Auður sagði að starf formanna félagsins væri orðið það mikið að nauðsynlegt væri að greiða eitthvað upp í ýmsan kostnað sem fylgir starfinu.  Engin ákvörðun var tekin, málinu frestað til næsta fundar.  Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Almennur kaffifundur 13. september 2007

Formaður setti fund og bauð fólk velkomið.  Dagskrá vetrarins var kynnt,  allar tilkynningar verða auglýstar í Dagskránni sem er borin í hvert hús í bænum.

Norbert hjúkrunarfræðingur á Heilsustofnun hélt fyrirlestur um húmor við fögnuð áheyrenda.

Soffía Pálmadóttir frá Rauða krossdeild Hveragerðis kynnti prjónahóp, sagði  okkur geta komið í hópinn, allt sem prjónað er, er sett á basar og er eyrnamerkt ákveðnum verkefnum.  Kynningarfundur verður í Rauðakrosshúsinu.

Rauðakrossdeildin óskar eftir heimsóknarvinum.

Auður kynnti bækling frá Tryggingastofnun sem heitir „Áfram veginn“ um rétt okkar

Auður  fékk gefins bók sem á að vera staðsett í Þorlákssetri, bókin heitir Hveragerðisskáldin 1933 – 1974.

Júlíus fékk orðið og sagði frá 4 ferðum á þessu ári.  Félagið hefur fengið tvö tilboð, annað frá Hótel Loftleiðum um dekurdvöl og hitt með Aðventuferð til Kaupmannahafnar.

Guðmundur Einarsson gaf mynd af Færeyjum sem hann málaði.  Auður þakkaði fyrir og sagði að til væri fullt af listamönnum í Hveragerði.

Júlíus sagði frá og sýndi mynd sem okkur var gefin í Toftum í Færeyjum.

Þarna var komið kaffi sem hver greiddi kr. 300,- fyrir.

Fundarritari Hrafnhildur Björnsd.

Fundur með nefndum 6. september 2007

Auður setti fund og bauð fólk velkomið.

Auður kynnti desemberferð fyrir aldraða til Kaupmannahafnar 2. til 5. desember.

Einnig bréf frá Hótel Sóley á Dalvík, þar sem boðin er afsláttar-gisting fyrir aldraða.

Rætt var um hina ýmsu starfsemi  innan félagsins, ánægja var með að hafa Bingó og Félagsvistina á fimmtudögum en tillaga kom frá nefndunum um að færa þetta yfir á þriðjudaga sem samþykkt var.   Önnur starfsemi verður óbreytt en fer eftir þáttöku.

Júlíus sagði frá ferð sem búið er að ákveða austur í Skaftafellssýslu 10. sept., gist eina nótt og komið heim 11. sept.  Helga Baldurs. hefur hætt störfum í ferðanefnd en Júlíus og Borga eru í ferðanefnd en í Helgu stað kom Guðrún Jóna Kristinsdóttir.

Í skemmtinefnd er alveg nýtt fólk, það eru Hrafnhildur Björnsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir, Steina H. Aðalsteinsdóttir og Steinunn Þórarinsdóttir.

Í handavinnunefnd eru Elín Ellertsdóttir, Alda Kristjónsdóttir og Bjarney Össurardóttir.

Í spilanefnd eru Þórður Snæbjörnsson,  Alda Kristjónsdóttir, Guðjón Loftsson og Birgir Kristjánsson.

Um Boccia sjá þau Elínborg Kristjánsdóttir, Guðmundur Daníelsson og Brandur Karlsson. Fundarritari: Laufey S. Valdimarsd.  Auður Guðbradnsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S.Björnsdóttir, Jóna María Eiríksdóttir og Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur 16. ágúst 2007

Auður sagði frá því að búið væri að leggja inn bætur sem dæmdar voru vegna galla á húsinu.

Lesið bréf frá Tryggingastofnun um ýmsar bætur og þjónustu við aldraða.

Ferðin til Færeyja var farin dagana 18. til 22. júní. Í ferðina fóru 50 fullorðnir og 2 börn og þótti ferðin takast með ágætum.  Fjöldi fyrirtækja styrkti félagið til þessarar ferðar og hafa þeim verið send þakkarbréf.

Auður lagði fram tillögur að merki fyrir Þorlákssetur sem yrði sett í glugga.

Helgina 24. til 26. ágúst verða Blómstrandi dagar í Hveragerði, þá verður opið hús í Þorlákssetri og kaffi á könnunni laugardag og sunnudag.

8. ágúst var farin menningarferð til Reykjavíkur,  byrjað var í Víkingasafninu í Perlunni.  Síðan borðuð súpa í Grasagarðinum hjá Marense Poulsen og þaðan farið í World Class líkamsræktarstöðina þar sem Margrét Hagalínsdóttir og hennar maður Leifur Björnsson tóku á móti hópnum og sýndu öll húsakynni og starfsemina sem þar fer fram, þar var öllum boðið í kaffi og rjómapönnukökur.

Ákveðið var að byrja starfsemi vetrarins með kaffi-fundi 13. sept.

Bókagjafir hafa borist félaginu, Jens og Arnfríður gáfu Vestfirskar þjóðsögur = Hundrað og ein, 5 bindi.  Kristín og Aage gáfu Ritsafn Guðmundar Kamban,  6 bækur eftir Kristmann Guðmundsson og leikrit eftir Matthías Jochumson.  Stjórnin þakkar bókagjafirnar.

Stjórnin samþykkti gluggamerkið fyrir Þorlákssetur.

Fundi slitð kl. 11:15.  Fundaritari Laufey S. Valdimarsd., Auður Guðbrandsd., Gústaf Óskarsson, Júlíus Kolbeins, Jóna M. Eiríksdóttir.

Stjórnarfundur 10. júlí 2007

Fundurinn var haldinn vegna dóms sem féll í Héraðsdómi Suðurlands þann 27. apríl í máli eigenda Breiðumerkur 25 B gegn Herði Hafsteini Bjarnasyni og tryggingafélagi hans vegna galla  sem fram komu í útveggjaklæðningu hússins.

Dæmdar voru bætur vegna þessa galla sem eru kr. 3.151.663,- með dráttarvöxtum frá 23. mars 2006 til greiðsludags.  Bæturnar greiðast til Húsfélagsins Eikar.

Stjórn Félags eldri borgara heimilaði fyrir sitt leyti  lögmanni Marteini Mássyni að ganga frá þessu máli.

Fundurinn leggur til að komið verði betra lagi á húsfélagið.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 10:45.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsd. Egill Gústafsson, Júlús Kolbeins.

Stjórnarfundur 10. maí 2007

Auður las bréf Áhugafólks um íþróttir aldraðra F.Á.Í.A., ákveðið að athuga það með haustinu þegar starfið hefst aftur.

Lokafagnaður félagsins verður haldinn fimmtudaginn 17.maí , þá veður skýrt frá skipun nefnda  innan félagsins.

Auður bar fram tillögu um að selja kaffið dýrara á vorfagnaðinum og að ágóðinn rynni í ferðasjóð Færeyjaferðar.  Þessi tillaga var felld.

Húsfélag Búmannaíbúða hefur farið fram á að halda aðalfund sinn hér í Þorlákssetri 4. júní.  Það var samþykkt.

Júlíus Kolbeins mætti fyrir hönd félagsins á formannafund eldri borgara í Grænumörkinni 12. mars síðastliðinn.

23. mars var farið í Borgarleikhúsið að sjá söngleikinn „Ást“.

Því miður varð ekki af afmælisfagnaði fyrir Ólaf Steinsson vegna veikinda hans.

Fundi slitið kl. 10:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Auður Guðbradnsdóttir, Júlíus Kolbeins, Hrafnhildur S. Björnsd., Jóna María Eiríksd., Gústaf Óskarsson, Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 12. apríl 2007

Auður las bréf frá ferðaþjóunstu á Hólum í Hjaltadal þar sem lýst er því sem í boði er.

Bréf frá Landssambandi aldraða, þar sem sagt er frá máefnum aldraðra og auglýstur fundur með frambjóðendum til alþingiskosninga,  þar sem fjallað veður um þau mál. Sá fundur verður haldinn í Grænumörk 9 Selfossi, föstudaginn 27. apríl og fólk er hvatt til að mæta.

Sameiginlegur Vorfagnaður eldri borgara í Árnessýslu veður haldinn á Hótel Selfossi sunnudaginn 29. apríl frá kl. 14:00 til kl. 17:00.  Fagnaðurinn kostar kr. 1.250 á mann og athuga á með þáttöku í rútu á Vorfagnaðinn.

Júlíus sagði frá kynningarfundi sem hann sat á Hótel Loftleiðum 19. mars, þar var verið að kynna dekurdaga fyrir eldri borgara í október.

Samþykkt var að halda afmælisfagnað  í Þorlátssetri fyrir Ólaf Steinsson en hann veður 90 ára 1. maí n.k. og verður fagnaðurinn haldinn í samráði við fjölskyldu hans.

Menningarferð til Reykjavíkur verður farin 13. apríl, ekið veður um ný hverfi Kópavogs og síðan er farið í létta máltíð á Hótel Loftleiðum .  Eftir það er afmælissýning Landsbankans skoðuð og síðan  er hópnum boðið í kaffi til Orkuveitu Reykjavíkur og heimkynni skoðuð með leiðsögn.,

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið kl. 17:25.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Jóna María Eiríksdóttir, Egill Gústafsson, Auður Guðbrandsd., Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Gústaf Óskarsson.

Stjórnarfundur  22. febrúar 2007

Nýkjörinn formaður Auður Guðbrandsdóttir setti fund og sagðist vonast til að þessi nýja stjórn ætti gott og ánægjulegt samstarf.

Auður stakk upp á að Laufey yrði áfram ritari, Egill gjaldkeri og Júlíus vararformaður, það var samþykkt.  Hrafnhildur þá meðstjórnandi og Jóna Eiríksd. og Gústaf Óskarsson varamenn.

Fundað verður eins fljótt og unnt er með nefndum.

Fundurinn samþykkti að greiða Elínu Ellertsdóttur kl. 1.000,- á tímann fyrir að leiðbeina með föndur, hafa það verið tveir tímar á viku í vetur frá áramótum.

Komið er bréf frá Landssambandi aldraðra um aðalfund sem haldinn verður á Akureyri 1-3 júní.

Þorrablótið okkar fór vel fram og maturinn frá Kjöt og Kúnst frábær.  Á blótið mættu 46 manns.  Kristín Sigfúsdóttir var veislustjóri.  Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 17:20.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir,  Auður Guðbrandsdóttir, Egill Gústafsson, Hrafnhildur S. Björnsdóttir, Júlíus Kolbeins, Jóna María Eiríksdóttir, Gústaf Óskarsson.

Aðalfundur 15. febrúar 2007.

Kristbjörg formaður setti fundinn og skipaði Jónu Einarsdóttur fundarstjóra og Laufeyju Valdimarsdóttur fundarritara.

Lesin fundargerð síðasta aðalfundar,  engin athugasemd gerð við hana.

Formaður las skýrslu stjórnar og lýsti því helsta sem gert var á síðasta ári.  Félagsstarfið hefur verið fjölbreytt og góð þáttaka.  Fjölgað hefur töluvert í félaginu.  Formaður þakkaði nefndum og öðrum sem starfað hafa fyrir félagið.  Engar athugasemdir við skýrslu stjórnar.

Egill Gústafsson gjaldkeri las reikninga félagsins,  eignir í árslok kr. 32.067.195,-.

Handbært fé í árslok kr. 3. 823.757,-.  Fundarsjóri þakkaði gjaldkera hans störf.

Spurt var um lagfæringar á húsinu,  aðallega um loftræstingu og kostnað við það.

Egill upplýsti að trúlega mundu tryggingarnar greiða þetta en það væri þó ekki klárt ennþá.

Kosningar:  Kristbjörg gaf ekki kost á sér sem formaður áfram, stungið var upp á Auði Guðbrandsd. sem formanni og var það samþykkt með miklu lófaklappi.  Jóna Einarsdóttir gefur ekki kost á sér áfram í stjórn en Egill Gústafsson gefur kost á sér.  Stungið var upp á Hrafnhildi Björnsdóttur í stað Jónu og var það einróma samþykkt. Auður, Hrafnhildur og Egill voru kosin til 2ja ára.  Í  varastjórn eru Gústaf Óskarsson og Sigurður Magnússon sem lokið hefur kjörtímabili sínu en Gústaf gefur kost á sér áfram.  Í varastjórn var stungið upp á þeim Jónu Eiríksdóttur, Öldu Kristjáns., Gústaf Óskarssyni og Elínu Elletsd.,  kosið er til 2ja ára.

Kosning fór því fram og fór þannig að auðir seðlar voru 5, ógildir 3.  Gústaf fékk 48 atkvæði, Jóna Eiríksd. 42 atkvæði og eru þau því rétt kjörin.  Skoðunarmenn reikninga voru einróma endurkjörin þau Guðjón Loftsson og Helga Baldursdóttir.

Á þing Landssambands aldraðra voru kosin Auður Guðbrandsd., Garðar Hannesson og til vara Kristbjörg Markúsdóttir.

Jóna Einarsdóttir kom með tillögu um að hækka félagsgjöldin úr kr. 1.500,-

í kr. 1.800,- og var það samþykkt.

Önnur mál.  Egill Gústafsson þakkaði það traust sem honum var sýnt með því að kjósa hann áfram og bauð um leið Auði Guðbrandsd. velkomna aftur sem formann.  Hann skýrði greiðslur á félagsgjöldum og að best væri að greiða þau beint í bankann án milliliða.

Kristbjörg minnti á þorrablótið á laugardag, kl. 18:00.

Júlíus þakkaði Jónu Einarsd. og Kristbjörgu gott samstarf.

Þórður Snæbjörnsson þakkaði Júlíusi fyrir góða frammistöðu við kaffi og veitingar í vetur.

Jón Helgi þakkaði fráfarandi stjórnarfólki og bauð nýtt fólk velkomið til starfa.

Jóna Einarsd. þakkaði gott samstarf þann tíma sem hún hefur setið í stjórn og sagði fundi slitið kl. 15:45.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Stjórnarfundur 13. febrúar 2007

Rædd væntanleg ferð Félags eldri borgara til Færeyja 18. til 22. júní,  kórinn okkar fer  ásamt Kristínu söngstjóra.   Ákveðið að greiða kr. 80.000,- til söngstjórans vegna ferðarinnar.   

Elínu Ellertsdóttur verður greitt kr. 30.000,- fyrir leiðbeiningar við föndur í allan vetur.

Hyllur hafa verið keypar í geymsluherbergið,  Egill setti upp rekka fyrir klappstólana.  Laufey hannaði og gaf verkfærabrettið.  Fundi slitið kl. 14:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Kristbjörg Markúsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Jóna Einarsdóttir.

Stjórnarfundur 1. febrúar 2007

Dagskrá væntanlegs aðalfundar rædd.

Rætt um hvort tilefni eða ástæða væri til að halda þorrablót.  Formaður kvaðst hafa kannað 2 möguleika, annrsvegar að Efstalandi í Básnum, þar mundi kosta kr. 3.400,- pr. Mann,  hins vegar í Kjöt og Kúnst, miðað við að blótið væri haldið í Þorlákssetri, verðið þar er kr. 2.500,- á mann.  Samþykkt að kanna vilja félagsmanna og miða við að blótið yrði í Þorlákssetri laugardaginn 17. febrúar.

Félagsgjöld:  Leggja á til á aðalfundi að hækka félagsgjöldin úr kr. 1.500,- í kr. 1.800,.

Egill reifaði hugmynd um að ráða fastan starfsmann í Þorlákssetur.

Fundi slitið kl. 09:55.  Ritari þessa fundar var Gústaf Óskarsson, Egill Gústafsson, Kristbjörg Markúsdóttir, Júlíus Kolbeins.

Stjórnarfundur 18. janúar 2007 

Bréf sem borist hafa félaginu:

Bréf frá Frjálslynda flokknum um fund með félagsmönnum.   Ákveðið að hafa enga pólitíska fundi fyrir kostningarnar í vor.

Bréf frá Landssambandi  eldri borgara þar sem boðaður er fundur formanna 27. júní í Reykjavík.

Bréf um þjónustu við eldri borgara.

Samþykkt var að halda aðlafund félagsins 16. febrúar.

Bjarstjóri Aldís Hafsteinsdóttir mætti á fundinn til að skýra frá leiðréttingu á greiðslu til félagsins.  Hún færði Agli gjaldkera tékka að upphæð kr. 250.000,- og er það þá leiðrétting á launatengdum gjöldum til ársloka 2006.

Aldís upplýsti að farmlag bæjarins árið 2007 yrði kr. 800.000,- sem hefur þá verið hækkað um kr. 200.000,-.

Farið var á Vínartónleika 5. janúar, 19 manns fóru.  Fundi slitið kl. 10:15.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Júlíus Kolbeins, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna Einarsdóttir.

Stjórnarfundur 7. desember 2006

Rætt um fjárframlag Hveragerðisbæjar til Félags eldri borgara og þær tillögum sem fram komu hjá Aldísi Hafsteinsdóttur bæjarstjóra og Maríu Kristjónsdóttur félagsfræðingi í heimsókn þeirra til okkar á rabbfund.  Samþykkt var að fela Agli Gústafssyni að ræða betur við bæjarstjórn um þetta mál.

Ákveðið að fella niður leikfimi í Laugaskarði vegna lélegrar þáttöku.

Farið var í Þjóðleikhúsið 19. nóv. á leikritið „Stórfengleg“ 19 manns fóru.

Fundi slitið kl. 10:00.  Laufey S. Valdimarsd. ritari, Kristbjörg Markúsdóttir, Egill Gústafsson, Jóna Einarsdóttir.

Stjórnarfundur 2. nóvember 2006

Bréf frá bæjarstjórn Hveragerðis þar sem bæjarstjóra og félagsmálastjóra er falið að ræða við stjórn Félags eldri borgara vegna beiðni okkar um aukið fjárframlag til bæjarins.

Rædd var léleg mæting í leikfimina í Laugaskarði og ákveðið að endurskoða hana um áramót.

Jólafundur verður haldinn 14. desember  kl. 14:00

Fleira ekki gert.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Júlíus Kolbeins, Jóna Einarsdóttir, Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur  18. september 2006

Kristbjörg setti fund.

Fyrst var rætt um sundleikfimi sem byrjaði á Heilsustofnum miðvikudaginn 13. okt. kl. 15:00 – gjaldið verður það sama eða kr. 2.500,- á mann.  Leikfimi í Laugasporti hófst hinn 5. sept. greitt kr. 2.500,- á mann til áramóta.  Morgunfundirnir byrja fimmtudaginn 21. sept. kl. 10:00.  Kristín Sigfúsdóttir er byrjuð með sönghópinn, æfingar eru á mánudögum kl. 10:30. Gönguhópurinn hefur gengið í allt sumar eins og venjulega.  Dagdvöl var opnuð hér í sumar að Lækjarbrún.  Í tilefni af því bauðst Félag eldri borgara til að gefa lampa með stækkunargleri til hússins.  Jóna kom með tillögu um að kaupa einnig lampa fyrir Þorlákssetur.  Það var samþykkt.  Blómstrandi dagar voru haldnir í Hveragerði dagana 26. og 27. ágúst.  Í tilefni af því var sett upp sýning hér í Þorlákssetri með myndum eftir  Braga Einarsson af þekktum  aldlitum úr Hveragerði,  sú sýning var í litla salnum.  Í stóra salnum var sýninga á verkum eftir Júlíus Kolbeins – vel mætt var á sýninguna – videomyndir voru sýndar úr ferðalögum.  Fundi slitið kl. 21:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna Einarsdóttir, EgillGústafsson

Stjórnarfundur 12. apríl 2006

Fundarritari las fundargerð síðasta stjórnarfundar, engar athugasemdir komu fram.

Vorfagnaður félags eldri borgara í Árnessýslu veður haldinn í Þorlákshöfn 13. maí og mun kaffið kosta kr. 1.250,-.  Félagið mun greiða fyrir rútuna til Þorlákshafnar.

8. maí mun kórinn fara í heimsókn í Rangárþing til að heimsækja Kristínu kórstjóra á Geldingalæk og syngja fyrir heimilið, stjórnin samþykkti að greiða einnig þá ferð.

Vorkaffið í lok félagsstarfsins verður 4. maí  nema félagsvistin verður trúlega til 20. maí til að ljúka lotunni og vatnsleikfimin verður út maí.

Vegna bréfs sem stjórnin sendi til bæjarstjórnar Hveragerðis um afslátt vegna fasteingagjalda til eldri borgara og öryrkja hefur lítið verið um svör, samþykkt var að formaður og varaformaður færu á fund bæjarstjóra og ræddu þetta við hann.

Laugardaginn 25. febr. var farið í Þjóðleikhúsið að sjá „Eldhús eftir máli“ 21. fóru á sýninguna. Fundi slitið kl. 11:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Kristbjörg Markúsdóttir, Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Jóna Einarsdóttir.

Aðalfundur 23. febrúar 2006.

Kristbjörg Markúsdóttir setti fund og skipaði Auði Guðbrandsd. fundarstjóra og Laufeyju Valdimarsdóttur fundarritara.  Auður þakkaði traustið og bauð fundarmenn velkomna og kynnti fundarefni.

Kristbjörg formaður flutti skýrslu stjórnar og sagði frá því sem gert var á síðasta ári.  Það var fjölbreytt dagskrá og góð þáttaka hjá félagsfólki.  Formaður þakkaði nefndum og öllum þeim sem komið hafa að starfinu.

Egill Gústafsson las reikninga félagsins,  eignir í árslok voru kr. 32.626.047,-  og  handbært fé kr. 4.486.504,-.

Skýrsla stjórnar og reikningar bornir undir fundinn, engar athugasemdir komu fram og hvort tveggja samþykkt.

Kosningar:

Laufey og Júlíus eru þau einu sem áttu að ganga úr stjórn en gáfu kost á sér áfram.  Klappað var fyrir þeim, þau eru þar með kosin til næstu 2ja ára.  Engar breytingar urðu á varamönnum né endurskoðendum.

Önnur mál.

Júlíus Kolbeins sagði frá sumarferð ársins sem fara á um mánaðamótin júní – júlí til Skagafjarðar og gista á Steinsstöðum.

Guðmundur Einarsson lýsti ánægju sinni yfir að búa í Hveragerði en þau hjón eru nýflutt hingað og hafa tekið þátt í starfi félagsins.  Guðmundur spurði hvort ekki væri unnt að vera með námskeið í útskurði og málaralist.

Kristbjörg svaraði að reynt hefði verið að fá manneskju til að kenna útskurð en enginn fengist.  Gréta Jónsdóttir og Elín Ellerts með ýmislegt föndur á mánudögum en mjög erfitt er að fá fólk til að leiðbeina í ýmsu handverki.

Auður minnti á kórinn sem fjölgað hefur í þótt alltaf vanti karlaraddir en Kristín Sigfúsdóttir stjórnar kórnum.

Jens sagði frá Hrönn sem er með leirnámskeið sem eru vinsæl.

Jóna Einarsdóttir kom með svohljóðandi tillögu:

Aðalfundur eldri borgara í Hveragerði haldinn 23. febrúar 2006 skorar á bæjarstjórn Hveragerðisbæjar að lækka meira fasteingagjöld á fasteignir eldri borgara og öryrkja í Hveragerði.  Gjaldskrá bæjarins hefur hækkað og er ekki í takt við tekjur eldri borgara og öryrkja. Tillagan samþykkt samhljóða.

Spurt var um hússtjórn vegna Þorláksseturs og taldi Kristbjörg rétt að vinna í að koma slíku á laggirnar en mjög erfitt er að ná í aðra eigendur hússins.

Krissa mætti með fiðluna sína til að leika fyrir fundarmenn.

Fundi slitið kl. 15:15.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Stjórnarfundur 9. febrúar 2006

Ritari las fundargerð frá síðasta fundi að venju.  Athugasemdir komu um gjaldtökuna. Áður var greitt kr. 2.500,- fyrir bæði Laugasport og Vatnsleikfimina, sem sagt ekki frítt í Laugasport.

Aðalfundurinn verður 23. febrúar og auglýstur í vikunni.

Leikhúsferð var farin 13. jan. á „Túskildisóperuna“.

Samþykkt var að greiða til gjaldkera kr. 100.000,- vegna umsjón fjármála fyrir síðasta ár.

Gjafir sem félaginu hefur borist:  Spilastokkar frá K.B. banka, Pennar frá Tryggingamiðstöðinni,  spóla með leikfimisæfingum með Sigurði Guðmundssyni sem Aage Mickaelsen færði félaginu þegar hann kom heim frá Kanarí.

Samþykkt að kaupa stóla til viðbótar og Egill Gústafsson fenginn til að sjá um þau kaup, helst 40 stóla sem lítið fer fyrir í geymslu.  Fundi slitið kl. 10:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Egill Gústafsson, Kristbjörg Markúsdóttir, Júlús Kolbeins.

Stjórnarfundur 12. janúar 2006

Fjallað um gjaldtöku vegna leikfimi í Laugaskarði en frítt hefur verið í hana til þessa.  Samþykkt að greiða sama verð og fyrir vatnsleikfimina kr. 2.500,- og er það tímabilið fram í mars.

Rætt var um gjald fyrir jóga sem er einu sinni í viku, samþykkt að greiða einnig kr. 2.500,- til vors en fyrir þá sem taka þátt í öllu þessu þ.e. vatnsleikfiminni, jóga og leikfimi í Laugaskarði verður veittur afsláttur og mundi þá hver greiða kr. 6.000,- fyrir þetta þrennt.

Ragnheiður Jónsdóttir er hætt en hún hefur séð um kaffið hjá félaginu á fimmtudögum með miklum sóma og eru henni þökkuð störfin.  Júlíus Kolbeins hefur tekið að sér kaffið á fimmtudögum og Guðborg Aðalsteinsd.  leysir hann af ef með þarf.

Jólagleðin var haldin fimmtud. 15. desember.  Jólagleðin var fjölmenn,  það komu um 75 manns.  Ólafur Steinsson var þar heiðraður og gerður að heiðursfélaga í félaginu.

Séra Jón talaði og kona hans og börn spiluðu,  þá var fjöldasöngur  og nýstofnaður kór félagsins söng við undirleik Kristínar Sigfúsdóttur.  Guðmundur Steingrímsson og Róbert Einar Þórðarson spiluðu og Arndís Lára 11 ára spilaði nokkur lög með þeim.

Auglýst hefur verið þorrablót á Hótel Örk 26. janúar.  Fundi slitið kl. 10:30.  Laufey S. Valdimarsdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Júlús Kolbeins, Jóna Einarsdóttir.

Stjórnarfundur 17. nóvember 2005

Formaður setti fund og fundarritari las fundargerð síðasta fundar, engar athugasemdir komu við hana.

Vetrarstarfið hófst með kaffifundi í Þorlákssetri fimmtudaginn 6. október kl. 14:00.

Á fundinn mætti Ólafur Þór Gunnlaugsson öldrunarlæknir og hélt fyrirlestur.  Eyrún Sigurðardóttir kynnti jóga og ungar stúlkur komu með tónlistaratriði.

Jólafundurinn verður fimmtudaginn 15. desember og þar er síðasta opna hús

fyrir jól.  Byrjað verður aftur 5. janúar.

Kristín Sigfúsdóttir kemur og stýrir morgunsöng á mánudögum kl. 10:30.

Eyrún Sigurðardóttir er með jóga á mánudögum kl. 16:00 í Þorlákssetri.

Handavinna er á mánudögum á milli kl. 13 og 16.

Egill Gústafsson hefur kannað kostnað á felliveggjum en skilrúmið mundi kosta um 600 þúsund og annar kostnaður við framkvæmdina um 400 þúsund, lauslega áætlað.  Fundurinn samþykkti að fela Agli að vinna áfram að málinu.

Fundi slitið kl. 10:30. Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna Einarsdóttir, Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 22. september 2005

Fjallað um starf vetrarins sem verður með svipuðu sniði og áður.  Nefndirnar eru byrjaðar að undirbúa starfið og fyrsta leikhúsferðin verður í Borgarleikhúsið að sjá „Brilliant skilnaður“.

Helga Haraldsd., Gústaf Óskarsson og Kristbjörg Markúsdóttir fóru á Íþróttanámskeið í Boccia 12.-13. ágúst.

4ra daga ferð var farin 27.-30. júní norður á Strandir.   Gist 2 nætur í Djúpuvík.   Á heimleið var gist að Laugum í Sælingsdal.  Fararstjóri var Ólafur Sigurgeirsson.

Dagsferð var farin 24. ágúst í Landmannalaugar.

19. september  var farin síðasta ferð sumarsins,  haustlitaferð og Gullfosshringurinn farinn.

Á Blómstrandi dögum var Júlíus Kolbeins með málverkasýningu í Þorlákssetri dagana 27. og 28. ágúst. – við opnunina léku Guðmundur Steingrímsson og félagar létt lög.  Félag eldri borgara bauð upp á kaffi báða dagana. Yfir 80 manns komu á opnunina.  Fundi slitið kl. 10:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna Einarsdóttir.

Stjórnarfundur 6. september 2005

Starf komandi vetrar rætt, reynt verður að halda uppi svipaðri dagskrá og verið hefur.  Íþróttadeildin er þegar byrjuð en fyrsti tíminn í Laugaskarði og vatnsleikfimin hefst í þessari viku.  Gönguhópurinn „Út um allt“ hefur gengið í allt sumar á þriðjudagsmorgnum og gerir það að sjálfsögðu áfram.  Fyrsti rabbfundur var fimmtudaginn 18. ágúst og  verður eins og verið hefur frá kl. 10-12.

Þórður Snæbjörnsson mun byrja með spilavist þegar þar að kemur, trúlega í lok sept. og eins Jens Ásmundsson með Boccia á sama tíma.  Stundaskrá mun verða sett saman og auglýst síðar í mánuðinum.

Frá skemmtinefnd mættu á fundinn Hörður, Steinunn og Sísi.  Frá handavinnunefnd Elínbjörg og Gréta og frá ferðanefnd Guðborg og Júlíus.

Fundi slitið kl. 15:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Jóna Einarsd., Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 6. ágúst 2005

Fyrir fundinum lá að Sigurður Sigurdórsson hefur sagt af sér í ferðanefnd.  Nefndin samþykkti að Júlíus Kolbeins kæmi í staðinn.

Borist hefur bréf þar sem boðið er upp á dómaranámskeið í Boccia einn dag.  Stungið var upp á Helgu Haraldsdóttur og Gústaf Óskarssyni að fara á námskeiðið.

Blómstrandi dagar verða í Hveragerði dagana 26. til 28. ágúst.  Júlíus Kolbeins mun þá verða með málverkasýningu í Þorlákssetri og verður hún opin þessa helgi.

Byrjað verður með morgunrabbfundi á fimmtudagsmorgnum 18. ágúst kl. 10:00.

Fundi slitið kl. 10:45.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna Einarsdóttir, Júlíus Kolbeins.

Stjórnarfundur 26. maí 2005

Formaður setti fund og fundarritari las fundargerð síðasta fundar, engar athugasemdir.

Bréf sem borist hafa.

Svarbréf frá bæjarstjórn vegna beiðnar Félags eldri borgara um liðsinni vegna kaupa á viðbótarhúsnæði.

Bréf frá Broadway þeir bjóða veislusali.

Bréf frá „Arkitekt“ F.A.Í um þjónustu þeirra.

Farð var til Hafnarfjarðar 11. maí þar sem félag eldri borgara í Hafnarfirði tók á móti hópnum.  Farin var skoðunarferð um bæinn og síðan öllum boðið í kaffi þar sem Gaflarakórinn söng nokkur lög.  Ferðin byrjaði með „álfkonu“  sem sýndi álfabyggðir og hópurinn fékk súpu í hádeginu þar sem Hafnfirðingar tóku við hópnum og var Sigurður Hallgrímsson formaður, leiðsögumaður okkar.

Kristbjörg formaður sagði frá fundi Landssambands eldri borgara sem haldinn var á Kaffi Reykjavík 9. og  10. maí.  Kristbjörg og Auður Guðbrandsd. fóru sem fulltrúar okkar á fundinn.  Á fundinum voru stjórnarskipti þar sem Benedikt Davíðsson hætti en í hans stað var kosinn formaður  Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir.  Auður Guðbrandsd. okkar fyrrverandi formaður var kjörin í stjórnina.

Egill Gústafsson skýrði frá styrk frá Verkalýðsfélaginu Boðanum að upphæð

kr. 229.278,-. Þessi styrkur hefur komið í gegnum árin hugsaður sem ferðastyrkur.

Fleira ekki gert. Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Nefndarfundur 14. apríl 2005

Formaður setti fund.

Á fundinn voru boðaðar kjörnar starfsnefndir, ferðanefnd, skemmtinefnd og handavinnunefnd.

Í ferðanefnd eru Guðborg Aðalsteinsdóttir, Helga Baldursdóttir og Sigurður Sigurdórsson.  Guðborg skýrði frá starfi nefndarinnar.  Langa sumarferðin var austur á land, 5 daga ferð og dagsferð í Dalasýslu og inn í Hrauneyjar og krikjuferð í Strandarkirkju.  Í sumar er ákveðin ferð norður á Strandir í 4 daga, einnig dagsferð í Hafnarfjörð.  Ferðanefnd var endurkjörin samróma.

Skemmtinefndina skipa Kristín Jóhannesdóttir, Borghildur Traustadóttir og Ragnheður Buck.  Þessar konur segja allar af sér enda búnar að skila vel sínu starfi.  Stungið var upp á Steinunni Þórarinsdóttur,  Arnfríði Gunnarsdóttur og Herði V. Sigurðssyni en ræða þarf við þau öll.  Á þessu ári er búið að fara í 3 leikhúsferðir, Þjóðminjasafnið og í Perluna.

Handavinnunefnd skipuðu Laufey S. Valdimarsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Elínbjörg Kristjánsdóttir og Gréta Jónsdóttir.  Ragnheiður Helga Jónsdóttir hefur verið leiðbeinandi í föndri í vetur.  Erla, Elínborg og Gréta gefa kost á sér áfram og var það einróma samþykkt .

Egill skýrði frá hinum ýmsa kostnaði við félagsstarfið á þessu ári og eins ráðningu ræstingakonu við sameign og sagði nauðsynlegt að koma á fundi með eigendum hússins. Fundi slitið kl. 10:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Stjórnarfundur 7. apríl 2005

Formaður setti fund og fundarritari las fundargerð síðasta fundar.

Bréf til félagsins frá Heilbrigðis-  og Tryggingamálaráðuneytinu þar sem sagt er frá því að Félag eldri borgara í Hveragerði hafa verið úthlutað úr Framkvæmdastjóði aldraðra kr. 1.320.000,-  vegna húsnæðiskaupa félagsins.

Bréf formanna eldri borgara í Árnessýslu vegna áskorana á ríkisstjórnina.

Vorfagnaður eldri borgara í Árnessýslu verður haldinn á uppstigningardag í Aratungu.  Lagt verður í sameiginlegan sjóð vegna skemmtiatriða.  Stjórnin samþykkti að okkar framlag yrði kr. 3.000,-.

Ráðin hefur verið til ræstinga á sameign ný stúlka, hún heitir Jónína Gunnarsdóttir og starfar í Apotekinu.

Síðasta harmonikkuskemmtun hjá Karli Jónatanssyni var haldin 3. apríl.  Þessar skemmtanir hafa verið vel sóttar og mikil ánægja með þær.

Gengið hefur verið frá kaupum á viðbótarhúsnæði við Þorlákssetur.  Kaupsamningur dagsettur  6. apríl, viðbótarhúsnæðið er um 34 ferm.. Kaupverð er kr. 3.000.000,-.

Halda á fund  með nefndum félagsins 14. apríl. kl. 09:00.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Kristbjörg Markúsdóttir, Jóna Einarsdóttir, Siguður Magnússon.

Stjórnarfundur 4. mars.

Formaður setti fund og Jóna Einarsdóttir las fundargerð síðasta fundar sem var aðalfundur félagsis.

Stjórnin skipti með sér verkum:  Egill Gústafson var kosinn gjaldkeri, Laufey Valdimarsdóttir ritari, Júlíus Kolbeins kjörinn varaformaður og meðstjórnandi,  Jóna Einarsdóttir.

Stjórnin kallar á fund á næstunni þá sem starfa í nefndum félagsins en telur að nefndir starfi til vors og stjórnin kynni sér störfin.

Bréf frá Ingu Lóu Hannesdóttur sem segir upp ræstingu á sameign frá og með 1. apríl 2005.     Fundi slitið kl. 10:07. Jóna Einarsdóttir ritaði fundargerðina.

Kristbjörg Markúsdóttir, Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Gústaf Óskarsson.  Sérstakur funargestur stjórnarinnar og henni til halds og trausts.  Auður Guðbrandsdóttir.

Aðalfundur 24. febrúar 2005

Þórður Snæbjörnsson skipaður fundarstjóri

Laufey Valdimarsdóttir fundarritari.

Þórður bauð fundargesti velkomna og lýsti fundarefni.

Skýrsla stjórnar.  Auður lýsti starfi félagsins og minntist látinna félaga.  Mikið starf var á árinu svo sem leikhúsferðir, skemmtiferðir og stóra sumarferðin til Austurlands.

Auður þakkaði samstarfið en hún lætur nú af störfum.

Reiningar félagsins.   Ólafur Steinsson gjaldkeri las reikninga félagsins.  Eignir í árslok kr. 29.959.424,- og handbært fé í árslok kr. 5.444.585,-

Þórður bar skýrslu stjórnar og reikninga félagsins undir fundarmenn sem samþykktu hvorutveggja samhljóða.

Auður sagði frá kauptilboði sem stjórnin hefur gert í viðbótarhúsnæði

Þorláksseturs.  Fyrra tilboðinu upp á 2,5 millj. var hafnað og kom tilboð frá seljanda upp á 3,6 millj., gert var gagntilboð upp á 3 millj sem var tekið með fyrirvara um samþykki félagsmanna.

Þórður tók til máls og lýsti því yfir að hann væri á móti þessum kaupum lýsti nokkrum ástæðum eins og t.d. að þetta yrði of dýrt.

Ólafur Steinsson bað um orðið og taldi sjálfsagt að kaupa þetta húsnæði þar sem bið gæti orðið á að félaginu stæði það til boða aftur.

Auður lýsti því að ef af þessum kaupum yrði þá væri bæjarstjórn jákvæð með að styrkja félagið  í þessum kaupum.

Jóna Einarsdóttir lýsti yfir ánægju sinni með þessi kaup ef af yrði.

Fleiri tóku til máls og allir lýstu ánægju sinni með þessi kaup ef af yrði.

Að lokum bar Jóna Einarsdóttir upp svohljóðandi:

Aðalfundur félags eldri borgara í Hveragerði haldinn 24. febrúar 2005 veiti stjórn félagsins umboð til að ganga frá kaupum á viðbótarhúsnæði því sem rætt hefur verið um á þessum fundi,  c.a. 24 ferm að Breiðumörk 25.B.

Tillagan var borin undir fundarmenn sem samþykktu hana samhljóða.

Auður lýsti yfir að hún gæfi ekki kost á sér til formanns áfram.  Stungið var upp á Kristbjörgu Markúsdóttur og Júlíusi Kolbeins í formannsstöðuna.  Atkvæði féllu þannig að Kristbjörg fékk 29 atkvæði og Júlíus 26.  Kristbjörg var því rétt kjörin formaður.

Ólafur og Þórður gefa ekki kost á sér í stjórn áfram.  Stundið var upp á Agli Gústafssyni, Jónu Einarsdóttur og Gústaf Óskarssyni í stjórnina.  Atkvæði féllu þannig að Jóna fékk 42 atkvæði, Egill 37 og Gústaf 30.  Jóna Einarsdóttir og Egill Gústafsson eru því komin í stjórnina.  Kjósa þurfti varamann í stað Egils og stungið var upp á Gústaf Óskarssyni og var það samþykkt samhljóða.

Þar sem Jóna Einarsdóttir hefur verið endurskoðandi félagsins þurfti að kjósa í hennar stað og var stungið upp á Guðjóni Loftssyni og var það samþykkt.  Helga Baldursdóttir er áfram endurskoðandi reikninga félagsins ásamt Guðjóni.

Kosið var um 2 fulltrúa á Landssambandsþing eldri borgara, kosnar voru Auður Guðbrandsdóttir og nýkjörinn formaður Kristbjörg Markúsdóttir.

Stjórn félagsins er þannig skipuð:  Kristbjörg Markúsdóttir formaður, meðstjórnendur eru Júlíus Kolbeins, Egill Gústafsson, Jóna Einarsdóttir og Laufey Valdimarsdóttir.  Varamenn Gústaf Óskarsson og Sigurður Magnússon.  Endurskoðendur: Helga Baldursdóttir og Guðjón Loftsson.

Önnur mál:  Nýkjörinn formaður þakkaði traustið og vonaðist til að samstarfið yrði gott.  Guðborg lýsti væntanlegri sumarferð sem áætlað er að verði farin norður á Strandir.  Tómas Antonsson lýsti yfir ánægju sinni með starfið sem hann sagði að gæfi fólki ómælda ánægju.  Fundarmenn þökkuðu þeim þremur sem láta af störfum núna og hrópuðu ferfalt húrra fyrir þeim.  Auður, Ólafur og Þórður þökkuðu fyrir sig.  Auður þakkaði Þórði góða fundarstjórn.   Fundi slitið kl. 17:20. Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Stjórnarfundur 16. febrúar 2005

Auður og Ólafur fengu fund með bæjarstjóra fyrr í morgun – rætt var þar um kaup á viðbótarhúsnæði eldri borgara – farið var fram á að bærinn komi inn í þau kaup á sömu forsendum og gert var er Þorlákssetur var keypt.

Ólafur upplýsti að inneign Félags eldri borgara í K.B. banka væri kr. 5.373.253,- og á eyðslureikning kr. 209.922,-. Félagið á hlutabréf í Íslandsbanka að upphæð kr. 1.504,-Rætt um fundarefni aðalfundar sem halda á 24. febrúar.

Fundi slitið kl. 12:10.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd. Júlíus Kolbeins, Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson.

Stjórnarfundur 3. febrúar 2005

Formaður setti fund og fundarritari las fundargerð síðasta fundar. Engar athugasemdir.

Lesin bréf sem borist hafa:

Bréf frá Hótel Ísafirði með tilboði fyrir hópa og upplýsingar um ýmsa ferðamöguleika um Vestfirði.

Þorrablótinu var frestað um viku og var haldið föstudaginn 28. janúar.

Maturinn kom frá Óla Reynis, skemmtikraftar voru Helgi Seljan og Kristín Sigfúsdóttir stjórnaði söng og Chrissa litla spilaði á fiðlu. Þórður Snæbjörnsson var veislustjóri.

Fleira ekki gert, fundi slitið kl. 10:15  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd. Júlíus Kolbeins, Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Sigurður Magnússon.

Fyrsti stjórnarfundur félagsins á þessu nýbyrjaða ári 6. janúar 2005

Lesin bréf sem borist hafa.  Aðallega eru það jólakveðjur.

Bréf frá Hveragerðisbæ  varðandi ósk eldri borgara um sjúkraþjálfun, var bæjarstjóra falið að skoða það mál í samráði við félagið.

Bréf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg um slys á öldruðum í heimahúsi og frítíma.

Vetrarstarfið verður með sama sniði og verið hefur.

Laufey mun nú bjóða námskeið í bókbandi.

Þorrablótið verður haldið 21. janúar og Óli Reynis mun sjá um matinn.

Ákveðið var að halda aðalfund félagsins fimmtudaginn 24. febrúar.

Þáttökugjald í vatnsleikfimi verður kr. 2.500,- á mann og einnig kr. 2.500,-  í Laugasport allan veturinn líka kr. 2.500,-

Fundi slitið kl. 10:35.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd. Ólafur Steinsson, Siguður Magnússon, Egill Gústafsson, Þórður Snæbjörnsson.

Stjórnarfundur haldinn 13. desember 2004

Fundurinn haldinn vegna tilboðs í húsnæðið sem er til sölu á hæðinni við hlið salar Þorláksseturs, þetta eru 2 skrifstofur sem eru að flatarmáli 35 ferm., brunabótamat er 4 milljónir.

Ákveðið að gera tilboð í þessa eign upp á 2, 5 milljónir, ef núverandi eigendur Eik fasteingafélag h/f ganga að tilboðinu verður að leggja kaupin fyrir almennan félagsfund til samþykktar.

Fundi slitið kl. 15:45.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd. Júlíus Kolbeins, Sigurður Magnússon, Þórður Snæbjörnsson.

Stjórnarfundur 2. desember 2004

Formaður setti fund. Fundarritari las fundargerð síðasta fundar, engar athugasemdir.

Ákveðið er að hafa jólagleði félagsins fimmtudaginn 16. desember kl. 14:00.

Talað hefur verið við séra Egil Hallgrímsson og Árna Magnússon um að tala á skemmtuninni, eins kemur hópur barna úr Zusuki tónlistarskólanum og sitthvað fleira verður til skemmtunar.  Jólagleðin verður síðasta samverustund fyrir jól en starfið hefst að nýju 6. janúar 2005 með spilavist.

Lionsklúbburinn í Hveragerði ætlar að endurnýja kynningarskilti sitt fyrir Hveragerðisbæ sem st, félaginu að kostnaðarlausu.

Farið var í Þjóðleikhúsið 26. nóvember að sjá „Edit Piaf“

Ákveðið að senda jólakort til ýmissra aðila sem stutt hafa félagið og gert því greiða á þessu ári.

Fundi slitið kl. 10:15.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd. Júlíus Kolbeins, Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Sigurður Magnússon.

Stjórnarfundur 4. nóvember 2004

Formaður setti fund. Fundarritari las fundargerð síðasta fundar, engar athugasemdir.

Auður las bréf frá Landssambandi eldri borgara og með því fylgdu 2 blöð af „Listin að lifa“.

Bréf frá Hótel Örk þar sem sagt er frá „Sparidögum“ eldri borgara sem munu verða á tímabilinu 20. febr. til 6. maí 2005.

Fundurinn samþykkti að senda bæjarstjórn bréf um ýmis mál eldri borgara eins og t.d. sjúkraþjálfun, styrk vegna leigubíla og hugmynd að púttvelli, t.d. í einu gróðurhúsinu.  Einnig að mikl þörf sé á þjónustuíbúðum fyrir aldraðra.

Starfið er komið á fullt hér hjá Félagi eldri borgara í Hveragerði.   Viðbót við það sem áður hefur verið, hefur Karl Jónatansson staðið fyrir harmonikkudögum fyrsta sunnudag í mánuði.  Einnig er hafin sundleikfimi í nýrri aðstöðu H.N.L.F.Í.

Þórður Snæbjörnsson kom með fyrirspurn um hvort ekki ætti að endurskoða hugsanlega útleigu á húsnæði félagsins,  það var ekki samþykkt.

Laufey bar fram tillögu um að Auður fengi greiðslu umfram símakostað vegna vinnu hennar fyrir félagið, samþykkt var að greiða til viðbótar kr. 7.000,- þannig að hún fengi kr. 12.000,- í allt. Fleira ekki gert , fundi slitið kl. 10:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd. Júlíus Kolbeins, Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Sigurður Einar Magnússon.

Stjórnarfundur 7. október 2004

Auður formaður setti fundinn.  Fundarritari las fundargerð síðasta fundar.

Lesin bréf sem borist hafa:

Bréf frá Borgarleikhúsinu, þar sem sagt var frá verkefnum vetrarins en þann 19. sept. mættu Auður og Kristín Jóhannesd. á kynningarfund hjá Borgarleikhúsinu þar sem þær kynntu sér það sem verður á fjölunum þar í vetur.

Komið hefur upp vandamál við geymslu á kökum og hefur þurft að koma þeim í geymslu út í bæ.  Fundurinn samþykkti að kaupa stóran frysti og kæliskáp 200x 60 cm. Og var Auði falið að sjá um kaupin á honum.

Dagsferð var farin í Þjórsárdal og að Hrauneyjum þriðjudaginn 7. Sept. Fararstjóri í uppsveitum var Loftur Eiríksson bóndi Sandfelli Steinholti.  Í ferðina fóru 48 manns.

Menningarferð var farin í Þjóðminjasafnið miðvikudaginn 6. Okt., borðað í Perlunni í þessa ferð fóru 57 manns.

Auður formaður lagði fram drög að starfi vetrarins og eftir því verður greinilega nóg að starfa í vetur.  Eitthvað við allra hæfi.  Ekki fleira tekið fyrir, fundi slitið kl. 10:15.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd. Júlíus Kolbeins, Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson.

Stjórnarfundur 2. september 2004

Formaður setti fund og ritari las fundargerð síðasta fundar. Bréf sem borist hafa:

Bréf frá Félagi áhugafólks um íþróttir aldraðra um aðstöðu til þjálfunar og íþrótta og framlag sveitarstjórna til þessara mála.

Bréf frá Landssambandi eldri borgara þar sem rukkað er fyrir árgjald og sagt frá starfinu.   Árgjald á mann er kr.450,-.

Auður ræddi um starf vetrarins og ýmsar uppástungur og hugmyndir komu fram en vinna þarf betur úr því.

Sagt frá fundi í þjónustuhóp aldraðra með nýjum félagsmálastjóra Maríu Kristjánsdóttur. Fundurinn gekk út á að svara spurningum varðandi aðstöðu aldraðra í sveitarfélaginu.

Stóra sumarferðin var farin 28. júní til 2. júlí  til Austurlands,  5 daga ferð.  Farið sunnanmegin og komið til baka um Norðurland.  Fararstjóri  fyrir austan var Aðalsteinn Aðalsteinsson.

Dagsferð var farin um Dalasýslu 10. Ágúst, fararstjóri var Guðmundur Guðbrandsson.

Stjórnarfundur verður haldinn 7. október.

Lesin bréf sem borist höfðu:

Bréf frá Borgarleikhúsinu þar sem sagt var frá verkefnum vetrarins.  Þann 19. sept. mættu Auður og Kristín Jóhannsd. á kynningarfund hjá Borgarleikhúsinu og kynntu sér það sem verða á þar á fjölunum í vetur.

Komið hefur upp vandamál varðandi geymslu á kökum og hefur þurft að koma þeim í frystikistur úti í bæ.  Fundurinn samþykkti að kaupa stóran frysti- og kæliskáp 200×60 cm og var Auði falið að sjá um kaupin.

7. september var farin dagsferð í Þjórsárdal og að Hrauneyjum.  Fararstjóri í uppsveitum var Leifur Eiríksson bóndi í Sandfelli (Steinsholti).

Auður lagði fram drög að starfi vetrarins,  það verður greinilega nóg að starfa í vetur.

Fundi slitið kl. 10:50.   Fundarritari  Laufey S. Valdimarsd., Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Siguðrur Magnússon, Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 3. júní 2004

Auður Guðbrandsd. setti fund og fundarritari las að venju fundargerð síðasta fundar.

Lesið bréf frá Emil Guðmundssyni um þjónustu við eldri borgara vegna ferðalaga innan- og utanlands.

Bréf og bæklingur frá Vestmannaeyjum um gistingu og þjónustu við ferðafólk.

Auður sagði frá fundi sem hún og Ólafur Steinsson mættu á, þar mættu eigendur húseignarinnar Breiðumörk 25 B.  Á fundinum var fjallað um handvömm og vanrækslu við byggingu hússins en ýmislegt hefur aldrei verið lokið við.  Klæðning á húsinu vitlaust sett á, eins vantar loftræstingu í húsið, öflugar dælur og annan útbúnað til að losna við vatn og raka.  Eigendur hússins eru Félag eldri borgara, Lyf og heilsa og Fasteignafélagið Eik sem er dótturfélag K.B. banka.

Þórður Snæbjörnsson lýsti óánægju sinni með að hafa ekki fengið svar frá ráðuneytinu varðandi bréf sent 6. nóvember varðandi sameiningu stjórna Heilsugæslustöðva á Suðurlandi og lýstir yfir óánægju með þróun mála í þeim efnum. Fundi slitið kl. 11:35.   Fundarritari  Laufey S. Valdimarsd., Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Siguðrur Magnússon,

Stjórnarfundur 6. maí 2004

Þórður Snæbjörnsson setti fund og stjórnaði í fjarveru Auðar Guðbrandsd.

Stjórnarfundur Landssambands eldri borgara var haldinn á Egilsstöðum 26. til 27. Apríl.  Auður Guðbrandsd. mætti þar fyrir hönd eldri borgara í Hveragerði.

Borist hefur tilkynning um fjárstyrk úr framkvæmdasjóði aldraðra kr. 2.000.000,- og hefur félaginu þegar verið greiddar kr. 400.000,- af því.

Aukist hafa samskipti Félags eldri borgara við gesti  Sparidaga á Hótel Örk – frá því í byrjun mars hefur sú hefð komist á að gönguferðum þess á þriðjudagsmorgnum og mætir það hingað í Þorlákssetur í kaffisopa og spjall klukkan 10:30 – þessir þriðjudagar eru 6 og mættu á fimmta hundrað gesta auk heimamanna.   Heimamönnum var  boðið að senda lið í Bocciakeppni á Hótel Örk einu sinni í viku.

Gunnar Þorláksson skemmtanastjóri Hótels Arkar bauð stjórninni alls 10 manns til kvöldverðar á lokahófi,  almenn ánægja var með þetta af beggja hálfu.

Í framhaldi af beiðni Hveragerðisbæjar um hugmyndir að staðsetningu bekkja við gönguleiðir, hefur gönguhópur F.E.B. komið með hugmyndir um hvar vanti

Bekk,  því var komið á framfæri til bæjarins.  Fundi slitið kl. 10:25.  Fundarritari  Laufey S. Valdimarsd., Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Siguðrur Magnússon,

Stjórnarfundur 1. apríl 2004

Þórður Snæbjörnsson setti fund og stjórnaði honum í fjarveru formannsins sem brá sér til Kanaríeyja.  Ritari las fundargerð síðasta fundar.

Þórður sagði frá formannafundi Félags eldri borgara í Árnesþingi sem haldinn var í Hveragerði 9.mars. Þar voru hagsmuna- og félagsmál eldri borgara tekin til

Umræðu.  Þar var einnig greint frá starfsemi félaganna í Árnessýslu,  fjölda

Verkefna,  þáttöku og fleira.

Bréf frá Ungmennafélagi Íslands um þáttöku og skráningu í keppnisgreinar á Landsmótið í sumar á Sauðárkróki  8. til 11. Júlí.  Með fylgdi upptalning og kynning á keppnisgreinum.

Boccia-mót Félags áhugamanna um íróttir aldraðra fer fram í Laugardalshöll 13.

Apríl, eitt lið fer frá félagi okkar.

Bréf frá umhverfis- og náttúrunefnd Hveragerðis um tillögur frá eldri borgurum um staðsetningu bekkja við gönguleiðir innan bæjarins, fundurinn vísaði málinu til gönguhópsins.

Þórður kom á framfæri að á fundi í þjónustuhópi aldraðra 29. mars var m.a. lagt fram bréf frá Heilsugæslulækni um vistunarmál aldraðra, þar sem brýn þörf er á úrbótum í þeim efnum. Fundi slitið kl. 10:30.  Fundarritari  Laufey S. Valdimarsd.,Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Júlíus Kolbeins, Siguðrur Magnússon,

Stjórnarfundur 4. mars 2004

Formaður Auður Guðbrandsdóttir setti fund.  Ritari las funargerð síðasta fundar og voru engar athugasemdir gerðar við hana.

Nú standa yfir svokallaðir Sparidagar á Hótel Örk.  Mánudaginn 1. mars var hér í Þorlákssetri tekið á óti hópi eldri borgara sem dvelja á  Örkinni.

Farið hefur verið fram á að félagið taki á móti gestum frá Sparidögum á Örkinni á þriðjudögum fyrir hádegi og tekið verður á móti gestum Sparidaga á þriðjudagsmorgnum.

Skemmtanastjóri Arkarinnar Gunnar Þorláksson bauð einnig þeim sem stunda boccia í okkar félagi að mæta á miðvikudögum í keppni á Örkinni. Það verður gert.

Farin var leikhúsferð í Artungu  27.febr. að sjá „Góðu verkin kalla“.Það var hin besta skemmtun, 43 fóru í ferðina. Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 10:30.  Fundarritari  Laufey S. Valdimarsd., Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Egill  Gústafsson, Júlíus Kolbeins, Siguðrur Magnússon,

Stjórnarfundur 19. febrúar 2004

Formaður setti fund.

Fráfarandi ritari las upp fundargerð aðalfundar og enginn hafði neitt við þá fundargerð að athuga.

Stjórnin skipti með sér verkum:  Formaður Auður Guðbrandsdóttir, ritari Laufey Valdimarsdóttir, gjaldkeri Ólafur Steinsson, varaformaður Þórður Snæbjörnsson og Júlíus Kolbeins meðstjórnandi.  Í varastjórn eru Egill Gústafsson og Sigurður Magnússon.  Sigurður Magnússon og Ólafur Steinsson verða í húsnefnd.

Þórður ræddi um húsnæðistryggingar og skýrði þau mál ítarlega – formanni falið að tala við bæinn um húseigendatryggingu og að koma henni inn í pakkann.

Bréf barst frá Ferðaklúbbi eldri borgara í Rvk. um sumarferðir klúbbsins og fleiri ferðir.

Auður kynnti nýja félagaskrá og ræddi um hana og  talaði um að rukka ekki þá sem komnir eru á hjúkrunarheimilið.  196 félagar eru í félaginu.

Fleira ekki gert og fundi slitið.  Jens Ásmundsson, Þórður Snæbjörnsson, Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Júlíus Kolbeins, Siguðrur Magnússon, Laufey S. Valdimarsd.

Aðalfundur 12. febrúar 2004

Formaður setti fund og skipaði Þórð Snæbjörnsson fundarstjóra.

Þórður ræddi um breytt stjórnarkjör, þannig að kosið verði til tveggja ára, þannig að 2 geti hætt í stjórn á ári hverju.  Formaður kosinn sér til 2ja ára.

Auður flutti skýrslu stjórnar og minntist látinna félaga.

Ólafur Steinsson las upp reikninga félagsins,  eignir í árslok samtals

kr. 28.140.448,- og  handbært fé kr. 3.441.043,-.

Þórður gaf orðið laust um skýrslu stjórnar og reikningana, hvorttveggja var samþykkt samhljóða.

Stjórnarkjör:

Nýir í stjórn koma Laufey Valdimarsdóttir og Júlíus Kolbeins,  til vara Egill Gústafsson og Sigurður Magnússon.

Önnur mál:

Ólafur Steinsson tók til máls og fór fram á hækkun árgjaldsins upp í kr. 1.500,-

Jón Helgi tók til máls og fór fram á að farnar yrðu fleiri leikhúsferðir.

Þórður ræddi um stækkun húsnæðisins sem hann var á móti, hann skýrði það að nokkru leiti.

Júlíus tók til máls og þakkaði traustið – honum finnst í lagi að hækka félagsgjöldin.

Auður ræddi stækkun húsnæðisins lítillega.

Kristín formaður skemmtinefndar skýrði frá væntanlegri leikhúsferð.

Sigurður Sigurdórsson sagði frá sumarferð félagsins,  fara á um Austfirði, gista á Hornafirði eina nótt,  tvær nætur á Eiðum og eina nótt á Akureyri en síðan heim.

Jens stóð upp og las upp tillögu um að Aðalfundur félagsins skori á stjórn félagsins að skoða kaup á húsnæði því sem er til sölu á sömu hæð og Þorlákssetur er á og kynna á almennum félagsfundi þegar þar að kemur, samþykkt mótatkvæðalaust.

Hækkun félagsgjalda borin upp og samþykkt samhljóða.

Formaður þakkaði Jens og Erlu samstarfið á liðnum þrem árum og sleit fundi.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Nefndarfundur 5. febrúar 2004

Formaður setti fund.

Nefndarmenn úr öllum nefndum skýrðu sín mál.

Ferðanefnd – Aðalferð sumarsins er ákveðin  og fullt verð er kr. 30.000,- á mann, félagið greiðir ferðina niður um kr. 3.000,- á félagsmann.

Skemmtinefnd  er með margt í bígerð eins og athugun á skemmtiferðum og menningarferð til Hafnarfjarðar þegar líða tekur á vorið.

Föndurnefnd  er ekki ánægð með þáttökuna í vetur en telur að með einhverjum nýjungum megi auka aðsóknina.  Elínborg Kristjánsd. hefur séð um föndrið í vetur  og fram að jólum var Ragnheiður Helga Jónsdóttir með skreytingar.

Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Ragnheiður Buck,  Kristín Jóhannesd., Borghildur Traustad., Laufey S. Valdimarsd., Elínborg Kristjánsd., Erla Ragnarsd., Sigurður Sigdórsson, Guðborg Aðalsteinsdóttir.

Stjórnarfundur 5. febrúar 2004

Formaður setti fund.

Bréf sem borist hafa:  Bréf frá Garðyrkjuskóla ríkisins um heimsókn í skólann frá 1. maí til 15. júní .  Einnig býður skólinn upp á námskeiðið:  „Lesið í skóginn – tálgað í tré“

Bréf barst frá háskólaútgáfunni,  bréfið er geymt með öðrum skjölum félagsins.

Rætt um aðalfundinn.

Félagið hefur keypt skjávarpa og video sem  eru komin á sinn stað, endanlegt verð á tækjunum er ekki komið.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari Jens Ásmundsson,  Auður Guðbrandsd., Þórður Snæbjörnss., Erla Ragnarsd., Laufey S. Valdimarsd. Ólafur Steinsson.

Stjórnarfundur 8. janúar 2004

Formaður setti fund.

Húsakaupanefnd hélt fund með bæjarstóra og forseta bæjarstjórnar, var þeim vel tekið.

Bréf frá Guðmundi Baldurssyni vegna úttekta bygginga sem Hafsteinn Bjarnason hefur staðið fyrir smíði á.  Þar kemur fram að úttekt á húsi Félags eldri borgara er ekki lokið þ.e. lokaúttekt er ekki lokið.

Kynnigarbréf frá Ferðaþjónustu bænda um hinar ýmsu ferðir á þeirra vegum.

Ólafur kynnti stöðu félagsins á áramótum, innistæða var kr. 3.173.444,- á langtímareikningi (markaðsreikningur).

Samþykkt að kanna kaup á sjónvarpsskjá og videotæki.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari Jens Ásmundsson,  Auður Guðbrandsd., Þórður Snæbjörnss., Erla Ragnarsd., Laufey S. Valdimarsd. Ólafur Steinsson, Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 4. desember 2003

Formaður setti fund.

Formaður las upp bréf frá Ungmennafélagi Íslands um undribúning að þáttöku eldri borgara í landsmóti Umfí.

Formaður vill endurvekja húsakaupanefnd vegna hugsanlegrar stækkunar húsnæðis okkar.  Auður, Erla og Ólafur eru í henni.

Borist hefur bréf frá Kolbrúnu Oddsdóttur um fulltrúa á fund til undirbúnings útivistarsvæðis við Hamarinn,  Laufey og Ólafur voru tilnefnd í nefndina.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Fundarritari Jens Ásmundsson,  Auður Guðbrandsd., Þórður Snæbjörnss., Erla Ragnarsd., Laufey S. Valdimarsd. Ólafur Steinsson.

Stjórnarfundur 20. nóvember 2003

Formaður setti fund.

Fundarefni:  Umsókn um framlag úr framkvæmdasjóði aldraðra, samþykkt var að vinna að málinu.  Stjórnarmönnum að Þórði Snæbjörnssyni undanskildum finnst þörf á stækkun húsnæðisins okkar vegna fjölgunar í félaginu.  18. nóvember voru í félaginu 191 félagsmenn.

Stækkunin sem umræðir er í framhaldi af salnum okkar austan megin í húsinu.

Fundarritari Jens Ásmundsson, Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsd., Laufey S. Valdimarsd..

Stjórnarfundur 6. nóvember 2003

Formaður setti fund.

Formaður las upp bréf frá Hótel Geysi um staðinn og nágrenni, til kynningar.

Lesið upp bréf frá Hótel Ísafjörður sem er kynning fyrir næsta sumar.

Bréf til heilbrigðisráðherra sem mikið hefur verið rætt hér í félaginu.  Bréfið er unnið af Þórði Snæbjörnssyni sem hefur lagt mikið á sig við ölun efnisins,  ákveðið að senda bréfið og gefa þeim viku til að svara, annars fari þetta í blöðin.

Mikð rætt um heimaþjónustu, leiguakstur, heimsendingu matar og fleira.

Fleira ekki gert og fundi slitið.  Fundarritari Jens Ásmundsson, Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsd., Þórður Snæbjörnss., Laufey S. Valdimarsd. Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 2. október 2003

Formaður setti fund kl. 10:10.

Afmælishátiðin var haldin 21. sept. og var hún vel sótt og öll hin ánægjulegasta.

Veisluföng komu frá Kjöt og Kúnst og var kostnaðurinn 99.000,-.

Auður las upp ýmis bréf sem félaginu hafa borist, varðandi ferðalög og fleira tengt eldra fólki.

Ákveðið var að fá Ragnheiði Helgu Jónsdóttur til að halda skreytinganámskeið og mun hún byrja 13. okt. með haustskreytingar.

Ragnheiður mun einnig sjá um kaffið á fimmtudögum á opnu húsi.

Rætt um leikhúsferðir og ákveðið að fara i Draugaferð með Þór Vigfússyni og borða í Hafinu bláa.  Fleira ekki gert, Fundi slitið kl. 10:45.  Fundarritari, Laufey S. Valdimarsd. Auður Guðbrandsd.,  Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsd. Þórður Snæbjörnss.

Stjórnarfundur 4. september 2003

Formaður setti fundinn.

Formaður ræddi um námskeið og leiðbeinendur.

Stundaskrá fyrir vetrarstarfið dreift á fundinum.  Mikið rætt um stundaskrána á fundinum og henni breytt lítillega.

Auður formaður las upp samning við bæinn og var henni falið að ganga frá honum.

Rætt um framkvæmd afmælisveislunnar – búið að tala við Jón Hjörleif Jónsson um að syngja og stjórna fjöldasöng – Krissý Guðmundsdóttir kemur með fiðluna – Laufey með samantekt úr sögu félagsins  og  séra Jón Ragnarsson kemur og heldur tölu.

Fleira ekki gert. Fundi slitið.  Jens Ásmundss., Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsd., Þórður Snæbjörnsson, Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur með skemmtinefnd  21. ágúst 2003

Fundarefni afmælishátíð félagsins.

Formaður setti fundinn.

Rætt um að hafa hátíðina hér í Þorlákssetri. Samþykkt eftir umræður.

21. september verður veislan haldin  og Kjöt og Kúnst fengin til að sjá um veitingarnar .  Allir félagar og velunnarar velkomnir.   Skemmtiatriði eru til athugunar.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Jens Ásmundss. ritari, Auður Guðbrandsd., Erla Ragnarsd., Þórður Snæbjörnsson, Borghildur Traustadóttir, Kristín B. Jóhannesd., Ragnheiður K. Buck.

Stjórnarfundur 7. ágúst 2003

Formaður setti fundinn.  Fyrir tekið:

Boðsbréf frá fyrirtækinu Kjöt og Kúnst um að mæta við opnun á nýjum starfsstað á Breiðumörk 21, þann 6.til 8. því miður barst bréfið ekki í hendur stjórnar fyrr en í

dag, félagið óskar þeim allra heilla í framtíðinni.

Bréf frá Félagi áhugafólks um íþróttir fyrir aldraða, þar er sagt frá námskeiði í líkamsrækt í Laugardalshöll  25. og 26. næstkomandi.

Bréf frá Landssambandi eldri borgar með fundargerð aðalfundar Landssambandsins og samþykktum þess.

Bréf til bæjarstjórnar Hveragerðis, til ítrekunar á að koma til starfa þjónustuhópi aldraðra en hann hefur ekki enn komið saman, samþykkt samhljóða.

Samþykkt að kalla saman skemmtinefnd vegna hugmynda um 20 ára afmæli félagsins.

Samþykkt að ráða Elínbjörgu Kristjánsdóttur sem unsjónarmann handavinnu..

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.

Þórður Snæbjörnsson, Auður Guðbrandsd., Erla Ragnarsd., Ólafur Steinsson, Laufey S. Valdimarsd. Egill Gústafsson fór fyrir fundarlok., Jens Ásmundsson mætti ekki.

Stjórnarfundur 12. júní 2003

Formaður setti fundinn.  Mættir undirritaðir.

Bréf frá Ólafi Ólafssyni um útúrsnúninga ríkisstjórarinnar í skattamálum.

Bréf frá bæjarráði vegna þjónustuhóps aldraðra, hópurinn er í raun ekki til, enginn hefur fengið skipunarbréf frá bæjarstjóra en Auður fékk loforð frá Orra bæjarstjóra um að þessu verði kippt í liðinn.

Rætt um útlán á húsinu enn einu sinni, að þessu sinni vegna afmælis Elínbjargar , samþykkt að láta fyrri ákvörðun standa, að lána ekki húsið.  Þórður Snæbjörnsson var á móti þeirri ákvörðun.

Bréf barst frá Guðmundi Tyrfingssyni um að gera samning við F.E.B. Hveragerði um allan akstur fyrir félagið, samningsdrög liggja fyrir, ákvarðanatöku á tilboðinu er frestað í bili.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Jens Ásmundss. Ritari, Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Laufey S. Valdimarsd. Þórður Snæbjörnsson, Egill Gústafsson, Erla Ragnarsdóttir.

Stjórnarfundur 8. maí 2003

Formaður setti fundinn.

Bréf til bæjarstjórnar lesið upp sem sent var til bæjarstjórnar, erindi bréfsins var um dagvistun fyrir aldraða og fleira.

Bréf frá Garðyrkjuskóla ríkisins um að boðið er til sýningar á starfinu fram til 1. júní.

Boðið er upp á ferðir til Grænlands með bréfi frá Emil Guðmundssyni. S:564-3606.

Bréf frá Íþróttafélagi aldraðra keppni í Boccia í Laugardalshöll 21. maí.

Bréf frá Landss. eldri borgara um Landssambandsfund 15. Ma,. á fundinn fara sem aðalmenn AðalsteinnSteindórsson og Ólafur Steinsson, varamenn Jens Ásmunds. og Auður Guðbrandsd. S, Valdimarsd. Þórður Snæbjörnsson, Egill Gústafsson.

20 ára afmælisminning verður í haust.

Fleira ekki gert og fundi slitið.

Jens Ásmundsson ritari, Auður Guðbrandsd. Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsd. LaufeyS. Valdimarsd.  Þórður Snæbjörnsson, Egill Gústafsson.

Stjórnarfundur 3. apríl 2003

Formaður setti fund.

Stjórnin skipti með sér verkum.

Kosning í nefndir:

Skemmtinefnd:  Kristín Jóhannesdóttir, Ragnheiður Busk og Borghildur Traustadóttir.

Handavinnunefnd:  Elínbjörg Kristjánsdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Laufey Valdimarsdóttir og Gréta Sína Jónsdóttir.

Ferðanefnd:   Helga Baldursdóttir, Guðborg Aðalsteinsdóttir og Sigurður Sigurdórsson.

Spila- og leikjanefnd:  Þórður Snæbjörnsson, Jens Ásmundsson og Tómas Antonsson.

Kaffinefnd:   Frestað að tilnefna í hana.

Drög að þjónustusamningi á milli F.E.B. og Hveragerðisbæjar kynntur og  samþykktur.

Pantaðar verða 60 þjónustubækur sem verða til sölu hjá félaginu.

Auði falið að skrifa bæjarstjórn um brýna þörf á dagvistun fyrir aldraða.

Jens Ásmundsson ritari,  Auður Guðbrandsd, Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsd. Laufey S. Valdimarsd.

Aðalfundur 9. mars 2003

Formaður setti fund.

Þórður Snæbjörnsson fundarstjóri.

Jens Ásmundsson fundarritari.

Auður formaður flutti skýrlu stjórnar og rakti störf og viðburði félagsins á liðnu  ári, ferðum og öðrum uppákomun.   Minntist látinna félaga, fundarmenn stóðu upp og vottuðu hinum látnu virðingu sína.

Ólafur Steinsson las upp og skýrði reikninga félagsins.  Eignir eru kr. 28.658.305,-  – Skuldir eru kr. 1.200,-.  Reikningar samþykktir samhljóða.

Þórður las upp lög félagsins  og síðan hverja grein fyrir sig og bar þær upp til samþykktar eða synjunar.  Lögin voru samþykkt án mótatkvæða.

Stjórnarkjör:  Auður kosin rússneskri kosningu og  aðrir stjórnarmenn sömuleiðis.  Varamenn í stjórn voru kosin Egill Gústafsson og Laufey Valdimarsdóttir.  Endurskoðendur:  Jóna Einarsdóttir, Helga Baldursdóttir og Guðborg Aðalsteinsdóttir til vara.

Önnur mál.  Auður tók til máls og minntist á neikvæðar fréttir og þakkaði traust til stjórnarinnar .  Stefnt skal að því að stofna fleiri nefndir innan félagsins og bað fundarmenn að taka vel í ef kosið yrði  í nefndir.

Sigurður Sigurdórsson ræddi um sumarferðina og lýsti henni , gist yrði  í Reykjanesi og farin  ferð í Vigur,  gist á Breiðdalsvík, síðan  út á Bjarg og þaðan heim með Baldri. Fararstjóri verður Gísli Hjartarson.

Auður las upp bréf frá Hálfdáni Kristinssyni um aðstoð við skattframtal fyrir minni greiðslu en aðrir þurfa að greiða.

Auður las upp bréf til sóknarnefndar kikjunnar um bætur á magnarakerfi og umhverfi kirkjunnar.

Júlíus Kolbeins og kona hans gengu í félagið og hann kom upp og kynnti sig og konu sína Christu Kolbeins.Þórður sleit síðan fundi.

Jens Ásmundsson ritari, Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsd.

Stjórnarfundur 6. mars 2003

Formaður setti fund.  Lesin fundargerð síðasta fundar.

Lesið bréf frá Landssambandi eldri borgara um fulltrúa og fundarboð á þingið 15. og 16. maí.

Bréf frá Álfasteini til kynningar.

Tillagga stjórnar að lagabreytingum.

Tilhögun aðalfundar 9. mars rædd.

Endurskoðaðir reikningar liggja fyrir og  þeir yfirfarnir af stjórn.

Undirskriftalisti til formanns um áframhaldandi formennsku kom fram á þessum

fundi og var  samþykktur af formanni.

Lesið bréf frá Reikningsskil og ráðgjöf um aðstoð við skattframtöl fyrir félaga

í F.E.B.,  kostnaður kr. 6.225,-.  Fleira ekki gert og fundi slitið.  Jens Ásmundsson ritari, Auður Guðbrandsdóttir, Kristín B. Jóhannesdóttir, Sunna Guðmundsd. Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson.

Fundur með stjórn FEBH, bæjarstjóra og forseta bæjarstjórnar

Fundarefni:  Samskipti Hveragerðisbæjar og F.E.B. í Hveragerði.  Samkomulag hefur verið  í gildi milli bæjarins og félagsins um að bærinn hefur greitt fasteignagjöld, hita, tryggingagjöld, kostnað vegna sameignar og ½ stöðugildi.  Þorsteinn upplýsti um áhuga bæjarsjórnar um gott samkomulag og samstarf við F.E.B.  Orri leggur til að framkvæmd verði endurskoðuð á núverandi fyrirkomulagi miðað við ofangreinda þætti.

Fasteignagjöld:  Gerðar hafa verið viðmiðunartölur um meðferð fasteignagjalda, sem samþykktar hafa verið í bæjarráði og var F.E.B. afhent eintak af þeim.

Ýmislegt fleira skrafað.  Fleira ekki gert og fundi slitið.

Auður Guðbrandsd., Jens Ásmundsson, Þórður Snæbjörnsson, Kristín B. Jóhannesd. Þorsteinn Þ……..  Orri Hlöðversson, Ólafur Steinsson.

Stjórnarfundur 6. febrúar 2003

Formaður setti fund.

Formaður las upp bréf frá Hótel Örk um Sparidaga og kynningu á þeim.

Formaður las upp samning milli Boðans og Félags eldri borgara í Hveragerði vegna styrktarsamnings við F.E.B. Hveragerði.

Auður Guðbrandsdóttir okkar formaður var skipuð í stjórn Landssambanda eldri borgara.

Aðalfundru verður haldinn 9. mars.

Fleira ekki gert og fundi slitið.  Jens Ásmundsson, Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson.

Þorrablótið haldið og tókst með afbrigðum vel.

Stjórnarfundur 9. janúar 2003

Formaður setti fund.

Ólafur kom með félagatal frá Bankanum.  félagatalið sem Ólafur kom með sýnir 170 félagsmenn og félagsgjald kr. 170.000,-.

Ólafur lagði fram reikningsstöðu, samtals 3 milljónir eitthundarð og þrettan þúsund með hlutabréfi er eignin kr. 3.657.526,-.

Þorrablótsmálin rædd og talað um að Veislukostur sjái um matinn.   maturinn verður seldur á kr. 2.000,-. Rætt um að fá einhver skemmtiatriði og að hafa þorrablótið þann 31. janúar .  Skemmtinefnd og stjórn sjá um blótið.

Rætt um lagabreytingar sem auglýstar verða í aðalfundarauglýsingu lagabreytingar ef fram koma. Félagatalið sem Ólafur kom með sýnir að 170 eru félagsmenn, kr. 170.000,-

Jens Ásmundsson, Auður Guðbrandsd., Erla Ragnarsdóttir, Kristín B. Jóhannesdóttir, Ólafur Steinsson, Gréta Jónsdóttir, Ásgerður Sigurbörnsdóttir, Þórður Snæbjörnsson.

Stjórnarfundur 5. desember 2002

Formaður setti fund.

Lesið upp bréf frá áhugafólki um ípróttir aldraðra.

Lesið upp bréf frá Landssambandi aldraðra.

Bréf frá Bæjarstjóra Hveragerðis um skipan eins fulltrúa í þjónustuhóp aldraðra í Hveragerði.   Þórður Snæbjörnsson verður okkar fulltrúi og Sunna Guðmundsóttir til vara.

Sumarferð rædd, Sigurður Sigurdórsson sér um hana.   Hann býður ferðina á kr. 28.000,- á mann.  23. júní Hveragerði til  Reykjanes, 24. Reykjanes til  Ísafjarðar  og ferð í Vigur. 25.  Ísafjörður til Breiðdalsvíkur með viðkomu víðar.  26. Breiðdalsvík siglt með Baldri og síðan til Hveragerðis.  Rúta, fararstjórn, kvöldverður öll kvöld, gisting með morgunverði í 3 nætur og miðað er við 2 í herbergi.  Aukaálag fyrir einsmannsherbergi er kr. 1.150,-. Skrifaði bæjarstjórn bréf um skipun Þórðar í starfshóp aldraðra, dagsett. 6. des. 2002.

Fleira ekki gert fundi slitið.  Jens Ásmundsson ritari, Auður Guðbrandsdóttir, Kristín B. Jóhannesdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Þórður Snæbjörnsson, Gréta Jónsdóttir.

Stjórnarfundur 7. nóvember 2002

Formaður setti fund.

Erindi formanns ferðanefndar um  löngu ferðina næsta ár.  Tilboð frá Vesturferðum í  3ja nátta ferð 23.-26. Júní.  Garðar Hermannsson heldur áfram að sjá um ferðaáætlunina.

Borist hafa bréf frá Flugfélagi Íslands um ferðir og gistingu með verðtilboðum.

Bréf frá Landss. Eldri borgara um prófmál vegna lífeyrissjóðs skattlagninga.

Merki á húsið er í strandi.

Búið er að fá síðustu greiðslu frá Framkvæmdasjóði aldraðra og ákveðið að sækja um aftur.

Ólafur les upp fjárhagslega stöðu félagsins.

Fram kom bréf frá Bridgefélagi Hveragerðis um að Félag eldri borgara taki að sér spilakvöld félagsins en ekki reksturinn. Fleira ekki gert fundi slitið.  Jens Ásmundsson ritari, Auður Guðbrandsdóttir, Ólafur Steinsson, Kristín B. Jóhannesdóttir, Erla Ragnarsdóttir, Þórður Snæbjörnsson, Sunna Guðmundsdóttir,  Ásgerður Sigurbjörnsd., Gréta Jónsdóttir.

Stjórnarfundur 3. október 2002

Formaður setti fund.

Bréf lesið  frá Neytendasamtökunum til Landssambands eldri borgara um samstarf á sviði verðlagsmála.

Bréf lesið frá Landssambandi eldri borgara í sambandi við vetrarstarfið framundan.

Kynnt tilboð um orlofsdvöl í Hrísey.

Erindi frá Heyrnarhjálp um að lögð sé áhersla  á  aukna textasetningu íslensks efnis í sjónvarpi.

Kynnt tillaga um skilti utan á húsið sem sýni hvar félagsaðstaða eldri borgara er til húsa.  Hugmyndin er frá Fagformi á Selfossi en fram kom tillaga um smávegis breytingu.

Talað um að gera þyrfti merki fyrir félagið og finna aðila til að gera tillögu að því.

Tillaga frá formanni um að kanna með aðila sem tæki að sér ræstingu húsnæðisins  var samþykkt.

Hugmynd kom fram að selja aðgang að fimmtudagsvistinni og nota megnið af aðgangseyrinum í verðlaun, einnig með spjaldapeninga frá bingóinu.   Samþykkt að nota 80% spjaldapeninga í bingóinu í verðlaun.

Guðmundur Tyrfingsson býður félaginu ókeypis bíl í bíóferð, hugmyndir eru um að fara og sjá myndina Hafið. Fleira ekki gert, fundi slitið. Þórður Snæbjörnsson, Auður Guðbrandsdóttir, Ólafur Steinsson, Kristín Jóhannesdóttir, Sunna Guðmundsd., Ásgerður Sigurbjörnsd.

Stjórnarfundur 11. september 2002

Formaður setti fund.

Formaður ræddi um bókagjöf frá Bjarna Bjarnasyni og sagði að best væri að færa ferðirnar beint inn í möppu úr tölvuútskrift.

Borist hafa nokkur bréf.  Eitt frá Ólafi Ólafssyni um gangainnlagnir á sjúkrahúsi og fl..  Eitt frá Suðurverk um billeg leiguhús á hálfvirði eða 15.000,- kr. á viku.  Eitt frá Akureyri, afmælismót í haust 12. Október, allir velkomnir.

Vetrarstarfið.

Formaður segir alla sem voru með okkur í fyrra sem leiðbeinendur vilji halda áfram,Sigurbjört er hætt og þar með engin glerlist.  Sett verður upp stundaskrá á töfluna hér í húsinu og svo verður hún líka send út.

Haustferð er ákveðin í Þórsmörk þann 21. sept. 2002 kl. 09:00.

Formaður las upp bréf til bæjarstjórnar   frá félaginu til að vekja athygli á mikilli hækkun fasteignagjalda og tengdum gjöldum og einnig um heimilishjálp.   Stjórnarfund skal halda 1. Fimmtudag hvers mánaðar kl. 09:30.

Formaður fer fram á greiðslu vegna símakostnaðar.  Ákveðið er að formaður fái kr. 5.000,- á mánuði.

Steina Aðalsteinsdóttir er að flytja burt og kvaddi stjórnina og þakkaði fyrir samvinnuna.  Stjórnin þakkaði Steinu einnig mjög vel fyrir störfin.  Fleira ekki gert og fundi slitið.

Jens Ásmundsson ritari, Auður Guðbrandsd. Ólafur Steinsson, Erla Ragnarsdóttir, Steina Hlín Aðalsteinsdóttir, Gréta Jónsdóttir, Þórður Snæbjörnsson, Ásgerður Sigbjörnsd.

Skráð úr nýrri fundargerðabók Félags eldri borgara í Hveragerði.

120 fundir    Stjórnarfundur 30. apríl 2002

Mætt stjórn og varastjórn nema Sunna kom ekki.

Formaður las upp bréf frá Landssambandi aldraðra sem sent var til allra aðildarfélaga um fund og ráðstefnu um íþróttir og fleira    stjórnin telur okkur vel sett íþróttalega séð.

Formaður las upp bréf frá Eldri borgarafélagi í Reykjavík um skattamál og greiðslur til aldraðra.

Formaður ræddi um spilavist á kvöldin og aðra starfsemi í húsinu sem fer minnkandi með komandi sumri.

Ólafur ræddi peningalega hlið Félagsins og fór fram á samþykkt stórnar til að ljúka greiðslum til Hafsteins í Byggðaseli.

Kristín vill fá bókað að fyrirvari sé um að Hafsteinn ljúki við það sem ógert er áður en hann fær greiðsluna.

Tillaga Ólafs samþykkt með fyrirvara Kristínar.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Mættir voru:  Auður Guðbrandsd., Jens Ásmundsson, Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Erla Ragnarsd., Ásgerður Sigbjörnsdóttir, Steina H. Aðalsteinsd. Og Gréta Jónsdóttir.

Stjórnarfundur 4. apríl 2002

Fundur skráður í nýja fundagerðarbók.

Formaður ræddi um bókagjöf frá Bjarna Bjarnasyni og sagði góðan kost að færa ferðirnar allar inn í möppu beint úr tölvuútskrift.

Borist hafa nokkur bréf:

Bréf frá Ólafi Ólafssyni um gangainnlagnir á sjúkrahús og fleira.

Bréf frá Súðavík um leiguhús fyrir hálfvirði eða kr. 15.000,- vikan.

Bréf frá Akureyri um afmælismót 12. október – allir velkomnir.

Vetrarstarfið:  Formaður segir að allir leiðbeinendur frá í fyrra nema Þóra, sem getur ekki verið með,  vilja vera áfram.  Sigurbjört er hætt og þar með engin glerlist.

Stundaskrá verður sett upp á töflu hér í húsinu og einnig send út.

Haustlitaferð í Þórsmörk var ákveðin 21. sept.

Formaður las upp bréf til bæjarstjórnar frá félaginu, til að vekja athygli á mikilli hækkun fasteignagjalda og tengdum gjöldum.  Einnig um heimilishjálp.

Stjórnarfundi skal halda 1. fimmtudag hvers mánaðar.

Formaður óskar eftir greiðslu símakostnaðar. Formaður fær kr. 5.000,- á mánuði.

Steina H. Aðalsteinsd. er að flytja í burtu og kvaddi stjórnina með þökk fyrir samvinnuna.  Stjórnin þakkaði Steinu einnig mjög vel.

Stjórnarfundur 26. mars 2002

Formaður setti fundinn.

Mættir voru: Auður, Erla, Ólafur, Jens og Þórður í stjórn, einnig varastjórn þær Steina, Gréta, Kristín og Ásgerður, Sunna kom ekki.

Fundargerð aðalfundar lesin upp – samþykkt.

Formaður gerir tillögu um störf stjórnarmanna.  Erla Ragnarsd. varaformaður, Jens Ásmundss. ritari. Ólafur gjaldkeri, Þórður meðstjórnandi – samþykkt.

Rætt um skemmtinefnd og um ferðanefnd – sama fólk situr í báðum nefndum áfram athugasemdalaust.

Formaður sagði frá nýrri fundargerðabók og gaf Ólafi orðið.

Ólafur upplýsti um fjárhagslega stöðu félagsins.

Í Búnaðarbanka Íslands eru tæpar 3 milljónir.

Í hávaxtabók og í eyðslubók kr. 91.202,-.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Aðalfundur 15. mars 2002

Formaður setti fund.

Kristín Sigfúsdóttir spilaði nokkur lög á nýja píanóið undir almennum söng.

Fundarstjóri Garðar Hannesson,

Formaður flutti skýrslu félagsins.

Formaður kynnti styrk sem félaginu hafði borist, kr. 2.000.000,- frá Framkvæmdasjóði aldraðra.

Ólafur skýrði endurskoðaða reikninga félagsins af Jónu Einarsdóttur og Helgu Baldursdóttur.  Tekjur kr. 10.676.316, gjöld 2.205.161, rekstrarafgangur kr. 8.470.149,-.  Reikningarnir samþykktir og Ólafi þakkað af fundarmönnum.

Kosning:   Kosning formanns – Auður Guðbrandsdóttir gaf kost á sér og var hún kosin formaður áfram af öllum greiddum atkvæðum.  Kosnir 4 meðstjórnendur –  Gáfu þeir kost á sér áfram nema Gunnar Kristófersson – stungið var upp á Þórði Snæbjörnssyni og Jens Ásmundssyni – skrifleg kosning var gerð. Á meðan á talningu stóð var boðið upp á kaffi.  Þórður Snæbjörnsson og Jens Ásmundsson töldu.

Ólafur Steinsson 48 atkvæði, Erla Ragnarsdóttir 47 atkvæði, Jens Ásmundsson 44 atkvæði og  Þórður Snæbjörnsson 39 atkvæði.  Varastjórn:  Sunna Guðmundsdóttir, Kristín Jóhannesdóttir, Ásgerður Sigurbjörnsdóttir, Jóna Einarsdóttir og Helga Baldurs.

Benedikt Davíðsson ávarpaði fundinn, talaði um tryggingamál og sýndi myndir á myndvarpa um þróun mála.  Komu fyrirspurnit til hans frá  Valtý Jónssyni, Þórði Snæbjörnssyni og  Jóni I. Guðlaugssyni.  Bjarni Eyvindsson þakkaði Benedikt fyrir.

Fundarstjóri kynnti bréf frá kirkjukór Korstrandar sem gaf Félaginu kr. 15.000,- til hljóðfærakaupa og tillögu að bréfi til bæjarfélagsins (á trúlega að vera bæjarstjórnar).

Hveragerði 15. mars.

Aðalfundur Félags eldri borgara þakkar stuðning bæjarfélagsins við kaup á Þorlákssetri.  Nú er komin félagsaðstaða eins og hún best gerist í bæjarfélögum.

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði vill mótmæla og óskar eftir endurskoðun á mikilli hækkun fasteingaskatta og tengdra gjalda árið 2002.  Lóðaleiga hækkar mikið sem kemur illa niður á eldra fólki sem býr í gömlum húsum með stórum lóðum.  Ekkert hefur verið gert til að auðvelda fólki að minnka við sig húsnæði.

Stjórn Félags eldri borgara í Hveragerði.

Egill Gústafsson talaði um tímasetningu á starfseminni.

Sunna Guðmundsdóttir fór með ljóð og þakkaði fyrir samstarfið.

Formaður sagði frá formannafundi á Selfossi.

Formaður sagði frá fyrirhuguðum vorfagnaði.

Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Stjórnarfundur 11. mars 2002

Mætt voru: Auður, Ólafur, Þórður, Erla, Krisín og Gréta.

Formaður setti fund og ritari las fundargerð síðasta fundar.

Ólafur sagði frá píanói sem hann var búinn að frétta af.

Gyða Halldórsdóttir og Jorg Söterman skoðuðu píanóið og leist vel á.

Verð á píanóinu er kr.  310.000,-  ? hvort er rétt skráð –  samþykkt að kaupa það.

Ólafur las reikninga félagsins.

Formaður sagði frá formannafundi á Selfossi sem hún sat.

Formaður er búin að panta í Básnum 10.  maí fyrir vorfundinn.

Ákveðið að handavinnukennslan yrði einu sinni í viku.

Formaður las bréf sem senda á til eldri borgara sem ekki eru í félaginu.

Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Stjórarfundur 25. febrúar 2002

Auður formaður setti fundinn.

Mættir voru:  Auður, Ólafur, Sunna, Þórður, Ásgerður og Kristín.

Auður lagði fram uppkast um tilhögum aðalfundar sem halda á föstudaginn 15. mars og einnig bréf sem senda á væntanlegum félögum.

Lesin bréf sem Félaginu hafa borist – bréf frá Vestmannaeyjum þar sem boðið upp á ferð þangað – bréf frá Landssambandi  eldri borgara – bréf frá Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um að félagið okkar fái úthlutað úr Framkvæmdastjóði aldraðra kr. 2.000.000,- vegna húsakaupanna sem greiðast í fjórum greiðslum, fyrst í apríl 2002.

Ólafur lagði fram endurskoðaða reikninga tilbúna fyrir aðalfund.

Ólafi Ólafssyni og Benedikt Davíðssyni verður boðið á aðalfundinn.

Fundarritari Kristín Jóhannesd. í fjarveru Erlu Ragnarsd.

Stjórnarfundur 6. febrúar 2002

Mættir voru:  Auður, Sunna, Ásgerður, Ólafur, Þórður, Gréta og Erla.

Formaður setti fund.

Formaður las bréf frá Samtökum landsbyggðarinnar.

Tryggja á innbúið í Þorlákssetri fyrir 3 milljónir króna.

Starfsemin í húsinu rædd.

Þóra Gestsdóttir ráðin til kennslu í föndri.

Rætt var um aðalfundinn.

Ólafur lagði fram tillögu vegna símakostnaðar Auðar Guðbrandsd. vegna  Félags eldri borgara í Hveragerði  kr. 2.000,- á mánuði fyrir árið 2001 – tillagan samþykkt.

Formaður afhenti þá peninga félaginu fyrir hátalarakerfið sem á að setja upp.

Ólafur skýrði reikninga félagsins.

Þórður ræddi um bingó sem hann ætlar að stjórna. Fundarritari Erla Ragnarsd.

Stjórnarfundur 14. janúar 2002

Fundinn sátu:  Auður, Erla, Ólafur og Sunna.

Formaður setti fund.

Rædd trygging innbús – Ólafur sér um að tryggja og kaupa slökkvitæki.

Ólafur var með tilboð í hátalarakerfi.

Auglýsa á eftir leiðbeinanda fyrir föndrið.  Fundarritari Erla Ragnarsd.

Almennur fundur 13. janúar 2002

Fundurinn byrjaði með almennum söng við undirleik Gunnars Davíðssonar.

Fundarstjóri Sigurður Steindórsson – fundarritarar Erla Ragnarsd. og Steina H. Aðalsteinsd.

2 mál lágu fyrir fundinum – vetrarstarfið – kosning.

Formaður las bréf frá Hótel Örk og frá Skálholtsskóla.

Fundarstjóri gaf orðið laust – til máls tóku Brynhildur Jónsdóttir, Sveinn Rafn Eiðsson, Bjarni Eyvindsson, Gunnar Davíðsson og Gunnar Björnsson.

Gunnar Björnsson spilaði fyrir almennum söng.

Fundarstjóri las upp nöfn á húsnæðinu  sem stjórnin var búin að velja – miðum var dreift til kosningar.

Kaffihlé.

Ólafur Steinsson, Jens Ásmundsson og Sigurður Sigurdórsson töldu atkvæðin.

Fundarstjóri skráði atkvæðin sem féllu þannig.

Þorlákssetur 27 – Þorláksstofa 25 – Vinaminni 16 – Þorláksbúð 8 – Uppsalir 1 – Þorláksminni 1.

Gunnar Björnsson las úr æviminningum sínum og spilaði undir fjöldasöng.

Formaður las sögu.  Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Stjórnarfundur 3. janúar 2002

Formaður setti fund og ritari las fundargerð síðasta fundar.

Mættir voru:  Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Sunna Guðmundsd. og Erla Ragnarsdóttir.

Rætt hvort leigja ætti út húsnæði félagsins – samþykkt að leigja ekki út.

Rætt um skemmdir vegna leka í sameign.

Ólafur skýrði frá stöðu reikninga félagsins.

Rætt um fyrirhugaðan fund – formaður var búinn að útbúa bréf sem senda á út fyrir fundinn.

Vetrarstarfið rætt – rætt um leshring –2 sumarferðir félagsins ræddar – einnig leikhúsferðir.  Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Stjórnarfundur 17. desember 2001

Formaður setti fund, mættir voru undirritaðir: Auður Guðbradsd., Erla Ragnarsd., Ólafur Steinsson, Gunnar Kristófersson og Sunna Guðmundsdóttir.

Aðal fundarefni hvort leigja skyldi út húsið – ákveðið að leigja það ekki – allir sammála um það.

Rætt um almennan fund eftir áramót þar sem nafn yrði ákveðið á húsið.

Stjórnarfundur 11. desember 2001

Formaður setti fund.  Mættir voru: Auður Guðbrandsd., Erla Ragnarsd., Steina H.Aðalsteins., Ólafur Steinsson, Gunnar Kristófersson, Sunna Guðmundsd., Gréta Jónsdóttir og Ásgerður Sigbjörnsdóttir.

Formaður ræddi það sem hún tók saman frá vígsluhátíðinni.

Ólafur sagði frá fjárhagsstöðu félagsins.

Formaður sagði bæjarstjóra hafa lofað kr. 60.000,- í viðtali sem settar yrðu inn á reikning félagsins sem er ígildi ½ starfskrafts eins og lofað hafði verið.

Formaður lagði fram uppkast að fyrirhugaðri starfsemi næsta árs.

Félagsmálafulltrúi mun mæta á næsta fund.

Sunna stakk upp á kennslu í þrívíddarmyndum.

Kristín spurði hvort ekki væri hægt að hafa bingó.

Talað var um hátalarakerfi í húsið.  Fundarritari Erla Ragnarsd.

Vígsluhátíð hússins 1. desember 2001

Formaður félagsins Auður Guðbrandsdóttir bauð fólk velkomið.

Séra Jón Ragnarsson sóknarprestur vígði húsið.

Gyða Halldórsdóttir eiginkona séra Jóns lék undir fjöldasöng.

Formaður þakkaði öllum þeim sem lagt höfðu hönd á plóg svo langþráður draumur rættist.

Ólafur Steinsson minntist Þorláks heitins Kolbeinssonar og hans höfðinglegu gjafar en hann arfleiddi félagið að jörð sinni Eystri Þurá og öllum öðrum eigum sínum.

Árnaðaróskir fluttu:  Aldís Hafsteinsdóttir forseti bæjarstjórnar, bæjarstjóri Hálfdán Kristjánsson, Bryndís Sigurðardóttir flutti kveðju frá Magnúsi Ágústsyni bæjarfulltrúa.  Árni Gunnarsson forstjóri Heilsustofnunar tilkynnti 100.000,- króna gjöf og að lokum tók séra Tómas Guðmundsson fyrrverandi sóknarprestur okkar Hvergerðinga í 25 ár til máls, skemmtilegur að vanda.

110 manns skrifuðu í gestabók en ætla má að einhverjir hafi mætt en ekki skrifað.

Fjöldi gjafa bárust félaginu í tilefni af húsakaupunum sem stjórnin þakkar.

Gefendur voru:  Fossraf Selfossi, Árvirkinn Selfossi, K.Á Selfossi, Boðinn Þorlákshöfn, Heilsustofnun Hveragerði, Jón Guðmundsson Hveragerði, N.N. Hveragerði, Ólafur Steinsson og fjölskylda Hveragerði, Starfsfólk Heilsugæslunnar í Hveragerði, Elísubúð Selfossi, Hafsteinn og Valdís Hveragerði, Græna höndin Hveragerði, Hverabakarí Hveragerði, Eden Hveragerði, Þórður Snæbjörnsson  Hveragerði, Guðmunda Gunnarsdóttir Hveragerði, Unnur og Eggert Selfossi, Sjálfstæðisfélagið Hveragerði, Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar, Laufey Valdimarsdóttir Hveragerði, Bjarni Bjarnason Hveragerði, Anna Jónsdóttir Hveragerði og Jón Helgi og Jóna Hveragerði.

Stjórnarfundur 26. nóvember 2001

Formaður setti fund, mættir voru undirritaðir:  Auður Guðbrandsd., Erla Ragnarsd., Ólafur Steinsson, Steina H. Aðalsteinsd., Gunnar Kristófersson, Gréta Jónsdóttir og Ásgerður Sigbjörnsdóttir.

Formaður er búinn að útbúa þakkarbréf þeim sem gáfu félaginu og boðsbréf.

Opnunarhátíðin rædd.

Ólafur og Auður fóru með myndir í innrömmun af Þorláki og frú til að setja upp í húsinu. Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Stjórnarfundur 22. nóvember 2001

Formaður setti fund og ritari las fundargerð síðasta fundar.

Mættir undirritaðir:  Auður Guðbrandsd., Gunnar Kristófersson, Sunna Guðmundsd., Ólafur Steinsson og Erla Ragnarsd.

Fyrsti fundur  í nýja húsnæðinu.

Formaður las bréf frá blaðinu „Listin að lifa“  þar sem beðið var um efni í blaðið.  Beiðni var einnig um hvort einhver vildi vera með áskriftarlínu.

Tryggingarnar sendu bréf.

Landssambandið sendi bréf um afsláttarferðir sem gilda innanlands.

Formaður las bréf þar sem boðið er upp á dvöl í Skálholti – formaður fór þangað og sagði frá dvölinni þar sem séra Bernharð Guðmundsson vildi koma á hvíldardögum fyrir aldraða.

Þórður afhenti kæliskáp sem hann útvegaði frá Ölgerðinni og sagði frá skilmálum.

Rætt um opnun nýja húsnæðisins – hvernig þakka bæri þeim sem gefið hefðu og hverjum skyldi bjóða.

Ólafur sagði frá reikningunum.

Sunna sagði frá hverjir hefðu gefið og hún móttekið fyrir félagið en það voru Árvirkinn sem gaf vöfflujárn og 2 vinnuljós -Fosskraftur gaf 2 vinnuljós – KÁ gaf útvarpstæki – Karl Guðmundsson úrsmiður gaf veggklukku og  Elísa gaf föndurvörur

Fundarritari Erla Ragnarsd.

Fundur stjórnar 8. nóvember 2001

Formaður setti fund.  Mættir voru undirritaðir:  Auður Guðbrandsd., Erla Ragnarsd., Gunnar Kristófersson, Gréta Jónsdóttir og Þórður Snæbjörnsson.

Ólafur sagði frá tilboði frá Álnabæ í gardínur og uppsetningu þeirra – tilboðið hljóðaði upp á kr. 256.000,-.  fékk hann 43.000,- króna afslátt svo verðið varð kr. 213.000,-.  Samþykkt að taka tilboðinu.

Formaður sækir um styrk hjá Framkvæmdasjóði aldraðra.

Fundarritari Erla Ragnarsd.

Stjórnarfundur  20. ágúst 2001

Mættir undirritaðir:  Erla Ragnarsd., Auður Guðbrandsd., Sunna Guðmundsd. Og Gunnar Kristófersson.

Formaður kannar hvort peningaframlag frá bænum hafi komið inn og skrifar bréf til bæjarins með ósk um styrk til námskeiðahalds.

Panta á borð og stóla frá Axis.

Þórður ætlar að kanna með ísskáp og formaður uppþvottavél.

Fundarritari Erla Ragnarsd.

Haustlitaferð á Þingvöll 15. ágúst.  45 fóru í ferðina

Blómsveigur var lagður á leiði Þorláks heitins og spilað á munnhörpu.

Almennur fundur 17. ágúst 2001

Erla Ragnarsdóttir og Steina H. Aðalsteinsdóttir ritarar fundarins.

Garðar Hannesson fundarstjóri.

Aðalmál fundarins var stækkun húsnæðisins.

Formaður las bréf frá Stoð.

Fundarstjóri spurði hvort einhver vildi ræða málið en engar umræður urðu og málið tekið út af dagskrá.

Bæjarstjóri skýrði samninginn sem búið var að undirrita og hvernig greiðslum yrði  háttað.  Við seinni greiðslu 6. nóvember fengi félagið afsalið.  Sýnt var allt húsnæðið með  myndum í myndvarpa.

Fundarstjóri þakkaði bæjarstjóra og gaf orðið laust.

Jóna Einarsdóttir kom með fyrirspurn um kaupin og þakkaði stjórninni störfin.

Gunnar Davíðsson spurði um fjárhagsstöðu félagsins sem Ólafur skýrði.

Margrét spurði um dagsektir ef ekki yrði afhent á réttum tíma.

Bæjarstjóri sagði að það væri verktakanum hagkvæmt að staðið yrði við samninga.

Þórður kvaðst vera ósammála um kaupin og ofmikil pressa sett á félagana þegar búið væri að skrifa undir.

Jón Helgi þakkaði stjórninni vel unnin störf og bjæarstjóra fyrir góða útskýringu, hann kvað þetta mikilvægur áfangi fyrir félagið.

Bæjarstjóri sagði mikilvægt að félagarnir stæðu saman og að verðið hefði lækkað um 3 % síðan samningurinn var gerður.

Formaður sagði að stjórnin væri bjartsýn og óskaði eftir að félagsmenn stæðu með stjórninni.

Þórður vildi vita hvort skrifað hefði verið undir á undan fundi.

Bæjarstjóri útskýrði það.

Fundarstjóri bar upp samninginn til samþykktar með handauppréttingu.

53 sögðu já. 5 sögðu nei.   Þar með tók samningurinn gildi.

Formaðr sagði frá hauststarfinu og hún væri búin að semja um fótsnyrtingu fyrir félagsmenn.

Gísli Páll ætlar að styðja við ferðasjóðinn.

Funarritari Erla Ragnarsdóttir.

Fundur í aðalstjórn 17. ágúst 2001

Formaður sagði frá bréfi sem borist hefði frá Stoðverki um óbyggt húsnæði.

Funarritari Erla Ragnarsd.  Mættir einnig:  Auður Guðbradsd., Gunnar Kristófersson.

Undirritun um húsakaup með fyrirvara. 14. ágúst 2001

Auður formaður, Erla Ragnarsd. ritari og Ólafur Steinsson gjaldkeri mættu hjá bæjarstjóra ásamt Hafsteini og skrifað var undir húsakaupin feð fyrirvara,  farið var síðan heim til Gunnars Kristóferssonar gjaldkera í veikingaleyfi sem skrifaði einnig undir.

Fundur aðalstjórnar 12. ágúst 2001

Formaður setti fund.

Ræddur kaupsamningur sem bæjarstjóri var búinn að gera.  Allir samþykkir honum nema Þórður sem vildi ekki að félagið yrði skuldsett, með vaxtalausu skuldabréfi í 5 ár til tryggingar að við gætum eignast það seinna, hann vildi sleppa hluta húsnæðisins, bréfið var upp á 1, 5 milljónir og neitaði hann að skrifa undir.

Formaður lagði til að bréfið yrði undirskrifað af bænum sem þeir voru búnir að lofa.

Stjórnarfundur 6. ágúst 2001

Formaður setti fund.  Undirritarðir mættir:  Erla Ragnarsd., Þórður Snæbjörnsson, Auður Guðbradnsd., Gunnar Kristófersson, Sunna Guðmundsd.

Bæjarstjóri mætti á fundinn og skýrði frá kaupsamningi um húsakaupin.

Sagt frá námskeiðum sem fyrirhuguð eru:  Leikfimi undir stjórn þjálfara hjá Styrk,

vatnsleikfimi undir stjórn Krist…. (get ekki lesið), matreiðslunámskeið, stjórnandi heimilisfræðikennari,  leir hjá Hrönn,  gler hjá Sigurbjörtu og bókband hjá Laufeyju.

Ólafur kom með tilboð í borð og stóla frá Axis sem hann sagði hafa verið lægsta verðið.

Ákveðið að halda almennan félagsfund vegna breytinga á húsakaupum

Fundarritari Erla Ragnarsd.

Stjórnarfundur 14. ágúst 2001  

? hvort hann er 14. Júlí.  Ég hef einnig raðað eftir málefnum sem ekki voru öll skráð í bókina á sama stað.  ????

Formaður setti fund og ritari las fundargerð síðasta fundar.

Bréf lesið um haustferðir eldri borgara – ferð til Sardiníu og  frá Sól til Kýpur.

Rætt um breytingar sem orðið hafa á húsnæðinu hjá Hafsteini.  Þórður kom með teikningar  sem voru strikaðar eftir breytingunum sem búið er að gera.

Þórður vildi að tryggt yrði að bærinn stæði við gefin loforð.

Ákveðið að fá fund með Hafsteini og bæjarstjórninni þar sem starfshópurinn mundi mæta ásamt formanni sem finnur tíma á fundinn.

Kolbrún lét formann vita um heilsuvernd (ekki víst að rétt sé) og formaður var búinn að athuga með tíma hjá Styrk og Sundlauginni.

Sunna spurði um sundferðir sem ræddar hefðu verið.

Sunna sagði Jens ekki vilja gera við borðin sem voru hjá henni.

Óskir hafa komið um að fara á söngleik á Hvolsvelli.

Gunnar sagði áhugaverða ferð fyrirhugaða á næsta ári að skoða safnið að Skógum.

Rætt var um breytignarnar sem orðið hafa á húsnæðinu og þeim teikningum sem hafa komið ýmist stærra eða minna húsnæði, fannst sumum að þyrfti að mæla það upp og Hafsteinn stæði við gefin loforð um 20 fm. Leigulaust í 5 ár.

Þórður kom með teikningar sem voru strikaðar eftir breytingunum sem búið er að vera.

Ákveðið var að fá fund með Hafsteini og bæjarstjórninni þar  sem starfshópurinn mundi mæta, formaður ætlar að sitja fundinn og sjá um tímasetningu.

Aage sendi bréf með verði á stálgrindahúsi.

Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Farið á Njáluslóðir  13. júlí 2001

  Borðuð kjötsúpa á Hvolsvelli.

Stjórnarfundur 10. júlí 2001

Formaður setti fund og ritari las fundargerð síðasta fundar.

Mættir voru:  Auður Guðbrandsd., Erla Ragnarsd., Ólafur Steinsson,   Gunnar Kristófersson, Þórður Snæbjörnss., Sunna Guðmundsd., Kristín B. Jóhannesd., Ásgerður Sigbjörnsd., Steina H. Aðalsteinsd.

Bréf til félagsins frá félagi eldriborgara á Ólafsfirði sem bauð afþreyingu í markaðstjaldi í Lómakoti.

Bréf um ferð til Kúlúsuk.

Bréf frá Ungmennafélagi Íslands – íþróttir fyrir aldraða.

Ólafur Steinsson kosinn gjaldkeri í stað Gunnars Kristóferssonar á meðan hann er veikur.

Skoðað hafði verið húsnæðið og Hafsteinn ætlar að leggja fram teikningar af húsnæðinu fyrir næsta fund.  Hafsteinn vill að beðið verði eftir bæjarstjóra með að ganga frá kaupunum.

2 ferðir ákveðnar, á Njáluslóðir og haustlitaferð á Þingvöll.

Rætt um að senda bréf með rukkun til nýrra félaga.

Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Almennur fundur haldinn í Þinghúskaffi  28. júní 2001

Frá bænum mættu Hálfdán Kristjónsson og Gísli Páll fyrir Aldísi Hafsteinsd.

Formaður setti fundinn – Garðar Hannesson fundarstjóra –  Erla  og Steina ritarar.

Formaður sagði frá sumarferð.

Formaður sagði að eitthvað yrði gert til minningar um hjónin Eirík og Sigríði sem voru frumhvöðlar að menningarmálum staðarins.

Fundarstjóri ræddi fundarboð sem út var sent.

Bæjarstjóri ræddi húsnæðismál og lofaði 7 millj. króna framlagi.

Þórður Snæbjörnsson þakkaði fulltrúum bæjarins  fyrir að mæta og rædd voru húsnæðismálin.

Gísli Páll bar kveðju frá Aldísi og sagði að bæjarfélagið mundi styrkja hvaða hús sem yrði keypt.

Guðríður spurði hvort ekki mætti gera meira fyrir eldri borgara.

Kristín spurði í hverju fælist ½ starf.

Theodór fannst umrætt húsnæði of lítið – spurði hvort húsnæði  hefði  komið til greina ef eldri borgarar hefðu ekki átt peningana.

Gunnar Davíðsson sagði peningana hafa verið gefna til húsakaupa.

Ólafur Steinsson þakkaði bæjarstarfsmönnum komuna og hve vel hefði verið tekið í húsnæðismálin.

Jóna Einarsdóttir sagði húsakaupin mjög góðan kost og lagði til að þau yrðu samþykkt.

Bjarni Bjarnason talaði um húsnæðið og rekstur þess.

Formaður þakkaði starfshópnum vel unnin störf og jákvæðar undirtektir bæjarstjórnar.

Gunnar Kristófersson skýrði frá fjárhaldsstöðu félagsins og þakkaði Þorláki heitnum gjöf hans.

Þórður bar fram tillögu um að bæjarfélagið styrkti félagið um 3 milljónir eftir 5 ár – Gísli Páll sagði ekki hægt að lofa því að svo stöddu.

Erla spurði Gísla Pál hvort framlagið sem félagið hefði fengið yrði áfram og sagði hann svo vera.

Fundarstjóri spurði fundarmenn hvort greiða ætti atkvæði um tillöguna um húsakaupin skriflega eða með handauppréttingu – samþykkt með handauppréttingu.

Mættir voru:  66 manns.   43 sögðu já, 9 sögðu nei 14 sátu hjá.

Jens Ásmundsson og Aage Michelsen töldu atkvæðin.

Fundarritari Erla Ragnarsdóttir.

Sumarferðin var farin til Vestmannaeyja 25.-27. júní – siglt var kringum eyjarnar.

Stjórnarfundur 19. júní 2001

Formaður setti fund.  Mættir undirritaðir:  Erla Ragnarsd., Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Gréta Jónsd., Þórður Snæbjörnsson, Ásgerður Sigbjörnsd., Steina H. Aðalsetinsd., Sunna Guðmundsd. og Kristín B. Jóhannesd.

Rætt um almennan félagsfund sem verður 28. júní  og bæjarstjóri og forseti bæjarstjórnar muni koma á fundinn.   Á fundinum verður tekin endanleg ákvörðun um húsnæðiskaupin – sent verður út bréf til allra félagsmanna með öllum upplýsingum um húsnæðið.

Bæjarstjórn bauð starfskraft í ½ starf fyrir félagið.

Þórður hafði ekki heyrt frá aðilanum sem bað um frest til að gera okkur tilboð í húsnæði.

Auður las upp athyglisverða grein um eldri borgara á Dalvík og í Hrísey.

Sunna sagðist vera með 2 borðstofuborð frá Þurá og ákveðið að fá Jens til að lagfæra þau.  Fundarritari Erla Ragnarsd.

Sjórnarfundur 12. júní 2001

Mættir undirritaðir: Erla Ragnarsd., Auður Guðbrandsd., Ólafur Steinsson, Þórður Snæbjörnsson, Sunna Guðmundsd., Kristín Jóhannesd., Gréta Jónsdóttir, Ásgerður Sigbjörnsdóttir og Steina H. Aðalsteinsd.

Formaður setti fund.  Ritari las fundargerð síðasta fundar.

Rætt um gjöfina frá Boðanum og samþykkt að hún færi í fleiri en eina ferð –  Auður sendir Boðanum þakkarbréf.

Ólafur sagði frá viðræðum starfshópsins við bæjarstjórn og lagðar voru fram teikningar af húsnæðinu yfir Heilsugæslunni – rætt var um sameignina.

Sunna taldi upp allt sem til væri af föndurefni sem geymt væri hjá henni.

Ólafur sagðist vera með pastelliti.

Þórður bað um frest til að geta rætt við mann sem hug hefði á að selja félaginu húsnæði.

Ólafur fékk gefins stjúpur frá Garðyrkjustöððinni Borg til að setja á leiði Þorláks heitins og bauðst til að gróðursetja þær.  Fundarritari Erla Ragnarsd.

Stjórnarfundur heima hjá Auði formanni  8. maí 2001

Öll stjórn og varastjórn mætt.

Formaður las upp bréf frá Sparisjóði eldri borgara, bréf frá Lífeyrissjóðum og  bréf frá Búnaðarbanka Hveragerðis.

Formaður sagði frá landsþingi Félags eldri borgara en hann sátu Auður Guðbrandsdóttir formaður og Ólafur Steinsson varaformaður.  Þau sátu ráðstefnu um hvernig aldraðir hjálpa öldruðum.

Formaður skýrði frá starfsemi Búmanna byggingarfélags..

Ólafur sagði frá fundi starfshópsins um  húsamálin – 30 apríl var ákveðið að fá ráðgjafa til að meta húsnæðismálin – Auður formaður sagðist vera vanhæf í starfshópinn og stakk upp á Erlu Ragnarsdóttur sem samþykkt var og Þórður Snæbjörnsson til vara.

Formaður tilnefndi 2 nefndir.

Ferðanefnd:  Garðar Hannesson, Helga Baldursdóttir, og Guðborg Aðalsteinsdóttir.

Skemmtinefnd: Kristín Jóhannesdóttir, Ragnheiður  Kjartansdóttir og Steina H. Aðalsteinsd..

Ákveðið var að láta peninga frá Boðanum fara í Vestmannaeyjaferðina.

Rætt hvernig megi koma boðum til allra félagsmanna um dagskrá sem í boði væri – ákveðið að láta ákvörðun bíða haustfundar.  Fundarritari Erla Ragnarsd.

Farið var í Iðnó 5. apríl að sjá Sniglaveisluna.

Farin var menningarferð til Reykjavíkur á sumardaginn fyrsta, skoðuð söfn, Listasafn Íslands og þar drukkið kaffi. Ásmundarsafn skoðað og safnið að Kjarvalsstöðum.

Vetrarstarfinu lauk með opnu húsi og sýningu á starfsemi vetrarins.  Björn Pálsson hélt fræðsluerindi um Hveragerði og sýndi myndir.  Hörpukórinn söng.

Þetta var í Þinghússkaffi og lauk starfinu með kaffidrykkju.

Stjórnarfundur 2. apríl 2001

Skoðuð voru húsnæði sem í boði voru:  Efri hæðin yfir heilsugæslunni, Austurmörk 7 og Þinghúskaffi þar sem fundurinn var haldinn.

Formaður skýrði frá fundi 27. mars með forseta bæjarstjórnar og bæjarstjóra.

Hvernig getur félagið og bæjarstjórn leyst húsnæðisvanda félags eldri borgara í sameiningu – góður og jákvæður fundur.

Lesið úr skýrslum Landssambandsins.

Margrét Árnadóttir færði félaginu efni til föndurgerðar.

Fara á ferð til að skoða söfn og í kaffi  á sumardaginn fyrsta – félagið borgi rútuna.

Slíta á vetrarstarfinu 26. apríl.

Sumarferðin til Vestmannaeyja 25.-26. júní.  Fundarritari Erla Ragnarsd.

Stjórnarfundur 20. mars  2001

Formaður setti fund eins og venja er og stjórnin skiptir með sér verkum.

Gunnar Kristófersson gjaldkeri,  Ólafur Steinsson varaformaður,  Erla Ragnarsdóttir ritari og  Sunna Guðmundsd. meðstjórnandi.

Ræða á við Aldísi Hafsteinsdóttur og bæjarstjóra og Hálfdán Kristjánsson um húsnæðismál félagsins.

Bréf frá Landssambandi eldri borgara um þingið og val á fulltrúa á það.

Tilboð frá ferðaþjónustu Vestmannaeyja.

Ferðanefnd verði skipuð og stungið upp á Þórði Snæbjörnssyni sem aðalmanni – hann átti að fá með sér fólk.

Fundarritari  Jens Ásmundsson. fráfarandi ritari félagsins.

Aðalfundur 2001  haldinn í Þinghúskaffi 15. mars

Formaður setti fund.

Þórður Snæbjörnsson fundarstjóri.

Þórður talaði um úrsagnir úr stjórn.

Alda las upp skýrslu stjórnar.

Truman las upp reikninga félagsins.

tekjur kr. 14.209.572,- 

gjöld  k   1.265.331,-

eignir kr. 15.896.507,-

hrein eign kr. 15.896.507,- Reikningar samþykktir samhljóða.

Endurskoðað af Jónu Einarsdóttur og Helgu Baldursd.

Formannskjör – 2 í framboði:  Auður Guðbrandsdóttir og Alda Andrésdóttir.

Auður kosin formaður og fólk stóð upp og klappaði fyrir Öldu.

Uppástunga kom um meðstjórnendur:  Sunnu Guðmundsdóttur, Erlu Ragnarsdóttur, Ólaf Steinsson og Gunnar Kristófersson.

Þessir voru kosnir:  Varamenn:  Þórður Snæbjörnsson, Steina H. Aðalsteinsdóttir, Ásgerður Sigurbjarnar, Kristín Johannesdóttir, Gréta Jónsdóttir  og Alda B. Óskarsdóttir.

Kosið var á milli meðstjórnarkandidata.

Kosnir meðstjórnendur:  Steina H. Aðalsteinsd., Þórður Snæbjörnsson, Kristín Jóhannesdóttir, Ásgerður Sigurbjarnardóttir, Gréta Jónsdóttir og Alda B. Óskarsd.

Endurskoðendur endurkosnir.

Nýr formaður Auður Guðbrandsdóttir ræddi um húsakaup og fleira.

Þórður Snæbjörnsson ræddi um húsakaup og benti á salinn uppi í nýja heilsugæsluhúsinu.

Bjarni Eyvindsson sagði söguna af reykskynjara Þorláks heitins.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur 12. mars 2001

Mættir voru:  Alda, Jens, Jón Helgi, Kristín Jóns., Trúmann, Auður, Kristín Jóhannesd. og Þórður Snæbjörnsson.

Formaður setti fund

Aðalfundarmál rædd.sem verður  15. mars.

Pantaðir hafa verið miðar á sniglaveislu þar sem veislan kostar kr. 1.900,- og rútan kr. 600,- á manninn.

Ferð kynnt til Vestmannaeyja 13.-15. maí.

Kristín Jóhannesdóttir gefur ekki kost á sér í aðalstjórn en í lagi að vera í meðstjórn eins og er..

Stefáni Sigurðssyni verður send afmæliskveðja á 100 ára afmælinu þann 14. mars og Jóni Guðmundssyni á 90 ára afmælinu.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Fundur í stjórn 11. janúar 2001

Formaður setti fund og mættir allir stjórnarmenn og flestir úr varastjórn.

Starfið verður áfram eins og verið hefur til vors.

Bréf dags. 7. des. 2000 frá Landssambandinu um ferðir með afslætti og flugferðir með afslætti.

Truman ræddi um húsakaup.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Ferðin til Þorlákshafnar tókst vel og farið var á 4 bílum.

Stjórnarfundur heima hjá formanni 31. október  2000

Aðalstjórnin mætt öll.

Ákveðið að Garðar haldi áfram.

Smiðjan áfram með Gler og Leir.

Myndmennt í gamla grunnskólanum – Snorri Snorrason leiðbeinir.

Stofnaður blandaður kór undir stjórn nefndar sem  í eru Pétur Þórðarson, Ragnheiður Busk, Gunnar Davíðsson og  stjórnandi er Björg Hilmisdóttir.

Ferð ráðgerð til Þorlákshafnar að líta á föndur  hjá eldri borgurum.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur haldinn heima hjá formanni 27. september 2000

Mættir voru:  Alda, Jens, Kristín Jóns, Kristín Jóhannesd.  fyrir Trúmann.  Tveir fóru heim til Jóns Helga og hann ritaði einnig undir samninginn.

Þurá – undirskrift kaupsamnings og  afsals vegna sölu á jörðinn Eystri Þurá 2 í Ölfusi.

Alda kynnti kostnaðarliði  sölunnar.

Auglýsing 18. apríl kr.     5.198

Auglýsing 3. maí kr.     4.158

10. júlí innborgað kr.   – 9.356

27. sept söluþóknun kr. 436.995

27. sept. Útl. gagnaölfun kr.     3.500

Samtals greiðsla kr. 449.851

Greiðist af tékkanum  í bankanum þegar hann verður innleystur.

Farið verður niður að Þurá á föstudagmorgun til að sækja dótið sem á að varðveita.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur 19. september 2000

Mættir voru Alda, Jens, Auður, Kristín Jóhannesd., Pétur, Þórður, Kristín Jónsd. og Þórður Snæbjörnsson.

Húsnæðismál rædd – Hálfdán bæjarstjóri kom á fundinn og lýsti fyrir okkur hugmynd að húsnæði fyrir eldri borgara – sagði okkur frá hvaða lausnir  þeirra á Ólafsfirði eru.

Ákveðið að vera í Þinghúskaffi fram til áramóta.

Auður lýsti tímum í sundi og leikfimi – talaði hún við skólastjóra um matreiðslunámskeið fyrir karlmenn.

Greiða þarf kr. 500,- á mann í Þinghúskaffi, þar með þarf félagið ekki að sjá um kaffi og þrif.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Ferðalag í Tungnarétt, Geysisstofu og í Skeiðarétt og komið við hjá Ölfushestum, síðan í kaffi í Básum.

Stjórnarfundur 12. september 2000

Mættir undirritaðir:  Alda Andrésdóttir, Jens Ásmundsson, Auður Guðbrandsd. Trúmann Kristiansen, Kristín B. Jóhannesd. og Þórður Snæbjörnsd.  Jón Helgi var veikur.

Tillaga frá stjórn félagsins.  ( Í stuttu máli)  Stjórn félagsins telur afar fátítt að félag sem telur hátt í annað hundrað félagsmenn hafi verið frá upphafi á hrakhólum með  húsnæði fyrir félagsstarfið.  Stjórnin skorar á bæjarstjórn Hveragerðis að leysa nú á myndarlegan  hátt í samráði vð stjórn félagsins úr þessum vanda.  Með fyrirfram þökk og vonum um góðar undirtektir.

Húsnæðsmál mikið rædd en ákveðið að bíða átekta, tala við fleiri.

Bæjarstjóri mætti ekki á fundinn.

Þurá – Pétur segir að nú verði að  hreinsa húsð á Þurá í vikunni –  Þurárnefnd ákveður hvað skal hirða og koma því í hús.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur 5. september 2000

Mættir voru undirritaðir:  Jens Ásmundss.,  Alda Andrésd., Þórður Snæbjörnsson, Sigmundur Bergur Magnússon,  Auður Guðbrandsd., Jón Helgi Hálfdánarson, Pétur Þórðarson og Trúmann Kristiansen.,

Húsnæðismál – 4 tillögur komu fram – ákveðið að fresta ákvörðun til 12. sept.

og fá bæjarstjóra á fundinn.

Leiðbeinendur – ákveðið að búa til program og auglýsa jafnvel eftir leiðbeinendum.

Dagsferð – réttarferð og Geysisstofa skoðuð 16. sept.

Varaformannskjör – Jón Helgi Hálfdánarson kjörinn. Fundarritari Jens Ásmundsson.

Vorhátíðin 13. maí tókst vel.

Eyrarbakkaferð farin og tókst vel.

Aðalferð sumarsins tókst vel.

Farið út í Viðey, skoðuð kirkjan, Viðeyjarstofa og drukkið kaffi þar -Jón Helgi fararstjóri – góð en stutt ferð.

Félagsfundur haldinn í Völundi 25. maí  2000 – mættir eru um 50 manns.

Formaður setti fund og fundarstjóri var Þórður Snæbjörnsson.

Pétur Þórðar. skýrði frá gangi mála og söluhorfur Þurár.  Tilboð 1, 7 millj. staðgr. tilboð 2, 12.millj. frá Eyþóri, tilboð 3 12.1 milljón frá Hrefnu í Reykjakoti, tilboð 4, upp á 13 millj staðgr. frá Orkuveitu Reykjavíkur.

Pétur útskýrði málin mjög vel.

Tillaga frá Jens Ásmundssyni.  Stjórn félagsins biður fundinn um heimild til að selja jörðna Eystri Þurá 2, þó að lágmarki fyrir 13 milljónir staðgreitt.   

Tillagan samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur heima hjá formanni 8. maí 2000

Mættir voru:   Alda, Jens, Trúmann, Auður, Kristín Jóhannesd. Þórður Snæbjörnss. og Kristín Jónsd.

Þurármálið – Truman lýsti að við þyrftum að fá tilboð í jörðina sem við værum ánægð með og þá væri hægt að auglýsa félagsfund.

Vorhátíð á Örkinni 13. maí – kr. 1.000,- á mann.

11. maí farið til Eyrarbakka – Húsið skoðað og kannski drukkið kaffi.

18. maí heimsókn í Garðabæ – rútan greidd af félaginu.

Auður Guðbrands. kom með söngbækur sem gerðar hafa verið fyrir félagið – 30 stk. kosta kr. 12.000,-

Þurá – Opin tilboð í jörðina – hæsta tilboði tekið  kr. 12.100.000,- heimild þarf fyrir þessu á félagsfundi.

Stjórnarfundur haldinn heima hjá formanni 4. apríl 2000

Mættir voru:  Alda, Jens, Trúmann, Jón Helgi og Kristín Jónsd.

Sigmundur Bergur Magnússon veiktist svo kosinn var varamaður í Þurárnefndina – Helgi Jóhannsson kjörinn.

13. apríl farið í leikhús á Kysstu mig Kata.

Rædd ferð á Snæfellsnes – gist í Langaholti,  kr.  8.000,- á mann í 2 nætur með hálfu fæði – farið yrðin 21. júní.

Opna húsið hættir í síðasta lagi 1. viku í maí.

Bjarnfríður Leosdóttir býður okkur í mat til Akranes 6. maí – kostnaður kr. 2.500,- + bíll.

Vorgleiðin á Örkinni 13. maí kl. 13:00-17:00.

Rætt verður við Önnu Jórunni um upplestur og hún velji sér undirleikara.  Jón Helgi ræðir við Jón Bjarnason Skeiðháholti um að vera með diskótek.  Var með diskótek á Eyrarbakka.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Aðalfundur haldinn í húsnæði Boðans 25. mars 2000

Formaður setti fund og skipaði Þórð Snæbjörnsson fundarstjóra.

Skýrsla formanns.  Alda sagði frá starfinu á árinu.

Skýrsla og reikningar samþykktir – lítið ræddir en allir sáttir.

Kosning:  Alda kosin formaður, stjórn og varastjórn endurkjörin.  Endurskoðendur Jóna Einarsdóttir og Ingólfur Pálsson.

Argjald félagsins verði kr. 1.000,-

Tillaga um nefndarnefnd frá stjórn – Margrét Þorsteinsd., Ingólfur Pálsson og Anna Sigríður Egilsdóttir    samþykkt.

Tillaga um laganefnd frá stjórn.

Guðmundur Jónss. og Guðrún Jóhannsd. – samþykkt.

Önnur mál.

Alda lýsti ferðamöguleikum á Snæfellsnes og tilboði frá Örkinni, Akureyri og Mývatni.

Stjórn getur kallað til fólk vegna hugsanlegra lagabreytinga.

Rætt um Þurármálið – Þórður Snæbj. bar upp tillögu um að aðalfundur samþykkti að auglýsa fyrir maílok eftir tilboðum í eignahlut félagsins í jörðinni Eystri Þurá í Ölfusi. Annars vegar auglýst eftir tilboðum í allan jarðarhlutann og hins vegar í þann hluta sem er austan Þorlákshafnarvegar. Réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum.    Tillagan felld.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

25. mars kom stjórnin sama til að undirbúa aðalfund.

11. mars Leiksýning Spanskflugan í Aratungu.

Stjórnarfundur 9. mars 2000

Mættir voru:  Alda, Jens, Trúmann, Þórður, Pétur, Auður og Kristín Jónsd.

Formaður  setti fund.

Aðalfundurinn ræddur.

Truman lagði fram drög að tillögum sem ekki þóttu þarfar.

Magnús Leopoldsson er tekinn til  við að selja jörðina og vill myndir og pappíra sem Pétur fær lögfræðinginn til að afhenda honum.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

4. mars farið á Góugleði á Eyrarbakka – fararstjóri Jón Helgi Hálfdánarson

Stjórnarfundur haldinn heima hjá formanni 21. febrúar 2000

Mættir voru:  Alda, Trúmann, Jens, Bergur, Auður, Kristín Jóns, Kristín Jóhannesd. og Jón Helgi.

Formaður setti fund.

Farið í Gerðuberg

Góugleði á Eyrarbakka 4. mars – verð kr. 2.500,- með fordrykk mat og öl á borðið.

Eldri borgarar í Garðabæ koma í heimsókn til okkar  í endaðan mars.

Bréf frá Gylfa Eldjárn Sigurlinnasyni um að hann hafi vandaðar vörur fyrir handverk.

Tilboð barst um námskeið í lögfræði.

Bréf frá Vís um námskeið.

Bréf frá Landssamb. eldri borgara um ferðanefnd stéttarfélaga.

Auglýsa skal lagabreytingar með aðalfundarboðinu.

Auður ræddi Þurármálið.

Truman gerir tillögu um að Þurárnefndin fari til Magnúsar Leopoldssonar og biðji hann að auglýsa eftir tilboðum í Þurá.  Samþykkt.  Fundarritari Jens Ásmundss.

Farið í Háskólabíó 26. janúar að sjá Engla Alheimsins

Stjórnarfundur haldinn heima hjá formanni 7. janúar 2000

Mættir voru undirritaðir:  Alda Andrésdóttir, Jens Ásmundsson, Kristín Jónsdóttir, Kristín B.  Jóhannesd., Trumann Kristiansen og Sigmundur Bergur Magnússon.

Rætt um opna húsið sem verður óbreytt og hefst 13.jan.

Þurármálið rætt og gjaldkera falið að hafa samband við Magnús Leopoldsson um að auglýsa jörðina til sölu og skilgreina legu og stærð hennar.

Talað um að fara í bíó að sjá Engla alheimsins.

Truman fékk umboð til að hækka laun Huldu í kr. 2.000,- fyrir hvert opið hús. Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur heima hjá formanni 21. september 1999

Mættir undirritaðir:  Jens Ásmundsson,  Alda Andrésdóttir,  Auður Guðbrandsd. Þórður Snæbjörnsson og Trumann Kristiansen.

Móttaka eldri borgara frá Akranesi tókst mjög vel.

Vetrarstarfið rætt – húsnæðismál rædd og ákveðið að þiggja boð Leikfélagsins  um að vera þar.

Formaður vill umræður við Grétu Jónsdóttur og Helgu Vilmundardóttur sem leiðbeinendur  – einnig samþykkt að fá Huldu Jóns. sem umsjónarmann um kaffið og þrifin.

Bókbandið rætt og samþykkt að borga helming kostnaðar fyrir félagsmenn kr. 5.000,-

Félagið borgar laun til Grétu, Helgu, og Huldu.

Haustferð í Haukadal – Garðar Hannesson fararstjóri – Alda sér um ferðina.

Bréf frá tollstjóra um skuld upp á kr. 8.083,-.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur heima hjá formanni 23. ágúst 1999

Formaður setti fundinn, mættir voru undirritaðir: Kristín b. Jóhannesd. Trúmann Kristiansen, Þórður Snæbjörnsson, Auður Guðbrandsd. Jens Ásmundsson, Alda Andrésdóttir, Kristín Jónsd. Jón Helgi Hálfdánarson og Pétur Þórðarson.

Sumarferðir tókust vel og stóðu undir sér peningalega.

Kannað hefur verið með kaffihlaðborð víða en ákveðið að fara á Örkina 11. sept.

Ákveðið að fá Björn Pálsson til að sýna fólkinu Hveragerði.

Skemmtiatriði: Einsöngur, dúett, presturinn verður veislustjóri,  Andrew systur syngja og Karl Guðmundsson les upp við undirleik.  Verð í kaffið kr. 1.000,-.

Ritari skrifar bæjarstjórn bréf um húsnæðismál félagsins.  Rætt um að skoða húsnæði sjálfstæðis-herbergið frítt eða leigja af leikfélaginu.

Þurármálið – Kosin verður nefnd til að fá úr skorið hver stærð jarðarinnar er – nefndina skipa Pétur Þórðarson, Sigmudnur Bergur Magnússon og Auður Guðbrandsdóttir.

Pétur Þórðarson gengur frá að útihúsin verði brennd eða rifin.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur haldinn heima hjá formanni.  Ekki tímasettur.

Mættir á fund voru:  Alda, Jens, Trumann Kristiansen, Kristín Jónsd. og Pétur Þórðarson.

Formaður setti fund og bauð nýjan gjaldkera velkiminn.

Fararstjóri verður pantaður fyrir Hólaferð og verð gæti hækkað þess vegna.

Ferð í Landmannalaugar e.t.v. 3. júlí.

Lögin verða sérprentuð.

Eldri borgarar frá Akranesi koma í heimsókn 1.-15. sept. – Við tökum á móti þeim.

Þurármálið rætt.

Pétur Þórðarson sér um jörðina og nýtir þar til annað verður ákveðið.

Pétri falið að auglýsa dráttarvélina.

Þórður Snæbjörnsson talar við Alfreð Þorsteinsson formann Veitustofnana Reykjavíkur.

Talað um að kaupa tölvu – málinu frestað.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Aðalfundur haldinn í sal Boðans 9. júní 1999

Formaður setti fund – fundarstjóri Þórður Snæbjörnsson – fundarritari Jens Ásmundss.

Formaður las skýrslu stjórnar.

Unnur Ben las reikninga félagsins en hún er að kveðja stjórnina.

Tvær bls. skráðar um fjármál ársins  – ég skrái það ekki hér.

Kosning formanns – Alda kosin formaður.  Í stjórn kosin:  Jens Ásmunds., Kristín Jóns., Truman Kristiansen og Jón Helgi Hálfdánarson. Varastjórn kosin: Kristín Jóhannesd. Þórður Snæbj.,  Auður Guðbrandsd., Pétur Þórðarson og Sigmundur Bergur Magnússon.

Endurskoðendur endurkosnir:  Jóna Einars og Andrés.

Þurármálin – Kristján B. Jónsson fer yfir Þurármálin – hann skilaði ýtarlegri skýrslu um sín verk og hefur skilað okkur þeim mjög vel – þar kemur fram að gögn vantar um landamerki Ytri Þurár.

Bréf frá Skátafélaginu Strók með beiðni um stað undir skála – beiðninni hafnað.

Lög félagsins skrá og samþykkt.    ég skrái þau ekki hér.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur að Sólbakka hjá Öldu 25. maí 1999

Mættir voru:  Kristín Jóhannesdóttir,  Alda Andrésdóttir og einn til.

Greiða þarf Indriða G. Eitthvað fyrir erindi á vorfagnaðinum á Selfossi í maí.  Samþykkt að greiða honum kr. 5.000,-.

Þórður skilaði uppkasti að lögum félagsins – samþykkt að leggja þau fyrir aðalfund.

Kristján B. Jónsson sem tók út og safnaði saman gögnum um Þurá er væntanlegur á aðalfund félagins.  Fundarritari í fjarveru Jens ritara félagsins Kristín Jóhannesdóttir.

Stjórnarfundur hjá formanni 17. maí 1999.

Mættir undirritaðir:  Krisín Jóhannesd.,  Alda Andrésd. og Þórður Snæbjörnsson, Kristín Jónsdóttir og einn til.

Aðalfundur verður haldinn miðvikudaginn 9. júní 1999 í Boðanum.

Aðalfundur Landssambands aldraðra  í Reykjavík 20. maí –  Alda og Kristín Jónsd. fara á fundinn –  til vara Kristín Jóhannsd. og Þórður Snæbjörnsson.

Alda pantaði 50 þjónustubækur.

Lög félagsins – Alda hefur yfirfarið lögin með lögfræðingi Hveragerðisbæjar og las þau upp fyrir fundinn sem gerði lítilsháttar breytingar á uppkastinu sem verður síðan lagt fyrir aðalfund – Þórður sér um það.  Fundarritari í fjarveru ritara félagsins Kristín Jóhannesdóttir.

Stjórnarfundur 16. mars 1999

Mætt voru:  Alda, Jens, Kristín Jóns., Unnur og Kristín Jóhannesd.

Ákveðið að fara í bíó í næsta mánuði á Hillarý og Jacký.

Leikfélag Hveragerðis er með sýningu sem  Alda ætlar að hvetja fólk til að fara á.

Greitt verður námskeið fyrir leiðbeinanda sem haldið verður á Hótel Örk.

Bréf frá eldri borgurum í Rvk. þeir bjóða upp á dansleiki í Árgarði á föstudögum.

Bréf frá bæjarráði – erindi frá samtökum eldri borgara – því er vísað til íþróttaráðs bæjarins.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur haldinn hjá Öldu  ekki getið um tíma.

Mættir voru:  Alda, Jón Helgi, Jens, Kristín og Unnur.

Alda sagði að Inga Holde komi og sýni silkiborða og kannski mun hún hafa námskeið.

Benedikt Davíðsson kemur til okkar 4. mars.

Þjónustubók kynnt – illa tekið á landsvísu en margir vilja slá af vöru og þjónustu fyrir Hvergerðinga.

Sumarferðin rædd – farið verður á Síldarævintýrið  og gist 3 nætur  á Hólum í Hjaltadal.

Bréf frá Skátafélaginu – ósk um að fá land undir skála –  verður rætt á félagfundi en stjórninni finnst það ekki tímabært.

Stjórnin er komin með skýrslu frá Héraðsráðunaut á Selfossi sem Unnur kynnti.  Skýrslan vel unnin – allt land Eystri Þurár mælt upp sem reynist vera 114,2 hektarar sem er óskipt land inn á fjallið milli Eystri Þurár 1 og 2.  Við eigum 49 hektara.  Kristján ráðunautur ráðleggur okkur að láta ganga á mörk áður en jörðin verður seld.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur heima hjá Unni 12. janúar 1999

Mættir voru Alda, Jón Helgi, Unnur, Kristín Jóns. og Jens.

Formaður setti fund.

Föndurmálin rædd -Gréta verður áfram með föndrið en ekki Helga Vilmundar.

Leikhúsferð – Farið verður á Selfoss á „Með vífið í lúkunum“.

Rædd aðalferð sumarsins    rætt síðar.

Rætt um húsakaup vegna bréfs frá Sigrúnu og Önnu Jórunni –  húsakaup ekki á dagskrá.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur 10 nóvember 1998

Mættir voru Alda, Unnur, Jens og Kristín.

Formaður las upp bréf frá Flugleiðum – boð um 5 daga dvöl á hótelinu á Klaustri.

Bréf um hlaðborð í Ingólfsskála 11. des. – hlaðborðið gæti komið í stað jólagleðinnar.  Jólafundurinn verður 11. des..

Leikhúsferð 11. nóvember og 10. desember.

Rósa Traustadóttir kynnir námskeið sem hún heldur um jákvæðni til lífsins.

Hrossið dauðadæmt – Alda sér um að farga hrossinu.

Unni falið að tala við Kristján Þórisson svo við getum fengið nánari upplýsingar um eign okkar í Ölfusinu.

Samþykkt af stjórninni að formaður sendi bréf til bæjarstjórnar Hveragerðis um að hún fái lögfræðing bæjarins til að fylgjast með þeim málum sem eru að gerast með sölu á jarðvarmalandi í fjallendi Ölfuss og gæti réttar eldri borgara í Hveragerði  á Eystri Þurá II (norðurbæ) í Ölfusi sem er eign þeirra.

Á ári aldraðra 1999 -gefst sérstakt tilefni til að huga að ýmsu til hagsbóta fyrir eldri borgara -stjórnin vill vera meðvirk í umræðu bæjarstjórnar um mál eldri borgara í Hveragerði á komandi ári.  Fundarritari Jens Ásmundss.

26. sept. Ferð til Reykjavíkur og í Húsdýragarðinn, Garðatorgið, Perluna, Kringluna og síðan heim.

Stjórnarfundur 11. september 1998.

Mætt voru Alda, Jens, Unnur, Kristín Jóhannesd.

Legsteinn á leiði Þorláks heitins verður til í næstu viku.

Þurármálið rætt lítillega.

Alda lætur auglýsa jörðina til sölu og leitar tilboða.

Ákveðið að vera í sal Boðans fyrsta mánuðinn og kaupa meðlæti með kaffinu í bakaríinu – fá konu til að sjá um kaffið og þrifin.

Alda hefur samband við bæjaryfirvöld og biður þau um að mæta á 1. opna hús í tilefni af ári aldraðra.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur heima hjá formanni  1. september 1998

Mætt voru Alda, Jens, Unnur, Kristín Jóns. og Kristín Jóhannesd.

Formaður setti fund.

Húsnæðismál rædd og sitt sýnist hverjum eins og vant er.

Föndrið í vetur, leiðbeinandi Gréta Jónsdóttir og Jónína Valdimarsdóttir.

Jónína verður með gler og leirmunagerð.

Helga Vilmundardóttir kom á fundinn og ræddi um að koma á fimmtudögum, fólk kæmi e.t.v. ekki tvo daga í röð.

Við getum fengið að vera á Hótelinu á fimmtudögum.  Ákveðið er að vera þar og kosta  4 skipti kr. 1.000,-  hjá Helgu.  Byrjað verður 8. október.  Fundi slitið. Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur heima hjá formanni 27. ágúst 1998

Mættir voru:  Alda, Jens, Unnur og Kristín.

Formaður ræddi ferðir sumarsins, dagsferð á Akranes, ferð til Vestmannaeyja í júlí, gist  2 nætur á Hótel Þórshhamri.  Kvöldverður snæddur á Hertoganum.  Skoðunarferð um Heimaey í rútu.  Verð kr. 12.100,- pr. mann en félagið greiddi ferðina niður um 6.100,- pr. mann.

Ferð að Kirkjubæjarklaustri 21. ágúst.

Opna húsið 1. miðvikudag í okt. verður á Hótel Björk.  Meiri fjölbreytin í föndri rædd.  Ólöf verður áfram.  Bókband – boðið verður upp á að styrkja fólk í bókband hjá Laufeyju, greitt niður um 5.000,- kr. á mann á námskeiðinu.

Rætt um gönguferðir á fimmtudögum.

Talað um að grilla niður á Þurá.

Pétri falið að reyna sölu dráttarvélarinnar.

Alda talar við Magnús Leopoldsson um að fá tilboð í jörðina, auglýsa hana og ath. með tilboð.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur 12. maí 1998

Mættir voru:  Alda, Jens, Unnur og Jón Helgi.

Akranesferðin ákveðin 16.maí.  Eldri borgurum á Skaganum færður blómvöndur við það tækifæri.

Fara á upp í kirkjugarð á þriðjudag.

Vestmannaeyjaferð 1.-3 júlí – ferðin niðurgreidd um kr. 6.000,- á félagsmenn.

Stjórnin býður Pétri Þórarsyni að nýta túnin í sumar – hann hugsar um jörðina og hefur umsjón með henni.

Svavar Marteinsson gaf félaginu kr. 10.000,- fyrir gömlu sláttuvélardrusluna.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Aðalfundur haldinn á Hótel Björk 2. maí 1998

Formaður setti fund og fundarstjóri var Þórður Snæbjörnsson.

Alda sagði frá starfi ársins.

Ólöf stýrði föndrinu.

Nói og Þórður kenndu bridge.

Rætt um ferðir sem farnar voru á árinu.

Skýrsla gjaldkera.

Kirkjuferð fyrirhuguð 17. maí á degi aldraðra.

Jón Helgi taldi eins og fleiri að ekki gengi upp á eldri borgarar séu á vakt í kirkjunni eins og prestur fór fram á.

Þurármálið  

Jón Guðmundsson vill selja og ferðast fyrir vexti að hluta.

Unnur Benediktsd. rakti sögu Þorláks og erfðaskrá hans.

Jón Helgi þakkaði stjórninni fyrir góða stjórn í Þurár-málinu.

Oddgeir talaði um að ganga frá þeim 4 leiðum sem tilheyra Þorláki heitum.  Leiðin munu vera eins og moldarflag – verður gert um leið og steinninn verður settur á leiði Þorláks.

Bjarni Eyvindss. hrósaði stjórninni.

Sunna Guðmundsd. benti á fyrirtæki í Rvk. sem tæki að sér að fjarlægja járnarusl.

Tillaga frá Þórði Snæbjörnss. um sölu á Þurá.  Ekki verði gengið frá sölu nema eftir aðalfund eða aukaaðalfund þar sem sala yrði rædd og samþykkt – tillagan samþykkt samhljóða.

Alla Magga flutti kvæðið Eiginkonuvandræði.

Stjórnarkjör:  Alda Andrésd. Kosin formaður,  aðrir í stjórn:  Jens  Ásmundss., Jón Helgi, Kristín, og Unnur Benedikts. Til vara: Þórður Snæbj., Auður Guðbrandsd., Kristín Jóhannesdóttir.  Endurskoðendur: Jóna Einarsdóttir og Andrés Bjarnason.

Rætt um ferðir og fleira.

Félagar borgi kr. 600,- í iðgjald ári – samþykkt samhljóða.

Jón Helgi ræddi um kirkjugarðsmál og fleira.

Oddgeir ræddi um fjármál.

Fundi slitið.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur haldinn  1. maí.  Fundarstaðar ekki getið.

Mættir eru:  Oddgeir, Jón Helgi, Alda, Kristín og Jens.

Mark frá Þorláki heitnum látið til Gyðu.

Slátturvélatætlu – garmur gefinn til Svavars Marteinssonar.

Ferð ákveðin á Klaustur eða að Skógum í kirkjuvígslu.

Ánægja er með veru okkar á Hótel Björk í vetur eins og allan viðurgjörning og þeim færður blómvöndur að skilnaði.  Funarritari Jens Ásmundsson

Stjórnarfundur heima hjá formanni 17. apríl 1998

Mættir voru: Alda, Jens, Auður, Unnur, Oddgeir og Jón Helgi.

Vorgleðin rædd sem verður á Hótel Örk.

Aðalfund á að halda 2. maí á laugardegi á Hótel Björk.

Ferð farin á Akranes 16. maí – farið frá bankanum.

Jón Helgi býður keyrslu í skoðunarferðinni upp á Skaga.

Messuferð eldri borgara á Kotströnd 17. maí.

Rætt við Hrein Kristófersson um kaup á eldri dráttarvélinni.

Síðasti föndurdagur verður  29. apríl.

Ákveðið að fá Pétur til að gera við og sjá um orgelið sem er niðri á Þurá.

Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur 23. mars 1998.  Fundarstaðar ekki getið

Mætt eru Alda, Jens, Oddgeir, Unnur, Kristín og Auður.

Vestmannaeyjaferð verður farin í júlí – kostnaður er rúmlega 11 þúsund fyrir dvölina í Eyjum – hálft fæði, gisting og skoðunarferð á söfn.  Þeir sem vilja geta farið í skoðunarferð í kringum eyjarnar og greiða fargjald sitt sjálfir.  Menn greiða sjálfir fargjald sitt með Herjólfi.

Dagsferð er fyrirhuguð á Klaustur og kostar rútan kr. 60.000,-.

Ferð á Akranes 16. maí – kaffi og rútan kosta kr. 500,-.

Skoðunarferð í dalinn til Golfklúbbs Hveragerðis stendur til, helst á sunnudagi.

Vorgleðin verður á Hótel Örk.  Verð 1.000,- á mann – ýmis skemmtiatriði og Steini Spil.

Farið var að sjá leikritið Feður og syni.

Aðalfundur verður 1. laugardag í maí.

Bréf frá Félagi eldri borgara í Reykjavík – Alda afgreiðir það.

Oddgeir Ottesen gefur það út á fundinum að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs á næsta aðalfundi.

Jens gefur ekki kost á sér til áframhaldandi setu í stjórn.  Fundi slitið. Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur. Ekki tímasettur.

Mætt eru Alda, Jrens, Oddgeir og Unnur.

Farið verður að sjá kvikmyndina  – Titanik – í febrúar.

Boð kom frá eldri borgurum á Akranesi um að koma í skoðunarferð þangað – stjórnin hefur hug á að þiggja það. Fundi slitið.  Jens Ásmundsson ritari.

Stjórnarfundur haldinn heima hjá Unni Benediktsd.  Ekki tímasett.

Mætt er öll stjórnin og meðstjórnendur.

Alda las upp bréf frá Benedikt Davíðssyni sem er formaður Landssambands

aldraðra  – bréfið fjallaði um sumarferðir með afsláttarkjörum.

Bréf barst frá Hrafni Sæmundssyni í Kópavogi –  bréfið geymt með öðrum bréfum félagsins.

Bréf frá Karli F. Hafberg með ósk um að kaupa einn hektara í landi Þurár – landið er þinglýst undir bústað og byggðasafn.  Karl er búinn að vera með landið á leigu og í erfðafestu hjá fyrrverandi eiganda Þorláki Kolbeinss. –  stjórnin hafnaði beiðninni.

Jens ritara félagsins falið að skýra Karli frá því. Fundi slitið.  Jens Ásmundsson ritari.

Stjórnarfundur  21. nóvember 1997 – ekki getið um fundarstað.

Mættir voru:  Alda, Jens, Oddgeir, Unnur og Kristín.

Formaður setti fund.

Jens ritar bréf til bæjaryfirvalda – beiðni um hefðbundinn styrk félagsins til handa.

Jólagleðin verður 10. des.  – rætt um að fá Gunnar Dal til að lesa upp og harmonikkuleikara fyrir gleðina.

Bréf frá landssambandi eldri borgara með beiðni um styrk varðandi samskipti sambandsins við félögin úti á landi –  styrkbeiðni hafnað.

Fundi slitið. Fundarritari Jens Ásmundsson.

Framhaldsfundur haldinn að Hótel Björk.  16. október 1997

Bókað er að skilagrein er komin frá lögmanni – allir stjórnarmenn fengu  eintak.

Laufey verður með bókband á fimmtudögum og  námskeiðið greitt niður að hálfu.

Þurá    Alda ræddi um þrif á Þurá og Jens sagði í stórum dráttum frá því sem hann og Pétur hafa gert í þeim málum.

Pétur mun sjá um að hreinsa kjallarann að ósk stjórnar.

Tillaga frá Oddgeir um  að fela formanni félagsins að ganga frá uppsögn við Gyðu og Þorgrím Hallgrímsson um afnotarétt af jörðinni Þurá – Stjórnin samþykkti.

Athugasemd við störf lögmanns – ýmis gögn vantar frá lögmanni, fylgiskjöl, bankabækur og fl. Alda hafði beðið um öll gögn fyrir 2 vikum og mun  ítreka þá bón.

Fundi slitið.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur heima hjá Oddgeiri 30. september 1997

Mættir voru:  Alda, jens, Oddgeir, Kristín, Unnur og Brynhildur.

Ekki verður strax farið í leikhúsferð vegna aðgangskorta – verð í leikhús mun verða kr. 1.200,-.

Farið verður að sjá kvikmyndina Maríu,  aðgangseyrir kr. 600,-

Alda reifaði Þurár-málið.  Öldu var falið að sjá um að farga skepnunum.  Fundinum fram haldið 16.okt. 1997.

Mánudaginn 8. september 1997

Farin dagsferð á Reykjanes – Jón Helgi var fararstjóri.  Byrjað í Strandarkirkju, þaðan haldið til Grindavíkur og skoðað hof þeirra ásatrúarmanna sem hlaðið er úr hellagrjóti.  Drukkið kaffi í Bláa lóninu.  Keyrt út á Reykjanes og Hafnir og höfnin í Ytri Njárðvík skoðuð.

Yfirlit ódagsett

Fjallað um sumarferðin sem farin var í Borgarfjörð – gist  á Hótel Eddu í Reykholti.  Fararstjórar: séra Tómas Guðmundsson og Helga Baldursdóttir.  Víða farið um Borgarfjörð, t.d. Varmalandi, Hreðarvatni,  Glanna, Paradísarlautina, Hraunfossar og Barnafossar skoðaðir.  Skallagrímsgarður í Borgarnesi skoðaður og söfnin á staðnum.  Komið við á Hvanneyri og skoðað Ullarsetur og Búvélasafnið.  Á heimleið borðuð súpa og brauð á Hótel Venus.

Greitt var kr. 6.500,- kr. á mann en rest greidd úr sjóði félagsins.

Stjórnarfundur 26. ágúst 1997 heima hjá gjaldkera

Mættir voru:  Oddgeir, Alda, Kristín, Unnur og Jens.

Dagsferð rædd – ákveðið að fara á Reykjanes þann 8. sept.

Opna húsið byrjar 17. sept. og verður á Hótel Björk.  Kostnaður á mann kr. 150,- í kaffið hverju sinni.  Föndurleiðbeinandi trúlega  Ólöf Haraldsdóttir.

Alda ræðir við Laufeyju um bókband.

Alda, fyrir hönd stjórnar felur lögfræðingnum að ganga frá málum félagsins og fá afsal  hjá sýslumanni v. Þurár.  Fundarritari, Jens Ásmundsson.

Fært inn í ritarabók 30.07.1997

Stjórn og varastjórn mættu að Þurá ásamt Helga Jóhannessyni –  staðurinn skoðaður.  Bíll Þorláks heitins var settur á sölu af lögmanni annars lítið gerst.  Lögmaður heldur áfram störfum fyrir félagið.  Jens Ásmundsson.

Stjórnarfundur í Hverahlíð 24. 14. júlí 1997

Alda las upp umboð okkar til lögmanns.  Lögmaður sagði frá afnotum þeirra sem hafa heyjað á jörðinni og við reynum að losna frá þeim næsta vor.  Lögmaður okkar talar við fólkið.  Helgi Jóhannesson upplýsti um stöðu mála F.E.B. í Hveragerði hefur fengið leyfi til einkaskipta á búinu.  Samkvæmt upplýsingum frá lögmanni lögerfingja Þorláks heitins verður tekin ákvörðun um það mjög fljótlega hvort erfingjarnir hyggjast véfengja erfðaskrá hans.

Erfingjarnir munu eiga eftir að fá endurgreiddan einhvern kostnað vegna útfarar Þorláks.

Stjórnin fól Helga Jóhannessyni að kanna hvort dánarbúið skuldi útfaararþjónustu Jóns Helga Hálfdánarsonar og borga það líka ef svo er.

Helgi Jóhannesson sagðist vera búinn að fara að Þurá með Þorgrími Hallgrímssyni og Gyðu Jónsdóttur en þau voru í miklu sambandi við Þorlák heitinn og nýttu m.a. túnin á Þurá og notuðu húsin þar fyrir sínar skepnur.

Þau hafa lýst áhuga sínum á að hjálpa til við flokkun eigna Þorláks heitins og mæla með að fulltrúi frá Byggðasafni á staðnum verði látinn líta á eignirnar.

Stjórnin fól Helga Jóhannss. að tilkynna þeim Þorgrími og Gyðu að óskað væri eftir að samningi þeirra um nytjar jarðarinnar lyki í síðasta lagi næstkomandi vor.

Upplýst var af H.J. að Þorgerður Gunnarsdóttir hafi sent bréf vegna ógreiddrar skuldar þess við eigenur Þurár v. girðingarvinnu samtals kr. 85.725,-.  Samþykkt að fela Helga Jóhanns. að greiða þessa skuld.

Helgi Jóhannss. sagði að Víglundur Kristjánsson hleðslumaður hefði farið þess á leit að fá að stinga upp torf í landi Þurár svo sem hann hefur gert sl. ár með samþykki Þorláks heitins.  Stjórnin fól H.J. að gera samning við Víglund.

H.J. kannar með veiðirétt jarðarinnar í Þorlákslæk,  Guðmundur á Núpum mun vera formaður í félaginu nú.

Ákveðið að bíða með að selja jörðina en óska efitir skriflegu mati fasteignasala á verðmæti hennar.

H.J. sendir Öldu lykil að Þurá þannig að stjórnin geti farið þangað og kynnt sér aðstæður. Fundarritari Jens Ásmundsson.

Aðalfundur (staðar ekki getið)  30. apríl 1997

Mættir eru 23 en við fundarlok 29.

Alda þakkaði Sigurbjörgu, Laufeyju og kaffikonunum Binnu og Unni og svo Sunnu fyrir hjálpina við föndrið.

Þorláks Kolbeinssonar var minnst með því að allir risu úr sæti.

Oddgeir gjaldkeri las og skýrði reikninga félagsins.  Oddgier sagði frá arfi Þorláks Kolbeinssonar og sagði að þetta væri í höndum skiptaráðanda.  Reikningar félagsins eru endurskoðaðir og samþykktir.

Kosið var um félagsaðild, aldurstakmark skal vera 60 ára og eldri.

Stjórnin var endurkjörin og í varastjorn voru kosnir Brynhildur Jónsdóttir, Auður Guðbrandsdóttir, Jón Helgi Hálfdánarson og Ingólfur Pálsson.

Jens bar upp tillögu um að stjórnin fengi umboð til að vinna að og ganga frá arfinum eftir Þorlák Kolbeinsson.  Samþykkt samhljóða.

Séra Jón Ragnarson kom á fundinn og sagði frá ferð á Hornbjarg með meiru.

Oddgeir kom með tillögu um að árgjald yrði áfram kr. 600,- og það sama fyrir hjón.

Fundi slitið.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

25. apríl 1997

Miðvikudagshópurinn fór til Reykjavíkur. Komið var á Vesturgögu 7, hjá eldri borgurum, húsið skoðað og drukkið saman kaffi. Ekið var um hafnarsvæði Reykjavíkur og síðan í Hafnarfjörð í miðbæinn og stansað í um klukkustund.

Séra Tómas og Anna drukku kaffi með okkur en við hittum þau í Reykjavík.

Kaffið fyrir okkur 29 manns og Tómas og Önnu kostaði kr. 12.400,-

Rútan kostaði kr. 8.700,- og kr. 200,- á mann úr hópnum = Kr. 5.800,- Samtals kr. 14.500,-.

Blóm og sælgæti kr. 1.300,-. Greitt úr kaffisjóði, samtals kr. 21.900,-.

Fundur haldinn heima hjá formanni 22. apríl 1997.

Mætt eru:  Alda, Oddgeir, Jens, Kristín og Unnur, gestur fundarins er Ólafur Steinsson.

Dánarbú Þorláks Kolbeinssonar.  Ólafur las upp bréf frá Sýslumanninum í Reykjavík varðandi erfðaskrá Þorláks.

Ólafur las upp erfðaskrána en þar kemur fram að Þorlákur arfleiðir Félag eldri borgara í Hveragerði að öllu sínu.  Jörðinni Þurá í Ölfusi  og nokkur peningaeign. Skuldir eru engar.

Erfðaskrárafritið verður geymt með öðrum gögnum félagsins.

Annað eintak erfðaskrárinnar er geymt hjá Jónatan Sveinssyni h.r.l.

Kringlunni 6 í Reykjavík.

Auglýsa á fyrir aðalfund hækkun árgjalds 1997 í kr. 600,-.  Sendir verða út gíróseðlar og þeir sem greiða verði félagar í félaginu en aðrir ekki.  Aðrir eldri borgarar geta komið með í ferðir en þá gegn fargjaldsgreiðslu. – Jens ritari.

Fundur heima hjá Oddgeri Ottesen.  Ekki getið um dag né tíma.

Fundarefni.  Ákveða aðalfund, auglýsing í Dagskránni 30 apríl í boðanum.

Kl. 14:00.

Alda og Jens fara á landsfund Eldri borgara.

Farið til Selfoss að sjá Leikhúsveislu, fólk var ekki mjög hrifið.

Rætt lítillega um sumarferðina og Öldu falið að tala við séra Tómas og reyna að fá til að vera fararstjóra.  Fundarritari Jens Ásmundsson.

Fundur í stjórn í húsi verkalýðsfélagsins 19. febrúar 1997

Mætt öll stjórnin.

1….Tekin fyrir beiðni um styrk frá leiðbeinanda félagsins í föndri til að fara á mánsstefnu til Akureyrar.  Því hafnað  á þeirri forsendu að hún er á launum hjá okkur sem leiðbeinandi og á að sjálfsögðu að sjá um sína menntun sjálf til að gegna því starfi.

2….Rætt um ferð á leiksýningu á Selfossi annan sunnudag hér í frá.

3….Farið var í leikhús til RVK.  30 manns fóru og sáu Dóminó og höfðu mjög gaman af þeirri ferð.

4…. Rætt um að fara í Óperuna.  Alda segir ef við kaupum 50 miða fáist þeir fyrir 2.000,- kr eða minna.  Öldu falið að ræða við Félag eldri borgara á Selfossi og kynna sér samvinnu um þetta mál.

Fleira ekki gert og fundi slitið.     Jens Ásmundsson ritari.

Fundur stjórnar heima hjá Oddgeiri gjaldkera 13. janúar 1997

Undirritaðir á fundargerð:  Oddgeir Ottesen, Jens Ásmundsson, Kristín Jónsd. og Alda Andrésdóttir.

Ákveðið að vera áfram í Verkalýðsfélagshúsinu í vetur og kaupa með kaffinu í bakaríinu.  Bakarinn bauð 20 % afslátt fyrir opna húsið.

Sigurbjörg verður áfram leiðbeinandi.

Leikhúsferð ákveðin að sjá Dominó.

Sparidagar á Hótel Örk, áhugi er á að safna saman fólki og fara á kvöldvökuna og borða með þeim ef það er ekki of dýrt.

Sumarferð ákveðin um Borgarfjörð í  2 daga eftir 15. Ágúst.  Jens Ásmundsson ritari.

Fundur stjórnar í Verkalýðsfélagshúsinu 13. nóvember 1996

Mætt er öll stjórnin og varamenn.

Alda ræddi um greiðslur fyrir 5 manns á bókbandsnámskeið hjá Laufeyju, ákveðið að styrkja þessa 5 einstaklinga um kr. 5.000,- á mann.

Jólafundur verður haldinn 11.des.  jólakaffið selt á kr. 200,-.

Leibeinandinn bað um greiðslu námskeiðsgjalds fyrir sig en hafnaði stjórnin því.  Ákveðið að greiða leiðbeinandanum kr. 600,- í stað kr. 500,- á tímann.

Sumarferðin var farin 30. júní til 2. júlí til Akureyrar og gist á Hótel Eddu í Menntaskólanum í 2 nætur.  Þátttakendur voru 20 manns og bílstjóri Karl Jóhannsson.

Þann 6. mars s.l. vetur fór hópur eldri borgara í Þjóðleikhúsi að sjá Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson einnig 28. apríl að sjá Kirkjugarðsklúbbinn á litla sviðinu.

Farið var í Háskólabíó að sjá kvikmyndina „Jerúsalem“    – Jens Ásmundsson ritari.

Fundur ekki getið um fundarstað – 21. ágúst 1996

Undirritaðir mættu á fundinn:  Alda Andrésdóttir, Oddgeir Ottesen, Kristín Jónsd.  Jens Ásmundsson og Unnur Benediktsdóttir.

Alda ræddi um húsnæði fyrir starfsemi félagsins.  Um 3 staði er að ræða:  Safnaðarheimili kirkjunnar, Hótel Hveragerði og Verkalýðsfélagshúsið.

Talað um að fara í Verkalýðshúsið til að byrja með en hafa safnaðarheimilið til vara.

Hefja á starfið 2. Október.  Unnur og Binna verði með kaffið og kaffisjóðinn.

Sigurbjörg Ólafsd. ráðin sem leiðbeinandi  í opna húsinu og mun Unnur Benetiedikts. sjá um innkaup á föndurvörum í samráði við leiðbeinandann.

Fara á dagsferð sem Alda skipuleggur.

Oddgeir gjaldkeri leggur til að höfuðstóll félagsins hadli sér í kr. 168.721, samþykkt.

Ekki getið um fundarritara en sýnist vera Jens Ásmundsson og ekki getið um tíma á fundarlokum.

Aðalfundur haldinn í safnaðarh. Hveragerðiskirkju 24. apríl 1996  

Á fundinn mættu 30 manns.

1,,,Alda setti fundinn og ritari las upp fundargerð síðasta aðalfundar, engar athugasemdir við hana.

2,,,  Alda sagði frá starfi félagsins s.l.ár.  Leikhúsferðir, ferðalög, Aðalferð sumarsins farin til Hafnar í Hornafirði og 26 manns fóru í dagsferð til Nesjavalla  og Selfoss.

Lyonsklúbburinn bauð eldri borgurum í dagsferð til Reykjavíkur og í Bláa lónið.

Verkalýðsfélagið Boðinn gaf félaginu 150.000,-

Bakarí Hveragerðis og Bragi í Eden gefið kökur í opnu húsin.

Fjöldi annara hafa einnig gefið kökur og starf við opið hús.

3,,, Gjaldkeri Oddgeir las reikninga.  Niðurstöutölur voru 380.943,-.  Oddgeir taldi að skoða þyrfti hvernig við eyðum peningunum því sífellt gengi á sjóðinn..

Samþykkt að félagsmenn greiði kr. 600,- í félagsgjöld á ári.

4,,, Kosning í stjórn:  Laufey gefur ekki kost á sér í stjórn lengur.

Kosin voru Jens Ásmundsson og tveir varamenn, Guðmundur Júlíussong og Brynhildur Jónsdóttir.

Formaður þakkaði Laufeyju 14 ára starf og færði henni blómvönd.

5,,,Störf félagsins í vetur rædd.  Sigurbjörgu Ólafsdóttur færðar þakkir fyrir störf hennar sem leiðbeinandi.

Brynhildur Jónsdóttir og Unnur Benediktsd. hafa séð um kaffið í vetur,  kr. 100,- á mann voru greiddar í kaffisjóð í vetur á opnu húsi.

Fara á í fjöruferð til Stokkseyrar og Eyrarbakka 2. maí.  Sjóðurinn greiðir kostnaðinn.

Fundi slitið kl. 15:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn í Hveragerðiskirkju 17. apríl 1996

Mættir voru:  Alda Andrésdóttir, Oddgeir Ottesen, Kristín Jónsdóttir, Laufey S. Valdimarsd. og Unnur Benediktsd.

Alda las bréf frá Úrval Útsýn þar sem 4-5 aðilum er boðið að taka þátt í ferð eldri borgara til Majorka 24. apríl í 3 vikur.  Farið er kr. 35.000,- á mann.

Aðalfundur Landssambands eldri borgara verður haldinn á Akureyri 18. apríl.  Enginn fulltrúi verður sendur á fundinn.

Leikhúsferð verður farin sunnudaginn 28. apríl að sjá Kirkjugarðsklúbbinn.

Laugardaginn 11. apríl buðu Lionsklúbbur Hveragerðis eldri borgururm í dagsferð.  Skoðaðir voru Gvendarbrunnar og var öllum boðið í kaffi að Jaðri sem er þar rétt hjá.  Síðan farið að Álafossi og Ístex skoðað.

Vorgleðin verður haldin sunnudaginn 5. maí á Hótel Örk.

Halda á aðalfund félagsins í safnaðarheimili kirkjunnar 24. apríl

Fundi slitið kl. 16:00. Fundarritari Laufey S.Valdimarsd.

Fundur haldinn í fundarsal Hveragerðiskirkju 14. febrúar 1996

Mættir á fundinn voru:  Alda Andrésdóttir, Oddgeir Ottesen, Laufey S. Valdimarsd., Kristín Jónsdóttir og Unnur Benediktsd.

Ákveðin hefur verið dagsferð 17. febr. til Kópavogs að heimsækja eldri borgara þar og drekka með þeim kaffi.

Vegna ferðar eldri borgara til Akureyrar hefur Alda kynnt sér og fengið tilboð frá þrennum aðilum.  Fundarmönnum leist best á Hótel Eddu  en það er heimavist Menntaskólans,  8.600,- í tvíbýli innifalið er morgun- og kvöldverður.

Rætt jafnvel um að fara norður Kjalveg en á heimleið að fara til Ólafsfjarðar og þar yfir í Skagafjörð.

Í janúar barst félaginu gjöf lopi  frá Kristni Björnssyni og Guðríði Indriðadóttur var hann seldur fyrir kr. 3.400,-.  Peningarnir lagðir inn í kaffisjóðinn sem Unnur Benediktsdóttir og Brynhildur Jónsdóttir sjá um.  Þakkarbréf sent fyrir þessa góðu gjöf.

Kosnir voru endurskoðendur og þau eru Bjarni Eyvindsson og Gunnhildur Þórmundsdóttir. Fundi slitið kl. 15:40.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn (ekki getið um fundarstað) 10. janúar 1996

Á fundinn mættu Alda Andrésdóttir formaður, Kristín Jónsdóttir, Unnur Benediktsd. og Laufey S. Valdimarsd.

17. jan verður farið í dagsferð til Hafnarfjarðar að sjá listasýningar sem þar eru.

Opnu húsin byrja 24. jan. með svipuðu sniði.

Rædd ferðalög næsta sumars, farið verður í 3ja daga ferð til Akureyrar.  Alda finnur gistingu.

Eiganda Ölfusapoteks verður skrifað og beðið um 10 – 15 % afslátt fyrir eldri borgara.

Gjaldkeri félagsins mætti ekki á fundinn.

Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari  Laufey S. Valdimarsd.

Aðalfundur haldinn í Félagsheimilinu Bergþóru kl. 13:00, miðvikudaginn 1. nóvember 1995  

Á fundinn mættu 26. manns.

1,,, Alda setti fundinn og sagði frá starfi félagsins.

Farið var  3svar í leikhús árið ´94. auk bíóferðar.

Tekið var á móti gestum úr Garðabæ og Kópavogi.

Opnu húsin voru á miðvikudögum og voru vel sótt, sérstaklega eftir að þau voru flutt í Hótel Ljósbrá.  Sigurbjörg Ólafsdóttir var leiðbeinandi  með föndur.

Sumarferðin 1994 var farin að Löngumýri í Skagafirði í 3 nætur, farið var til Siglufjarðar og fyrir Skaga.

Dagsferð var farin í Þórsmörk, mjög fjölmenn.

Dagsferð var einnig farin að Flúðum.

2,,,Gjaldkeri:  Ólafur Steinsson las reikninga síðasta árs.

Niðurstöðutölur kr. 279.501,-.

Gjafir hafa borist frá Dvalarheimilun Ási kr. 50.000,-

Frá Marteini Jóhannssyni og Kristínu Sigfúsdóttur kr. 10.000,-

Frá Verkalýðsfélaginu Boðinn kr. 150.000,-

Frá Kristni Björnssyni og Guðríði Indriðadóttur lopi

sem seldur var innan félagsins kr. 3.500,-

3,,, Kosning í stjórn.

Ólafur Steinsson og Guðjón Björnsson gáfu ekki kost á sér en í þeirra stað komu Unnur Benediktsdóttir og Kristín Jónsdóttir.  Ólafi og Guðjóni þökkuð vel unnin störf.

4,,, Ýmis mál.

Unnur Benediktsdóttir kom með tillögu um að hækka kaffigjaldið

á opnu húsi úr kr. 50,- í kr. 100,-.  Samþykkt.

Alda stakk upp á að eldri borgarar leigðu sér bás í Jólasveinalandinu sem verður í föndurhúsinu en félagið myndi borga aðstöðuna.  Stjórnin kannar þáttöku og kostnað.

Fundi slitið kl. 14:00.  Fundarritari var Laufey S. Valdimarsd.

Að fundi loknum leiðbeindi Halldóra Einarsdóttir með jólaföndur.   Kaffiveitingar.

Stjórnarfundur haldinn á heimili Laufeyjar 19. sept. kl. 14:00.

Mættir eru:  Alda Andrésd., Laufey S.Valdimarsd., Ólafur Steinsson, Guðjón og Oddgeir gátu ekki mætt.

Ákveðið að fara í messu á Eyrarbakka sunndud. 24. sept.  Skoða „Húsið“ og kaffi á „Kaffi ..?.fali“   Guðmundur Tyrfingsson býður frítt far með rútunni.

Ákveðið að fara á bíó 4. okt., íslenska myndin „Tár úr steini“  miðinn kostar kr. 750,-

Aðalfundur félagsins verður haldinn 18. okt., fundarstaður ekki ákveðinn.

Þann 12. sept. 1995 barst peningagjöf frá Verkalýðsfélaginu Boðanum kr. 100.000,-.

Fundi slitið kl. 15:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur haldinn í Eden 16. janúar 1995.  kl. 17:00.

Mættir eru:  Alda, Ólafur, Laufey, Guðjón og Oddgeir.

Fyrsta opna húsið verður miðvikudaginn 18. jan. kl. 14:00-17:00 á Hótel Ljósbrá.  Sigurbjörg Ólafsdóttir sér um föndrið eins og áður og félagið greiðir henni kr. 700 á tímann fyrir hennar starf.

Ferðalög næsta sumars.  Alda er með tilboð  um gistinu, annað frá Hótel Höfn í Hornafirði og hitt frá Hofi í Öræfum.  Höfn býður 3 nætur með morgun- og kvöldverði kr. 14.900,- en Hof býður sama tilboð en verðið er kr. 12.900,-

Ákveðið að taka tilboði frá Hótel Höfn og fara 22. – 25. Júní.

Fundi slitið kl. 18:00. Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Aðalfundur haldinn í safnaðrheimili Hveragerðiskirkju 23. október 1994

eftir messu kl. 15:00,   Á fundinn mættu 25 manns.

1,,, Alda setti fund og lýsti starfi félagsins á árinu.

Opið hús var einu sinni í viku að Reykjamörk 1.  Leiðbeinandi var Sigurbjörg Ólafsdóttir í föndri og einnig var spilað.

Lionsfélag Hveragerðis bauð eldri borgurum í dagsferð til Reykjavíkur í febr.

Jólagleðin var haldin á Örkinni.

Vorgleðin  var haldin á Örkinni  og var fyrir alla eldri borgara í Ánessýslu.  Þar mættu 250 manns.

2,,,Ólafur Steinsson gjaldkeri las reikninga félagsins.

Niðurstöðutölur voru kr. 437.002,-.

Fram kom að Verkalýðsfélagið Boðinn gaf kr. 150.000,- til félagsins á árinu og Elli- og hjúkrunarheimilið Grund gaf kr. 50.000,-.

3,,, Alda skýrði frá að félaginu byðist aðstaða fyrir opið hús á Hótel Ljósbrá fyrir kr. 6.500,- á mánuði.  Funarmenn töldu aðstöðu betri á Hótel Ljósbrá og var Öldu falið að ræða frekar við hótelstjóra.  Fyrsta opna húsið verður miðvikudaginn 26. okt. og verður Sigurbjörg Ólafsdóttir leiðbeinandi í föndri.

4,  Enginn breyting á stjórn núna og er stjórnin óbreytt.

5,, Önnur mál.

Rætt starf vetrarins, Opið hús verður á miðvikudögum frá kl. 14:00-17:00.

Jólagleðin verður laugardag í des. Og farnar verða 2-3 leikhúsferðir eins og venja er.

Stungið var upp á sumarferð næsta árs verði farin til Hornafjarðar.

Bréf hefur borist frá félagi eldri borgara í Kópavogi dags. 1. okt. ´94 með ósk samband bridgedeilda félaga eldri borgara á landinu.

Bréf frá Úlfari Andréssyni sem býður öryggisgæslu á íbúðarhúsum ef flólk bregður sér frá um helgar eða lengri tíma.

Alda kynnti nýútkomna bók um Árnýju Filipusdóttur skólastýru kvennaskólans á Hverabökkum..  Fundi slitið kl. 16:00.  Fundarritari Laufey S.Valdimarsd.

Stjórnarfundur heima hjá Laufeyju 29. september 1994

Mættir voru  Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsdóttir, Oddgeir Ottesen, Ólafur Steinsson og Guðjón H. Björnsson.

Tilboð kom frá Grænusmiðjunni þar sem boðið er upp á föndur fyrir eldri borgara og aðstöðu fyrir opna húsið á miðvikudögum gegn kr. 5.000,-  gjaldi á mánuði.

Ákvörðun frestað en Alda ræðir við forráðamenn H-lista um Reykjamörk 1, þar hafa eldri borgarar fengið ókeypis inni s.l. vetur.

Fólki býðst að mæta í föndur í Ási.

Laufey veður með bókband í vetur eins og áður og veður það styrkt af félaginu kr. 3.000 á mann,  67 ára og eldri.

Greiða á til Landssambands aldraðra kr. 5.000,- til styrktar útgáfu blaðsins Efri árin og munu þá allir aldraðir í Hveragerði fá blaðið .

Ákveðið að fara dagsferð að Flúðum 8. okt.

Aðalfundur verður haldinn sunnudaginn 23. okt..  Mæta á fyrst í messu kl. 14:00 og halda fundinn kl. 15:00 í safnaðarheimilin með kaffi og kökum.

Jólagleðin verður eins og venja er 1. sunnudag í des. sem er 4. des. Á Hótel Örk.  Fólkinu á Ási verður boðið og hver greiðir fyrir sig.

Rætt var um leikhúsferð en ekkert ákveðið.

Rætt um leikfimi fyrir aldraða og Alda ætlar að kanna með aðstöðu fyrir það.

Fundi slitið kl. 18:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur haldinn hjá Laufeyju 21. apríl 1994

Mættir voru:  Alda Andrésdóttir, Ólafur Steinsson, Guðjón H. Björnsson, Laufey S. Valdimarsd.

Alda setti fund og sagði frá sameiginlegri vorhátíð í Árnessýslu yrði haldin á Hótel Örk laugardaginn 7. maí kl. 13:30.  Alda ætlar að ath. með skemmtiatriði frá okkar fólki.

Á uppstigningadag mun hópur eldri borgara úr Garðabæ koma til messu og munu eldri borgarar í Hveragerði taka á móti þeim í Húsinu á Sléttunni og mun hver greiða fyrir sig.

Skemmtun veður haldin fyrir dvalargestisti á Ási laugard. 14. maí kl. 14:30.

Bréf hefur borist frá Sæluhúsinu á Dalvík dags. 17. mars 94. um ráðstefnu um heilbrigða elli sem haldin verður á  Akureyri 13-14. júní 94.

Síðasta opna húsið var 6. apríl en í staðinn verður farið í gönguferðir á laugardögum á milli 10-11.

Hjónin Kristinn Björnsson og Guðríður Indriðadóttir gáfu félaginu lopa sem seldur var á kr. 3.500,-. Þeim er færðar þakkir fyrir þessa gjöf.  Fundi slitið. Fundarritari. Laufey S.Valdimarsd.

Stjórnarfundur haldinn hjá Laufeyju 9. mars 1994

Mættir voru:  Alda Andrésdóttir, Ólafur Steinsson, Guðjón H. Björnsson, Laufey S. Valdimarsd. og Oddgeri Ottesen.

Ákveðin sumarferð, tilboð hefur komið frá Löngumýri í Skagafirði með mat og gistingu fyrir kr. 8.000,-, reiknað er með gistingu í 3 nætur.  Ákveðið að taka þessu tilboði og áætlað að fara 29. júní – 2. júlí.

Tilboð frá Hótel Örk er komið þar sem eldri borgurum af Suðurlandi og Vestmannaeyjum er boðið að taka þátt í skemmtikvöldi 24. mars.  Sent verður dreifibréf til allra félagsmanna.Fundi slitið kl. 20:20. Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur í bókbandsstofu Laufeyjar 2. mars 1994

Mættir voru:  Alda Andrésdóttir, Ólafur Steinsson, Guðjón H. Björnsson, Laufey S. Valdimarsd. og Oddgeri Ottesen.

Búið að panta 100 þjónustubækur fyrir aldraða og reiknað er með að fólk greiði 100 kr. fyrir bókina.

Sigurbjörg Ólafsd. sem kennir föndur óskar eftir styrk til að fara á námskeið. Samþykkt.

Ólafur Steinsson sagði að í sjóði núna kr. 412.525,-.  Hann sagði frá aðalfundi Landssambands sem hann og kona hans Unnur Þórðardóttir fóru á.

Ákveðið að bjóða vistfólki á Ási til kaffidrykkju laugardagin 16. apríl,  Alda sér um það.

Farið verður í leikhús 4. mars að sjá – Allir synir mínir.

Hætt var við harmonikkuball sem vera átti 5. mars vegna jarðarfarar.

Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur haldinn í vinnustofu Laufeyjar 3. nóv.  kl. 15:30.

Á fundinn mættu:  Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsd., Guðjón H. Björnsson og Oddgeir Ottesen.

Ákveðið að fara í 4ra daga ferð til Sauðárkróks síðast í júní,  Alda athugar með gistingu.

Opið hús verður laugardaginn 6. nóv. í Húsinu á Sléttunni kl. 15:00, gestir koma frá Kópavogi.  Tómas Guðmundsson verður veislustjóri, kaffiveitingar verða og borgar  hver fyrir sig, síðar verður dansað.

Farið var í bíó 13. okt. 13 manns og í Borgarleikhúsið að sjá Spanskfluguna 30. okt. 30 manns fóru.  Fundi slitið kl. 18:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Aðalfundur 1993  í safnaðarheimili Hveragerðiskirkju laugardaginn 2. okt.

Klukkan 15:00,   á fundinn mættu 26 manns.

1,,,  Skýrsla formanns.

Alda formaður setti fundinn og sagði frá starfi félagsins.

Síðasta vetur var opið hús einu sinni í viku, miðvikudaga kl. 2-4. að Reykjamörk 1.

Laufey var með bókbandsnámskeið tvisvar í 6 vikur, fyrir og eftir áramót.

Farið var í leikhús og bíó.

Lionsklúbburinn bauð eldri borgurum til kaffisamsætis 9. febr. í Félagsheimilinu Þergþóru.

4ra daga ferð var farin til Vestfjarða 15. júlí.  Fararstjóri Valgarð Runólfsson.

Dagsferð til Grindavíkur, drukkið kaffi í Bláa lóninu og síðan til Reykjavíkur og í Laugardalsgarðinn.

4. okt. var farið á Þingvöll í messu og kaffi.

Jólagleðin var að venju fyrsta laugardag í des. á Hótel Örk.

2,,,, Ólafur Steinsson gjaldkeri las reikninga félagsins.  Niðurstöðutölur í árslok 1992 kr. 420.254,- Inná Gullbók  kr. 393.232,-  Inná bók  27.022,-  Inneign alls kr.420.254,-

Lyonsklúbbur Hveragerðis gaf félaginu kr. 100.000,-

Verkalýðsfélagið Boðinn gaf í ferðasjóð 250.000,-

3,,, Kosning:   

Tveir stjórnarmenn gefa ekki kost á sér áfram, þau Guðrún og Jón.

Stungið var upp á Oddgeir Ottesen og Guðjóni H. Björnssyni í þeirra stað.  Samþykkt einróma.

Alda spurði fundarmenn hvort ekki væri vilji fyrir að skipta um formann en fundarmenn lýstu yfir ánægju  með störf Öldu og að hún yrði áfram fomaður.

Stjórnin er þá þanni skipuð.

Alda Andrésd. Formaður,  Laufey S. Valdimarsd. ritari, Ólafur Steinsson gjaldkeri, Oddgeir Ottesen og Guðjón H. Bjönsson.

4,,, Ýmis mál.

Rætt starfið á komandi vetri, áhugi er á félagsvist áfram.  Ómar Ellertsson lýsti ánægju með starf félagsins og kvaðst reiðubúinn að aðstoða við spilakvöldin en hann hefur stjórnað spilakvöldum undanfarna vetur.

Helga Baldursdóttir taldi möguleika fyrir félagið að fá inni í Félagheimilinu Bergþóru fyrir lægra verð og vildi láta athuga það.  Ómar sagði aðstöðuna í safnaðarheimilinu svo góða að best væri að vera þar e f mögulegt væri. Séra Tómas var reiðubúinn að færa biblíulestur til svo að Félag eldri borgara gæti fengið inni fyrir spilavistina á mánudagskvöldum.

Kosin var 3 manna nefnd til að sjá um spilavistina fram að jólum.  Það eru Ómar Ellertsson, Unnur Benediktsdóttirog Guðborg Aðalsteinsdóttir.

Opið hús verður á miðvikudögum og samkoma 1. laugardag hvers mánaðar.

Bókbandsnámskeið fyrir þá sem vilja hjá Laufeyju.

Séra Tómas hvað mikla starfsemi fara fram í kirkjunni en sjálfsagt væri að hliðra til  ef hægt væri svo eldri borgarar gætu einnig haft sína starfsemi þar.  Ýmislegt væri boðið upp á í starf kirkjunnar sem æskilegt væri að ungir sem aldnir tækju þátt í.

Alda þakkaði Jóni og Guðrúnu gott samstarf liðinna ára.

Fundi slitið kl.16:10.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur haldinn í Eden 29. sept. kl. 17:00.

Á fundinn mættu:  Alda Andrésdóttir, Guðrún Brynjólfsd., Laufey S. Valdimarsd., Jón Guðmundsson og Ólafur Steinsson.

Aðalfundur félagsins verður í safnaðarheimili kirkjunnar laugardaginn 2. okt.

Keyptar verða kökur fyrir aðalfundinn í bakaríinu.

Guðrún Brynjólfsd.  og Jón Guðmundsson gefa ekki kost á sér í stjórn áfram.

Rætt um að hafa starf vetrarins með sama sniði og verið hefur.

Húsnæðisleysi félagsins háir starfinu mikið og ákveðið að ræða við bæjarstjórn Hveragerðis hvort ekki er möguleiki á salnum á Hótel Ljósbrá og að bæjarsjóður greiddi fyrir því.

Laufey verður með bókbandsnámskeið í vetur og mun félagið greiða niður um kr. 3.000,- á mann.

Ólafur Steinsson mætti fyrir hönd félagsins á Aðalfund landssambands aldraðra 2. og 3. júní.  Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur haldinn í Eden 24. febr.  kl., 17:00.

Mættir voru: Jón Guðmudsson, Laufey S. Valdimarsd., Ólafur Steinsson og Alda Andrésdóttir.

18. mars verður farið í Þjóðleikhúsi að sjá Mayfair lady.

Valgarð Runólfsson hefur gert félaginu tilboð í 4ra daga ferð 1-4 júlí og kostnaður 32.500,- á manninn.  Ferðin verður greidd niður af félaginu um kr. 8.000,- á mann og einnig mun félagið greiða mat fyrir hópinn á Breiðdalsvík.

Lionsfélagar hafa boðið eldri borgurum til kaffisamsætis laugard. 6. mars í Húsinu á Sléttunni.

Leiðrétting á bókuðum aðalfundi í síðustu funargerð.  Aðalfundurinn á að verða 20. mars.

Þórey getur ekki verið með opnu húsin en í hennar stað kemur Anna Jónsdóttir. Fundi slitið kl. 18:00. Fundarritri Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn í Eden 25. jan. 1993 kl. 17:00.

Mættir voru:  Laufey, Alda, Jón Guðmundsson og Ólafur Steinsson.

Byrjað verður aftur með opnu húsin fyrsta miðvikudag í febrúar á sama tíma frá kl. 14-16:00 og mun Þórey sjá um opnu húsin.

Laufey verður með bókbandsnámskeið í febr. og mars. Félagið greiðir 3.000 kr. fyrir félaga sem sækja námskeiðið.

Rætt um spilavist en engin ákvörðun tekin.

Farið verður á bíómyndina Karlakórinn Hekla 7. febr. og á Mayfair leydi síðast í febr.

Aðalfundur félagsins verður 13. mars og verður reynt að fá Þóri S. Guðbergsson á fundinn.

Bréf frá Hótel Örk dagsett jan. þar sem sagt er frá 5 daga dvöl fyrir aldraða á tilboðsverði fram til páska einnig er meðlimum félagsins boðið að dvelja sér að kostnaðarlausu síðustu viku fyrir páska.

Verkalýðsfélagið Boðinn  færði  félaginu í des.  að gjöf kr. 250.000,- sem eiga að fara í ferðasjóð.

Í sparisjóðsbókinni um áramót voru inni kr. 422.351,- og frá Verkalýðsf. 250.000,- Samtals í bókinni kr. 672.351,-.

Ákveðið að félagið borgi kr. 100 fyrir þjónustubók og félagsskýrteini

Ólafur Steinsson athugar með 4ra daga ferð til Austfjarða um 20 júlí og helst að fljúga báðar leiðir.    Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Fundur haldinn í Eden 12. okt.  kl. 17:00.

Mættir eru Alda, Þormóður Torfas., Gunnar Davíss., Ólafur Steinsson, Guðrún Brynjólfsd., Laufey, einnig mætti á fundinn Írene Rosenberg félagsráðgjafi og Helga Kristjánsdóttir skrifstofustj. Hveragerðisbæjar.

Alda setti fund og gaf Írenu orðið.

Írene sagði að þau hjá bænum væru búin að skoða íbúðir  aldraðra í Þorlákshöfn og Reykjavík hjá öldruðum sem kaupa íbúðirnar sjálfir.  Írene taldi að næsta skref væri að kanna áhuga fólks hér í Hveragerði á svona íbúðum.

Helga Kristjánsd. Útskýrði kaupleigukerfið og möguleika fólks til lána slíkra íbúðakaupa.

Funarmenn sammála um nauðsyn byggingar fjölbýlishúss með þjónustuíbúðum f. Aldraða, því augljóst væri að þeir sem ekki treysta sér til að búa í sínu húsi muni flytja í annað bæjarfélag þar sem þessar íbúðir eru til staðar.

Helga og Írene munu kanna áhuga 60 ára og eldri  fyrir kaupum á þjónustuíbúðum.

Byrjað verður með opið hús 21. okt. og mun Þórey Krsitjánsdóttir sjá um opnu húsin í vetur.  Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari  Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn í Eden 22. sept.

Mættir eru: Alda, Ólafur Steinss., Þormóður Torfas., Laufey, Guðrún Brynjólfsd. og Jón Guðmundsson einnig mættu á findinn Guðmundur Baldursson,  Írena Rosenberg félagsfr. Og Gunnar Davíðsson.

Írena vildi fyrst og fremst vita hvort við teldum þörf á þjónustuíbúðum fyrir aldraða.

Slík könnun var gerð fyrir c.a. 2 árum og þá var áhugi fyrir hendi en framkvæmdir stövuðust vegna óvissu á Húsbréfamarkaðinum og fl.

Miklar umræður um málið og Írena og Guðmundur beðin að kanna kaup og kjör eldri borgar og hvort þeir eigi kost á kaupleiguíbúðum. og fl.

Eldri borgarar geta fengið húsnæði H.listans að Reykjamörk 1 fyrir opið hús.  Verður þetta án endurgjalds.  Húsnæðið er á jarðhæð og því hentugra en það húsnæði sem félgið notaði í fyrra.  Félagið mun notfæra sér þetta og opna húsið verður 14. okt.

Ákveðið að hafa félagsvist fyrir jól og byrja um miðjan okt.

Eins og venja er verður fundið upp á einhverju 1. laugardag hvers mánaðar.

Farið verður á Þingvöll fyrstu helgi í okt. og einnig vonandi í leikhús fyrsta laugardag í nóv.

Jólagleði verður fyrstu helgina í des.  Fundi slitið kl. 18:15.

Fundarr. Lafuey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn á heimili Ólafs Steinssonar  24. ágúst kl. 18:00.

Mættir voru:  Ólafur, Alda, Laufey, Guðrún Brynjólfsd. og Unnur Þórðardóttir.

Ákveðið að fara eins dags ferð og farið Krísuvíkurleiðina og skoða Herdísarvík og síðan til Reykjavíkur í Laugardalsgarðinn ef veður leyfir og kaffi drukkið á einhverjum góðum stað.

Í stað opins húss fyrsta laugardag í okt. yrði farin menningarferð  til Reykjavíkur.

Reynt verður að hafa föndur einu sinni í viku á Opnu húsi eins og verið hefur.

Laufey mun halda námskeið í bókbandi í vetur fyrir eldri borgara og félagið mun greiða niður námskeiði fyrir sitt fólk um kr. 3.000.Fundi slitið kl. 19:20. Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn í Eden 19. mars kl. 17:00.

Á fundinn mættu:  Alda Andrésdóttir, Ólafur Steinsson og Laufey S.Valdimarsd.

Opið hús verður  fyrsta sunnudag í apríl og vistfólki á Ási boðið.  Reynt verður að hafa einhver skemmtiatriði, kaffi og dans.

3. maí verður skemmtun fyrir alla eldri borgara í Árnessýslu á Hótel Örk.

Byrjað verður með gönguferðir laugardaginn 4. apríl og gengið verður í klukkutíma 10 – 11 á morgnana.

Stjórnin mun dreifa þjónustubókum. Fundi slitið kl. 17:45. Fundarr. Laufey S. Valdimarsd.

Aðalfundur 1992 haldinn í safnaðarheimilinu kl. 14:00  laugardaginn 7. mars.

Ekki er getið um fjölda funarmanna.

1,,, Alda Andrésdóttir setti fund og stjórnaði honum.

Fundarritari var Laufey Valdimarsd.

2   Skýrsla formanns.

Alda lýsti starfi félagsins. Í janúar var farið á Operuna Rigoletto.  2. mars buðu Lionsmenn á skemmtun í „Básnum“ Í Ölfusi.

6. apríl bauð félagið eins og venja hefur verið vistfólki á Ási til skemmtunar í Félagsheimilinu Bergþóru.

Vetrarstarfinu lauk með ferð í Þjóðleikhúsið á Söngvaseið 8. maí.

Sumarferðalagið var til Vestmannaeyja.  3ja daga ferð um miðjan júli í góðu veðri.  alls 39 manns.

7. sept. var farið í Norræna húsið og síðan í Perluna og drukkið kaffi.  Því næst var farið í kvikmyndahús að sjá „Börn náttúrunnar“.

Eins dags ferð var farin 5. okt. til Þorlákshafnar, Eyrarbakka og Stokkseyrar.

Leikhúsferð 25. okt.

Jólagleðin á Hótel Örk 7. des.

Opið hús var alla miðvikudaga frá okt. – des.  kl. 14-17:00.  Leiðbeinandi í föndri var Þórey Kristjánsd.

Spiluð var félagsvist einu sinni í viku í febrúar og mars.

Alda nefndi sérstaklega 2 góðar gjafir sem félaginu bárust  100.000 kr. frá Lionsklúbbnum og 250.000 frá Verkalýðsfélaginum Boða.

3,,,Reikninar félagsins.

Ólafur Steinsson skýrði reikninga félagsins, niðurstöðutölur voru kr. 670.721.  Reikningarnir samþykktir samhljóða.

4,,, Stjórnin einróma endurkjörin.

5,,, Ýmis mál.

Rætt um skemmtiferð sumarsins sem ákveðin er 15. júlí, 5 daga ferð um Vestfirði.  Séra Tómas sagði frá fólki, atvikum og ýmsu er hann var prestur á Patreksfirði.

Að fundi loknum var kaffidrykkja og Gunnar Kristjánssson og kona hans sýndu videomynd úr ferðalagi sínu til Vestfjarða s.l. sumar.

Fundarritari Lafuey S. Valdimarsdóttir.

Stjórnarfundur haldinn í Eden  30. jan. kl. 17:00.

Mættir voru:  Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsdottir, Ólafur Steinsson, Jón Guðmundsson, Guðrún Brynjólfsd., einnig mætti á fundinn Valgarð Runólfsson.

Ákveða á ferðalag næsta sumar en tvö tilboð bárust varðandi ferð um Vestfirði.

Annað frá Ferðaskrifstofu Íslands í 5 daga kr. 26.500 á mann og frá Valgarði Runólfssyni en kostnaður hjá honum er kr. 24.400 á mann.  Bæði tilboðin miða  við gistingu í rúmum, morgunverð og kvöldverð.

Samþykkt að taka tilboði Valgarðs og fara 15. júlí og komið til baka þann 19.  fararstjóri verðu Valgarður Runólfsson.

Félagsvist á vegum eldri borgara verður ekki í vetur vegna þess að Kirkjukór Hveragerðiskirkju hefur ákveðið að hafa félagsvist í febrúar og mars.

Lionsklúbbur Hveragerðis býður eldri borgurum til kaffidrykkju og skemmtunar 9. febr. í Félagsheimilinu Bergþóru.  Fundi slitið kl. 18:15.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnardundur í Eden 17. jan. 1992 kl. 17:00.

Mættir voru:  Alda Andrésdóttir,  Laufey S. Valdimarsd.,  Jón Guðmundsson, Ólafur Steinsson og Guðrún Brynjólfsd.

Alda setti fund og sagði frá rausnarlegum gjöfum sem félaginu hafa borist.

Boðinn gaf kr. 250 þúsund sem gefnar eru í ferðasjóð.  Lionsklúbbur Hveragerðis gaf kr.  100 þúsund og er það gefið til föndurs.  Fundurinn þakkar þessar góðu gjafir.

Föndrið heldur áfram einu sinni í viku með leiðsögn Þóreyjar Kristjánsd.

Reynt verður að hafa félagsvist a.m.k. þrjú kvöld í febrúar.

Aðalfundur ákveðinn fyrsta laugardag í mars.

Reynt verður að fara í leikhús sem fyrst.

Rætt um fyrirhugaða ferð til Vestfjarða en borist hefur tilboð í  ferð frá Ferðaskrifstofu Íslands,  5 daga  ferð.  Hveragerði – Stykkishólmur,  Stykkishólmur – yfir Breiðafjörð í Flókalund, Flókalundur – Ísafjörður, Ísafjörður – Laugar í Sælingsdal, Laugar heim um Þingvöll.

Ólafur Steinsson kvað fjárhag félagsins mjög góðan eftir þessar miklu peningagjafir en í sjóði eru 770.721 krónur.  Fundi slitið kl. 18:00, funarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur haldinn á heimili Öldu  25. sept.  kl.17:00.

Á fundinn mættu:  Alda, Laufey, Ólafur Steinsson og Jón Guðmundsson.

Ákveðið að fara til Þorlákshafnar og skoða kirkjuna og íbúðir aldraðra og síðan um Óseyrarbrú til Eyrarbakka.  Ferðin er í staðin fyrir Opið hús.

Ákveðið að sleppa félagsvist fram að jólum og taka þá til athugunar hvort spilað verði í vetur.Föndur verður áfram með leiðsögn Þóreyjar Kristjánsd. Sem hefur boðist til að sjá um það. Reyna á að fá að vera í Safnaðarheimilinu.

Rædd fyrirhuguð ferð næsta sumar.  Alda hefur ath. með 4ra daga ferð til Vestfjarða  sem mundi kosta 16-18 þúsund krónur.  Ákveðið að panta sem fyrst en það er Ferðafélag Íslands sem býður þetta.

Fyrsta laugardag í desember verður árleg jólagleði á Hótel Örk.með sama sniði og verið hefur.  Eldri Stokkseyringum, Eyrbekkingum og Þorlákshafnarbúum verður boðið að taka þátt eins og venjulega.

Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Stjórnarfundur haldinn heima hjá Laufeyju, 11. Júní kl. 17:00.

Á fundinn mættu:  Laufey, Alda, Guðrún Brynjólfsd., Sigríður Björnsd., Jón Guðmundss. og Ólafur Steinsson.

Rædd fyrirhuguð ferð til Vestmannaeyja 12-14. júlí.  Ákveðið að greiða niður ferðina úr ferðasjóði sem er allvel stæður eftir góða aðsókn að spilavist í vetur.  Ferðin mun kosta kr. 8.000,- á mann með gistingu og mat + ferð með Herjólfi.

Fara á dagsferð til Þingvalla 11. ágúst á sunnudegi. Alda sér um dreifibréf vegna þessara ferða.  Fundi slitið kl. 18:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Aðalfundur félagsins haldinn í safnaðarheimilinu  kl. 15:00  laugard. 2. febr. 1991.   Á fundinn mættu 35 manns.

1,,,Alda setti fund og stjórnaði honum.  Funarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

2,,,Funarmenn stóðu upp og minntust látinna félaga.

3,,,Alda las upp lög félagsins og skýrði starfsemi síðasta árs.  Opið hús var fyrsta laugardag hvers mánaðar nema sumarmánuðina og janúarmánuð. Farið var í 3ja daga ferð.  Dagsferðin ekki farin fyrr en í október vegna rigninga.  Föndur var á laugardögum í nóv. undir leiðsögn Sólrúnar Guðbjörnsdóttur og félagsvist spiluð frá 7. nóv. og fram í desember.  2svar sinnum var farið í leikhús á árinu.  Jólagleði haldin á Hótel Örk og á hana komu einnig eldri borgarar frá Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn einnig nættu nokkrir frá Heilsuhælinu.

4,,,Alda minnti á félagsvistina í safnaðarheimilinu sem hófst 22. jan.  Einnig sagði hún frá góðu tilboði Gísla Sigurbjörnssonar forstjóra Dvalarheimilisins  Áss um að þeir sem vildu gætu komið í föndrið í Ási.  Fékk það góðar undirtektir en félagið er á hrakhólum með húsnæði en notast hefur verið við aðstöu í gamla skólanum og þá einungis eftir skólatíma.

5,,,Kosning stjórnar en hana skipa í dag:  Alda Andrésdóttir formaður, Ólafur Steinsson gjaldkeri, tók við því starfi á árinu af Þóri Björnssyni.  Laufey Valdimarsd. ritari, Guðrún Brynjólfsdóttir og Jón Guðmundsson.  Stjórnin var einróma endurkjörin.

6,,,Ólafur Steinsson bar upp reikninga félagsins.  Niðurstöðutölur eru kr. 424.518.  Hann sagði einnig frá rausnarlegri gjöf Gísla Sigurbjörnssonar til félagsins kr. 50.000.  Reikningarnir samþykktir samhljóða.

Gunnar Davíðssson sagði frá hugmyndum um byggingu íbúða aldraðra í Hveragerði en lítið er um lóðir.  Gunnar sýndi teikningar af 2 blokkum sem hentað gætu eldra fólki.

7,,,Alda ræddi þá tilhögun félagsins að hver sem orðinn er 65 ára og eldri fær bréf um allt starf félagsins og eru ekki tekin nein félagsgjöld af, bað hún fólk að segja sitt álít á þessu.  Ólafur Steinsson sagði að nú væru 160 manns hér í Hveragerði 65 ára og eldri.  Taldi hann núverandi fyrirkomulag gott og óvíst hve margir yrðu virkir félagar ef borga ætti félagsgjöld.  Fundurinn ákvað að þetta væri ágætt eins og verið hefði.

8,,,Gunnar Davíðsson minnti fólk á að nýta sér afslátt sem það ætti rétt á í verslunum.

Fundi slitið kl. 15:45 og kaffi drukkið og sýnd videomynd úr ferðalagi félagmanna s.l. sumar á Snæfellsnes.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Fundur haldinn í Eden 17. des.1990,  kl. 17:00.

Á fundinn mættu:  Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsd., Ólafur Steinsson, Þormóður Torfason, Guðmundur Baldursson, Gunnar Davíðsson, Ólafur Óskarsson, Sigríður Björnsdóttir og Jón Guðmundsson.

Alda Andrésdóttir setti fund.

Rædd bygging íbúða fyrir aldraða.  Vonbrigði voru með að skipulagsnefnd Hveragerðis hafði ákveðið að lóðin undir brekkunni yrði ekki nýtt fyrir byggingu heldur yrði grænt svæði en áður hafði bæjarstjórn lofað að sú lóð fengist fyrir byggingu íbúða aldraðra.  Guðmundur lýsti ýmsum möguleikum með lóðir fyrir íbúðir eldri borgara í nágreni miðbæjarins.  Ólafur Óskarsson sýndi teikningar af blokk sem hann er þegar búinn að grafa fyrir grunni á.  Blokkinni má auðveldlega breyta þannig að hún henti eldra fólki og í blokkinni og það verður lyfta í húsinu.  Gunnar Davíðsson vildi láta kanna viðbótarkostnað vegna breytinga á teikninu hússins hjá Ólafi Óskarssyni og eins kostnað vegna lyftu.

Rætt um ferðalög næsta sumars.  Ólafur Steinsson kannar kostnaðaráætlun og gistimöguleika hjá Ferðaskrifstofu Íslands í 6 daga ferð um Vestfirði og 3.-4. daga ferð um Húnavatnssýslur með gistingu á Húnavöllum eða Blönduósi.

Ákveðið að halda aðalfund félagsins 12. janúar.

Ólafur Steinsson hefur tekið við starfi gjaldkera af Þór Björnssyni.

Ólafur upplýsti að Félag eldri borgara fengi kr. 81.000 á þessu ári úr bæjarsjóði.

Félagsvist hefur verið spiluð alls 6 kvöld og inn hafa komið 87.000 krónur fyrir þessi spilakvöld.

Þormóði Torfasyni þakkaðar kaffiveitingar á fundinum.

Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Fundur haldinn á heimili Laufeyjar 30. maí kl. 17:00.

Mættir eru: Alda Andrésd., Guðrún Brynjólfsd., Brynhildur Jónsd., Jón Guðmundss. og Laufey s. Valdimarsd.

Ákveðin er 3ja daga ferð á Snæfellsnes 29.júní til 1. júlí.  Farið að Lýsuhóli (Langholti) og gist þar, næsta dag farið fyrir nes og gist aftur á Lýsuhóli.  Þriðja daginn farið út í eyjar.  Áætlaður kostnaður á mann 6.000.  Hluti kostnaðar greiddur úr sjóði.  Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn á heimili Laufeyjar 26. apríl  kl. 17:00.

Mættir voru:  Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsd., Jón Guðmundsson, Guðrún Brynjólfsd. og Ólafur Óskarsson.

Auglýst var opið hús fyrir alla eldri borgara í Árnessýslu 5. maí.

Félag eldri borgara í Hveragerði stendur fyrir skemmtuninni og verða góð skemmtiatriði og dansað við harmonikkuundirleik eins og venja er.

Félag eldri borgar sækir um lóðina Breiðumörk 31 fyrir byggingu félagslegra íbúða fyrir aldraða.

Alda upplýsir að níu umsóknir væru komnar til hennar um væntanlegar íbúðir.   

Fundi slitið kl. 18:00. Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Alda Andrésdóttir.

Fundur haldinn í safnaðarheimilinu 15. febr. 1990,kl. 15:00

Á fundinn mættu:  Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsd., Guðrún Brynjólfsdóttir, Gunnar Davíðsson, Jón Guðmundsson og Guðmundur Baldursson tæknifræðingur.

Guðmundur Baldursson  lýsti tillögum varðandi byggingu verndaðra íbúða í Hveragerði.  Guðmundur áleit að fyrst þyrfti að fá nokkra örugga kaupendur áður en hafist yrði handa við byggingu og að væntanlegir eigendur þyrftu að eiga sæti í stjórn sem kosin yrði til að hafa umsjón með byggingunum.

Gunnar Davíðsson  taldi auðvelt mál að byggja húsnæði sem einstaklingar fjármögnuðu sjálfir, halda þyrfti kostnaði í lágmarki.

Guðmundur Baldursson taldi lóðina undir brekkunni hentuga og lagði fram tillögu að teikningu og fyrirkomulagi.

Ákveðið var að skipa undirbúningsnefnd sem skipa: Gunnar Davíðsson formaður, Alda Andrésdóttir, Guðmundur Baldursson tæknifræðingur, Laufey S. Valdimarsdóttir og Þormóður Torfason.  Fundi slitið kl. 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur á heimili Laufeyjar 22. nóv.  kl. 17:00.

Mættir á fundinn:  Alda Andrésdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Laufey Valdimarsd.  Þórir Björnsson gat ekki mætt vegna veikinda.

Rædd jólagleði eldri borgara.

Jólagleðin verður haldin á Hótel Örk.

Félagar úr kór eldri borgara syngja.

Indriði G. Þorsteinsson les frásögn

Barnakór syngur.

Sveinn Guðmundsson leikur á harmonikku fyrir dansi.

Veislustjóri er Tómas Guðmundsson.

Boðið verður Eyrbekkingum, Stokkseyringum einnig eldri borgurum frá Þorlákshöfn og úr Ölfusi. Hver greiðir fyrir sig kr. 650.

Undirbúin hefur verið könnun á þörf verndaðra íbúða og Alda formaður félagsins hefur útbúið spurningalista þar sem fólk 60 ára og eldra er beðið um að svara til um áhuga fyrir slíkri íbúð.

Hveragerðisbær mun láta lóðina undir brekkunni við Hótel Ljósbrá til þessara bygginga ef af verður.  Athugað verður með lánveitingu til bygginganna.

Spilakvöld eru á þriðjudagskvöldum og eru vel sótt.  Fundi slitið kl 18:00.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Fundur 22. ágúst heima hjá Öldu, kl. 17:00.

Mættir eru Alda Andrésdóttir, Þórir Björnsson, Gunnar Magnússon, Laufey S. Valdimarsd.

Ákveðin dagsferð til Reykjavíkur sem farin yrði sunnudaginn 3. sept.

Skoða þar Listasöfn Einars Jónssonar og Sigurjóns Ólafssonar.  Skoðaðar elliheimilisíbúðir í Sunnuhlíð í Kópavogi.

Spilavistin verður á föstudögum í safnaðarheimilinu.  Ágóði spilavistarinnar rennur í ferðasjóð félagsins.

Rætt um ferðalög næsta sumars.  Farið yrði um Vesturlandið og gist í Langholti á Snæfellsnesi og þaðan farið í dagsferðir um nesið og e.t.v. eyjarnar.

Rætt um bíóferð að sjá myndina Magnús.

Opin hús verða eins og venja er.

Föndur verður einu sinni í viku og reynt að fá leiðbeinanda fyrir föndrið.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn á heimili Öldu 26. júní, 1989  kl. 18:00.

Á fundinn mættu:  Alda Andrésdóttir, Guðrún Brynjólfsd., Laufey S. Valdimarsd. og Gunnar Magnússon.

Rætt um ferð eldri borgara á Kikrjubæjarklaustur sem farin verður 7.-9. júlí.

Félagið borgar bílinn og einn kvöldverð í ferðinni.

Rætt um ferð síðar í sumar en ekkert ákveðið.

Félag eldri borgara vill fara þess á leit við bæjarstjórn Hveragerðis að lóðir milli Breiðumerku 23 og Hótel Ljósbrá verði tekin undir byggingu verndaðra íbúða.  Fór Félag eldri borgara þess á leit að kosnir yrðu 2 fulltrúar í nefnd sem standa mun að byggingunni. Fundi slitið kl. 18:50.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd., Alda Andrésdóttir.

Fundur haldinn á heimili Öldu 14. sept.  kl. 17:00.

Auk Öldu mættir á fundinn, Laufey S. Valdimarsd., Þórir Björnsson, Jón Guðmundsson og Guðrún Brynjólfsd.

Rætt um starf á komandi vetri og að fara og skoða Listasafn Einars Jónssonar og skoða Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og drekka kaffi í Hansens húsi í Hafnarfirði.

Opið hús verður og eitthvað fleira t.d. leikhús 1. laugardag hvers mánaðar.

Föndur verður í gamla skólanum. einu sinni í viku. Reynt verður að fá Sólrúnu Guðbjörnsd. aftur en hún var með leðurföndur fram að jólum s.l. vetur.

Reynt verður að fara eina leikhúsferð fyrir jól.

Litlu jólin verða 1. laugardag í desember.

Haldið áfram með spilavist, góð kvöldverðlaun en engin heildarverðlaun.  Spilin með kaffi kostar 300 kr. á mann.

Hætt var við ferð á Kirkjubæjarklaustur í sumar vegna lítillar þáttöku en farin var 4ra daga ferðin að Laugum sem tókst vel.

Ákveðið að fara ferðina á Klaustur næsta sumar.

Rætt um nauðsyn þess að hér rísi verndaðar íbúðir og fer áhugi vaxandi fyrir þeim en ekkert ákveðið.  Fundi slitið kl 19:00.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Alda Andrésdóttir.

Fundur haldinn á heimili Laufeyjar 10 maí 1988,  kl. 17:00

Mættir voru:  Þórir Björnsson, Alda Andrésd., Sigríður Björnsd., Gunnar Magnússon, Unnur Þórðard., Ólafur Steinsson og Laufey S. Valdimarsd.

Rædd ferðalög komandi sumars.  Ákveðið að fara norður í Þingeyjasýslu í 4ra daga ferð og gista á Laugum í Þingeyjarsýslu allar næturnar.  Fara þaðan í Mývatnssveit og Ásbyrgi.

Reynt verður að fara 2ja daga ferð austur á Krikjubæjarklaustur í ágúst.

29. maí var ákveðið að fara til messu í Skálholti og búið er að bjóða öllum hópnum í kaffi í skólanum eftir messu.

Hátíðarmessa er fyrirhuguð fyrir eldri borgara í Hveragerðiskirkju og sjá eldri borgarar um kaffið á eftir.

Fyrsta maí var haldin sameiginleg skemmtun fyrir alla eldri borgara í Árnessýslu á Hótel Selfoss.

Með spilakvöldum í febr. og mars 2 x 4 kvöld söfnuðust kr. 92.535 sem fara í ferðasjóð. Inni í ferðasjóði voru fyrir kr. 28.015 frá fyrra ári.  Samtals í ferðasjóði eru kr. 120.550.

Í sjóði er um kr. 50.000.  Fundi slitið kl. 18:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Samkvæmt fjárhagsáætlun Hveragerðishrepps er áætlað að veita kr. 80.000 til styrktar starfi eldri borgara á árinu 1988.

Fundur haldinn á heimili Öldu 4. nóv.

Skipulagsatriði varðandi skemmtun eldri borgara og heimilisfólks á Ási rædd en hún verður á Hótel Ljósbrá.

Byrjað verður með bingó, síðan kaffi og dans á eftir.

Harmonikkuklúbburinn spilar fyrir dansi og Gústaf kennari mun stjórna dansinum.

Föndrið er á sínum stað og búið er að fá kennara úr Reykjavík til að vera með námskeið í leðurvinnu.

Hafþór Þórhallsson smíðakennari mun sjá um smíðakennslu og fleira á fimmtudögum þar sem Sunna  Guðmundsd. getur ekki verið með vegna veikinda.

Ferðalög næsta sumars rædd og rætt um að fara í 4ra daga ferð á Snæfellsnes og Dali.  Alda kannar gistingu á þessum stöðum.

Næsta opna hús verður í des. Haldið á Hótel Ljósbrá og verður einnig nokkurskonar jólagleði.

Fundur haldinn á heimili Öldu, 21. sept.

Mættir voru:  Gunnar Magnússon,  Alda Andrésd., Þórir Björnsson, Laufey S. Valdimarsd. og Brynhildur Jónsdóttir.

Rætt um föndur á fimmtudögum eins og s.l. vetur og að Sunna Guðmundsdóttir yrði leiðbeinandi áfram.

Rætt um að spila ef stærra húsnæði fengist.

Ákveðið að fara í leikjhús fyrsta laugardag í okt. og sú ferð komi í stað opins húss.

Rætt um ferðalög sumarsins sem tókust vel.

Fyrst var farin 3ja daga ferð norður á Strandir allt norður í Ingólfsfjörð og síðan dagsferð yfir Bláfjöll til Grindavíkur, Hafnarfjarðar og í Árbæjarsafn.

Sameiginleg skemmtun fyrir eldri borgara og heimilisfók á Ási.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Fundur haldinn 5. maí í Eden,  kl. 17:00.

Á fundinn mættu:  Laufey S.Valdimarsd., Guðrún Brynjólfsd., Þórir Björnsson og Alda Andrésdóttir.

Sumarferð rædd og Öldu falið að panta gistingu helst á Finnbogastöðum fyrir allan hópinn.

Ákveðið að fresta opnu húsi fyrir heimilisfólk á Ási til haustsins.

Á uppstigningardag kemur eldra fólk úr Bústaðarsókn til kirkju hér í Hveragerði og Félag eldri borgara skipuleggur og sér um kaffið.

Þórir Björnsson hefur tekið við gjaldkerastörfum félagsins af Eyþóri Einarssyni sem látið hefur af því starfi vegna veikinda.

Styrkur til félagsins á árinu 1987 frá Hveragerðishrepp er kr. 60.000 og í ferðasjóði er kr. 67.000 sem safnaðist aðallega með spilavistum í vetur.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.

Fundur haldinn  13. jan. á heimili Öldu.  1987,  kl. 20:30.

Mættar voru Guðrún Brynjólfsd., Laufey S. Valdimarsd., Alda Andrésdóttir, Rósa Pétursdóttir og Brynhildur Jónsdóttir.

Ákveðið að fara á leiksýningu í Hallgrímskirkju 18. jan.  Er það verk um líf og starf Kaj Munk.

Lionsfélagar í Hveragerði munu sjá um opna húsið í febr. og mun það verða á Hótel Ljósbrá.

Rætt um föndurvinnuna í gamla barnaskólanum sem haldið yrði áfram þar.  Sunna Guðmundsdóttir hefur leiðbeint í föndri fram að jólum og vonast er til að hún haldi því áfram.

Fjárölfunarleiðir ræddar og ferðalög næsta sumars.  Rætt var um að fara til Trékyllisvíkur síðasta sumar en ekkert varð af því og er ákveðið að láta verða af því næsta sumar og þá um miðjan júlí og panta næturgistingu nægjanlega snemma.

Fundi slitið kl. 22:00. Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn 2. des. á heimili Laufeyjar,  kl. 17:00.

Mættir fyrir utan Laufeyju þær Alda Andrésdóttir, Sigríður Björnsdóttir og Guðrún Brynjolfsd.

Rætt um fyrirhugaðan jólafagnað eldri borgara laugardaginn 6. des.  eldri borgurum frá Eyrarbakka og Stokkseyri.  Fagnaðurinn verður haldinn í félagsheimilinu Bergþóru.  Söngkvartettinn í Hveragerði syngur og Árni Johnsen alþm. kemur með gítarinn og ferðasögu.  Sveinn Sumarliðason kemur með harmonikku svo allir geti dansað af hjartans- og fótalist.

Fundur haldinn í Eden 26. sept.,  kl. 17:00.

Ákveðið að fyrsta opna hús vetrarins yrði laugardag 4. okt. eins og venjulega.

Ákveðið að fá lánaða aðstöu fyrir handavinnu í handavinnuhúsi skólans einu sinni í viku og þá helst á fimmtudögum.

S.l. sumar barst höfðingleg peningagjöf frá Lionsklúbbi Hveragerðis.  50.000 krónur til styrktar föndri og handavinnu eldri borgara.

Ákveðið að fara einu sinni í leikhús fyrir jól.  Fundi slitið kl. 18:20. Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir.  Alda Andrésdóttir.

Stjórnarfundur í Eden 25. apríl 1986. kl. 17:30.

Á Fundinn mættu: Jón Guðmundsson, Guðrún Brynjólfsd., Sigríður Björnsd., Eyþór Einarsson, Gunnar Magnússon, Alda Andrésd., Laufey S. Valdimarsd.

Gestur fundarinns var Einar Sigurjónsson formaður Styrktarfélags aldraðra á Selfossi. Á fundinum var rætt um skemmtiferðir sumarsins.

Einar ráðlagði okkur hér í Hveragerði að prófa vikuferð og gista í skólum.  Fara t.d. á Snæfellsnes og bauðst til að útvega gistingu í Laugagerðisskóla, þar væri góð aðstaða og þægilegast að fara þaðan í dagsferðir.  Ákveðið að Einar pantaði skólann í ágústmánuði og einnig ákveðið að fara í dagsferð en hún ekki tímasett.

Fundi slitið kl 18:30.  Fundarritari var Laufey S. Valdimarsd.  Alda Andrésdóttir.

Fundur haldinn  hema hjá Öldu, 16. sept.  kl. 17:30.

Mættir voru Eyþór Einarsson, Gunnar Magnússon, Guðrún Brynjólfsd. Laufey s. Valdimarsd. Alda Andrésd.

Byrja skildi vetrarstarfið með ferð í Þjóðleikhúsið.  Alda sér um framkvæmdina.

Opið hús verður með sama sniði og áður en rætt um hvort eigi að flytja það í Félagsheimilið en engin ákvörðun tekin, þar yrði dýrara að vera en í Safnaðarheimilunu þar sem ekkert kostar að vera þar. Fundi slitið kl. 18:30.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur haldinn á heimili Laufeyjar, 10. júní. kl. 17:30.

Mættir eru: Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsd., Gunnar Magnússon, Brynhildur Baldvinsd., Eyþór Einarsson, Guðrúm Brynjólfsdóttir og Sigríður Björnsd.

Rætt um fyrirhugaða skemmtiferð í sumar.  Farnar hafa verið dagsferðir hingað til en ákveðið að farin skildi 3ja daga ferð til Akureyrar þann 19. júlí.  43 fóru í ferðina.

Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Stjórnarfundur á heimili Öldu formanns, 18. febr. 1985.

Mættir eru:  Alda Andrésdóttir, Laufey S. Valdimarsdóttir, Eyþór Einarsson, Gunnar Magnússon, Guðrún Brynjólfsd. og Sigríður Björnsd.

Rætt um lokaskemmtun félagsins, halda hana á Hótelinu og þá helst á sumardaginn fyrsta.  Fá skemmtikrafta úr þorpinu og dansa á eftir.  Heimilismönnum á Ási yrði boðið að taka þátt eins og á síðasta ári.

Guðrún Brynjólfsd. vill reyna að fá fjölbreyttari handavinnu á opnu húsi og ætlar Alda að tala við Sigrúnu Ragnarsdóttur til að koma með nýtt föndur.

Félagið hafði farið á operuna Carmen 14. febr..  40 félagsmenn sáu operuna.  Rætt um að þáttaka á opnu húsi mætti vera betri og einnig rætt um sumarferðalag.

Laufey S.Valdimarsd. ritari.

Fundur stjórnar  í Safnaðarheimilinu, 21. sept.  kl.09:00.

Mættir eru:  Jón Guðmundsson, Laufey S. Valdimarsdóttir,  Alda Andrésd., Guðrún Brynjólfsd. og Sigríður Björnsd..

Fa þurfti nýjan gjaldkera þar sem Jóhann baðst undan að gegna gjaldkerastarfinu áfram.  Stungið var upp á Eyþóri Einarssyni sem samþykkt var einróma.

Ritari upplýsti að skráðir í Hveragerði 65 ára og eldri væru nú 118 manns  (fyrir utan öryrkja sem margir eru yngri).

Fundur stjórnar  var haldinn í Eden, 16. sept.  1984.

Á fundinn mættu: Alda Andrésdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir, Laufey S. Valdimarsd. og Jóhann Þorvaldsson.

Rætt um vetrarstarfið, ákveðið að hafa opið hús fyrsta laugardag hvers mánaðar frá 14:00-17:00. Skemmtiatriði yrðu sem mest heimafengin og selt kaffi sem kosta skildi 25 krónur. Skipað yrði í kaffinefnd fyrir hvert opið hús.Fundi slitið kl. 18:30. Fundarritari Laufey S. Valdimarsd.

Fundur stjórnar var haldinn í Safnaðarheimili kirkjunnar 8. júlí 1983  kl 18:30.

Á fundinn mættu:  Gunnar Magnússon, Guðrún Brynjólfsd.,  Alda Adnnrésdóttir, Laufey S. Valdimarsd., Sigþór Einarsson.

Ákveðið að fara 17. júlí á Eldmessu á Kirkjubæjarklaustri í tilefni að 200 ár voru liðin frá Skaftáreldum.  Ekki varð af þessari ferð þar sem Mýrdalssandur var ófær þegar farið skildi.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Alda Andrésdóttir.

Annar bókaði fundur stjórnar félagsins var haldinn 15. apríl kl. 17:00 á heimili formannsins

Á fundinn mættu Alda Andrésdóttir, Gunnar Magnússon, Laufey S. Valdimarsd. Guðrún Brynjólfsd. og Jón Guðmundsson.

Rætt var um ferð félagsins sem farin var á Kjarvalsstaði 2. apríl að sjá Kirkjulistasýninguna, þar sem 35 manns fóru saman í ánægjulega ferð þar sem allir skemmtu sér hið besta.  Lagt var af stað kl. 14:00 og komið til baka kl. 18:00.

Þann 14. apríl fór stjórn félagsins á Selfoss og kynnti sér starfsemi Styrktarfélags aldraðra þar.  Hjá þeim er opið hús alla fimmtudaga frá 13-16, þá spilað og verið með handavinnu og föndur.  Inga Bjarnadóttir lýsti fyrir okkur starfsemi félagsins í vetur.  Hún sér einnig um Rauða kross heimilið og bauð okkur að skoða það.  Einnig sýndi hún okkur hinar nýju íbúðir aldraðra á Selfossi.

Opið hús ætti næst að vera 30. apríl frá kl. 15:00-17:00 og yrði það með sama sniði og verið hefur.  Fundarritari Laufey S. Valdimarsdóttir, Alda Andrésdóttir.

Fyrsti bókaði fundur stjórnar félagsins er dagsettur 17. mars 1983 haldinn kl. 16:00 í Litlu listamannastofunni að Dynskógum 5.

Mættir eru:Alda Andrésdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Gunnar Magnússon, Brynhildur Baldvinsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Laufey S. Valdimarsd. Guðmundsson.

Á þessum fundi var ákveðið nafn á félagið sem nefnt var „Félag eldri borgara“ í Hveragerði,  miðað er við 65 ára og eldri.

Næsta verkefni yrði ferð á sýningu á íslenskum kirkjulistamunum á Kjarvalsstöðum. Farið yrði laugardaginn 26. mars.  Samþykkt var að fara fram á að Hveragerðishreppur  greiddi rútuna en fólkið sjálft kaffið sem keypt yrði á Kjarvalsstöðum.

Á síðasta opna húsi semhaldið var 27. febr. var kosið í stjórn félagsins og var Alda Andrésdóttir kosin formaður, Jóhann Þorvaldsson gjaldkeri og Laufey S. Valdimarsdóttir ritari. Varaformaður var kosinn Gunnar Magnússon og meðstjórnendur Guðrún Brynjólfsd., Brynhildur Baldvinsd. og Jón Guðmundsson.

Jóhann Þorvaldsson sagði frá peningagjöfum sem bárust félaginu á síðasta opna húsi.  Félaginu bárust kr. 600 frá Sigurþór Einarssyni, kr. 100 frá Guðrúnu Ívarsdóttir og fyrir kaffi voru innkomnar kr. 930,-.Voru þessir peningar lagðir inn á bók hjá Búnaðarbanka Íslands.

Gjaldkeri bað formann félagsins að athuga hvort félaginu standi ekki til boða kr. 5.000,- sem Hveragerðishreppur hafði samþykkt á síðasta ári 1982. En félagið hafði ekki tök á að norfæra sér þá.

Rætt hefur verið um að gefa út kort í fjáröflunarskyni og hefur Halla Haraldsdóttir listakona boðist til að gefa teikninguna.  Ekki hefur nein ákvörðun verið tekin um það ennþá hvað gert verður.Fleira ekki gert, fundi slitið.  Laufey s. Valdimarsd. ritari, Alda Andrésd. Gunnar Magnússon.

Í tilefni af ári aldraðra 1982 kaus hreppsnefnd Hveragerðis nefnd til að sjá um þrjár skemmtanir fyrir eldri borgara í Hveragerði.

Í framhaldi af þvi var síðan ákveðið að stofna félag til að þessar samkomur eldra fólks leggðust ekki niður, enda vinsælar og vel sóttar.

Mun stefnt að því að koma saman minnst einu sinni í mánuði frá okt. fram í apríl.  Laufey S. Valdimarsdóttir   Félagið hefur fengið kennitöluna 691189-1049.