Upplýsingar

Félag eldri borgara Hveragerði. Breiðamörk 25b. 810 Hveragerði.
Sími í Þorlákssetri: 483-5216
Reikningur félagsins í Arion banka, Breiðumörk 20 er: 0314-26-52
Kennitala er: 691189-1049

Stjórn 2016-2017

Gísli Garðarsson

Gísli Garðarsson

Formaður

Sími 862 7501 / 483 4707
gisgar@talnet.is

Guðmundur Karl Þorbjörnsson

Guðmundur Karl Þorbjörnsson

Varaformaður

Sími 568 6589 / 788 0259
gud.innrm@gmail.com

Egill Gústafsson

Egill Gústafsson

Gjaldkeri

Sími 892 7790
egillgust@simnet.is

Jónína Haraldsdóttir

Jónína Haraldsdóttir

Ritari

Sími: 866 4398
joninah1948@gmail.com

Kristín Dagbjartsdóttir

Kristín Dagbjartsdóttir

Meðstjórnandi

Sími: 860 3884 / 557 4884
jkd@simnet.is

Helga Baldursdóttir

Helga Baldursdóttir

Varastjórn

Sími 483-4256 og 849-3830
helgabald@simnet.is

Helgi Kristmundsson

Helgi Kristmundsson

Varastjórn

Sími 694 7293
motoristi007@gmail.com

Aðalfundur 2015

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði var haldinn í Þolákssetri laugardaginn 21. febrúar kl. 14:00.

Fram fóru venjuleg aðalfundarstörf. Í skýrslum formanns og gjaldkera birtist öflugt starf á liðnu starfsári. Ríflega 40 manns sóttu fundinn sem endaði með kaffisamsæti að venju.

Stjórnarkjör
Þessar breytingar urðu á stjórn: Sigurjón Skúlason óskaði eftir að vera leystur frá stjórnarsetu að loknu einu ári. Sæunn Freydís Grímsdóttir hafði lokið sínu tímabili og gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Egill Gústafsson hafði einnig lokið sínu tímabili en gaf kost á sér til endurkjörs. Kjörnefnd undir forystu Jónu Einarsdóttur skilaði tillögum um nákvæmlega jafnmarga og kjósa átti, en vegna úrsagnar Sigurjóns þurfti að kjósa einn stjórnarmann til eins árs. Atkvæðagreiðsla fór svo að Egill og Kristín voru kosin til tveggja ára en Hrafnhildur til eins árs.

Eftir að ný stjórn hefur skipt með sér verkum er hún svo skipuð:
Hrafnhildur S Björnsdóttir formaður,
Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður,
Egill Gústafsson gjaldkeri,
Hrafnhildur Jóhannsdóttir ritari.
Guðlaug Birgisdóttir meðstjórnandi.
Í varastjórn eru Helga Baldursdóttir og Helgi Kristbjörnsson.

Aðalfundur 2014

Aðalfundur FEBH 2014 var haldinn í Þorlákssetri 13. febrúar kl. 14:00. Um 60 manns mættu á fundinn. (leiðrétt skv. ábendingu: Um 70 manns sóttu fundinn.)

Formaður félagsins Pálína Snorradóttir setti fundinn og tilnefndi Jóhann Gunnarsson fundarstjóra og Sæunni Freydísi Grímsdóttur fundarritara.
Skýrsla formanns, flutt af varaformanni Önnu Jórunni Stefánsdóttur og formanni Pálínu Snorradóttur. Félagar í FEBH eru nú um 200 manns. Formennirnir fóru yfir starfsemi félagsins á nýliðnu ári. Skýrsla er samin um starfsemi félagsins sem afhent er til Hveragerðisbæjar þar sem tíundað er allt það helsta sem félagsmenn gera í fjölbreyttri dagskrá sem fram fer yfir veturinn. Þær ræddu um hugmyndabanka og hvöttu félaga til að koma með hugmyndir sínar í þar til gerðan kassa. Rope yoga hefur verið starfrækt í vetur en það er nýtt í starfseminni. Heimsóknir hafa verið frá 4. bekk Grunnskólans í Hveragerði og félagar í FEBH hafa farið og spilað við nemendur Grunnskólans en það er liður til að auka samvinnu unga fólksins og eldri borgara.

Sýning var á Bómstrandi dögum eins og undanfarin ár. Að þessu sinni var sýningin tileinkuð 30 ára afmæli félagsins og sýnd veggspjöld sem segja sögu félagsins. Veggspjöldin eru uppsett í sal félagsins. Einnig var sýnt heimasmíðað pípuorgel og handverk margra félagsmanna.

Gjaldkeri lagði fram og skýrði reikninga félagsins. Halli var á rekstri félagsins 621.110,- krónur sem er nánast það sama og nemur afskriftum ársins.
Árgjald ársins 2015 verður kr. 3.000,- það sama og ársins 2014.

Stjórnarkjör
Úr stjórn áttu að ganga formaður Pálína Snorradóttir, varaformaður Anna Jórunn Stefánsdóttir og ritari Jóhann Gunnarsson, ekkert þeirra gaf kost á sér til endurkjörs. Hrafnhildur S. Björnsdóttir gaf ein kost á sér til formanns og var því sjálfkjörin. Fjórir voru í kjöri til aðalstjórnar en það voru Guðlaug Birgisdóttir, Helga Haraldsdóttir, Kristín Dagbjartsdóttir og Sigurjón Skúlason. Kjörin voru Sigurjón Skúlason með 50 atkvæðum og Guðlaug Birgisdóttir með 34 atkvæðum, hinir hlutu færri atkvæði. Þeir sem ekki náðu kjöri í aðalstjórn voru sjálfkrafa í kjöri til varastjórnar og voru það Helga Haraldsdóttir og Helgi Kristmundsson, Kristín Dagbjartsdóttir var varastjórn frá í fyrra og því er hún að byrja sitt síðara kjörár í varastjórn. Kostið var á milli Helga Kristmundssonar og Helgu Haraldsdóttur. Helgi Kristmundsson hlaut 39 atkvæði eða 8 atkvæðum fleiri en Helga. Helgi Kristmundsson og Kristín Dagbjartsdóttir skipa varastjórn.

Guðlaug og Sigurjón eru kjörin í aðalstjórn til 2ja ára og Helgi Kristmundsson kjörinn til 2ja ára í varastjórn. Skoðunarmenn reikninga eru Sigurjón Guðbjörnsson og Garðar Hannesson.

Önnur mál
Anna Jórunn talar um létta leikfimi til prufu sem Helga Haraldsdóttir stjórnar. Hallur Hróarsson kennari útideildar Grunnskólans kom og kynnti svokallaða Grenndargarða sem hann ásamt skólanum og Ara Eggertssyni menningar- og fræðslufulltrúa eru að koma á fót. Hallur hafði hug á samvinnu við Félag eldri borgara um hvað sem rækta mætti á staðnum. Ýmsir kvöddu sér hljóðs og lýstu ánægju sinni með starfið og hvöttu félagana til meiri þáttöku í starfinu.

Aðalfundur 2013

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði var haldinn fimmtudaginn 21. febrúar í Þorlákssetri og hófst kl. 14.00. Um 60 manns sóttu fundinn.

Formaður, Pálína Snorradóttir, setti fundinn og stakk upp á Jónu Einarsdóttur sem fundarstjóra og Jóhanni Gunnarssyni fyrir ritara. Í skýrslu formanns, sem Pálína og varaformaðurinn, Anna Jórunn Stefánsdóttir, fluttu í sameiningu, kom fram að félagsstarfið hefur verið blómlegt á árinu og að sinnt er með fjölbreyttum hætti þörfum aldraðra í bænum fyrir hreyfingu, handíðir, leiki og skemmtanir. Í skýrslu gjaldkera kom fram að fjárhagur félagsins er traustur enda þótt rekstrarafkoma hafi verið neikvæð á árinu. Félagsmenn eru um 200. Þjónustusamningur við bæjarfélagið hefur verið endurnýjaður til fjögurra ára. Nokkrar umræður urðu um breytt fyrirkomulag fimmtudagsfunda, sem stjórnin mun gera tillögur um á næstunni, enda tóku fundarmenn þeim hugmyndum sem viðraðar voru yfirleitt fagnandi.
Úr stjórn gekk Gústaf Óskarsson eftir fjögurra ára setu, og voru honum þökkuð störfin í þágu félagsins. Að venju lauk fundinum með kaffihlaðborði og samræðum.

Aðalfundur 2012

Aðalfundur FEBH 2012 var haldinn fimmtudaginn 16. febrúar í Þorlákssetri, og sóttu hann rúmlega 60 manns. Af skýrslum formanns og gjaldkera mátti ráða að félagsstarfið hefur verið öflugt og afkoman viðunandi.

Nokkrar breytingar voru gerðar á stjórn félagsins á fundinum. Hrafnhildur S Björnsdóttir, sem hefur gegnt formennsku í 2 ár gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Í stað hennar var Pálína Snorradóttir kjörin formaður. Með henni eru í stjórn Gústaf Óskarsson og Egill Gústafsson, sem eiga eftir ár af kjörtímabilinu, Jóhann Gunnarsson sem var endurkjörinn til tveggja ára og Anna Jórunn Stefánsdóttir, ný í stjórn, kjörin til tveggja ára. Varamenn eru Jóna María Eiríksdóttir og Sæunn Freydís Grímsdóttir. Skoðunarmenn reikninga voru kjörin Helga Baldursdóttir og Svanur Jóhannesson til eins árs.

Hrafnhildi Björnsdóttur og Kristbjörgu Markúsdóttur sem hvorug gaf kost á sér til endurkjörs var þakkað með blómum fyrir gott starf í þágu félagsins.
Allmargir tóku til máls um félagsstarfið undir liðnum Önnur mál, og er fundi hafði verið slitið var umræðum haldið áfram yfir kaffi og kökum.

Aðalfundur 2011

Félag eldri borgara í Hveragerði hélt aðalfund fimmtudaginn 17. febrúar í Þorlákssetri.

Ríflega 40 manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Jóna Einarsdóttir og fundarritari Pálína Snorradóttir. Af skýrslum formanns og talsmanna nefnda má ráða að félagsstarfið hefur verið öflugt og góð þátttaka í flestu sem boðið er upp á, hvort sem er til skemmtunar eða heilsubótar. Félögum fjölgaði um nærri tvo tugi á starfsárinu. Starfið er að langmestu leyti borið uppi af sjálfboðavinnu félagsmanna, en fjárframlag Hveragerðisbæjar gerir kleift að kaupa leiðbeinendur í handverki og íþróttaíðkun auk þess sem bærinn hleypur undir bagga við rekstur húsnæðisins að Breiðumörk 25b.
Efnahagur er því góður og áætlað að halda áfram á svipaðri braut á nýbyrjuðu ári. Breytingar voru samþykktar á lögum félagsins, ákvæði sett inn um ráðstöfun fasteignar félagsins og kveðið á um aukna formfestu við undirbúning og boðun aðalfundar.

Stjórn félagsins er óbreytt frá síðasta ári, svo skipuð:
Hrafnhildur S. Björnsdóttir, formaður; Pálína Snorradóttir, varaformaður; Egill Gústafsson, gjaldkeri; Jóhann Gunnarsson, ritari; Gústaf Óskarsson, meðstjórnandi; Jóna Eiríksdóttir og Kristbjörg Markúsdóttir, varamenn.