Félagavist

Félagsvistin mun byrja aftur næsta þriðjudag 1. febrúar. Vonandi mæta sem flestir.

Félagsvist

Félagsvistinni frestað óákveðið þar til smitum fer að fækka.
Kveðja
Ævar

Bókmenntahópur

Ákveðið hefur verið að fresta fundum Bókmenntahóps/Leshóps um óákveðinn tíma vegna aðstæðna í samfélaginu. Látum vita þegar við byrjum aftur
Kveðja
Hlíf

Boccia

Kæru félagar
Þar sem umsjónarfólk í Boccia er með covid veiru og ástand í þjóðfélaginu er ekki nógu gott fellur niður spilamennska þessa viku sjáumst vonandi hress í næstu viku
Kær kveðja Jónína og Villi

Pútt

Púttið byrjar næsta föstudag kl. 9:30

Leirnámskeið

Er einhver áhugi á leirnámskeiði? Sendi hér með tilboð frá Hrönn Waltersdóttir. Félagið mun borgar helming námskeiðsins, en hver nemandi greiðir fyrir helming námskeið sem okkur reiknast með að sé kr. 9.000,- ásamt greiðslu fyrir leir, liti og brennslu kr. 1.200. Þannig að hver nemand greiðir samtals kr. 10.200,-

Leirnámskeið 2022

Boðið verður upp á námskeið á þriðjudögum tvær klukkustundir í senn í 4 til 5 vikur. Námskeiðið kostar fyrir hópinn 144.000,kr. miðað er við 6 til 8 (óvanar) manneskjur í einum hóp. Leir og glerungur er ekki innifalin í þessu verði. 1. kg af leir með litum og brennslum kostar 1.200,kr. (Til viðmiðunar er hægt að gera 4 til 5 kerta-krúsir úr einu kg. af leir). Það er ekki skylda að gera nákvæmlega þessa hluti sem minnst er á hér fyrir neðan, það er val hvers og eins, en gott væri að tileinka sér aðferðirnar sem kenndar verða.

tími: Kenndar verða helstu aðferðir við meðhöndlun á leir, hvers ber að varast t.d. hnoða, taka úr loft, þykkt, þunnt og þurrkun. Einnig verður farið í pylsu- og kúluaðferð. Kennd einföld aðferð við gerð kerta-krúsa með munstri.
tími: Kennd verður plötuaðferð, hvernig við festum saman tvo eða fleiri parta. Gerð verða lítil hús, munstrum þak og hliðar.
tími: Kennt verður að gera skálar í mótum (bútaskálar). Farið verður yfir glerjun notkun á oxíðum og undir litum.
tími: Skoðaður árangur glerjunar frá því í síðasta tíma, spáð í hvernig til hefur tekist, restin af hlutunum glerjaður.
Tími: Þá á allt að vera klárt búið að brenna. Fólk má koma og sækja verkin sín. Auka bónus ef fólk vill setja gull á hlutina þá má gera það í þessum tíma og hlutina má sækja eftir samkomulagi.
Bestu kveðjur

Stjórnin

Útskurður

Útskurðurinn sem átti að byrja 7/1 verður frestað um óákveðinn tíma.
Auglýst verður þegar það byrjar.
Lena og Sigurður Valur

Stjórnarstörf

Félag eldri borgara í Hveragerði leitar til félagsmanna til stjórnarstarfa fyrir félagið. Allir geta sent inn tilnefningar til uppstillingarnefndar um gott fólk sem gæti haft áhuga á að vera með í að efla og styrkja félagið. Það má alveg tilnefna sjálfan sig.
Tilnefningar má senda til uppstillingarnefndar:
Hólmfríður Skaftadóttir form. frida.skafta@gmail.com sími: 8458296

Opið hús miðvikudaginn 8. des.

Næstkomandi miðvikudag 8. desember kl. 14:00 heimsækur okkur Dr. Jónas Guðnason jarðfræðingur og mun hann vera með fyrirlestur um jarðfræði í kringum Hveragerði.
Kaffi og meðlæti á eftir.
Stjórnin