Leshópurinn hittist alltaf kl. 10:30 – 12:00 á föstudögum í Þorlákssetri og eru allir félagsmenn velkomnir. Fundirnir eru frjálslegir og á hverjum fundi lesa 2-4 aðilar, sem ákveðnir eru á fundinum á undan, sjálfvalið efni. Það má vera kafli úr skáldsögu, smásaga, fræðigrein úr bók eða tímariti, nokkur ljóð eða hvaðeina sem viðkomandi finnst áhugavert. Jafnframt þarf viðkomandi að kynna höfund, kynna bókina eða fjalla aðeins um efnið. Eftir hvern lestur er boðið upp á umræður. Þetta býður upp á fjölbreytni og ef til vill hvatningu til að kynna sér eitthvað sem annars hefið ekki þótt áhugavert. Einnig er að hausti valin ein bók sem allir lesa yfir „önnina“ og er hún síðan tekin til umræðu undir lok „annarinnar“. Sama gert að vori. Auðvitað koma svo aðrar hugmyndir til greina.