Málþing um einmanaleika

Ágætu formenn aðildarfélaga LEB og aðrir velunnarar,

LEB stendur fyrir málþingi um einmanaleika fimmtudaginn 17. sept. n.k. kl. 13.00 til 17.00 á Hótel Hilton Nordica, Suðurlandsbraut 2, 105 Reykjavík

Aðgangur er ókeypis, en vegna sóttvarna og fjöldatakmarkana verða þeir sem hafa hug á að sækja málþingið að skrá sig fyrir miðnætti n.k. mánudag, 14. september. Skráningarform er hér: SKRÁNING

Einnig er hægt að fara inn á skráningareyðublaðið frá heimasíðu LEB www.leb.is

ATH. Þeir sem ekki komast á málþingið geta fylgst með því á vef LEB, þar sem því verður streymt. www.leb.is

Fimmti hver Íslendingur 67 ára og eldri er stundum eða oft einmana. Stundum er það alvarlegt mál, flókið og erfitt að vera einmana. Þú getur valið að vera einn, en enginn vill vera einmana. Afleiðingar einmanaleika og félagslegrar einangrunar geta verið bæði líkamalegar og andlegar og  geta jafnvel rænt fólk lífsgæðum.

LEB hefur sett vinnu gegn einmanaleika og félagslegri einangrun í ákveðinn forgang. Þetta verður viðfangsefni málþingsins 17. september, Samtökin hafa leitað eftir samstarfi við ýmsa aðila. Fulltrúar nokkurra þessara samstarfsaðila munu flytja erindi á málþinginu.

Málþingið er haldið til að auka þekkingu á vandanum og svara spurningunni: Hvað er til ráða?

Málþingið er haldið í samvinnu við Farsæla öldrun – Þekkingarmiðstöð með stuðningi  heilbrigðisráðuneytisins.

Við hvetjum ykkur öll til að dreifa þessum upplýsingum sem víðast svo að sem flestir fái tækifæri til að fylgjast með málþinginu, hvort heldur að mæta á staðinn eða fylgjast með á streymi.

Dagskrá málþingsins fylgir hér með á viðhengi.

Minnum á vefsíðu LEB wwwleb.is og Facebooksíðu LEB: facebook.com/landssambandeldriborgara

Kveðja
Viðar Eggertsson

Skrifstofustjóri
LEB – Landssamband eldri borgara

Sigtún 42, 105 Reykjavík
Sími: 5677111 / 8988661

 

leb@leb.is
www.leb.is

Tilboð frá Friðheimum

Heilsuefling 60+

Fréttir frá stjórn eldri borgara

Fréttir frá stjórn eldri borgara Hveragerði

Kæru félagar,

Smá fréttir frá stjórn.

Félagsgjöld falla niður fyrir árið 2020.  Þeir sem hafa þegar greitt fá það metið fyrir árið 2021.

Stjórnin ákvað að færa viðskiptin frá Arion banka til Íslandsbanka með von um betri þjónustu.

Íslandsbanki býður eldri borgurum að hringja í sérstakan þjónustusíma fyrir eldri borgara í síma 4403737

Óákveðið er hvenær haustfundurinn verður haldinn. Verður auglýst síðar.

Guðlaug Birgisdóttir umsjónarmaður hússins hefur látið af störfum og nú leitum við eftir nýjum umsjónamanni.

Einnig hefur Jóhann Gunnarsson sem haldið hefur utan um félagaskrána í mörg undanfarin ár óskað eftir að ljúka störfum og leitum við að öðrum góðum eftirmanni.

Uppl. hjá ritara í síma 8687405.

 

Með bestu kveðju fyrir hönd stórnar FEBH

Marta Hauksdóttir ritari

Blómstrandi dagar 2020 í Þorlákssetri hætt við

Kæru félagar
Vegna ástandsins í þjóðfélaginu hefur Hveragerðisbær hætt við Blómstrandi daga í framhaldi af því hefur stjórn FEBH hætt við alla dagskrá sem fyrir huguð var í Þorlákssetri þssa daga. Kærar þakkir til ykkar sem hafa lagt fram ómælda vinnu við undirbúning vonandi getum við gert eitthvað annað skemmtilegt þegar starfið hefst í september. Með bestu kveðju f.h. stjórnar Kristín

Blómstrandi dagar í Þorlákssetri 14-16 .ágúst

Kæru félagar
Við leitum að listamönnum meðal ykkar við höldum að þeir leynist margir heima að leika. Það væri skemmtilegt ef þið vilduð sýna eitthvað af ykkar verkum í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum. Við bíðum spennt eftir viðbrögðum ykkar. Nánari upplýsingar hjá undirbúningsnefnd. Bjarni 6962310 Kristín 860 3884 Marta 868 7405 Helgi 694 7293 Jónína 555 4122

Púttið fellur niður

Félagar vinsamlegast athugið:

Púttið felur niður um óákveðinn tíma vegna Covid-19 veirunnar.

Starfsemi í Þorlákssetri fellur niður um óákveðinn tíma.

Tilkynning frá stjórn FEBH
COVID-19
Í samráði við yfirlækni Heilsugæslunnar í Hveragerði
og tilmæli yfirvalda um takmarkaða hópastarfsemi hefur stjórn FEBH ákveðið
að fella niður alla starfsemi í Þorlákssetri
um óákveðinn tíma á meðan COVID-19 geysar.
Kveðja stjórnin.

Frá Heilsustofnun vegna Covid-19 veirunnar

Orðsending frá Heilsustofnun

Takmarkað aðgengi að Heilsustofnun meðan Covid-19 veiran geisar.

Sundleikfimi FEBH á miðvikudögum fellur niður um óákveðin tíma.

Látið þetta berast.

Stjórnin

Leikhúsferð

Nú er á döfinni að fara í leikhúsferð til Aratungu 28. febrúar n.k. að sjá gamanleikritið “ALLIR Á SVIД eftir Michael Frayn í þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.
Miðaverð er kr. 2.000.- og rútuferð kr. 2.000.- samtals kr. 4.000.- sem má greiða í Arion banka merkt leikhús eða greiða í heimabanka inn á reikning 0314-26-52 kt. 691189-1049
Leikritið hefst kl. 20.00 en farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45.
Listi liggur frammi í Þorlákssetri einnig má hafa samband við
Sigurður Valur Magnússon í síma 822 4211
Marta Hauksdóttir í síma 868 7405
María Erlingsdóttir í síma 846 9240
Leikhúsnefnd