Aðventuganga

Aðventuganga
Lionsklúbbur Hveragerðis í samvinnu við Lionsklúbbinn Eden, Hjálparsveit skáta Hveragerði, Heilsustofnun NLFÍ og Félag eldriborgara Hveragerði efnir til stuttrar aðventugöngu sunnudaginn 17. desember 2023 kl. 15:00 Komið verður saman á bílastæði við Grýluvöll (ath. þar sem Hamarshöllin var). Lagt verður upp í um 15 – 20 mínutna göngu upp að vatnsverdar-svæði norðan undir Hamrinum. Þar er komið að notalegu skógarrjóðri og ætla Lionsmenn að afhjúpa þar skilti er á stendur þeirra nafn á lundinum góða. Í lundinum góða gæðir göngufólk sér á heitu kakói ásamt piparkökum. Félagar úr Kallakór Hveragerðis eru hvattir til að koma og eru þeir þá vísir til að standa fyrir fjöldasöng á jólalögum. Eftir kakóhressingu og piparkökuát verður síðan aftur gengið til byggða og hver tekur sína rennireið til síns heima. Allir gönguglaðir Hvergerðingar eru velkomnir til að taka þátt í þessari uppákomu Lionsklúbbs Hveragerðis.
Mætið vel búinn og í góðum gönguskóm.
F.h. Lionsklúbbs Hveragerðis
Formaður Lionslundarnefndar.

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *