Námskeið á haustönn 2022

Ritlist með Guðrúnu Evu Mínerfudóttur

Ritlistarnámskeið þetta er í þrjú skipti. Við skrifum, lesum og ræðum um textana sem lesnir eru hverju sinni. Lagt verður áhersla á að skapa samverustundir þar sem þátttakendum líður vel með að deila skoðunum sínum og skrifum. Þegar námskeiðinu líkur, getur hópurinn haldið áfram að skrifa, hittast, gleðjast og styðja hvert annað á ritvellinum.

Vatnslitamálun með Andrínu Jónsdóttir

Vatnslitanámskeið þetta er könnunarleiðangur í tjáningu með litum. Hér gefst þátttak-endum færi á að kynnast og þjálfa sig í notkun vatnslita, útfrá forsendum hvers og eins og þar sem hann er staddur, hverju sinni.  Bæði verður lagt upp með nokkrar einfaldar æfingar og svo er öllum frjálst að vinna með sín hugðarefni í pappírinn.  Vatnslitun er gott efni að vinna með til að tjá það sem ekki verður tjáð í orðum – og þegar fólk vill fara í slíka könnunarleiðangra.

Flóra útsaumsnámskeið með Sunnu Örlygsdóttur

Flóra fríhendisútsaumur er stutt námskeið, en þar læra þátt­tak­end­ur átta ein­föld út­saumsspor sem nýt­ast í “frjálsan útsaum”  og hentar bæði byrjendum og þeim sem langar til að taka nálina fram að nýju. Markmiðið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist grunn í útsaumi, sem hægt er að nota til skreytingar á ýmsum flíkum eða öðrum textíl. Unnið er útfrá flóru Íslands við litablöndun, samsetningu forma, spora og með áherslu á frjálst flæði og sköpunargleði þátttakenda.