Ferð Rangárþing ytra

Síðsumarferð ferðanefndar FEBH verður um Rangárþing Ytra fimmtud. 22. ágúst. Lagt af stað kl 9:00 frá Þorlákssetri, áætluð heimkoma kl 18:00. Farið verður um Ásahrepp og Rangárþing ytra, þræddir vegir sem ekki eru í alfaraleið og sagt frá mönnum og málefnum. Helstu áfangastaðir eru kirkjustaðurinn Kálfholt, Bjóluhverfi og Þykkvibær, þar verður kaffi á Hótel VOS. Þá verður farið að Keldum á Rangárvöllum og komð í skálann sem er elsta bygging á Íslandi. Fáum okkur súpu og brauð á Hellu, farið í hellana hjá Ægissíðu og síðan haldið heim eftir krókaleiðum, trúlega með viðkomu á Leirubakka. Jóhann Gunnarsson er fararstjóri í þessari spennandi ferð um forvitnilega staði, fróður heimamaður og skemmtilegur sögumaður. Vonumst til að sjá sem flesta.
Verð kr 8500 á mann, greiðist í Arion banka reikning FEBH nr 52, merkt ferð. Innifalið er rútan, árdegiskaffi, súpa og brauð, aðgangur að Keldum, aðgangur í Hellana. Skráning hjá Kristínu Dagbjartsd sími 860 3884 og Fjólu Ragnarsd sími 659 5415 fyrir 20. ágúst.
Með bestu kveðju Ferðanefndin Kristín,Fjóla og Egill

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *