Frá gjaldkera um greiðslur á nýju ári

Varðar þátttökugjöld í félagsstarfi á vorönn 2016

og félagsgjald fyrir árið 2016.

Félagsgjald fyrir árið 2016 er kr. 3.500.- Þeir sem greiða árgjaldið fyrir 1. marz n.k. fá ekki greiðsluseðil. Aðrir fá greiðsluseðil með tilheyrandi kostnaði.

 

Ætlast er til þess að þeir sem sækja afþreyingu í félagsstarfið, séu skráðir félagar og greiði árgjald.

Sundleikfimi á Heilsustofnun NLFÍ.  Þátttökugjald kr. 3.500-

Línudans í umsjá Harðar Stefánssonar í Þorlákssetri. Þáttökugjald kr. 2500.-

Útskurður í tré í umsjá Valdemars Ingvasonar í Smíðastofu Grunnskólans.  Þátttökugjald kr. 5000.-

Hverafuglar söngæfingar í Þorlákssetri kr. 5.000.- Með fyrirvara um fjölda kórfélaga. (Kórfélagar gr. 50% af launum söngstjórans)

Verði námsskeið, ferðalög eða aðrar gjaldskyldar uppákomur á vegum félagsins, verða þátttökugjöld auglýst samhliða annarri kynningu.

Þátttökugjöldin óskast greidd inn á reikning Félags eldri borgara í KB banka fyrir 10. febr. 2016. Verði þátttökugjöldin ekki greidd, verða sendir út greiðsluseðlar.

Bankalínan er 0314 26 52   kt. 691189-1049. Í skýringu komi fram fyrir hvað verið er að greiða.

11.jan 2016

Fh. stjórnar félags eldri borgara

Egill Gústafsson gjaldkeri.

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *