Fréttabréf 3. apríl 2024

Í apríl – maí 2024
Kæru félagar í Félagi eldri borgara í Hveragerði. Hér sendum við ykkur vikudagskrá yfir það sem er í boði núna eftir páska. Námskeiðin eru næstum full, örfá pláss laus í síðustu tíma vatnsleikfimi og yoga í vatni og enn hægt að skrá sig. Sigrún Arndal, tengiliður stjórnar við hópstjóra, hefur talað við alla og það er í heildina gott hljóð í fólki og yfirleitt pláss fyrir fleiri. Það eru miklar hugmyndir komnar fram um hvað má betur fara og er stefnt að fundi með stjórn og hópstjórum til að ákveða hvað við viljum bæta og laga.
Nú er farið að huga að vorferð í maí og er helst rætt um skemmtilega menningar og safnaferð um Suðurland, en þetta verður auglýst sérstaklega. Ákveðið hefur verið að vorfundurinn verði 10. maí en það verður líka auglýst betur síðar.
Eins og fram kemur á vikudagskránni er sú nýjung að á fimmtudögum kl. 13.30 – 15 verður kaffispjall og kannski meðlæti í boði fyrir þá sem vilja kíkja við í Þorlákssetri.
Stjórnarmenn munu kappkosta að mæta til að hitta ykkur og ræða málin. Landsambandið býður upp á stutt fræðsluerindi sem við getum fengið á skjáin hjá okkur ef við viljum. Það tekur í mesta lagi hálftíma og yrði þá kynnt sérstaklega.
Svo dettur okkur kannski í hug eitthvað annað þegar fram líða stundir. En eftir sem áður er aðal málið að hittast og spjalla.
Bestu kveðjur
Sigurlín, formaður

 

 

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *