Fréttir frá stjórn – leikhús og vorgleði.

Fréttir frá stjórn

Nýlega var stofnuð leikhúsnefnd sem mun skipuleggja leikhúsferðir í samráði við stjórn. Nefndin er  skipuð  eftirfarandi: Kristín Egilsdóttir sími 896 3436 Sigurður Valur Magnússon og Steinunn Þórarinsdóttir. Þetta er dugmikið fólk og nefndin hefur þegar tekið til starfa og og fyrsta leikhúsferðin verður farin í Árnes að sjá „ Láttu ekki deigan síga Guðmundur“ eftir Eddu Björgvinsdóttur og Hlín Agnarsdóttur, fimmtudaginn 23. mars  kl 20:00.                                        Rútuferð frá Þorlákssetri  kl 18:30 verð kr 2000  greiðist í Arion banka, reikn 52 merkt rúta. Miðaverð  kr 2000  greiðist við innganginn.    Vinsamlega skráið ykkur fyrir þriðjud. 21. mars

Einnig hefur nefndin ákveðið leikhúsferð 14. maí kl 20:00 í Borgarleikhúsið að sjá „Ellý“ . Leikhópurinn Vesturport í samstarfi við Borgarleikhúsið setur á svið splunkunýtt leikrit með söngvum um þessa dáðu söngkonu (Ellý Vilhjálms) undir stjórn Gísla Arnar Garðarssonar. Úrvalslið leikara og tónlistarmanna tekur þátt í sýningunni.

Vorgleði  FEBH 2017 verður haldin að Hótel Örk  miðvikud.19. apríl  kl 14:00.   Skemmtiatriði. Kaffihlaðborð að hætti Hótel Arkar kr. 1800.     Gestir okkar eru Félag eldri borgara á Selfossi. Það hefur skapast sú hefð að félögin hafa vorgleðina til skiptist á milli ára. FEBH mætti á Selfoss 2016.            Með bestu kveðju stjórnin.

Þátttökulistar liggja frammi í Þorlákssetri

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *