Hraðlestrarnámskeið

Frá: Jón Vigfús | Hraðlestrarskólinn.is <jovvi@hradlestrarskolinn.is>
Date: mán., 1. nóv. 2021 kl. 10:31
Subject: Hraðlestrarnámskeið fyrir 60 ára og eldri – kynning og afsláttur
To: <torlaksetur@gmail.com>

Daginn.

Ég var að velta fyrir mér hvort að það væri mögulegt að setja kynningu á sérstöku hraðlestrarnámskeiði ætlað 60 ára og eldri og sérstöku afsláttarverði inn á það námskeið – inn á vef hjá ykkur, tölvupósta frá ykkur eða annað efni sem þið notið til að kynna viðburði fyrir 60 ára og eldri.
Hraðlestrarskólinn hóf að bjóða upp á sérstök morgunnámskeið fyrir 60 ára og eldri í september og hafa þau verið mjög vinsæl en í gegnum tíðina hafa 60 ára og eldri verið dugleg að sækja námskeiðið en mig langaði til að bjóða betri kjör fyrir þennan aldurshóp og vera með námskeið sem að skoðaði betur lestur þeirra – og hvernig þau geta bætt lestrarfærni og aukið lestur enn frekar.
Hægt er að sjá kynningarsíðu um námskeiðið hér – www.h.is/60
Þetta eru 3 vikna námskeið – kennt einu sinni í viku – kl. 9-12 – alls þrjú skipti.
 – Almennt verð inn á 3 vikna hraðlestrarnámskeið er 51.500 kr. – en þátttakendur á þessu námskeiði – 60 ára og eldri – greiða aðeins 16.900 kr. – og þá er æviábyrgðin samt innifalin og þátttakendur geta því endurtekið námskeiðið – eins oft og þau vilja – frítt.
Námskeiðið er að öllu leyti eins og almenna 3 vikna námskeiðið en ég dreg aðeins úr kennslu á námstækni og bæti inn punktum á lestri á skáldsögum, ævisögum og skoða jafnan vel það lesefni sem þátttakendur vilja helst bæta við sig.
Umsagnir nemenda sem hafa setið námskeiðið:
“Það kemur mér af stað í að bæta leshraðann og með áframhaldi trúi ég að með þessum æfingum geti ég lesið miklu meira en ég geri í dag. Spurning um að afmarka tíma á hverjum degi til þess og taka sig til og lesa meira í bókum mínum.” – Helga Ingimundar, 67 ára leiðsögumaður
“Þetta þrælvirkar. Bætir lesleikni, hraða og skilning.” – Jón Hjaltalín Magnússon, 63 ára Verkfræðingur
“Fannst þetta áhugaverð leið til að auka lestur og skilning. Námskeiðið stóð undir væntingum og opnaði sýn á stóraukinn árangur í lestri til framtíðar.” – Valgeir Már, 72 ára Bílstjóri
“Námskeiðið stóð undir væntingum mínum, var markvisst og áhugavert.” – Jarþrúður Jónasdóttir, 62 ára
“Námskeiðið var árangursríkt. Náði að 3-4 falda lestrarhraða og auka skilning á lesefninu umtalsvert.” – Gunnar K., 61 ára Húsasmiður
“Mjög faglegt og gott námskeið. Kennarinn kemur efninu vel frá sér. Persónulega á ég eftir að njóta þess að lesa meira með mun meiri lestrarhraða og auknum skilning.” – Lára, 60 ára Bankaritari.
“Lengi hefur mig langað að bæta lesturinn en ekki fundið tíma. Eftir uppörfun frá ættingjum fór ég á stúfana og varð ekki fyrir vonbrigðum. Ég hef rúmlega tvöfaldað hraðann og er ánægð með það.” – Edda Emilsdóttir, 74 ára húsmóðir.
“Ég hlakkaði til að byrja og er enn ánægðari en ég átti von á.” – Edda Magnúsdóttir, 62 ára sölustjóri.
“Námskeið sem kom verulega á óvart. Mjög fræðandi, vel uppbyggt og skemmtilegt. Árangurinn eftir að hafa fylgt öllum leiðbeiningum eins og ég gat var mun meiri en ég bjóst við. Ég les nú þrefalt hraðar og lesskilningurinn jókst verulega. Bara ánægð. Takk fyrir mig.” – Þórdís Sigurðard, 61 árs Markhláturþjálfi
Ekki hika við að hafa samband ef einhverjar spurningar vakna um námskeiðið.
Hlakka til að heyra frá ykkur.

Kær kveðja,
Jón Vigfús
—————————-
Jón Vigfús Bjarnason
Skólastjóri Hraðlestrarskólans
GSM: 773-0100

Jólahlaðborð

Ákveðið hefur verið að fara sama á Jólahlaðborð það 19. nóvember n.k. Fólk verður látið vita um tímasetningu þegar búið er að panta.
Það er á mörgum stöðum orðið upppantað en við fengum tillboð frá STRACTA hotel á Hellu sem ákveðið hefur verið að taka
Hægt er ð skoða síðuna þeirra á www.stractahotels.is/is/jolaladbord
Jólahlaðborðið kostar kr. 9.900 á mann sem er mjög gott verð.
Það þarf að vera búið að greiða inn á reikninginn okkar í Íslandsbanka fyrir 5. nóvember svo hægt verið að láta þá vita um fjöldann.
Reikningsnr. er 0586-26-2252 kt. 691189-1049
Farið verður saman í rúta sem félagið mun greiða.
Ef nánari upplýsinga er þörf er hægt að hringja í mig síma 8687405 að Ásu gjaldkera í síma 8932775
Bestu kveðjur
Marta, ritari

Síma- og tölvukennsla

Nú er komað að því að við höldum námskeið til að læra á símann okkar og tölvuna.
Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum kl. 17-18.
Kennari er Kristinn Ólafsson sem er kennari hér við Grunnskólann.
Þeir sem hafa áhuga þurfa að skrá sig í síðasta lagi mánudaginn 1. nóvember því hann vill byrja að kenna strax seinni partinn þann dag.Taka þarf fram hvort fólk vill læra á síminn, Ipatin eða spjaldtölvuna og hvort þeir eru byrjendur eða lengra komnir
Í fyrsta tímanum verður kennt á símann fyrir byrjendur. Ekki geta verið fleiri en 8 manns í einu svo fyrstur kemur, fyrstur fær. Hægt er að skrá sig í tölvupósti eða á blaði hér í Þorlákssetri. Einnig er hægt að hringa í mig í síma 8687405.

Bestu kveðjur
Marta, ritari

Flensusprauta

Heilsugæslan í Hveragerði verður ekki með flensusprautu fyrir eldri borgara í Þorlákssetri, heldur verður hver og einn að panta tíma hjá þeim
Marta Hauksdóttir, ritari FEBH

Söngstund

Kæru félagar,

Á miðvikudaginn 20. október kl. 13:00 verður söngstund hér í Þorlákssetri.  Sæunn mun leiða sönginn og við höfum fengið góðan gítarleikara til að spila undir.
Allir hjartanlega velkomnir.  Því fleiri því betra.
Höfum gaman saman
Bestu kveðjur
Marta, ritari