Námskeið á vorönn 2024

Vatnsleikfimi er alhliða og góð þjálfun í vatni fyrir allan aldur og hefur lengi verið mjög vinsæl líkamsrækt. Þjálfun í vatni veitir létta og viðráðanlega mótstöðu, eykur vöðvatyrk, styrkir hjarta og lungu, eykur þol og sveigjanleika, lækkar blóðþrýsting og er sérlega holl og skemmtileg samvera með öðru fólki.
Kennari: Rakel Magnúsdóttir
Staður: Baðhúsið Heilsustofnun
Tímabil: 22/1 – 25/3
Hópur 1. Kl: 16:30 – 17:15
Hópur 2. Kl: 17:15 – 18:00
Hópur 3. Kl: 18:00 – 18:45
Fjöldi: 24 í hverjum hópi.
Verð: 8.500

H.A.F. Yoga í vatni
Á námskeiðinu er unnið með yoga stöður í heitari laug þar sem lögð er áhersla á einfaldar flæðisæfingar, öndun og hugleiðslu. Yoga iðkun í vatni slakar og styrkir sérstaklega vel á öllum djúpvöðvum, viðheldur hreyfigetu liða og losar um spennu og streitu. Fljótandi og nærandi slökun í flotbúnaði og hugleiðsla í heitum potti, er í lok hvers tíma.
Kennari: Steinunn Aldís Helgadóttir
Staður: Baðhúsið Heilsustofnun
Tímabil: 25/1 – 21/ 3
Kl: 17:00 – 17:45
Fjöldi: 14
Verð: 12.000
Ef þessi hópur fyllist þá höfum við leyfi fyrir að opna á annan 14 þátttakenda
hóp, á sömu dögum kl: 18:00 – 18:45

Yoga Nidra með tónheilun
Yoga Nidra með tónheilun er hugleiðsluform, þar sem iðkendur liggja á dýnu og látur fara vel um sig undir teppi. Kennarinn leiðir þátttakendur inn í djúpa meðvitaða slökun, þar sem hugurinn er í ástandi líkt og milli svefns og vöku. Í Yoga Nidra gefst tækifæri til að losa um spennu í líkamanum, bæta svefn, lækka blóðþrýsting og styrkja andlegt jafnvægi. Þátttakendur eiga að taka með sér teppi í tímana.
Kennari: Helga Björk Bjarnadóttir
Staður: Kapellan Heilsustofnun
Tímabil: 23/1 – 26/3
Kl: 18:00 – 18:45
Fjöldi: 15
Verð: 9.000

Spænska
Námskeið þetta er sniðið að þeim sem hafa áhuga á spænsku og spænskri menningu, stefna á ferðalög til spænskumælandi landa eða dvelja þar til lengri tíma. Skemmtilegt og fjölbreytt námskeið þar sem grunnurinn að spænsku er byggður upp með fjölbreyttum aðferðum.   Áhersla er lögð á að: læra grunninn í málfræði, skilja einföld samtöl og spurningar, ná samhengi á einföldu prentuðu efni, matseðlum, auglýsingum o.fl  bera fram einfaldar en algengar setningar, heilsa, panta mat, borga í búðum og kynnast spænskri menningu, svo sem tónlist, matarhefðum og hátíðum.
Kennari: Droplaug Guttormsdóttir
Staður: Þorlákssetur
Tímabil: 27/2 – 22/3
Þriðjudaga kl: 17:30 – 19:00 föstudaga kl. 10:30 – 12:00 (þetta er eitt námskeið)
Fjöldi: 10
Verð: 7.500

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *