Vorferð

Vorferð FEB í Hveragerði í Stykkishólm og Borgarfjörð

28. og 29. apríl 2023

Kæru félagar. Nú er komið að því að kynna vorferð FEB í Hveragerði 2023.

Heildarverð á mann er 25.000 kr. Inni í verðinu er; rútan, gisting ein nótt í tveggja manna herbergjum og morgunverður, tveir hádegisverðir og einn kvöldverður. Einnig vatn og ávextir í rútunni. Félagið niðurgreiðir um 25%.

  • Þann 28. apríl verður farið af stað frá Þorlákssetri kl. 9 og ekið sem leið liggur í Borgarnes. Þar er stutt stopp en síðan ekið áfram í Stykkishólm, en þar verður snæddur góður hádegisverður. Bærinn og nágrenni verður skoðaður og sagt frá ýmsu á leiðinni. Þá er haldið aftur í Borgarnes og þar verður góður tími til að koma sér fyrir á hótelinu, sem ber heitið B59 af því að það stendur við Borgarbraut 59. Það verður tími fyrir gönguferðir um bæinn, hvíld á herbergjum eða í baðhúsi (spa) hótelsins fyrir kvöldverðinn.
  • Þann 29. apríl verður snæddur góður morgunverður en síðan haldið af stað kl. 10. Þá verður ekið um Borgarfjörðinn, til Deildartungu, Húsafells, Hraunfossa, Reykholts ofl. Sagðar verða gamlar og nýjar skemmtisögur og annar fróðleikur. Á leiðinni er snæddur góður hádegisverður og síðan stoppað nokkrum sinnum. Áætluð heimkoma í Hveragerði er kl. 18.

Áætlaður hámarksfjöldi er 50. Heildarverð á mann er kr. 25.000 og biðjum við um greiðslu helmings kr. 12.500 núna fyrir 31. mars til að fastsetja hótelið, en rukkun verður send í heimabanka. Síðari helmingur kæmi síðan í heimabanka skömmu fyrir ferð. Vinsamlega skráið ykkur sem fyrst á netfang sigurlinsv@simnet.is, eða í síma 898 2488.

 Hveragerði 23.3.23

Sigurlín Sveinbjarnardóttir

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *