FEBH á Facebook

Á Facebooksíðu Félags eldri borgara í Hveragerði má skoða nýjar fréttir af vef félagsins sem birtast þar sjálfkrafa. Eða setja sjálf inn umræðuefni, tengla og annað efni sem snerta málefni eldri borgara sem eru mjög í brennidepli þessa dagana og skapa með því aukna umræðu.
Endilega líkið við síðuna til að fá nýjustu fréttir inn á FB hjá ykkur frá hvera.net. Hægt er að smella í íkonið efst til vinstri hér á síðunni eða fara inn á hana hér:
Fésbókarsíða eldri borgara í Hveragerði

Ekki er verra ef þið deilið síðunni á FB þannig að sem flestir í félaginu sjái hana og geti líkað við.

Viðburðir í apríl 2015

1. apríl miðvikudag bíó kl. 20

9. apríl fimmtudag kl. 10 Björg Einarsdóttir les kafla úr bók sinni “Úr ævi og starfi íslenskra kvenna”. Kaflinn heitir  Boðberi kærleikans og fjallar um þá merku konu Ólafíu Jóhannsdóttur. Jafnframt verða sýndar myndir.

16. apríl fimmtudag kl. 10, gestur Bjarki Bjarnason rithöfundur.

30. apríl vorfundur félagsins kl. 14 á Hótel Örk.  GLENS – GAMAN Kökuhlaðborð kr. 1.500.  Þátttökulisti í Þorlákssetri.