Tilkynning frá stjórn FEBH

Á stjórnarfundi FEBH 8. júlí s.l. tilkynnti Hrafnhildur Björnsdóttir formaður að vegna veikinda sinna treysti hún sér ekki til að gegna formennsku lengur og segði sig frá því og einnig stjórnarsetu.

Við tekur varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir fram að næsta aðalfundi.

Við þökkum Hrafnhildi samstarfið og óskum henni góðs bata.

Stjórnin

Strandarbikarinn 2015

Strandarbikarsmótið var haldið 15. júlí í ágætisveðri. Bikarhafi næsta ár er Einar Benediktsson. Verðlaun, er Hoflandsetrið gaf hlutu Ásgeir Björgvinsson, sem fór holurnar 36 á 83 höggum og Guðjón Loftsson sem skoraði 78. Verðlaunahafar og þátttakendur:
P1050611 P1050616

Sumarferð

Félag eldri borgara í Hveragerði hyggst efna til ferðar um neðanverðan Flóa þann 14. júlí n.k., ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað kl 13.oo. Heimsótt verður hagleiksfólk að Forsæti, rjómabúið á Baugstöðum heimsótt og sjávarþorpin við ströndina skoðuð undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar. Verð kr. 3000,- á mann.

Þátttaka tilkynnist til Guðbrandar í síma 567-5417 eða Sigurjóns í síma 483-4875.