Fimmtudagsmorgnar í mars og apríl 2016.

Fimmtud. 3. mars:   Konur segja frá:   Kristbjörg Markúsdóttir

Fimmtud. 10. mars: Gestur fundarins: Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri.

Fimmtud. 17. mars: Áslaug Björt Guðmundardóttir, rithöfundur, gestur í Varmahlíðarhúsinu.

Fimmtud. 31. mars: Karlar segja frá: Gústaf Óskarsson

Fimmtud. 7. apríl: Hugmyndafræði Edenstefnunnar, Steinunn Gísladóttir, bústýra á Bæjarási.

Fimmtud. 14. apríl: Listasafn Árnesinga heimsótt til að sjá sýningarnar Keramík og KvíKví, með leiðsögn Ingu Jónsdóttur, safnstjóra. Mæta kl. 11 í safnið.

Fimmtud. 21. apríl: Sumardagurinn fyrsti (frí, rauður dagur).

Fimmtud. 28. apríl: ?

Leikhúsferð

Halló, halló nú verður farið að sjá gamanleikinn  Brúðkaupið í Félagsheimilinu Aratungu

föstudaginn 12. febrúar kl. 20:00

Rúta frá Þorlákssetri kl. 18:30

Almennt sýningaverð er kr. 2000

fyrir eldri borgara kr. 1700, greiðist við innganginn.

Skráning á listann í Þorlákssetri  eða hjá Sigurjóni sími 483 4875

Aðalfundur FEBH 2016

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði  verður haldinn fimmtudaginn 11. febrúar  kl. 14: 00  í Þorlákssetri.

Dagskrá venjuleg aðalfundarstörf.

Stjórn FEBH

Kóramót Hverafugla

Laugardaginn 30. janúar n.k. kl. 14 verður samsöngur í Hveragerðiskirkju. Þar koma fram 3 eldri borgara kórar: Eldey á Suðurnesju , Tvennir tímar úr uppsveitum Árnessýslu og Hverafuglar í Hveragerði.

Frítt inn og allir hjartanlega velkomnir.

Fimmtudagar í febrúar 2016

Dagskrá fimmtudaga í febrúar hjá FEBH

Fimmtud. 4. febr. kl. 13.00: Rútuferð frá Þorlákssetri á vorfagnað á Hótel Selfossi.

Fimmtud. 11. febr. kl. 14.00: Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði.

Fimmtud. 18. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Garðar Hannesson.

Fimmtud. 25. febr. kl. 10-12: Karlar segja frá: Brandur Gíslason.

 

 

Námskeið í postulínsmálun.

Jónína Valdimarsdóttir Kirkjuferju heldur námskeið í postulínsmálun.

Námskeiðið er 4 kvöld kl. 18:00 – 21:00, haldið í Kirkjuferju.

Námskeiðið byrjar miðvikudaginn 3. febrúar, og næstu miðvikudaga 10. feb.  17. feb. og   24. feb.

Verð kr. 12000, allt innifalið nema gull, luster og brennsla, (misjafnt hvað þátttakendur vilja nota).

Hámark 7 þátttakendur.

Þátttakendur skrái sig á lista í Þorlákssetri.

Jónína hefur verið með námskeið í postulínsmálun í mörg ár og er með námskeið í gangi.

Þátttakendur gætu sameinast í bíla, það er ekki langt að fara, Guðbjörg Jóna ratar.

Stólaleikfimi

Fólk hefur verið að spyrja eftir stólaleikfimi.

Loreley Sigurjónsdóttir, einkaþjálfari býður 10 vikna námskeið í húsnæði sínu að Austurmörk 18 Hveragerði.

Einu sinni í viku, 30 mín í senn, á fimmtudögum kl 13:00

Byrjar fimmtudaginn 18. febrúar kl 13:00.

Verð kr 5000, greiðist við innritun.

Fjöldi miðast við 12-15 manns.

Þátttökulisti liggur frammi í Þorlákssetri.

Góugleði og vorfagnaður á Selfossi

FEB Selfoss býður til GÓUGLEÐI og VORFAGNAÐAR í Hótel Selfoss fimmtudaginn 4. febr. kl. 14.00 – 16.00.

Hjördís Geirs og Hafmeyjarnar

Kaffihlaðborð verð kr. 1800

Rútuferð frá Þorlákssetri kl. 13:00. Frá Hótel Selfossi kl. 16:00.

Verð fram og til baka kr. 750 á mann.

Samvinna hefur verið á milli FEB Selfossi og FEB Hveragerði um að halda Vorfagnaði til skiptist á milli ára.

2014 fór FEBH á Selfoss.

2015 var Vorfagnaður á Hótel Örk og fjömenntu Selfyssingar til okkar.

2016 bjóða þeir til sín á Hótel Selfoss, auðvitað fjölmennum við á þeirra Vorfagnað, endilega skrá sig í Þorlákssetri eða hjá formanni (s. 557-4884)í síðasta lagi fimmtudaginn 21. jan.

Til að sem flestir komist með er Rútuferð á mjög vægu verði.

Stjórnin

 

 

 

Frá gjaldkera um greiðslur á nýju ári

Varðar þátttökugjöld í félagsstarfi á vorönn 2016

og félagsgjald fyrir árið 2016.

Félagsgjald fyrir árið 2016 er kr. 3.500.- Þeir sem greiða árgjaldið fyrir 1. marz n.k. fá ekki greiðsluseðil. Aðrir fá greiðsluseðil með tilheyrandi kostnaði.

 

Ætlast er til þess að þeir sem sækja afþreyingu í félagsstarfið, séu skráðir félagar og greiði árgjald.

Sundleikfimi á Heilsustofnun NLFÍ.  Þátttökugjald kr. 3.500-

Línudans í umsjá Harðar Stefánssonar í Þorlákssetri. Þáttökugjald kr. 2500.-

Útskurður í tré í umsjá Valdemars Ingvasonar í Smíðastofu Grunnskólans.  Þátttökugjald kr. 5000.-

Hverafuglar söngæfingar í Þorlákssetri kr. 5.000.- Með fyrirvara um fjölda kórfélaga. (Kórfélagar gr. 50% af launum söngstjórans)

Verði námsskeið, ferðalög eða aðrar gjaldskyldar uppákomur á vegum félagsins, verða þátttökugjöld auglýst samhliða annarri kynningu.

Þátttökugjöldin óskast greidd inn á reikning Félags eldri borgara í KB banka fyrir 10. febr. 2016. Verði þátttökugjöldin ekki greidd, verða sendir út greiðsluseðlar.

Bankalínan er 0314 26 52   kt. 691189-1049. Í skýringu komi fram fyrir hvað verið er að greiða.

11.jan 2016

Fh. stjórnar félags eldri borgara

Egill Gústafsson gjaldkeri.

Fimmtudagar í janúar.

Félag eldri borgara Hveragerði

Dagskrá fimmtudagsmorgna í janúar kl. 10:00 – 12:00

14. jan. Karlar segja frá: Indriði Aðalsteinsson, bóndi, Skjaldfönn.

21. jan. Karlar segja frá: Svanur Jóhannesson, Hvergerðingur.

28. jan. Konur segja frá: Aldís Schram, gestur í Varmahlíðarhúsinu.