Archive for category: Fréttir

Lög félagsins

Lög félags eldri borgara í Hveragerði samþ. á aðalfundi félagsins 2024

 

Sungið á Hótel örk 22. janúar 2010

_MG_4559

Á Bóndadaginn 22. janúar s.l. voru Hverafuglar, kór eldri borgara í Hveragerði heiðraðir með 70.000 kr. styrk frá Hljómlistafélagi Hveragerðis. Styrkinn á að nota til upptöku hljómdisks í hljóðveri Péturs Hjaltested í Hveragerði. Athöfnin fór fram að Hótel Örk og söng kórinn tvö lög af því tilefni, Vikivakar og Byggðin mín undir stjórn Heiðu Margrétar Guðmundsdóttur.

_MG_4561

Páll Sveinsson einn af fimm formönnum Hljómlistarfélagsins ásamt formanni FEBH Auði Guðbrandsdóttur og Eddu Þorkelsdóttur formanni kórsins.

Sungið á HNLFÍ 2009

Sönghópurinn Hverafuglar, kór eldri borgara í Hveragerði söng í Kapellu Heilsustofnunar N.L.F.Í. þ. 18.des. sl. – Hér koma nokkrar myndir af kórnum ásamt stjórnandanum, Heiðu Guðmundsdóttur og undirleikaranum Kristínu Sigfúsdóttur. Þá las Edda Þorkelsdóttir upp smásögu eftir Pétur Gunnarsson rithöfund.

DSCN3152

DSCN3146

DSCN3144

DSCN3148

Jólafundur 2009

Hverafuglar sungu á jólafundi Félags eldri borgara í Hveragerði 17. desember 2009.

Efst eru: Jón Helgi og séra Jón Ragnarsson – Næsta mynd sýnir dansinn duna: Neðstu myndirnar tvær sýna hina einu sönnu Hverafugla syngja m.a. Þú nýfæddur Jésús og Skín í rauðar skotthúfur með þremur ungum stúlkum úr Grunnskóla Hveragerðis. Nýi söngstjórinn okkar Heiða Guðmundsdóttir stjórnaði kórnum og Margrét Stefánsdóttir spilaði undir á píanó.

DSCN3138

DSCN3140

DSCN3131

DSCN3133

Skemmtanir

Skemmtikvöld 26. september 2014.

Föstudaginn 26. sept var haldið skemmikvöld með léttu gríni og gamni og dans inn á milli undir stjórn Hrafnhildar J. og Siggu Rikku.

Egill teiknar geimflaug

Egill teiknar geimflaug

Spennandi augnablik

Spennandi augnablik

Helgi snýr flöskunni

Helgi snýr flöskunni

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Skemmtinefnd 2013:

Formaður skemmtinefndar er Helga Baldursdóttir.

Nefndin skipuleggur og sér um leikhús, bíóferðir og aðra skemmtidagskrá á vegum félagsins í samráði við formann og gjaldkera. Æskilegt er að ferða- og skemmtinefnd hafi með sér samráð í sambandi við leikhús- og bíóferðir.

Stjórnin.

Hópar

Hópar 2022-2023

Ferðir
Skipulagðar eru lengri og styttri ferðir á vegum félagsins í samráði við stjórn. Hópstjóri getur kallað til sín aðstoðarfólk ef þurfa þykir.  
Hópstjóri: Sigurlín Sveinbjarnardóttir  s. 898-2488 

Félagsvist
Hópstjóri skipuleggur og stjórnar félagsvist í samráði við stjórn. Hann getur kallað til sín aðstoðarfólk ef þurfa þykir.
Hópstjóri: Sigurbjörg Ottesen

Bridge                      
Hópstjóri skipuleggur og stjórnar Bridge á vegum félagsins í samráði við stjórn. Hann getur kallað til sín aðstoðarfólk ef þurfa þykir.   
Hópstjóri: Hjörtur Harðarson s. 869-2704

Leikhús
Skipulagðar verða leikhúsferðir á vegum félagsins í samráði við stjórn. Skipuleggjendur geta kallað til sín fólk til aðstoðar, ef þurfa þykir.
Hópstjórar: Hólmfríður Árnadóttir

Uppstillingarnefnd
Vinnur samkvæmt 6. kafla í lögum félagsins um Uppstillingarnefnd.

Stjórn félagsins skipar í nefndir, skv. lögum félagsins 4. kafla: Skipan stjórnar og verkefni.

Það þarf að tala við alla við lok starfsárs og athuga hvort fólk gefi kost á sér áfram, ef ekki, þá þarf að finna nýtt fólk.

 

Leshópur

Leshópurinn hittist alltaf kl. 10:30 – 12:00 á föstudögum í Þorlákssetri og eru allir félagsmenn velkomnir. Fundirnir eru frjálslegir og á hverjum fundi lesa 2-4 aðilar, sem ákveðnir eru á fundinum á undan, sjálfvalið efni. Það má vera kafli úr skáldsögu, smásaga, fræðigrein úr bók eða tímariti, nokkur ljóð eða hvaðeina sem viðkomandi finnst áhugavert. Jafnframt þarf viðkomandi að kynna höfund, kynna bókina eða fjalla aðeins um efnið. Eftir hvern lestur er boðið upp á umræður. Þetta býður upp á fjölbreytni og ef til vill hvatningu til að kynna sér eitthvað sem annars hefið ekki þótt áhugavert. Einnig er að hausti valin ein bók sem allir lesa yfir „önnina“ og er hún síðan tekin til umræðu undir lok „annarinnar“. Sama gert að vori. Auðvitað koma svo aðrar hugmyndir til greina.

Upplýsingar

Föstudaginn 6. október 2023 kl. 10:30 hittumst við í Þorlákssetri. Lesarar eru Sigurveig, Sólveig og Þóra. Til vara er Þórunn.

Skoða nýjustu upplestrarskrána

Bókmenntahópur FEBH

Lesarar
NafnHeimiliSímiNetfang
Ása Jóna PálsdóttirKambahrauni 2694-1674asa.jona@simnet.is
Edda ÞorkelsdóttirBjarkarheiði 12695-1022eth@centrum.is
Eyrún IngibjartsdóttirKambahrauni 20A894-4484eyruningi@internet.is
Helga BaldursdóttirRéttarheiði 23894-3830helgabald@simnet.is
Hlíf S. ArndalBjarkarheiði 23691-8367hlifarndal@gmail.com
Jóhann GunnarssonBjarkarheiði 12695-3122johg@centrum.is
Kolbrún GunnarsdóttirÁlfafelli862-2678kollabolla@icloud.com
Kristín DagbjartsdóttirRéttarheiði 28860-3884skd@simnet.is
María Hrund Sigurjónsd.Smyrlaheiði 7694-4402mariahrundsigurjonsdottir@gmail.com
Sigrún ArndalBjarkarheiði 17864-7401sigrunga@internet.is
Sigurveig HelgadóttirKambahrauni 39895-9235siggaoggisli@internet.is
Sólveig JóhannsdóttirBorgarhrauni 23895-9345sollajoh@gmail.com
Svanur JóhannessonLækjarbrún 2899-7244svanurjohannesson@gmail.com
Þóra SigurðardóttirKambahrauni 4897-8766thorasig54@gmail.com
Þórunn StefánsdóttirHraunbæ 23846-6013bbljos@simnet.is

Hlustendur sem mega lesa þegar þeir vilja

NafnHeimiliSímiNetfang
Ragnheiður RagnarsdóttirLækjarbrún 2553-8887
Gréta Jónsdóttir
Klettahlíð 5867-4421

Fræðslu- og skemmtifundir

Upplýsingar

Fræðslu- og skemmtifundir verða á föstudögum kl. 19:00 – 22:00 og verða auglýstir sérstaklega hverju sinni.

2022

Jólafundur 2007

pict00051

Æfing í Þorlákssetri á jólafundi 13. desember 2007.

pict0008

Kristín Sigfúsdóttir við píanóið á æfingu

pict0006

Hverafuglar á æfingu í Þorlákssetri 2007

pict0010

Steina að spilar undir á sembalið sitt

Jólafundur 2007

Upphafið

Vísir að stofnun félagsins

Í tilefni af ári aldraðra 1982 kaus hreppsnefnd Hveragerðis nefnd til þess að sjá um þrjár skemmtanir fyrir eldri borgara í Hveragerði.

Það má segja að þetta hafi verið vísir að stofnun Félags eldri borgara í Hveragerði, því að 17. mars 1983 var haldinn undirbúningsfundur að Dynskógum 5 og þar var samþykkt að kalla félagið: Félag eldri borgara í Hveragerði.

Á opnu húsi (stofnfundi) sem haldinn var 27. febrúar 1983 var kosið í fyrstu stjórn félagsins og var Alda Andrésdóttir kosin formaður.

Í tilefni af 30 ára afmæli félagsins 2013 tok Jóhann Gunnarsson saman ítarlegra yfirlit yfir upphaf félagsins, sem hann nefnir „Aðdragandi og upphaf“ og má lesa hér fyrir neðan. Yfirlitið var flutt, nokkuð stytt, við opnun afmælissýningar félagsins á Blómstrandi dögum 2013.

Jóhann Gunnarsson:

Aðdragandi og upphaf

Að kínversku tímatali var árið 1982 ár hundsins. Á Íslandi var þá haldið hátíðlegt ár aldraðra. Alþingi Íslendinga samþykkti meðal annars lög um málefni aldraðra, og sveitarstjórnir beindu sjónum að velferð þessa hóps og þjónustu við hann.

Vakningin náði jafnvel hingað í Hveragerðishrepp. Á fundi sínum 20. júlí 1982 kaus nýkjörin hreppsnefnd „3 manna nefnd í tilefni árs aldraðra 1982“, eins og segir stutt og laggott í fundargerðarbók. Þessi voru kosin: Alda Andrésdóttir, Jóhann Þorvaldsson, Hulda Sveinsdóttir.

Í fundargerð hreppsnefndar frá 14. september sama ár segir undir liðnum Önnur mál:

„Alda gerði grein fyrir starfsemi nefndar sem kosin var í tilefni af ári aldraðra. Nefndin stefnir að því að halda mánaðarlega kvöldvökur, til áramóta, fyrir ellilífeyrisþega búsetta í Hveragerði. Hreppsnefnd samþykkir samhljóða.“

Þetta er eina skriflega heimildin sem fundist hefur um starf nefndarinnar. Í minnisblaði úr fórum Félags eldri borgara, óundirrituðu, en dagsettu 31.10. 1984, sem sterkar líkur eru á að Jóhann Þorvaldsson hafi ritað fyrir eftirmann sinn í gjaldkerastöðu félagsins, eru sömu nöfn nefnd. Hvergi er þar getið Laufeyjar Valdimarsdóttur, sem kveðst hafa starfað í nefndinni frá upphafi. Kom henni mjög á óvart að hennar skyldi ekki getið í tilvitnaðri fundargerð. Að sögn Laufeyjar tók Hulda Sveinsdóttir ekki þátt í starfi nefndarinnar. Líklegast er að Hulda hafi hafnað kosningu, og Laufey hafi þá verið tilnefnd í hennar stað án þess að það væri fært til bókar hjá hreppnum. Jóhann mun hinsvegar hafa falið Lovísu Guðmundsdóttur, konu sinni og hreppsnefndarmanni, að starfa í nefndinni með Laufeyju og Öldu.

Allavega voru haldnar kvöldvökur eða „opin hús“, þrisvar haustið 1982. Nefndin hefur einnig augljóslega rætt stofnun félags til að taka við og halda uppi félagsstarfi fyrir aldraða. Í minnisblaðinu frá 31.10. 1984 er greint frá því að til hafi staðið að Ragnar Gunnsteinn Guðjónsson (31.1.1910-31.1.1983) yrði formaður, en hann lést sem sagt áður en af því yrði.

Á opnu húsi 27. febrúar 1983 var kosin stjórn, skipuð Öldu Andrésdóttur formanni, Gunnari Magnússyni varaformanni, Laufeyju Valdimarsdóttur ritara, Jóhanni Þorvaldssyni gjaldkera og meðstjórnendunum Brynhildi Baldvinsdóttur, Guðrúnu Brynjólfsdóttur og Jóni Guðmundssyni. Er þessi dagur talinn stofndagur félagsins. Fyrsti bókaði stjórnarfundurinn var haldinn 17. mars í Litlu listamannastofunni að Dynskógum 5. Var félaginu þá gefið það nafn sem það ber enn, Félag eldri borgara í Hveragerði.

Laufey Valdimarsdóttir hefur tekið saman punkta um félagsstarfið fyrstu árin, sem ég leyfi mér að taka hér inn nokkuð stytta:

„Fyrsta ferð hins nýstofnaða félags var á Kjarvalsstaði til að skoða sýningu á íslenskum kirkjulistmunum. Ferðin var farin 26. mars. (Innskot JG: Hreppsnefndin samþykkti 22. mars að greiða fargjaldið.)

Á þessum árum stóð félagið í eilífu basli með húsnæði fyrir félagsstarfið. Fyrst var verið í safnaðarheimilinu en þar voru takmarkaðir dagar vegnaannarrar notkunar svo fengin var aðstaða í félagsheimilinu Bergþóru, síðan gamla skólanum, sal Verkalýðsfélgsins og lengst í Hótel Ljósbrá. Eini fasti punkturinn var koffortið góða sem Brynhildur Jónsdóttir gaf til að geyma í dýrmætustu hluti félagsins, var það læst með hengilás og borið milli húsa. Oftast var koffortið geymt hjá ritara yfir sumarmánuðina. Enginn veit nú hvað varð um þetta fína koffort.

Allt starf var unnið kauplaust fyrstu árin, leiðbeindu Laufey Valdimarsdóttir og Anna Sveinbjörnsdóttir í föndrinu en seinna voru fengnir leiðbeinendur sem fengu greitt fyrir vinnu sína, lengst var Sigurbjörg Ólafsdóttir leiðbeinandi.

Í upphafi voru eingöngu skemmtisamkomur einu sinni í mánuði. Síðan byrjað með föndur, farið í leikhús, bíó og ferðalög. Eldra fólkið sem bjó hérna megin í Ölfusinu gekk í félagið, einn af þeim var Þorlákur á Þurá, hann var félagslyndur og naut þess að koma á samkomurnar og í ferðalögin.

1983 var farið í fyrsta ferðalagið en það átti að vera heimsókn að Ásum í Skaftártungu. Þá var þar Hanna María Pétursdóttir nýtekin við starfi sóknarprests (hún var dóttir Öldu formanns). Ekki fór þetta eftir áætlun því sandurinn var ófær og varð að snúa frá í Vík. Seinna tók Hanna María rausnarlega á móti okkur eldri borgurum á Hálsi í Fnjóskadal eftir langan dag yfir Sprengisand í sudda og þoku. Samt var hópurinn vel hress því allir fengu smá hressingu af sérrý í Kiðagili sem einn ferðafélagi veitti af rausnarskap (Hafsteinn). Margar fleiri eftirminnilegar ferðir hafa verið farnar, enda alltaf ein löng leið á hverju sumri, 3-4 daga og 1-2 dagsferðir fyrir utan leikhúsferðir og aðrar uppákomur.

Lionsklúbbur Hveragerðis bauð á hverju ári til skemmtunar. Þeir buðu Félagi eldri borgara og heimilisfólki í Ási og skemmtanirnar voru fyrstu árin haldnar Hótel Ljósbrá. Þeir voru með skemmtiatriði og/eða bingó og síðan endaði samkoman á dansleik.

Allar aðstæður breyttust mjög við hina höfðinglegu gjöf Þorláks á Þurá en hann arfleiddi félagið að öllum sínum eigum og þá var þetta fína húsnæði keypt svo nú þarf ekki lengur að hlaupa með koffortið milli húsa.“

Af fundargerðabókum má ráða að stjórnin hafi fyrstu árin endurnýjað sig sjálf eftir þörfum og bókað breytingar á stjórnarfundum. Fyrsti bókaði aðalfundurinn var haldinn 2. febrúar 1991, en upp frá því reglulega ár hvert.

Miðað við fundargerðabækur hafa nokkrir félagar unnið ótrúlega fórnfúst starf (og sjálfsagt ekki alltaf þakklátt) í mjög langan tíma. Laufey Valdimarsdóttir var í 19 ár ritari og eitt ár í varastjórn. Alda Andrésdóttir var formaður í 18 ár. Auður Guðbrandsdóttir, Guðrún Brynjólfsdóttir og Jón Guðmundsson sátu í stjórn í 11 ár hvert. Egill Gústafsson hefur setið í 10 ár og sér ekki fyrir endann á. Sjálfsagt hafa ýmsir fleiri innt af hendi verðmæta þjónustu við félagið þó ekki hafi komist á bækur. Ber þeim öllum, nefndum sem ónefndum, þökk fyrir að halda merkjum félagsins svo hátt á lofti sem raun ber vitni í þrjátíu ár.

Þessi samantekt er gerð í tilefni af 30 ára afmæli félagsins 2013.

© Allur réttur áskilinn: FEBH | Breiðamörk 25b | 810 Hveragerði | Sími 483 5216 | Netfang: torlaksetur@gmail.com