Jólafundur og jólahlaðborð á Hótel Örk 6. 12. 2023 kl. 15-18.

Kæru félagar.

Nú er hægt að skrá sig á Jólafund og jólahlaðborð Félags eldri borgara í Hveragerði, miðvikudaginn 6.-12. kl. 15-18. Þetta árið verðum við  heima í bænum okkar og fáum glæsilegt jólahlaðborð á Hótel Örk. Hverafuglar munu syngja og eitthvað fleira verður á dagskrá. Maturinn er glæsilegur og fylgir matseðillinn hér.
Verðið er kr. 8000. Tryggið ykkur sæti með því að skrá ykkur gegnum sportabler. Lokað verður fyrir skráningu 8. nóvember nk.
FORRÉTTIR
Rússneskt Síldarsalat. Kryddsíld karrý – kókos með kapers og epli. Marineruð síld. Reyktur lax með piparrótarsósu. Grafinn lax með sinepssósu. Marineraðir sjávarréttir. Innbakað sveitapaté með bláberjahlaupi. Hangikjöts „tartar“ með balsamic vinaigrette. Fyllt egg með rækjum og kavíar. Andarconfit með truffluolíu og appelsínum. Villibráð með kryddjurtasalati og gráðostasósu.
AÐALRÉTTIR
Hangikjöt með kartöflum og uppstúf. Kalkúnabringa með ávaxtafyllingu og rifsberjarjóma. Reykt skinka og jólasinnep. Purusteik. Hægeldaður lambalærisvöðvi með villisveppasósu.
Meðlæti: Waldorf salat. Heimagert rauðkál. Sykurbrúnaðar kartöflur. Gratín kartöflur. Grænar baunir. Laufabrauð. Hverabakað rúgbrauð. Heimagert brauð.
EFTIRRÉTTIR
Ris a´la mande með kirstuberjasósu. Volg súkkulaðikaka með rjóma. Marengs með jarðaberjafyllingu. Súkkulaðimús með hindberjasósu. Créme brulée með kanil og vanilla. Úrval af ostum og smákökum.

Með bestu kveðju
Sigurlín Sveinbjarnardóttir, formaður

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *