Uppl. um greiðslur v/þátttöku í félagsstarfi.

Félag eldri borgara í Hveragerði.
Bankalína 0314 26 52 691189-1049
Varðar greiðslur til félagsins og fleira.
Allar greiðslur til félagsins á að leggja inn á reikning nr 52 í Aríon banka.
og auðkenna hvað verið er að greiða í ” skýringu” Ekki þarf að skila kvittun eða
annarri greinargerð um greiðslu til gjaldkera ef skýringar segja nóg.
Skýringar : Árgjald – Kórgj -.Sundf.- Útsk.- Línud, – Handav – Orgelsj – Þorrabl –
Árshtíð – Leikhús – Ferð   og fleira ef til fellur.
Nýjir félagar greiði árgjald árið sem þeir ganga í félagið, árgjald 2015 er kr. 3.000.-
Þátttaka í félagsstarfi er fyrir skráða félaga.
Árgjald 2016 er kr. 3.500.- gjalddagi er 1. jan 2016. Vinsamlega greiðið ekki á þessi ári.
Ef greitt er fyrir 1. marz 2016 inn á reikning 52 verður ekki sendur út greiðsluseðill.
Greiðsluseðlar vegna ógreiddra árgjalda 2016 verða sendir út   með tilheyrandi
kostnaði 1. marz 2016
Þátttökugjald í sundleikfimi er kr. 3.500.- á haustönn 2015
Þátttökugjald, í Hverafuglum, kór eldri borgara er kr. 5000.- fyrir haustönnina
Markmið er að kórgjöldin mæti helmingi launa   söngstjórans
Þátttökugkald í útskurðinum er kr. 5.000.- fyrir haustönnina.
Þátttökugjald í línudansi er 2.500.- á haustönnina.
Varðandi önnur námsskeið er stefnan að þátttakendiur greiði helming launa
leiðbeinanda og efni eftir þörfum.
Skorað er þá sem starfa í gjaldskyldum hópum að greiða þátttökugjöldin,
Jafnframt er vakin athygli á orgelsjóðnum sbr.hér að   neðan.
Frjáls framlög til orgelsjóðs v. orgels Þorláks Kolbeinssonar á Þurá eru
eru í dag kr. 217.000.- Heildarkostnaður við að gera upp orgelið
varð 430.000.- kr samkvæmt samkomulagi við Björgvin Tómasson orgelsmið.
Björgvin hefur gert orgelið spilhæft. Framlög til orgelsins eru enn vel þegin
Hveragerði 21.9.2015
Egill Gústafsson
gjaldkeri Félags eldri borgara í Hveragerði.

Inflúensusprauta í Þorlákssetri.

Eins og undanfarin ár býðst eldri borgurum inflúensusprauta sér að kostnaðarlausu.            

Unnur Þormóðsdóttir hjúkrunarfr. kemur  fimmtudaginn 1. október kl. 10-12:00 og sprautar þá sem vilja. 

Kveðja stjórnin.

Pútt

Púttið byrjar föstudaginn 18. september
kl 10:00 í Hamarshöllinni.
Helga Haraldsdóttir, leiðbeinir.
Þarf ekki að skrá sig, bara mæta.

Fimmtudagsmorgnar í sept. 2015

17. sept.: Konur segja frá, að þessu sinni Björk Pétursdóttir.

24. sept.: Listasafnið heimsótt, sýningin Gullkistan skoðuð
með leiðsögn Ingu Jónsdóttur forstöðumanns safnsins.
Mæta í safnið kl. 11:00.

Hverafuglar

kór eldri borgara í Hveragerði, byrjar vetrarstarfið fimmtudaginn 17. sept. kl. 16,00. Söngstjóri verður eins og áður Örlygur Atli Guðmundsson. Æfingar eru í Þorlákssetri á fimmtudögum kl. 16 – 18. Allir velkomnir í skemmtilegan félagsskap.

 

Haustfundur

Haustfundur FEBH verður haldinn í Þorlákssetri fimmtud. 3. sept. n.k. kl. 14.00. Vetrardagskráin kynnt. Kaffihlaðborð kr. 1000. Allir 60+ sérstaklega velkomnir.

Sýning í Þorlákssetri á Blómstrandi dögum.

Í tilefni 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna er sýning FEBH á Blómstrandi dögum 2015 tileinkuð konum í Hveragerði. Hér er minnst nokkurra kvenna, sem settu svip sinn á þorpið á árunum 1946-1956.

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 13. ágúst kl. 17,00 og verður síðan opin föstudag til sunnudags kl. 12-17.

Einnig verður sýningin opin næstu helgi á eftir, laugardaginn 23. og sunnudaginn 24. ágúst kl. 14-17.

 

Síðsumarferð FEBH

FERÐAÁÆTLUN

Farið frá Þorlákssetri kl. 10.oo þriðjudaginn 25 ágúst n.k. Ekið verður upp Landsveit að Leirubakka þar sem Heklusetur verður heimsótt. Þaðan verður ekið yfir á Rangárvelli til Keldna þar sem gamli bærinn verður skoðaður.

Þaðan verður ekið um Fjallabaksleið-Syðri að Þríhyrningi og þaðan niður i Fljótshlíð um skógræktina á Tumastöðum og áfram upp Fljótshlíð að Kaffi Langbrók. Þar býður okkar Kjötsúpa. Áfram verður haldið að Hlíðarenda, en þaðan er frábært útsýni yfir héraðið.

Ekið á Hvolsvöll þar sem fræðst verður um Njálu og refillinn skoðaður, ef tækifæri gefst. Eftir það verður ekið í austur til Eyjafjalla, stansað vð Seljalandsfoss ef tími vinnst til. Næsti áfangastaður er Drangshlíð þar sem snæddur verður kvöldverður og gist um nóttina.

Næsta morgun verður ekið til Víkur, Víkurprjón heimsótt og fleira markvert skoðað. Nú er snúið við og ekið til baka að Skógum. Þar verður Byggðasafnið skoðað og þar verður einnig snædd súpa og brauð. Að því loknu verður heim á leið, Væntanleg heimkoma kl. 17,oo miðvikudaginn 26. Ágúst.

Áætlaður kostnaður:   kr 25.000   af þeirri upphæð greiðast kr 12.000 við brottför.

Gisting greiðist á staðnum.

Skráning og upplýsingar: Guðbrandur s. 567 5417, Sigurjón s. 483 4875

 

 

 

Tilkynning frá stjórn FEBH

Á stjórnarfundi FEBH 8. júlí s.l. tilkynnti Hrafnhildur Björnsdóttir formaður að vegna veikinda sinna treysti hún sér ekki til að gegna formennsku lengur og segði sig frá því og einnig stjórnarsetu.

Við tekur varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir fram að næsta aðalfundi.

Við þökkum Hrafnhildi samstarfið og óskum henni góðs bata.

Stjórnin

Strandarbikarinn 2015

Strandarbikarsmótið var haldið 15. júlí í ágætisveðri. Bikarhafi næsta ár er Einar Benediktsson. Verðlaun, er Hoflandsetrið gaf hlutu Ásgeir Björgvinsson, sem fór holurnar 36 á 83 höggum og Guðjón Loftsson sem skoraði 78. Verðlaunahafar og þátttakendur:
P1050611 P1050616