Sumarferð

Félag eldri borgara í Hveragerði hyggst efna til ferðar um neðanverðan Flóa þann 14. júlí n.k., ef næg þátttaka fæst. Lagt verður af stað kl 13.oo. Heimsótt verður hagleiksfólk að Forsæti, rjómabúið á Baugstöðum heimsótt og sjávarþorpin við ströndina skoðuð undir leiðsögn Siggeirs Ingólfssonar. Verð kr. 3000,- á mann.

Þátttaka tilkynnist til Guðbrandar í síma 567-5417 eða Sigurjóns í síma 483-4875.

Síðasti bókmenntatíminn á þessu vori er 18. maí.

Næst  komum við saman 18. maí, en það er síðasti mánudagurinn sem við mætum í Bókmenntir á þessu vori.

Pútthópurinn

Greinargerð um úrslit vormótaraðarinnar ásamt mynd af þátttakendum er komin á púttsíðuna.

Við erum sem sagt hætt í Hamarshöllinni þetta vorið, en stefnum að því að fara austur að Strönd og pútta á útivellinum þar einhvern tíma í sumar, sennilega í júlí.

Þá er rétt að hvetja félagana til að setja stefnu á landsmót FÁÍA í pútti, sem verður í Mosfellsbæ 21. ágúst.

Auk þess verður vafalaust keppt í pútti á landsmóti 50+, sem í ár verður á Húsavík dagana 20. – 22. júní.

Unaðsdagar í Stykkishólmi

Félag eldriborgara í Hveragerði efnir til hópferðar á Unaðsdaga í Stykkishólmi dagana 4. – 8. maí næstkomandi.

Lagt verður af stað frá Þorlákssetri kl. 13.oo mánudaginn 4. maí. Áætlaður komutími til baka er síðdegis föstudaginn 8. maí.

Verð fyrir dvölina í Stykkishólmi er kr. 39.900,- á mann, sem greitt verður á hótelinu, miðað við tvo í herbergi. Að auki þarf að greiða kr. 8.000,- á mann fyrir fargjald o.þ.h., sem innheimt verður í rútunni.

Enn eru nokkur sæti laus. Hvetjum við eldri borgara til að grípa þetta tækifæri til að njóta þægilegra daga eftir erfiðan vetur. Skrá þarf þátttöku fyrir 29. Apríl.

Upplýsingar og pantanir eru hjá Hrafnhildi í s. 557-1081/849-3312, eða Sigurjóni í s. 483-4875/899-9875.

FEBH á Facebook

Á Facebooksíðu Félags eldri borgara í Hveragerði má skoða nýjar fréttir af vef félagsins sem birtast þar sjálfkrafa. Eða setja sjálf inn umræðuefni, tengla og annað efni sem snerta málefni eldri borgara sem eru mjög í brennidepli þessa dagana og skapa með því aukna umræðu.
Endilega líkið við síðuna til að fá nýjustu fréttir inn á FB hjá ykkur frá hvera.net. Hægt er að smella í íkonið efst til vinstri hér á síðunni eða fara inn á hana hér:
Fésbókarsíða eldri borgara í Hveragerði

Ekki er verra ef þið deilið síðunni á FB þannig að sem flestir í félaginu sjái hana og geti líkað við.

Viðburðir í apríl 2015

1. apríl miðvikudag bíó kl. 20

9. apríl fimmtudag kl. 10 Björg Einarsdóttir les kafla úr bók sinni “Úr ævi og starfi íslenskra kvenna”. Kaflinn heitir  Boðberi kærleikans og fjallar um þá merku konu Ólafíu Jóhannsdóttur. Jafnframt verða sýndar myndir.

16. apríl fimmtudag kl. 10, gestur Bjarki Bjarnason rithöfundur.

30. apríl vorfundur félagsins kl. 14 á Hótel Örk.  GLENS – GAMAN Kökuhlaðborð kr. 1.500.  Þátttökulisti í Þorlákssetri.

Hvað er að gerast í mars ?

Fimmtudagsfundirnir hefjast kl. 10.

5. mars
Steinunn S. Sigurðardóttir flutti til Hveragerðis 1. okt. 2014.
Ættuð frá Grenjaðarstað í Suður-Þingeyjarsýslu, hún les smásögu eftir Einar Kristjánsson frá Hermundarfelli. (1911-1996). Einar sá um útvarpsþátt sem nefndist „Mér eru fornu minnin kær“ og var Steinunn lesari hjá honum í nær 20 ár.

12. mars
Spjallfundur á gamla mátann.

19. mars
Ingibjörg Guðjónsdóttir útibústjóri Arionbanka, svarar fyrirspurnum og fræðir okkur um bankann og þjónustu hans.

26. mars
Þórður Garðarsson skemmtir okkur, eins og honum einum er lagið.

 

Uppfært þ. 14. mars.