Entries by annajorunn

Samverustund í Þorlákssetri 5. febrúar.

  Miðvikudaginn 5. febrúar n.k. kl. 13.00 í Þorlákssetri kemur Guðjón Sigurbjartsson framkvæmdastjóri “Hei Medical Travel”.  Fyrirtækið  býður milligöngu um liðskiptaaðgerðir í Kaupmannahöfn.  Góður kostur fyrir suma í stað margra mánaða biðar hér.  Þá langar að kynna starfsemi fyrirtækisins, umsóknarferlið og fleira.  Mjög áhugavert og fróðlegt. Verið velkomin og kaffi á könnunni.

Nánar um Þorrablótið

Þorrablótið verður haldið föstudaginn 24. janúar 2020 í Reykjafossi, Austurmörk 2 (Köt og kúnst, sama hús og Byr fasteignasala) gengið inn frá Austurmörkinni. Húsið opnar kl. 17.30 og borðhald hefst kl. 18.30. Þorramatur er frá Eyjólfi Kolbeins matreiðslumeistara.   DAGSKRÁ: Veislustjóri: Vilhjálmur Albertsson Karlakór Hveragerðis skemmtir með söng Minni kvenna flytur Bjarni Eiríkur Sigurðsson Minni […]

Þorrablót FEBH 2020

Gleðilegt ár kæru félagar FEBH *Nú er ákveðið að halda þorrablót 2020 þann 24. janúar n.k. í Reykjafossi. Matur kemur frá Eyjólfi Kolbeins matreiðslumeistara sem margir kannast við og er verði stillt mjög í hóf eða kr. 5.900.- pr. mann sem greiða má í Arion banka eða í heimabanka, bankanr. 0314-26-52 kt. 691189-1049.* *Hefðbundin dagskrá […]

Frá stjórn: opin hús í jan., Þorrablót og aðalfundur.

Opið hús í Þorlákssetri miðvikudaga kl. 13:00. Gestir í janúar 2020: 15. jan. kemur Bjarni Eiríkur Sigurðsson og segir frá Njálu á líflegan og skemmtilegan hátt. 22. jan. kemur Berglind Soffía Blöndal, næringarfræðingur. Doktorsverkefni hennar fjallar um matarræði eldri borgara. 29. jan. kemur Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri og segir frá því sem er efst á baugi […]

Leikhúsferð

Föstudaginn 10. janúar 2020 verður farið í Borgarleikhúsið að sjá “Vanja frænda” eitt af stóru meistaraverkum Antons Tsjékhovs og af mörgum talið eitt það skemmtilegasta. Sýningin hefst kl. 20.00 en farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45. Verð er kr. 3.500.- + 2.000.- í rútu samtals kr. 5.500.- pr. mann sem þarf að greiða í síðasta […]

Jólagleði FEBH 2019

Jólagleðin 2019 verður haldin 12. desember kl. 14.00 á Hótel Örk í Glæsigerði, salur á annarri hæð, gengið inn um móttöku.   Dagskrá: Kórinn Hverafuglar flytur nokkur lög, stjórnandi Daníel Arason Hugvekju flytur Ninna Sif Svavarsdóttir okkar nýi sóknarprestur Jólasaga; Guðbrandur Valdimarsson les.  Hallgrímur Hróðmarsson flytur ljóðið Slysaskot í Palestínu eftir Kristján frá Djúpalæk  Syngjand […]

Heilsuátak fyrir alla 60+

.Ánægjulegar fréttir frá stjórn FEBH Heilsuátak fyrir alla 60+ með Jónínu Ben sem þjálfara. Heilsuátakið er í samvinnu  Felags eldri borgara   (FEBH ) og Hveragerðisbæjar. Gengið er 2svar í viku á mánud og föstud  kl 11:00 í Hamarshöll. Námskeiðið verður til 13. desember 2019  öllum að kostnaðarlausu. Gangan er 2 svar í viku með upphitun, […]

Til félagsmanna vegna stjórnarstarfa

  Félag eldri borgara í Hveragerði leitar til félagsmanna til stjórnarstarfa fyrir félagið.  Allir geta sent inn tilnefningar til uppstillingarnefndar um gott fólk sem gæti haft áhuga á að vera með í að efla og styrkja félagið.  Það má alveg tilnefna sjálfan sig. Tilnefningar má senda til uppstillingarnefndar:  Ingibjörg S. Guðjónsdóttir form. ingibjorgsigrun@simnet.is  sími 860 […]

Námskeið í tálgun

Fyrirhugað er að halda námskeið í tálgun föstudaginn 1. nóvember kl. 13.30-16.30 og laugardaginn 2. nóvember kl. 11.00-14.00.  Kennari er Guðmundur Magnússon og er kennt í handavinnuhúsi Grunnskólans.   Námskeiðið er bæði fyrir byrjendur og lengra komna og er frítt.   Þátttakendur skrifi sig á lista í Þorlákssetri.   Hægt er að kaupa hnífa á […]

Leikhúsferð

Farið verður í Þjóðleikhúsið að sjá “Atómstöðina” nýtt og framsækið leikverk byggt á skáldsögu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness undir stórn Unu Þorleifsdóttur fimmtudaginn 31. október n.k. kl. 19.30.  Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.15 Verð er kr. 1.500.- miðinn og kr. 2.000.- í rútu samtals kr 3.500.- sem má greiðast inn á reikning 0314-26-52 kt. 691189-1049 […]