Entries by annajorunn

Samverustundir í okt. og nóv.

Október, samverustund á miðvikudögum kl 13:00 9. okt. Rannveig Reynisdóttir iðjuþjálfi. Forstöðumaður stuðningsþjónustu og málefni aldraðra í Hveragerði. Hún kynnir starf sitt og kynningarbækling um þá þjónustu sem er í boði fyrir eldri borgara í Hveragerði. 16. okt. Ingimar Einarsson harmonikkuleikari við tökum lagið og gleðumst saman. 23. okt. Lilja Margrét Ólsen, héraðsdómslögmaður með fræðslu […]

Inflúensusprauta

Innflúensusprauta verður í Þorlákssetri þriðjudaginn 8. október kl. 10.00 Skráning er á Heilsugæslustöðinni í síma 432 2400    

Samverustundir í sept.

Samverustund á miðvikudögum kl. 13:00 í september 18. sept. kemur Helga Unnarsdóttir og kynnir félagið Skotgöngu, sem býður uppá flottar gönguferðir útum allt og fyrir alla aldurshópa. Bara skemmtilegt. 25. sept. verður fræðsla um flokkun á sorpi á vegum Gámaþjónustunnar. Tímabært að læra að flokka rétt.

Fréttir frá stjórn

Fréttir frá stjórn FEBH Á stjórnarfundi 8. ágúst tilkynnti Gísli Garðarsson formaður að af persónulegum ástæðum yrði hann að hætta sem formaður. Kristín Dagbjartsdóttir varaformaður tekur við og verður starfandi formaður fram að aðalfundi í febrúar 2020.

Ferð Rangárþing ytra

Síðsumarferð ferðanefndar FEBH verður um Rangárþing Ytra fimmtud. 22. ágúst. Lagt af stað kl 9:00 frá Þorlákssetri, áætluð heimkoma kl 18:00. Farið verður um Ásahrepp og Rangárþing ytra, þræddir vegir sem ekki eru í alfaraleið og sagt frá mönnum og málefnum. Helstu áfangastaðir eru kirkjustaðurinn Kálfholt, Bjóluhverfi og Þykkvibær, þar verður kaffi á Hótel VOS. […]

Sumarferð í Þórsmörk

Þórsmörk Ágætu félagar. Ferðanefnd FEBH efnir til ferðar í Þórsmörk miðvikud. 24. júlí. Farið með rútu frá ÞÁ. Lagt af stað frá Þorlákssetri kl. 9:00 í Bása, áætluð heimkoma kl. 19:00. Heill dagur. Það er ekki farið yfir Krossá  þegar  ekið er í Bása, sem er um 2ja klst. akstur frá Hveragerði. Útivist sér um […]

2ja daga ferð – Borgarfjörður -Dalir -Snæfellsnes

Félagi eldri borgara í Hveragerði er gefinn kostur á 10 sætum í þessa ferð.                       Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni.                                                                                  Borgarfjörður – Dalir – Snæfellsnes 31. maí – 1. júní 2019 Félagið efnir til 2ja daga ferðar á þetta svæði  föstudaginn 31. maí. Lagt af stað úr Stangarhyl klukkan 9 um morguninn og ekið […]

Dagsferð til Reykjavíkur.

  Dagsferð til Reykjavíkur, föstud. 5. apríl. Farið með rútu frá Þorlákssetri kl 13:00.  Leiðsögn með  Stefáni  Pálssyni  sagnfræðing. Hann fræðir okkur á sinn einstaka og skemmtilega hátt um þær breytingar sem orðið hafa á lífæð borgarinnar. Höfnin og Grandinn 1-1 1/2 klst. Við skoðum Nýja Sjóminjasafnið og fáum  okkur síðan hressingu. Verð aðeins kr […]

Árshátíð FEBH

Árshátíðin 2019 verður haldin í Skyrgerðinni miðvikud. 27. mars kl. 19:00. Húsið opnar kl. 18:30. Dagskráin: Tvíréttaður kvöldverður: Lambasteik  með berniesósu og alles. Eftirréttur.   Veislustjórn: Hjörtur Benediktsson, leikari, uppákoma og fjöldasöngur. Sigurðarson leikur á hljómborð fyrir söng og dansi.                      Þjónustað til borðs. Barinn opinn.                    Verð aðeins kr. 6000, greiðist í Arion banka  reikn. nr. […]

Fræsla og spjall

Næsti fræðslu- og spjalltími verður miðvikudaginn 6. mars n.k. kl. 13.00 í Þorlákssetri. Jóna Einarsdóttir verður með ferðasögur og öskudagsgleði. Heitt á könnunni. Miðvikudaginn 13. mars verður mætt á Listasafn Árnesinga kl. 13.00