Entries by annajorunn

Heilsuátak

Hveragerðisbær blæs til gjaldfrís heilsuátaks fyrir eldri borgara Jónína Ben íþróttafræðingur heldur utan um 8 vikna námskeið;  hreyfing, fræðsla, einkaviðtöl, mælingar og hvatning. Hveragerðisbær og Jónina Ben. hafa gengið til samstarfs í þessu verkefni. Kynningarfundur verður 22. febrúar kl. 20.00-21.00 í Þorlákssetri 

Aðalfundi FEBH frestað um viku vegna óviðráðanlegra orsaka.

Aðalfundur Félags eldri borgara í Hveragerði verður haldinn fimmtudaginn 21. febrúar 2019 kl 14: 00 í Þorlákssetri. Fundarefni: Skýrsla stjórnar Skýrsla gjaldkera Ákveðin árgjöld félaga Kosning stjórnar og skoðunarmenn reikninga Önnur mál Kaffihlaðborð kr. 1.000.- Stjórn FEBH

Frá Uppstillingarnefnd:

Tilkynning frá uppstillingarnefnd 2019.  Stjórn FEBH hefur tilkynnt að aðalfundur félagsins verður haldinn fimmtudaginn 14. febrúar kl. 14.00 í Þorlákssetri húsi félagsins. Uppstillingarnefnd hefur lokið störfum og tilkynnir hér með niðurstöður.  Kjörtímabili í aðalstjórn hefur lokið Kristín Dagbjartsdóttir og gefur hún kost á endurkjöri.  Kjörtímabili í aðalstjórn hefur lokið Egill Gústafsson og gefur hann ekki […]

Fréttir af Hverafuglum.

Af Hverafuglum  er það að frétta að Örlygur snýr aftur sem kórstjóri.  Æfingar verða framvegis á mánudögum kl. 17.00 – 19.00. Fyrsta æfing á nýju ári verður mánudaginn 21. jan. kl. 17.00.

Veikindaleyfi formanns framlengt.

Gísli Garðarsson formaður FEBH verður áfram í veikindaleyfi út janúar.  Varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir sinnir störfum formanns á meðan.  Vinsamlega snúið ykkur til hennar ef einhverjar spurningar vakna.  

Vatnsleikfimi – nýr tími.

Vatnsleikfimi hefur fengið nýjan tíma á nýju ári og verður framvegis á miðvikudögum kl. 14.45 og hefst aftur þann 9. janúar n.k.  

Veikindaleyfi formanns.

Tilkynning til félagsmanna. Gísli Garðarsson formaður, verður í veikindaleyfi til áramóta. Varaformaður Kristín Dagbjartsdóttir sinnir störfum formanns  á meðan.

Jólafundur

Félag eldri borgara í Hveragerði verður með jólakaffifund fimmtudaginn 13. desember kl. 14.00 að Hótel Örk Dagskrá: Kórsöngur, Hverafuglar. Sr. Gunnar Jóhannesson flytur hugvekju Tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Árnesinga undir stjórn Margrétar Stefánsdóttur Einleikur á fiðlu Sólrún Njarðardóttir Guðbrandur Valdimarsson les jólasögu

Fræðsla og spjall í nóv. og des. 2018

Fræðsla og spjall í nóv. og des. 2018 Miðvikudag 14. nóvember, Magnús Hannesson talar um fullveldi Íslands og konungsríki 1918 kl. 13.00 í Þorlákssetri. Miðvikudag 21. nóvember, Jón Björnsson rithöfundur og fræðimaður fjallar um bók sína „Rassfar í steini“ þar sem hann fer pílagrímsför á slóðir Ólafs Helga hins forna kl. 13.00 í Þorlákssetri. Miðvikudag […]

Fræðsla og spjall í okt.og nóv.

  FEBH kynnir, fræðsla og spjall, miðvikudagar í okt. og nóv. 2018                                             3. október kl. 13:00  Rafhjólaklúbburinn Skjaldbökurnar kynnir starfsemi sína. Boðið er í prufukeyrslu ef veður leyfir. 10. október kl. 13:00  Viktor Sveinsson, segir frá Kambodíu og Angor. 17. október kl. 13:00  Erna Indriðadóttir, kynnir Gráa herinn. 24. október kl. 13:00  Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri […]