Entries by annajorunn

Flensusprauta

Flensusprauta verður í Þorlákssetri fimmtudaginn 27. sept. kl. 10.00.

Fræsla og spjall 26. sept.

Miðvikudaginn 26. september kl 13:00 kemur sr. Gunnar Jóhannesson nýráðinn prestur í Hveragerði í heimsókn í Þorlákssetur til að kynna sig og kynnast okkur. Fjölmennum og tökum vel á móti sr. Gunnari.

Leikhúsferð

Nú er komið að fyrstu leikhúsferð á þessu hausti Farið verður í Borgarleikhúsið 19. sept. n.k. að sjá “Dúkkuheimilið 2. hluti” og hefst sýningin kl. 20.00 Farið verður frá Þorlákssetri kl. 18.45 og kostar í rútuna kr. 2.000.- en frítt er í leikhúsið. Greiða má í heimabanka 0314-26-52 kt. 691189-1049 eða í Arionbanka merkt leikhúsLeikhúsferð […]

Fræðslu- og spjallfundir hefjast.

Nú eru miðvikudagsfundirnir „Fræðsla og spjall“ að hefjast og er sá fyrsti næsta miðvikudag 12. september n.k. í Þorlákssetri og er súpufundur sem hefst kl. 13.00 en opnað er kl. 12.30 fyrir þá sem vilja koma og fá sér súpu fyrst og er verðið kr. 500.- Svanur Jóhannesson kemur og fer yfir sögu lífeyrissjóðsmála á […]

Blómstrandi dagar í Þorlákssetri.

Blómstrandi dagar í Þorlákssetri. Feðginin Ólafur Beinteinn og Ingibjörg Aldís Ólafsdóttir sópransöngkona bjóða upp á skemmtilega söngdagskrá í Þorlákssetri, félagsheimili eldri borgara í Hveragerði laugardaginn 18. ágúst nk. kl. 15:00. Ingibjörg syngur vinsæl sönglög við undirleik Ólafs og hann slær líka á létta strengi með harmónikkuleik,  stýrir hópsöng og leikur ljúfa tónlist undir borðum. Mætum […]

Frá ferðanefnd FEBH 2018-2019

Fyrirhugaðar ferðir í ágúst og september.   Sumarferð 20. ágúst Farið kl. 13:00 frá Þorlákssetri Heimsækjum  Skálholt- saga og menning í 1000 ár.  Erla Traustadóttir sér um leiðsögn um staðinn. Síðan ekið að Flúðum og heimsækjum hjónin Georg og Emmu hjá Flúðasveppum, þau eru frumkvöðlar í ræktun sveppa og fáum fræðslu um starfsemina. Færum okkur […]

Fréttir af viðhaldi á fasteign félagsins.

Ágætu félagar. Stjórn félagsins finnst við hæfi að félagsmenn fái fregnir af þeim viðhaldsframkvæmdum á fasteigninni sem hafa verið gerðar. Viðhald á fasteign FEBH  2017 og 2018: Allir veggir málaðir. Gólf hreinsuð og nýtt bón, (gert árlega). Keypt nýtt sjónvarp og skjávarpi á réttan stað, tæknimál eru komin í viðunandi horf. Skipt um öll ljós […]

Þorlákssetur lokað

Kæru félagar Þorlákssetur verður lokað dagana 25. júni til 2. júli 2018  vegna bónunar á gólfi.

Hverafuglar í Skyrgerðinni

Kórsöngur og kaffihlaðborð. Í tilefni af degi aldraðra verða Hverafuglar með opið hús í Skyrgerðinni á Uppstigningardag 10. maí n.k. milli kl. 15 og 17. Hverafuglar syngja. Kaffihlaðborð kr. 2000 fyrir manninn. Allir hjartanlega velkomnir.