Síðsumarferð FEBH til Vestmannaeyja.

Síðsumarferð félagsins verður farin mánudaginn 28. ágúst  til Vestmannaeyja.

Mæting kl. 7:30 í Þorlákssetur, farið kl. 7:45. Það tekur 1 og ½ klst. að keyra í Landeyjahöfn +  mæting 30 mín fyrir brottför,  (2 klst.).

Farið með fyrstu ferð með Herjólfi frá Landeyjahöfn kl. 9:45 og til baka kl. 18:45. Sjóferðin tekur 35 mín. Erum með rútuna allan daginn.

Tanginn  er rómaður matsölustaður. Fáum okkur eitthvað gott af matseðlinum,  t.d súpu og salatbar (kr. 1850) eða eitthvað annað. Það greiðir hver fyrir sig.

Leiðsögn um eyjuna ca. 2 klst. Leiðsögumaður Kristján Óskarsson.  Heimsækjum Eldheima sem er gosminjasýning, sem miðlar fróðleik um eldgosið 1973. Kr. 1900 fyrir eldri borgara. Leiðsögn ca 1 klst. Það greiðir hver fyrir sig.

Heimboð í húsnæði eldri borgara í Krikanum.

Sæheimar, Fiska og Náttúrugripasafn Vestmannaeyja heimsótt,  ca. 45 mín., kr. 1200. Það greiðir hver fyrir sig.

Verð fyrir ferðina er kr. 5500, greiðist fyrir 21. ágúst í Arion banka,  reikn. nr. 52 merkt „Ferð“.

FEBH félagar, takið frá þennan dag, takmarkaður sætafjöldi, aðeins 40 sæti.  Fyrstur kemur fyrstur fær.

Skráið ykkur hjá ferðanefndinni fyrir 21. ágúst:

Kristín Dagbjartsdóttir 557 4884 / 860 3884

Egill Gústafsson                                                                                                       

Fjóla Ragnarsdóttir

0 replies

Skildu eftir svar

Want to join the discussion?
Feel free to contribute!

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *